Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Page 18
18
MÁNUDAGUR 7. JÚLl 1997
- JhArm*
U trtt r i t
iJiJ ■ £
íjJJ
ú MI.....ill?
Hættið að reykja
og megríst um leið
Sænskum læknum hefur tek-
ist hið ómögulega. það er, að fá
fólk til að hætta að reykja og
grennast um leið.
Það voru Stephan Rossner og
samstarfsmenn hans við Karol-
inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi
sem unnu þetta afrek. Þeir fengu
til liðs við sig 288 konur með
þyngdarstuðulinn 23 og 30.
Þyngdarstuðull er hlutfall milli
hæðar í metrum og kilóa í
þyngd. Konumar voru því ýmist
eölilega þungar eða aðeins of
feitar.
Annar hópurinn fékk nikótín-
tyggjó og tiimæli um mataræði.
Hinn hópurinn fékk tyggjóið og
að auki kaloríusnautt fæði öðru
hverju í sex vikur af 16 vikna til-
raunatíma. Að 16 vikunum liðn-
um hafði helmingur síðari hóps-
ins hætt að reykja og lést að
meðaltali um 2,1 kíló. Aðeins 37
prósent úr fyrri hópnum hættu
að reykja og bættu að auki á sig
1,6 kílóum að meðaltali.
Kvikasilfursregn á
norður-heimskautinu
Eitrað kvikasiifursregn fellur
á norður-heimskautið á hveiju
voru, einmitt þegar vistkerfi
jarðarinnar eru aö liftia viö.
Kanadískir vísindamenn segja
frá þessu í tímaritinu New Sci-
entist. Ekki er alveg ljóst hvað
veldur. Vísindamennimir leiða
þó að því getum að þar sé að
verki svipað ferli og stjómar
eyðingu ósonlagsins.
Kvikasilfúr er eitthvert eitrað-
asta eftiið sem þekkist og það
gufar upp við svo lágt hitastig að
vindar geta borið það um viða
veröld.
Ein kenning vísindamann-
anna gengur út frá því að kvika-
siifursgasið tengist klóri og
brómi og myndi agnir sem faila
síðan til jarðar.
Tæki til hjálpar
ástsjúkum
Stúdent við hönnunardeild
konunglega listaskólans í Lund-
únum hefúr fúndið upp lítið
snilldar-
tæki sem
gæti auð-
veldað
elskend-
um að
vera í
sambandi
hvort við annað.
Tæki þetta er á stærð við
varalit og er brotiö í tvennt.
Hvor helmingur um sig hefur
sama stafræna kódann. Ef annar
elskandinn vill tala við hinn, set-
ur hann helminginn sinn í móð-
urtæki sem les kódann og hring-
ir í miðstöð sem aftur kemst að
því hvar hinn hlutinn er niður-
kominn. Og fyrr en varir em
elskendumir komnir í hróka-
samræður eða famir að hvísla
ljúfum ástarorðum hvor í annars
eyra.
Þegar annar helmingurinn
hringir, blikkar hinn. Ef annar
hvor eigandinn hefúr skilið eftir
skdaboð, glóir tækið.
Kattaeigendur geta tekið gleði sína á ný:
Töfraaðferð til að losna
við óþefinn af köttunum
Kattaeigendur vildu sjáifsagt allir
geta losnað við óþefinn sem fylgir
því þegar uppáhaldsdýrin þeirra
taka upp á að merkja sér fmu hús-
gögnin inni í stofu eða annars stað-
ar í húsinu. Og hjálp er sennilega á
næsta leiti, kattaeigendum og kött-
um til óblandinnar ánægju, segir í
grein i danska blaðinu Jyllands-
Posten.
Frönskum vísindamönnum hefúr
tekist að búa til eftirlíkingu af svo-
kölluðum andlitsferómónum, eða
lyktarhormónum, sem aðeins kettir
fmna lyktina af og bera kennsl á.
Þegar efni þetta hefur verið borið á,
gefur það frá sér lykt sem í huga
kattanna þýðir að einhver hafi þeg-
ar eymamerkt sér tiltekið húsgagn
eða svæði.
Bæði fress og læður merkja sér
staði með því aö sprauta á þá dálitlu
þvagi, öðram köttum til viðvörunar.
Annað náttúrulegt atferli katta er
að merkja með fésinu og er það ná-
tengt hlandmerkingunni. Það hefur
nefnilega sýnt sig að hlutir sem
kötturinn hefur strokið andliti sínu
við, sleppa við að vera merktir á
þennan vanalega máta. Þegar kött-
urinn strýkur andlitinu við ein-
hvem hlut, skilur hann eftir sig
andlitslyktarhormónin. Og það er
einmitt á þeim sem nýja efnið er
þróað.
Atferlissérfræðingar hafa uppgöt-
vað að kettir hlandmerkja sér ekki
staði eða hluti sem einhver hefur
þegar merkt sér með andlitslyktar-
hormónunum. Að sögn vísinda-
mannanna gegna þessi hormón m.a.
því hlutverki að róa kettina.
Lyktarhormónin gegna mikil-
vægu hlutverki í samskiptum dýra.
Þannig geta þau haft áhrif á atferli
Sætir kettir á húsgagni. Þeir vekja ekki jafn mikla hrifningu þegar þeir hafa merkt sér sætin sín meö óþef miklum.
Albert Einstein hafði rátt fyrir sár með Ijásið:
Skuggalegir eiginleikar
orðnir enn skuggalegri
Albert Einstein, faðir afstæðis-
kenningarinnar, lýsti ákveðnum
eiginleika ljóss á sínum tíma sem
„skuggalegum". Nú segja svissne-
skir vísindamenn að þessi sami eig-
inleiki sé orðinn enn skuggalegri.
Svissnesku vísindamennirnir
hafa fundið vísbendingar um að
ljósöreindir sem ganga undir nafn-
inu ljóseindir séu á einhvem hátt
tengdar saman á vegalengd sem
nemur um tíu kílómetrum, að því er
fram kemur í nýlegu tölublaði tíma-
ritsins New Scientist.
í tímaritinu segir að Nicolas Gis-
in og samverkamenn hans við há-
skólann í Genf hafl búið til
ljóseindapör og sent þau eftir tveim-
ur aðskildum ljósleiðurum sem
enda tíu kílómetra hvor frá öðrum.
Vísindamennimir beittu fyrir sig
vel þekktu eðlisfræðilögmáli sem
segir að þegar öreind er mæld hafi
mælingin áhrif á hana. Þeir komust
að því að þegar ein ljóseindin var
mæld hafði sú aðgerð einnig áhrif á
hina.
Útilokað er talið að ljóseindirnar
tvær hafi getað sent boð sín í milli
um svona langan veg. Gisin segir
því að þær hljóti að hafa verið
„flæktar saman“.
Einstein spáði því fyrir meira
en sextiu árum að svona mundi
gerast, hann kallaði það
„skuggalega aðgerð úr fjarska"
og taldi þetta vera
galla á skammta-
kenningu
sinni.
Alain
Aspect og
sam-
starfs-
menn
hans
við
París-
arhá-
skóla
urðu
fyrstir
manna
til að
sýna
fram á að
þetta gerðist, eftir
allt saman, en að-
eins þó í öreindum
sem vora nokkra metra
hver
frá
„Tilraun
Gisins er
virkilega
merkileg fyr-
ir þær sakir
að hann sýnir
að hann geti
viðhaldið þessu
skammtasambandi
um mjög langan
veg,“ segir Aspect
í viðtali við New
Scientist.
Eðlisfræðingar
segja að þessi
eiginleiki gæti
orðið að liði við
að útskýra
hvernig ljósi
tekst að haga
sér bæði eins
og bylgja og ör-
eindaflæði á
sama tíma.
dýra innan sömu tegundar, jafnvel
orðið til þess að dýrin breyta atferli
sínu.
Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á
andlits- og hlandlyktarhormónin
senda fressinu skilaboð um það
hvort læðan er tilkippileg eður ei.
En þá að aðalmálinu, ólyktinni í
heimahúsum. Komið hefur í ljós að
kettir hætta í meira en 95 prósent-
um tilfella að merkja sér hluti eftir
að hinu nýja efni hefúr verið beitt í
28 daga. Aðferðin byggist á því að
sprauta einu sinni á dag í 28 daga á
þá staði sem kötturinn alla jafna
merkir sér með hlandi. Og þar með
geta allir malað af ánægju, menn
jafnt sem kettir.
Albert Einstein og Ijósiö.
Nálaskipti draga
úr útbreiðslu a
næmis
Þótt umdeilt sé, getur það
dregiö úr útbreiðslu HIV-
veirunnar, sem veldur alnæmi,
ef sprautufíklum era afhentar
hreinar nálar í skiptum fyrir
þær gömlu. Ýmsir telja þó að
með því sé verið aö hvetja til
fíkniefnaneyslu.
Ástralskir vísindamenn við
háskólann í Melboume, með
Susan Hurley í broddi fylking-
ar, hafa farið yfir 214 birtar
rannsóknir um tíðni HIV í 81
borg í Norður-Ameríku, Evr-
ópu, Asíu og í löndum í Suður-
Kyrrahafi. Vísindamennimir
komust að því að HlV-smit
jókst í 58 prósent þeirra borga
þar sem yfirvöld buðu ekki
nálaskipti. Aukningin varð
hins vegar 48 prósent þar sem
nálaskiptin voru.
„Sennileg skýring á þessum
mun er að nálaskipti hafi leitt
til þess aö dregiö hafi úr HIV-
smiti meðal sprautufikla,“
segja vísindamennimir í
skýrslu í læknablaðinu Lancet.
Slangan smitaði
kornabarnið
Ekki era öll gæludýr sem
menn kjósa að hafa á heimilum
sínum eig-
endunum
til blessun-
ar, eins og
sagt var
frá í vís-
indaþætti
BBC fyrir
nokkru.
Þar
sagði frá
grátandi
foreldrum sem höfðu keypt sér
slöngu sem gæludýr. Slangan
smitaði komabarn hjónanna af
heilahimnubólgu og dó barnið
af völdum sjúkdómsins. Slang-
an var drepin og við rannsókn
kom í ljós að hún bar i sér fjór-
ar gerðir salmonellubakteríu,
auk annars óþverra.
Svo var það maðurinn sem
hafði tarantúlukónguló heima
hjá sér. Sú var ekki par hrifin
af blíðuhótum mannsins og
skaut á hann hárbeittum hár-
um af kroppi sínum. Hárin
fóra í augu mannsins þar sem
þau ollu bólgum og öðrum
óþægindum.