Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Fréttir Allsherjarnefnd og skipan biskups: Tímabundin skipun - ráðherra ræður hvort hann auglýsir embættið á fimm ára fresti Svo virðist sem mistök hafi orðið við setningu laga um skipunartíma biskups. Alþingi virðist hafa gleymt því að hafa nokkru áður samþykkt lög um skipunartíma helstu emb- ættismanna ríkisins. í eldri lögum voru þeir skipaðir ótímabundið nema annað væri tekið fram en í þeim nýju til aðeins fimm ára nema annað sé tekið fram. Það orðalag í frumvarpinu um stjórn, stöðu og starfshætti kirkjunnar og athuga- semdum, þar sem fjallaö er um skip- un biskup, segir að gert sé ráð fyrir óbreyttri skipan frá því sem nú er. Þegar þingmenn samþykktu það sem lög áttuðu þeir sig fæstir á því að þeir voru búnir að samþykkja fimm ára skipunartíma sem megin- reglu og orðalagið ....gert er ráð fyrir óbreyttri skipan," á því við um fimm ára skipun í embætti. Allsherjamefnd Alþingis kom saman í gær til að ræða biskupsskip- unarmáliö vegna þess ágreinings sem kirkjunnar menn hafa haft uppi um málið. Nefndarmenn urðu sam- mála um að túlka bæri lögin á þann veg að biskup skuli skipa til fimm ára í senn. Kirkjunnar menn hafa sagt að þessi tímabundna skipan sé ekki í samræmi við vilja kirkjunnar og kirkjuþings. Nýju lögin um stjórn og starfshætti kirkjunnar eiga að taka gildi 1. janúar 1998. Sr. Hjálmar Jónsson, einn nefnd- armanna í allsherjamefnd, sagði í samtali við DV í gær að ljóst væri að löggjöfin hefði mátt vera skýrari. Nefndarmenn væru þó sammála um túlkun laganna og að samkvæmt þeim skuli skipa biskup til fimm ára, en í valdi ráðherra væri að slá upp embættinu á fimm ára fresti eða ekki. -SÁ Veiddu risaloðnu: Ein sú stærsta sem ég hef séð - segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Þegar verið var að landa loðnu úr Antares VE fyrir skömmu rákust menn á risaloðnu. Hún reyndist vera 20,5 sentímetrar að lengd en venjuleg fúllvaxin loðna er 16 til 17 sentímetrar að lengd. „Ég hef séð álíka stórar loðnur en þær era ekki margar. Við eram ekki búnir að aldursgreina þessa risaloðnu en hún þarf ekki að vera eldri en þriggja ára. Hún hefði því orðið fjög- urra ára 1. janúar en það er opinber af- mælisdagur allra fiska. Það er dálítið hjákátlegt varðandi loðnuna að segja hana þriggja ára í desember en fjög- urra ára í nóvember, en veiðitímabil hennar teygist yfir áramótin," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, sem lengst allra manna hér á landi hefur stundað loðnurannsóknir. Loðnan reyndist vera 60 grömm að þyngd, að vísu full af átu, en venjulega loðna er um 30 grömm. Að sögn Hjálmars veiddist stærsta loðna sem vitað er um við Nýfundna- land um 1970. Hún mældist 25,2 sentí- metrar að lengd og reyndist 10 ára göm- ul. Sem kunnugt er verður loðna kyn- þroska þriggja til fjögurra ára gömul og almennt drepst fiskurinn eftir hrygn- ingu. Hjálmar segir að frá því séu nokkrar undantekningar eins og með risaloðnuna sem veiddist við Ný- fundnaland fyrir 27 árum síðan. -S.dór Risaloðna Venjuleg loðna Búnaðarbanki Islands hefur tekið lán að upphæð 100 milljónir dollara, eða 7 milljarða íslenskra króna hjá Sumitomo Bank, Limited í Londan og sautján öðrum erlendum bönkum. Upphaflega var ráðgert að taka 50 milljónir Bandaríkjadollara aö láni en vegna hagstæðra kjara var ákveðiö að tvöfalda lánsupphæöina. Þetta er iangstærsta lán Búnaðarbankans erlendis hingað til. Lánið verður notaö til þess aö greiða upp eldri, óhagstæörari lán og einnig til nýrra útlána. Engin samkeppni í bensín- og olíusölu - segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB „Við höfum sagt það lengi að samkeppnin í eldsneytinu er engin hjá olíufélögunum. Samkeppnin fer fram í formi blaða- og vörusölu í litlum kjörbúðum og virðist hún vera orðin aðalmarkmiðið. Eins- leitnin er alger í eldsneytisverðinu nema hvað menn eru að fá mismun- andi happdrættisvinninga eftir því hvar þeir versla. Samkeppnin í bensin- og olíusölunni virðist því vera í formi þess hvort menn vilja heldur vinna Parísarferð eða Lund- únaferð í happdrætti," sagði Runólf- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um það sem er að gerast hjá olíufé- lögunum. Varðandi hinar miklu fjárfesting- ar oliufélaganna í nýjum og endur- bættum bensínstöðvum sagði Run- ólfur að annað hljóð hefði verið í strokknum þegar Erwing-feðgar ætluðu að setja hér upp bensín- og olíusölu og báðu um lóðir í Reykja- vík og nágrannasveitarfélögunum. „Þá sögðu forráðamenn olíufélag- anna að markaðurinn á höfuðborg- arsvæðinu væri mettur. En nú heyri ég frá markaðsstjóra eins ol- íufélaganna að nú sé svo komið að framboð á bensínafgreiðslustöðvmn á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við nágrannalönd okkar, væri miklu minna en þar gerist. Svona er þetta nú fljótt að breytast,“ sagði Runólfur Ólafsson. -S.dór Dagfari Eins gott að enginn veikist Þrátt fyrir alla tæknivæðingu og nútímalega þekkingu kom í ljós nú fyrir helgina hversu öll þjónusta og atvinnulíf hangir á bláum þræði. Flugumferðarstjórar voru svo óheppnir að veikjast allir í einu og gátu ekki mætt til vinnu einn morguninn með þeim afleiðingum að flugumferð hér við land lamað- ist og tafðist. Mörg þúsund manns máttu bíða eftir að flugumferðarstjóramir næðu aftur heilsu sinni og tug- milljónatap varð að sjálfsögðu af þeim seinkunum og breytingum sem gera varð á flugáætlunum allra þeirra farþega og flugfélaga sem veikindin bitnuðu á. Alla jafna er heilsa flugumferðarstjóra góð og að minnsta kosti gerist það afar sjaldan að þeir veikist allir í einu. En þetta getur hent og þetta henti fyrir helgi og það sjá allir á svip- stundu hve mikið ríður á að flug- umferðarstjórar séu heilsugóðir þar sem veikindi þeirra og heilsu- far ræður bókstaflega öllu um þær miklu samgöngur sem fara fram um loftin blá. íslendingar geta bókstaflega ein- angrast frá umheiminum við það eitt að flugumferðarstjórar leggist í rúmið. Þjóðin er strand, ferðamannastraumurinn stöðvast og jafnvel ráðherrar og mikilvægir viðskiptajöfrar mega sín einskis ef flugum- ferðarstjórar mæta ekki til vinnu vegna heilsubrests. Það þýðir ekki einu sinni fyr- ir þjóðarleiðtogana að ferðast með einkaþotum því þær eru strand eins og aðrar vélar vegna þess að það flýgur eng- inn án flugumferðarstjómar. Ástandið verður jafnvel verra heldur en áður en norsku víkingarnir sigldu hingað til lands í upphafi landnáms vegna þess að þá gátu þeir siglt eftir sólstöðu, vindáttum og veðurskyggni. Seinna komu farþegaskipin. Nú er búið að leggja niður skipulegar skipaferðir milli íslands og annarra landa og það kemst enginn úr landi né hingað til lands nema ís- lenskir flugumferðarstjórar mæti til vinnu og haldi heilsu sinni. Þessi skyndilegu og óvæntu veikindi þeirra allra á sama tíma vöktu upp spumingar hjá flug- málastjóra og Flugleiðamönnum um hvort bráðapest hefði gripið um sig í flugumferðarstöðinni og menn höfðu um tíma miklar áhyggjur af hinum sárþjáðu flug- umferðarstjórum sem lágu allir heima, fárveikir og illa haldnir. Enginn hafði einu sinni rænu á að kalla á læknisaðstoð og það var ekki fyrr en flugmálastjóri sjálfur sá ástæðu til að kalla á lækna og biðja um læknisvottorð sem alvara veikindanna kom í ljós og veikindin vom af margvís- legum toga og sum voru meira að segja þess eðlis að þau höfðu gengið yfir þegar læknir mætti á vettvang. Sem sýnir náttúrlega hvað flugum- ferðarstjórar eru í rauninni hraustir menn og vel á sig komnir að þeir hristu veik- indin af sér á tiltölulega skömmum tíma og gátu mætt til vinnu eftir að læknar höfðu útkljáð þá við góða heilsu. Enda bera þeir hag flugumferðar og ferðaþjónust- unnar fyrir brjósti og rífa sig í vinnuna þótt þeir haldi að þeir séu veikir eftir að læknir hefur úrskurðað þá hrausta. Það er líka eins gott því flugumferðarstjórar standa í kjaraviðræðum sem ganga seint og illa vegna þess að þeir hafa mikið að gera í vinn- unni og mega í rauninni ekki vera að því að veikjast nema þegar þeir halda að þeir séu veikir þegar þeir eru ekkki veikir þegar illa gengur í kjaraviðræðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.