Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 Sloppið við tungumálanám Hægt er að fræðast um ansi merkilegan skanna sem þýðir texta á torkennilegum málum eins og t.d. frönsku á slóðinni http: //www.irirusa.com. Skann- inn minnir á yfirstrikunarpenna sem einfaldlega er rennt yfir text- ann og hann þýddur. Góðarfréttír Smá tilbreytingu frá svarta- gallsrausi í íjölmiðlum er að finna á slóðinni http://www.positivepress.com Alltum Intemetið Á slóðinni htlp: //www.what- is.com er að finna margs konar fróðleik um netið. Þar er til dæm- is hægt að lesa sér til um hvem- ig Intemetið byrjaði. Til að kom- ast að því slá menn inn http: //www.whatis.co/arpanet/.htm eða http://147.47.Ll/Inter- net/arpanet.html http://www.high-ground.com/ er vettvangur fyrir bandaríska framhaldsskóla til þess að skipt- ast á skoðunum og lesa fréttir um skólalíf þar í landi. Leitað langt yfir skammt Hægt er að skoða að hvers konar efni fólk er að leita með því að slá inn http://www.webcraw- ler.com/searcht- icker.html Brjálæðisleg vísindi Á slóðinni http://medic ine.wustl ,edu/~ ysp/msn/ mad.sci.html er vefur helgaður svolítið öðmvísi vísindum en menn era vanir svona hversdags. Nám http://www.streeinc.com er j flottur námsvefur. Dómsdagsklukkan Vísindamenn sem óttast kjam- orkuvopn umfram allt annað telja niður til heimstortímingar á slóðinni http://neog.com/at- omic/clock.html Ný fréttasíða Fréttafíklar geta frá og með deginum í dag farið á http: //www.newsworks.com og lesið nýjustu fféttir frá 135 bandarisk- um fjölmiðl- um. Hryilingurinn kemur til þín með kaldar krumlur og flugbeittar tennur á slóðinni http: //www.x mission.com /spl-efx/haunted-hou- se/Hhlist.html Þar er að frnna lista yfir hús í Norður- Ameríku þar sem er reimt. Kannski ætti að setja upp vef helgaðan ís- lenskum draugum. Alltum Batman Sennilega era margir orðnir spenntir fyrir nýju Batman- myndinni. Slóðin á vefsíðu myndarinnar er http://www.bat- man-robin.com Draugahús í Ameríku Fálagsmiðstöðin Vitinn í Hafnarfirði með heimasíðu: Unglingar hafa mikinn áhuga á „spjallinu" Félagsmiðstöðvar fyrir unglinga eru í auknum mæli að koma sér inn á netið. Félagsmiðstöðin Vitinn í Hafnarfirði var með þeim fyrstu sem fór inn á þessa braut. DV ræddi við Ólaf Stefánsson, starfsmann Vit- ans, um tilurð og gagn síðunnar. Ólafur segir að starfsmenn og unglingar í Vitanum hafi byrjað að fikta í netinu fyrir um tveimur árum. „Þegar við vorum búin að skoöa það í dálítinn tíma ákváðum við að láta slag standa og fara inn á netið,“ sagði hann. Ólafur segir viðtökurnar hafa verið góðar þó að þær hafi farið ör- lítið seint af stað. „Síðan var fyrst hugsuð sem hluti af vef Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar. Síðan lögðum við inn smáauglýs- ingu um síðuna hjá Treknet og við það jókst aðsókn mjög rnikið," sagði hann. Unglingar vilja spjalla Vefsíðan er ekki það eina sem Vitinn starfrækir á netinu. „Við höfum einnig eigin spjallrás á irk- inu sem heitir „vitinn." Þar hittast unglingarnir og spjalla innbyrðis og við aðra. Þarna er því um að ræða nokkurs konar félagsmiðstöð á net- inu,” sagði hann. Hann segir ung- lingana hafa meiri áhuga á spjall- inu en vefnum. Minna sé um það meðal þeirra að þeir leiti upplýs- inga nema þá um mjög afmarkaða hluti. Á heimasíðunni er einnig hægt að fara í leiki eins og myllu og tetr- is. „Þetta var hugmynd sem kom upp til að auka skemmtanagildi síð- unnar. Við vitum ekki hve margir hafa notfært sér þetta en höfum þó heyrt að margir hafi gaman af þessu,” sagði Ólafur. Vilja valkost við einkatölvuna Hægt er að njóta veraldarvefsins eftir öðrum leiðum en með dýrum og fyrirferðarmiklum einkatölvum. Á nýafstaðinni tölvu- og leikjasýn- ingu í Atlanta, sem yfirleitt gengur undir nafninu E3, kepptust fram- leiöendur við að kynna ýmiss konar netvæddar smá- og leikjatölvur. Fyrst má nefna game.com smá- tölvunnar sem kosta um fimm þús- und krónur í Bandaríkjunum. Þær eru sambland af handtölvu á borð við Newton og hina markaðsráð- andi Nintendo Game Boy leikja- tölvu sem game.com á að keppa við. Hægt er að kaupa Internetbox við game.com en hún tengist ekki hefð- bundnum einkatölvum. Eigendur Game.com tölva munu samt sem áður geta keppt við hvor annan i ýmiss konar leikjum með því að samtengja tölvumar. Framleiðend- ur Game.com vilja halda vélinni ódýrri. Þvi er skjár hennar svart- hvítur og netnotkun textabundin. Gárungar segja líka að þetta sé ódýrasta Internetvélin en það breyt- ist þegar brauðristar með mótaldi koma á markaðinn. Eigendur Sega Saturn geta brátt farið að kaupa sér nettengingu á leikjatölvur sínar og ættu þeir þá bæði að geta spilað leiki með öörum Sega-eigendum og skoðað veraldar- vefinn í gegnum tölvuna sína, vafr- arinn fyrir Sega kallast PlanetWeb og sett hefur verið upp sérstök Internetþjónusta fyrir notendur vafrarans er kallast PlanetView. Hún ætti að vera vinsæl meðal for- eldra þar sem hún síar vel út ósmekklegar vefsíður. Flestum netbúum hlýtur að hrylla við þeirri tilhugsun að hafa ekki mús til að stýra bendlinum á skjánum. Fái þeir sér svokallað vef- sjónvarp, sem Microsoft kynnti dug- lega á E3-sýningunni undir merkj- um WebTV Networks, gætu þeir þurft að venjast fjarstýringu. Svo- kallað vefsjónvarp kostar um tutt- ugu þúsund krónur í Bandaríkjun- um og hefur verið nokkra mánuði á markaðnum þar vestanhafs. í raun er um að ræða hefðbundna einka- tölvu með ekkert geisladiskadrif og harðan disk sem notar hefðbundið sjónvarp fyrir skjá. Það er hægt að kaupa lyklaborð við þennan frekar sérkennilega grip (sem minnir í raun um margt á margumræddar nettölvur) og þá eru takkar á hon- um notaðir til að stýra bendli á skjánum. Á sýningunni var því lýst yfir að brátt yrði hægt að kaupa aukabúnað við vefsjónvarp sem gerði eigendum þess kleift að prenta skjámyndir. Að ofangreindu má ráða að marg- ir reyna að taka þátt í keppninni um að færa almenningi veraldarvef- inn á ódýrari hátt en áður hefur verið gert. Það virðist þó ekki vera hægt, enn sem komið er, að útnefna sigurvegara. -JHÞ/Byggt á CNN Kræfir svindlarar misnota netið Nýlega komst upp um bíræfna Intemet-svindlara í Bandaríkjunum sem notuðu netið í símasvindl. Svindlið virkaði þannig að á síðum sem svindlaramir ráku var netbú- um boðið að kaupa forrit til að skoða myndir með því að gefa upp kreditkortanúmer. Þeir sem létu blekkjast lentu í því að forritið sem þeir sóttu slökktu á mótaldshátalar- anum og létu tölvuna hringja til Kanada. Það kom fram eins og sím- tal til Moldóvíu (eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna). Netbú- arnir óheppnu þurftu síöan að greiða fyrir símtalið sem kostar 140 krónur á mínútu. Talið er að svindl- ararnir hafi grætt um 70 milljónir íslenskra króna áður en það komst upp um þá. Alls kyns svindl af þessu tagi eru að verða ansi algeng. Oft er mönn- um boðið upp á gull og græna skóga með alls kyns peningapýramídum eða atvinnutilboðum. Enginn græð- ir neina fjármuni nema auðvitað þeir sem setja svindlið upp. Kunn- ugir segja svindl af þessu tagi sýni að Internetið sé orðið stórt samfélag og „íbúar“ þess eigi við sömu hætt- ur að etja og íbúar annarra stórra samfélaga. -JHÞ/Byggt á Popular Science Síðan búin að sanna sig Aðspurður hvort síðunni yrði haldið uppi áfram sagði Ólafur ör- uggt að svo verði. „Við munum reyna að hreyta og bæta við upplýs- ingum eftir því sem við á. Svo er ætlunin að koma með útgáfu á ensku og einu Norðurlandamálanna lika,” sagði hann. Ólafur bætti við að lokum að það hefði færst mjög í vöxt að félagsmið- stöðvar væru með eigin heimasíður á netinu. Slóðin á heimasíðu Vitans er http: //www.treknet.is/ath/vitinn. -HI Arnar Þór Sigurjónsson, vefari heimasíöu Vitans. Michael Jordan á netíð Michael Jordan er á leiö á netiö. Hann hefur skrifað undir 10 ára samning viö CBS sportsline þess efn- is aö hann svari tölvu- pósti, stjórni viðtölum gegnum netið og útvegi efni fýrir vefsíðu sportsline (http: //cbs.sportsline.com/). Taliö er að Jordan muni græöa milljónir Banda- ríkjadala þar sem hann muni laða fleiri áskrif- endur að þessum íþrótta- vef. Þykir þetta kröftugt skref í samkeppni CBS við ESPN SportsZone. Áhyggjur af veð- málum á netinu Hátt settur embættismaður í Wiscons- in, James Doyle, hefur lýstyfir áhyggj- um af því aö veðmál í gegnum netið fyr- ir hundruð milljarða Bandaríkjadala gætu orðið að veruleika innan skamms. Hann segist hafa áhyggjur af því að netspila- kassar veröi orðnir jafn vinsæl afþrey- ing og sjónvarpiö. Hann telur enn frem- ur að löggjafinn veröi aö grípa í taumana áður en langt um Itðurtil aö koma í veg fyrir að þessi þróun eigi sér stað. Garðyrkja um vefinn Hingað til hefur garöyrkja ekki verið tengd netinu beint. Fyrirtækiö Garden Escape hyggst breyta þessu og er komið meö myndarlegan vef um garörækt sem er á http://www.garden.com. Þar verður meöal annars hægt að ná í forrit sem hægt er aö nota til að hanna eigin garö. Garöræktarklúbburinn sem starfrækt- ur er á vefnum hefur nú um 100 þús- und meölimi og vefsíðan fær 6000 heimsóknir á dag. Netnotendum fjölgar ílndlandi Indverska netþjónustan, sem er rikisrekin og sú eina í landinu, hefur nú yfír 40.000 áskrifendur. Áskrif- endum fjölgar að jafnaöi um 10-12% á mánuði að sögn framkvæmdastjóra þjón- ustufyrirtækisins. Fyrirtæk- ið heitir reyndar Videsh Sanchar Migam. Fram- kvæmdastjórinn segist bú- ast við að áskrifendur verði orðnir 100.000 f lok ársins. Búist er við að fyrirtækið veröi ekki mikið lengur einrátt á þessum markaði en stjórn- völd þar eru að móta stefnu í net- málum. - Tölvur í stað sjónvarps Varaforseti Microsoft, Craig Muncíie, lét hafa eftir sér á sýningunni Windows World '97 aö allar PC-tölv- ur gætu tekið á móti stafrænu sjón- varpsefni fyrir árið 2000. Reiknað yröi með slíkum búnaði á stýrikerf- unum Window 98 og Window NT 5.0. „Sjónvarpið á engra annarra kosta völ en nálgast tölvurnar á einhvern hátt,“ sagði Mundie. Þessu til stuðn- ings segir hann aö neytendur hefðu minnkað sjónvarps- og myndbanda- áhorf um 15% til að geta veriö leng- ur í tölvunni. ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.