Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1997, Síða 36
44
MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 1997
Föttuðu ekki
neitt
„En það er af handhöfum for-
setavalds að segja að þeir lokuð-
ust inni í lyftu ekki alls fyrir
löngu án þess að hafa hugmynd
um það. Og þeir væru sennilega
ekki búnir að fatta þetta enn ef
slökkviliðið hefði ekki komið
þama með kúbein til að spenna
upp hurðina.“
Benedikt Axelsson, í DV.
Lýðræðið lagt
niður?
„í þjóðþingum nokkurra þjóða
hefur komið til átaka. Á að leggja
lýðræðið niður vegna þess? Að
sjálfsögðu ekki.“
Sagði Ómar Ragnarsson, í
Degi- Tímanum, hnefaleikum
til varnar.
Ummæli
Fluguveiðar
stórhættulegar
„Það skaðar svo ekki ílokin,
minn góði Stefán Jón, að bæta
því við að fleiri augu og eyru
hafa vafalaust skaddast í flugu-
veiðum á stöng en í hnefaleik-
um.“
Ómar Ragnarsson, i Degi-Tím-
anum, enn til varnar hnefaleik-
um.
Naim Suieymanogliu frá Búlgar-
fu.
Yngsti
heims-
meistarinn
Naim Suleymanogliu frá
Búlgaríu er yngsti heimsmeistar-
inn í lyftingum. Hann setti
heimsmet í dvergvigt í jafnhend-
ingu og samanlagðri þyngd þegar
hann var einungis 15 ára. Það
var í keppni sem haldin var í
Moskvu þann 23. október árið
1983.
Blessuð veröldin
Raf-
magns-
perur
Minnsta rafmagnspera í heimi
er 3 mm að lengd og 0,5 mm í
þvermál, framleidd af Hamai El-
ectric Lamp Co. í Tokyo í Japan.
Stærsta
herðatré
heims
Stærsta herðatré heims er 4,6
sinnum 2.06 sinnum 0,5 metrar
og vegur 200 kg. Það er smíðað
úr oregon-furu og krossviði af
Stefáni Geir Karlssyni í Reykja-
vík.
Hrönn Petersen, Evrópumeistari JC í ræðumennsku:
JC hefui nýst mér vel í leik og starfi
„Junior Chamber er félag stofnað
fyrir ungt fólk, átján til fjörutíu ára,
sem hefur áhuga á að þroska sjálft
sig með því að taka að sér ýmis
stjómunarstörf, fara á námskeið og
efla sig í ræðumennsku, tjáningu og
mannlegum samskiptum," segir
Hrönn Petersen, nýbakaður Evrópu-
meistari JC í ræðumennsku. Hún
hefur verið meðlimur i JC-hreyflng-
unni í fjögur ár. Hún segir verana í
JC hafa nýst sér mjög vel því hún
hafi tekið að sér ýmis störf, s.s. for-
mennsku í húsfélögum og sjúklinga-
samtökum og lært að takast betur á
við lífið. Hrönn segist áður hafa ver-
ið hrædd við að fara upp í púlt og
tala fyrir framan fullt af fólki og
segist meira að segja hafa reynt að
fara á ræðunámskeið þegar hún var
í Verslunarskólanum en hafi guggn-
að og læðst út. Önnur áhugamál
Hrannar eru t.d. skíðaferðir en hún
segir mikinn tíma fara í JC-hreyf-
inguna og skipulagningu þar.
Eftir sigurinn í Evrópukeppninni
í ræðumennsku er Hrönn orðin full-
trúi Evrópu á heimsþingi sem hald-
ið verður síðar á árinu i Bandaríkj-
unum.
Daglegt starf JC-hreyfingarinnar
er að sögn Hrannar þannig að fé-
lagsfundir era haldnir einu sinni í
mánuði og námskeið era haldin
reglulega fyrir
fólk sem vill efla
sig í ræðu-
mennsku. „Þessi
námskeið eru
mjög góð og
komu mér þang-
að sem ég er í
dag.“ Hrönn segir
einnig að alþjóða-
samstarf innan
JC sé mjög mikið.
„ísland hélt Evr-
ópuþing JC fyrr í
sumar og hingað
komu ellefu
hundrað erlendir
gestir frá Evrópu.
Þar af leiðandi
hefur verið mikið
samstarf í ár og
gestir hafa komið
hérna til þess að
skoða landið og
þeir hafa skipu-
lagt ferðir fyrir
sín lönd. Mitt fé-
lag kom af stað keðjubréfaverkefni
um Evrópu og við höfum fengið
póstkort víða að. Með tilkomu Inter-
netsins eru samskipti við aðrar
þjóðir að aukast mjög mikið.“
Hrönn telur að til þess að verða
góður ræðumaður sé þjálfun mun
mikilvægari en
meðfæddir hæfi-
leikar. „Þetta er
að mestu leyti
þjáifun. Að taka
fýrsta skrefið er
erfiðast. Þegar
búið er að taka
það era ýmis at-
riði sem hægt er
að leggja áherslu
á til þess að gera
ræðuna sem ver-
ið er að halda
áhrifameiri. Til
þess að halda
áhorfendunum
við efhið skipta
raddbeiting,
augnaráð og
handahreyfingar
miklu máli. Ég
hef verið á ræðu-
námskeiðum
með mjög ólík-
um einstakling-
um og þeir hafa
hreint og beint blómstrað af því að
fara á þessi námskeið."
Hrönn er 31 árs hagfræðingur að
mennt. Sambýlismaður hennar er
Njörður Lárasson, starfsmaður hjá
Marel.
glm
Hrönn Petersen.
Maður dagsins
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1848:
ryÞoV
Karl í krapinu
Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn.
DV
Stjarnan verður í eldlínunni í
kvöld.
Stjarnan
og Valur
Lítið er um að vera í íþrótt-
unum í kvöld. Þó geta knatt-
spymuaðdáendur huggað sig við
það að einn leikur er í úrvals-
deild karla í knattspymu, þ.e.a.s.
Sjóvár-Almennradeildinni. Þar
eigast viö lið Stjömunnar og
Vals á Stjömuvelli. Leikurinn
hefst kl. 20.
íþróttir
Kvenna-
knatt-
spyrna
Þrír leikir eru í fyrstu deild
kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Hvöt og Leiftur leika á Blönduósi
kl. 20, Leiknir, Fáskrúðsfirði, og
Sindri leika á Fáskrúðsfirði kl.
20 og Afturelding og Grindavík
leika á Varmárvelli kl. 20.
Bridge
Þú ættir aldrei að gefa félaga þín-
um í vörninni færi á að gera mistök
ef þú getur komið í veg fyrir þau.
Skoðum hér eitt vamardæmi fyrir
austur. Suður opnar á hindrunar-
sögninni í fjórum laufum og norður
lyftir í fimm lauf. Vestur spilar út
tígulkóngnum og þú berð blindan
augum. Hvað gerir þú?
4 ÁKD32
V KG952
4 G
* Á3
* G1065
«4 843
4 Á982
* K2
4 -
* -
Ef til vill má segja að þessi vam-
arþraut sé móðgun við lesenduma.
Það nánast blasir við að yfirtaka
slaginn á tígulásinn og spila hjarta
til baka. En af hverju? Jú, vestur
hefur ekki hugmynd um að þú eigir
slag á laufkónginn og ef til vill telur
hann að möguleikinn á að hnekkja
spilinu sé að fá tvo slagi á hjartalit-
inn. í þeirri stöðu er hann líklegur
til að spila litlu hjarta undan ásnum
i þeirri von að þú eigir drottning-
una. Þess vegna er nauðsynlegt að
yfirtaka á ás og spila hjarta til að
fullvissa sig um að félagi taki slag á
litinn, það er að segja ef hann á
hann. Spilin vora öll svona:
4 974
« Á106
4 KD10743
* 7
4 ÁKD32
«4 KG952
4 G1065
»4 843
4 Á982
* K2
N
V A
S
4 8
<4 D7
4 65
* DG1098654
Af þessu spili má draga þann lær-
dóm að leyfa félaga aldrei að eiga
slag, ef þú veist um aðferð til að
hnekkja samningnum. Jafnvel sér-
fræðingar geta gert mistök í vöm-
inni, þó það teljist varla vera mistök
að spila undan hjartaásnum, ef vest-
ur fær að eiga slaginn á tígulkóng-
inn.
ísak Örn Sigurðsson