Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997 Afmæli Gísli B. Blöndal Gísli B. Blöndal, verkstjóri rafmagnseftirlits Rafmagnsveitu Reykjavíkur, til heimilis að Sogavegi 210, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Gísli fæddist í Keflavík og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavik, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1970, stundaði nám við Tækniskóla Islands og lauk þaðan prófum í rafiðnfræði 1973. Gísli hefur starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1973. Gísli lék handbolta á unglingsárunum, fyrst með yngstu aldursflokkum og allt upp í meistaraflokk. Hann lék fyrst með KR, lék síðan tvö ár með KA en gekk síðan í Val. Þá lék hann með íslenska landsliðinu í handknattleik um árabil. Fjölskylda Gísli kvæntist 28.12. 1974 Sólveigu Leifsdóttur, f. 21.9. 1951, hárgreiðslumeistara. Hún er dóttir Leifs Sigurðssonar, rafvirkjameistara í Reykjavik, og Maríu Auðar Guðnadóttur húsmóður. Sonur Gísla og Sólveigar er Leifur, f. 4.5. 1975, húsasmíðanemi í Reykjavík. Börn Gísla frá því áður eru Björn Brynjar, f. 14.4. 1968, d. 14.5. 1987, nemi; Margrét, f. 19.4. 1968, fóstrunemi í Reykjavík. Fósturdóttir Gísla er María Auður, f. 28.4. 1970, hárgreiðslunemi. Albróðir Gisla er Björn B. Blöndal, f. 14.5. 1946. Hálfsystkini Gísla, sammæðra, eru Margrét Hreggviðsdóttir, f. 5.3. 1958; Elín Kristín Hreggviðsdóttir, f. 3.9. 1967; Hermann Torfi Hreggviðsson, f. 3.9. 1967; Guðmundur Páll Hreggviðsson, f. 23.11. 1970. Hálfsystkini Gísla, samfeðra, eru Kristinn B. Blöndal, f. 13.9. 1955; Snæbjöm H. Blöndal, f. 27.2. 1958; Margrét S. Blöndal, f. 4.7. 1963; Kristjana E. Blöndal, f. 5.12. 1966; Kristín E. Blöndal, f. 15.8. 1970. Foreldrar Gisla voru Björn Auðunn Blöndal, f. 14.6. 1921, d. 5.4. 1995, og Kristjana Gísladóttir, f. 17.11. 1927, d. 7.10. 1980, húsmóðir. Fósturfaðir Gísla er Hreggviður Hermannsson, f. 22.7. 1931, læknir í Keflavík. Gísli og Sólveig taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal, á afmælisdaginn, þriðjudaginn 8.7., kl. 19.00. Gísli B. Blöndal Guðný Sigurðardóttir Guðný Sigurðardóttir húsmóðir, Dalbraut 29, Akranesi, er sjötug í dag. Starfsferill Guðný fæddist í Kálfhamarsvík á Skagaströnd og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólapróii á Skagaströnd. Auk húsmóðurstarfa hefur Guð- ný unnið ýmis störf á hótelum og við veitingarekstur. Þá var hún starfsstúlka í eldhúsi við Sjúkrahús Akraness á árunum 1980-94. Guðný hefur sungið með kór eldri borgara á Akranesi undanfarin ár og tekið virkan þátt í félagsstarfi kórsins. Fjölskylda Guðný giftist 31.12.1955 Hallgrími Ólafssyni, f. 21.10. 1924, vélstjóra. Hann er sonur Ólafs Samúelssonar og Guðmundu Einarsdóttur sem hjuggu í Furufirði á Ströndum. Börn Guðnýjar og Hallgríms eru Guðmundína Hallgrímsdóttir, f. 11.11. 1952, starfsstúlka á Akranesi, gift Matthíasi Pálssyni og eiga þau þrjá syni og þijú barnabörn; Ólafur Hallgrímsson, f. 9.8. 1957, stýrimaður á Akranesi, kvæntur Sigþóru Gunnarsdóttur og eiga þau Qögur börn; Hörður Hallgrímsson, f. 4.10. 1962, vélstjóri, kvæntur Geirlaugu Jónu Rafnsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Guðnýjar eru Fjóla Sigurðardóttir, f. 3.3.1926, bóndi í Tungu í Svínadal; Sólveig, f. 18.5. 1928, d. 10.6. s.á.; Hallgrímur Sigurðsson, f. 14.7. 1931, búsettur á Akranesi; Birna Amman, f. 20.8. 1932, búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum; Páll Gunnar Sigurðsson, f. 30.6.1936, búsettur í Perth í Ástralíu. Foreldrar Guðnýjar voru Sigurður Júlíusson, f. 6.10. 1888, d. 23.1. 1980, sjómaður á Skagaströnd til 1943 en síðan verkamaður hjá H. Böðvarssyni og Co á Akranesi, og k.h., Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 7.10. 1891, d. 5.12. 1965, húsfreyja. Ætt Sigurður var somu: Júlíusar Guðmundssonar, b. á Blálandi, og k.h., Solveigar Kristjánsdóttiu' húsfreyju. Guðbjörg var dóttir Guðjóns Jóhannessonar, frá Háagerði, og Oddnýjar Gestsdóttur, frá Vindhæli. Guðný verður að heiman á afmælisdaginn. Guðný Sigurðardóttir Brúðkaup Þann 22. mars voru gefin saman í Garöakirkju af séra Braga Friðriks- syni Sigríöur Guðmundsdóttir og Ingvar Ingvarsson. Heimili þeirra er aö Engihjalla 3, Kópavogi. Ljósm. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. Þann 21. desember sl. voru gefin saman í Ólafsfjarðarkirkju af sr. Sig- ríði Guömarsdóttur Helga Björg Gunnarsdóttir og Árni Gunnólfs- son. Heimili þeirra er að Bylgju- byggð 21, Ólafsfirði. Ljósm. Ljósmyndastofa Páls, Akur- eyri. Þann 10. maí voru gefin saman í Hjallakirkju af sr. Kristjáni Einari Þorvaröarsyni Árný Árnadóttir og Bjarni Sæmundsson. Heimili þeirra er að Furugrund 18, Kópavogi. Ljósm. Inga Hrönn. Þann 27. desember sl. voru gefin saman í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Dagný Björk Reyn- isdóttir og Birgir Örn Tómasson. Heimili þeirra er að Snægili 15a, Ak- ureyri. Ljósm. Ljósmyndastofa Páls, Akur- eyri. Þann 1. maí voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Sólveigu Láru Guðmundsdóttur Elísabet Sig- urðardóttir og Hörður Sævar Hauks- son. Heimili þeirra er að Súluhólum 2. Ljósm. Sigurþór Markússon. Þann 27. desember sl. voru gefin saman í Glerárkirkju af sr. Gunn- laugi Garöarssyni Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Jóhann Þor- steinsson. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 95, Reykjavík. Ljósm. Ljósmyndastofa Páls, Akur- eyri. Gefin voru saman 8. mars í Akureyr- arkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Harpa Örvarsdóttir og ingvar Inga- son. Heimili þeirra er í Vancouver, Kanada. Ljósm. Ljósmyndastofa Páls, Akur- eyri. Þann 22. mars voru gefin saman í Háteigskirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Kristín E. Hólm- geirsdóttir og Agnar B. Helgason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Rut. Til hamingju með afmælið 7. júlí 85 ára _____________ Óli Sigurður Jónsson, Brúarflöt 2, Garðabæ. 80 ára Þórarinn Einarsson, Höfðagrund 7, Akranesi. Sveinn Jónatansson, Karfavogi 50, Reykjavík. 75 ára Bjarni Jónsson, Skólavegi 26, Keflavik. Einar Sigurðsson, Mánavegi 1, Selfossi. Lflja Bjömsdóttir, dvalarheimilinu Fellsenda, Búðardal. Hulda Ragnarsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Hjörtur Guðnason, Brimhólabraut 28, Vestmannaeyjum. 70 ára Henning Karl Backman, Tunguvegi 34, Reykjavík. 60 ára Helga Haralds- dóttir, íþrótta- fræðingur við Heilsustofhunina í Hveragerði, Lyngheiði 2, Hveragerði. Hún er erlendis. Kristján Ólafsson, Sogavegi 146, Reykjavík. Hafsteinn Einarsson, Sigtúni, Djúpárhreppi. Guðmundur Ármannsson, Seljugerði 4, Reykjavík. Ragnar V. Kristinsson, Leirubakka 14, Reykjavík. 50 ára Ketill Helgason, Finnastöðum I, Eyjafjarðarsveit. Frímann Kristinn Sigmundsson, Grenibyggð 11, Mosfellsbæ. Frímann Ingi Helgason, Hverafold 114, Reykjavík. Kristín Sigurðardóttir, Oddakoti Austur-Landeyjahreppi. 40 ára Sigurður H. Jóhannesson, Grundarsmára 3, Kópavogi. Margrét Jóhannsdóttir, Furugrund 13, Akranesi. Guðrún Samúelsson, Hrafnakletti 6, Borgamesi. Óskar Guðvin Björnsson, Háuhlíð 11, Sauðárkróki. Sigurður Bjarnason, Vallartröð 6, Eyjafjarðarsveit. Björn Viðar, Stórhóli 11, Húsavík. Edda Herborg Kristmundsdóttir, Gyðufelli 8, Reykjavík. Marteinn Sigurðsson, Kvíabóli, Ljósavatnshreppi. Guðrún Stefánsdóttir, Barmahlíð 17, Reykjavík. Ingólfur Sigfússon, Dalhúsum 82, Reykjavík. Málfríðin- Harðardóttir, Gerðhömrum 30, Reykjavík. Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir, Hringbraut 85, Reykjavík. Sif Svavarsdóttir, Áshamri 63, Vestmanneayjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.