Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Neytendur Óglæsileg landkynning Tæplega fimmfaldur verðmunur - á íslenskum og Hong Kong Big Mac 172 kr. Hong Kong Bandaríkin Bretland Big Mac vísitalan Sviss ísland í FACE, víölesnu bresku glanstímariti, birtist á dögunum verösamanburður á Big Mac-hamborgurum víða um heim. Aö sögn Péturs Þóris Péturssonar, markaösstjóra Lystar ehf., sem rekur McDon- alds á íslandi, „er áiagning fyrirtækisins sú lægsta sem gerist á meðal McDonalds-rekstraraöila í heiminum." Þá bendir hann á aö tilkostnaöurinn viö framleiösluna sé fyrirtækinu ákaflega óhag- stæöur auk þess sem gengi íslensku krónunnar sé rangt skráö. -ST Maga-vélinda bakflæði er sjúkdómur þar sem inni- hald magans gúlpast upp í vélindað og veldur bólgum. Meginein- kenni sjúkdómsins eru bijóstsviði og nábítur sem fylgja því þegar súrt magainnihald gúlpast upp. Mikill ropi, uppþemba, verkir og óþægindi í efri hluta kviðar fylgja einnig þessum kvilla. Samkvæmt niðurstöðum sænskrar könnunar þjást á milli 20 og 30% Svía af bijóstsviða mánaðarlega eða oftar. Sambæri- leg rannsókn hef- ur verið unnin hérlendis en nið- urstöður hennar ekki verið kynnt- ar. Liklegt þykir þó að niðurstöö- umar séu svip- aðar og hjá grönnum okkar Svíum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurbjöm Birg- isson, sérfræðing í lyflækningum og meltingarsjúk- dómum, í nýjasta tölublaðinu af Lyfjatíðindum. I greininni kemur fram að algeng- asta orsök bijóstsviða sé að neðri hringvöðvinn í magaopinu virki ekki rétt. Verstu tilfellin koma fram þegar þrýstingurinn á vöðvann er mjög lág- ur, þá er hringvöðvinn alltaf opinn og magainnihaldið gúlpast upp bæði dag og nótt. Þá hefúr og mikið verið rætt um tengsl bakflæðis og astma en um 80% astmasjúklinga era með bakflæði. Bakflæði er orsök astmaveikinda hjá stórum hluta þeirra sjúklinga sem fá astma á fullorðinsárum. Fyrir því em tvær ástæður: Sýran getur ert og kom- ið af stað krampa í öndunarfærunum. Einnig getur verið um að ræða að lít- ið magn af sýra gúlpist niður í berkj- umar og valdi krampa. Maga-vélinda bakflæði getur einnig verið orsök langvarandi hæsi, hósta, brjóstverkja og andremmu. Böm geta fæðst með slappan hring- vöðva en það lagast yfirleitt með ár- unum. Einkenni ungbama era marg- breytileg, þau lýsa sér m.a. i uppköst- um eftir máltíðir, kviðverkjum og óró- leika. Á meðgöngu kvenna er brjóst- sviði mjög algengur vegna hormóna- breytinga og aukins þrýstings á maga- opið. Tóbaksreyk- ingar, áfengis- drykkja, súkkulaði, pipar- myntur, feitt fæði og ýmis lyf geta valdið slökun á vöðvanum. Oft hefur verið sett jafiiaðar- merki milli þind- arslits og bijóst- sviða. Þetta er misskilningur því að þó að þindar- sht sé algengt hjá fólki þjást aðeins um 10% þess af bijóstsviða. Sigurbjöm ráð- leggur öllum breyttan lifsstíl. Forðast þær fæðuteg- undir sem valda vöðvaslökuninni, borða ekki rétt fyrir svefii og forðast súra drykki. Það getur verið gagnlegt að hækka höfðalagið í rúminu um 10-15 cm. Þannig rennur innihald magans síður upp í vélindað. Mimn- vatn er basískt og hreinsar vélindað. Því getur verið gott að tyggja tyggi- gúmmí, það örvar munnvatnsfram- leiðsluna. Aðrar úrbætur era lyfjameðferð eða jafiivel skurðaðgerð. í slíka aðgerð er um þessar mundir margra mánaða bið hjá sjúklingum. Lyfin sem sjúklingum bjóðast gegn bijóstsviða era að sögn Sigurbjöms mjög góð og ekki ástæða til að þjást vegna þessa. -ST Brjóstsviði er ein- kenni á maga-vélinda bakflæði. Meginein- kenni sjúkdómsins eru brjóstsviði og ná- bítur, mikill ropi, uppþemba, verkir og óþægindi í efri hluta kviðar. Sumarsalat Sólar og DV Samkeppnin um besta sumarsalatið og salatsósuna úr Viola-olíum er í fullum gangi. Þátt- taka er ágæt enda vinningamir ekki af verri endanum; 10 innkaupakörfur frá 10-11 á 10.000 kr. hver. Keppn- inni barst eftirfar- andi uppskrift af salatsósu frá kepp- anda sem kallar sig „Skúmur": 1 rauðlaukur, smátt saxaöur 1 msk. hunang 50 ml edik 150 ml Viola-olía ögn af svörtum pipar 1 hvítlauksrif, smátt saxaö Þeytt saman með písk. Þessi salatsósa er sérstaklega góð með niðurskomum tómötum og grænkáli. Uppskriftin ykkar þarf að vera frum- samin. Merkið hana með dulnefni en setj- ið rétt nafn, heimfl- isfang og simanúmer í lokað umslag með, merkt dulnefninu. Utanáskriftin er; Sumarsalat 1997 DV Þverholti 11 105 Reykjavtk Skilafrestur er til 25. júlí. Úrslit verða kynnt í blaðinu 1. ágúst. -ST Verðþróun á gúrkum 1.-14. júlí 50 300 kr. 250 200 150 ÍOO Verö á gúrkum hefur sveiflast mikiö þaö sem af er júlímánaðar í stórmörkuöum á Reykjavíkursvæöinu. Bónus held- ur alltaf lægsta veröinu og svarar öllum tilboöum samkeppnisaöilanna með enn lægra veröi. DV-graf Unnur Færslur debetkorta Nýlega hatði maður samband við blaðið vegna undarlegra debetfærslna í viðskiptum við stórmarkað á Reykja- víkursvæðinu. Hann hafði keypt vör- ur hjá fyrirtækinu 13. júní og andvirði þeirra tekið af debetkortareikningi mannsins sama dag. 23. júní endur- greiddi verslunin manninum úttekt- ina án sýnilegrar ástæðu. Þann 2. júlí tók verslunin hins vegar endurgreiðsl- una til baka af einkareikningi manns- ins, að honum forspurðum. Neytendasíðan kannaði málið og samkvæmt viðskiptaskilmálum korta- fyrirtækja við söluaðila stenst þessi af- greiðsla replur um debetkortavið- skipti. Heh’. H. Steingrímsson, for- stjóri Re'I nistofu bankanna, staðfesti það í viðtali við DV. Þannig er að þeg- ;r viðskiptin fóru fram var veitt heim- Jd fyrir úttektinni og hún bókuð. Verslunin sem fékk heimildina sendi hins vegar ekki staðfestingarfærslu fyrir henni til bankans innan 9 daga. Því var hún sjálfvirkt bakfærð sam- kvæmt reglum þar um. Verslunin sendi færsluna inn til bankans þann 2. júlí og bókaðist hún þá aftur á reikn- ing korthafans. Svona síðbúnar færsl- ur frá fyrirtækjum munu vera fremur fátíðar. Eðlilega hefði staðfestingar- færslan átt að berast bankanum þann 13. júní frá versluninni og hefði þá við- skiptavinurinn ekki orðið fyrir nein- um óþægindum vegna þessarar úttekt- ar. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.