Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
13
Velferð kerfisins
eða velferð fólks?
Það er einkenni á
ríkisvaldinu að þegar
stofnanir og aðgerðir
á vegum þess eru
farnar að gera al-
mennt viðurkennt
ógagn að þær eru
ekki lagðar niður
heldur eru nýjar
stofnanir búnar til
sem leiðrétta eiga
mistök þeirra sem
fyrir eru.
Ágætt dæmi um
þetta er hin opinbera
Samkeppnisstofnim.
Eftir áratuga þver-
móðsku hafa íslensk-
ir vinstri menn við-
urkennt að ýmis rík-
isrekstur og opinber-
ar reglur geta þvælst
fyrir atvinnurekstri. En í stað þess
að leggja þessi ríkisfyrirtæki nið-
ur eða selja þau og afnema regl-
umar var Samkeppnisstofnun
komið á fót og á hún að fylgjast
með að aðrar ríkisstofhanir og rík-
isfyrirtæki níðist ekki um of á
einkafyrirtækjum. Annað dæmi er
Landgræðsla ríkisins sem er svar
ríkisins við hinni ríkisreknu
rollubeit sem breytt hefur grónu
landi í örfoka eyðimörk. Rétta
svarið við gróðureyðingunni var
auðvitað að afnema styrkina til
sauðfjárbúskapar en ekki að ausa
skattfé í landgræðslu.
Fjölskyldan sem afsökun
Nú í maí var samþykkt á Al-
þingi „þingsályktun um mótun
opinberrar fjölskyldustefnu og að-
gerðir til að styrkja stöðu fjöl-
skyldunnar". Þessi opinbera fjöl-
skyldustefna „hefur það markmið
að efla fjölskylduna í nútímaþjóð-
félagi“. Eins og frægt er orðið af
fréttum undanfarin ár hvetur
skatt- og bótakerfið mjög til þess
að fjölskyldur séu leystar upp,
a.m.k. á pappirunum. Jafnvel
aldraðir eru hvattir til að skilja til
að hafa meira út úr bótakerfinu. í
stað þess að leiðrétta þetta aug-
ljósa ranglæti í skatt- og bótakerf-
inu ætlar ríkisstjómin með félags-
málaráðherrann í
broddi fylkingar að
nota tækifærið til að
stofna nýjar nefndir
og ráð. í þessu tilviki
er það sérstakt fjöl-
skylduráð sem heyra
mun undir félags-
málaráðuneytið. Ekk-
ert bólar hins vegar á
raunverulegum úr-
bótum, þ.e. að dregið
verði úr jaðaráhrifum
í skatt- og bótakerf-
inu og að réttindi
breytist ekki með hjú-
skaparstöðu eða fjöl-
skyldustærð. Vanda-
málið er ekki leyst
heldur er það notað
sem afsökun fyrir
fleiri nefndum og ráð-
um á vegum ríkisins. Og hver get-
ur verið á móti því að „efla fjöl-
skylduna í nútímaþjóðfélagi"? Það
lítur líka vel út fyrir ríkisstjóm-
ina að geta bent á splunkunýtt
fjölskylduráð þegar spurt verður
hvað ríkisstjómin hafi gert fyrir
fjölskylduna.
Óplægöur vandamálaakur
Annað einkenni á aðgerðum
ríkisvaldsins er hversu sérhags-
munahópar hafa mikil áhrif. Þessi
nýja fjölskyldustefna er ágætt
dæmi um það. Greinilegt er að ým-
iss konar vandamálafræðingar
hafa plantað sinum hagsmunamál-
um í fjölskyldustefnuna. Þannig á
samkvæmt hinni opinberu fjöl-
skyldustefnu að „hvetja til að-
gerða á sviði fjölskyldumála í sam-
félaginu", „stuðla að rannsóknum
á högum og aðstæðum íslenskra
fjölskyldna", „staða og afkoma
barnafjölskyldna í nútímasamfé-
lagi verði könnuð sérstaklega“,
„forvamir vegna áfengis- og vímu-
efnaneyslu verði auknar" og
„auka stuðning við fjölskyldu-
rannsóknir og fræðslu um fjöl-
skylduáætlanir"
svo vitnað sé í
þessa þingsálykt-
un. Það blasir því
við að þessi fjöl-
skyldustefna er
fyrst og fremst
fyrir fagfólkið í fé-
lagsmálageiran-
um. Hún er
óplægður akur
fyrir ný vanda-
málaapparöt,
rýnihópa, sérfræðinefndir,
fræðslu- og rannsóknamefndir.
Opinbera fjölskyldustefnan fjallar
því fyrst og fremst um velferð
kerfisins en ekki velferð fólks.
Glúmur Jón Bjömsson
Kjallarinn
Glúmur Jón
Björnsson
efnafræðingur
„/ stað þess að leiðrétta þetta
augljósa ranglæti í skatt- ogbóta-
kerfínu ætlar ríkisstjórnin með
félagsmálaráðherrann í broddi
fylkingar að nota tækifærið til að
stofna nýjar nefndir og ráð.“
Orð og gerðir eigi samleið
I fjölmiðlum að undanfornu
hafa hljómað og birzt auglýsingar
tengdar hinum margnefnda vimu-
efnavanda og skal hverju því
fagnað vel sem vekur athygli á
þessu alvarlega þjóðfélagsvanda-
máli. Auglýsingarnar nú munu
tengjast hinu mikla markmiði um
vímuefnalaust ísland árið 2000.
Háleit markmið
Það er hollt að setja sér háleit
markmið og enn hollara og affara-
sælla að beita sér einarðlega og af
afli að því að þau nái sem fyrst
fram að ganga. Sumir mundu ef-
laust segja að ekki einungis væri
það háleitt markmið að ísland
verði vímuefnalaust eftir 3 ár,
heldur einnig fráleitt miðað við
hrikalegt umfang þess vanda sem
við blasir svo víða. Svo alltum-
vefjandi er þetta vandamál, þó að-
eins sé nú hugað að hinum ólög-
legu vímuefnum, að ekki sé nú
um vá vínsins talað. Mér skilst
hins vegar að þetta markmið
beinist eingöngu að hinum ólög-
legu efnum og er það ágætt svo
langt sem það nær. Það leiðir
hins vegar hugann að þeirri óvé-
fengjanlegu staðreynd að neyzla
hinna ólöglegu vímuefna á í yfir-
gnæfandi tilvikum beina rót sína
að rekja til áfengisneyzlu og því
erfítt að sjá það fyrir sér að afleið-
ingunni sé útrýmt án þess að or-
sökinni sé hug-
að og gegn
henni snúist.
Ég sá einhvern
tímann áskorun
um vímuefna-
laust ísland árið
2000 undirritaða
af miklum fjölda
virðingarmanna
í þjóðfélaginu og
lúmskur en ljót-
ur grunur minn
sá, að ekki
myndu nú allir þeir ágætu aðilar
hafa ljáð nafn sitt til áskorunar,
ef áfengið hefði verið með í spil-
inu og gegn því átt að hefja út-
rýmingarherferð. En máske er
það minn leiði misskilningur.
Ég heyri það hins vegar á aug-
lýsingunum sem í upphafivar um
getið að fólk er einnig með áfeng-
ið í huga, þegar að
hinu háleita mark-
miði er stefnt eða svo
gæti maður haldið
miðað við eðli þeirra
og inntak. 96% for-
eldra vilja ekki að
unglingar yngri en 16
ára neyti áfengis,
þannig einhvem veg-
inn er sagt og kemur
engum á óvart, fjögur
prósentin vekja
m.a.s. furðu. En þessi
eindregni vilji gagn-
vart unglingunum,
góðra gjalda verður,
vekur upp umhugsun
um viðhorf þessara
sömu foreldra til eig-
in neyzlu, jafhvel til
þeirra eigin reynslu á unglingsár-
um áður fyrr.
Tvískinnungur
Að baki hjá svo alltof mörgum
liggur sú skoðun að þeirra eigin
áfengisneyzla sé í lagi og vel það,
jafnvel þó úr böndum sé farin
meira og minna, en jafnframt er
unnt öðrum að leiðbeina og
vanda um við unglingana, sem
ekki eiga að venja sig á ósiðina.
Sannleikurinn er sá að ungling-
arnir sjá oftar en ekki í gegnum
tvískinnung foreldra sinna og
skella eðlilega skollaeyrum við
viðvörunum þeirra.
Þessi tviskinningur
kemur svo einnig
fram í harðri and-
stöðu margra við
ólögleg vímuefhi,
enda þeirra ekki
neytt, samhliða lof-
gjörð um áfengið af
því að þess er neytt.
Þennan tvískinnung
þarf að uppræta og
til allra þátta þessara
mála að líta ef árang-
ur á að nást.
Ég ætla rétt að vona
að það ágæta fólk
sem stefnir að hinu
háa markmiði um
vímuefnalaust ísland
setji hlutina í -rétt
samhengi og hagi sér sjálft í sam-
ræmi við það.
Ég sat eitt sinn ráðstefnu um
heilbrigði og hollustu þar sem
einn æðsti legáti heilbrigðismála
í heiminum hafði framsögu m.a.
og áfengið og vá þess fékk ágæta
og vandaða umfjöllun. Að ráð-
stefnu lokinni var boðið til hana-
stéls þar sem áfengar veigar flutu
vel og eflaust hafa einhverjir skál-
að fyrir eilífu heilbrigði. Orð og
gerðir verða að hafa vísa samleið,
ef vel á til að takast.
Helgi Seljan
„Sumir myndu eflaust segja að
ekki einungis væri það háleitt
markmið að ísland verði vímu-
efnalaust eftir 3 ár, heldur einnig
fráleitt miðað við hrikalegt um-
fang þess vanda sem við blasir
svo víða. “
Kjallarínn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi
Með og
á móti
Er rétt að fjalla um fjárhag
ríkissaksóknara í
fjölmiðlum?
Lúövik Geirsson,
formaöur Blaöa-
mannafólags ís-
lands.
Með gætni
„Það segir sig sjálft að þegar
dómsmálaráðherra og ráðuneyt-
ið sér sérstaka ástæðu til þess að
láta fara ofan í þessi mál og
kanna hver staða viðkomandi
embættis-
manns er þá
hlýtur að vera
einhver grund-
völlur fyrir því
að málið sé til
umræðu á op-
inberum vett-
vangi. Hitt er
svo annað mál
að öll svona
umræða er
vandmeðfarin
og menn þurfa
að gæta sín í henni en ég hef
ekki rekist á neitt í fréttum und-
anfarinna daga þar sem að mínu
mati hefur verið gengið of langt.
Það sem er lykilatriði í þessu
máli sem öðmm sem fjallað er
um á opinberum vettvangi er að
þeir sem fara með æðsta embætt-
isvald í stjórhsýslunni, hvort
heldur er hjá stjórnsýslunni eða
dómsvaldinu, þurfa að vera yfir
alla gagnrýni hafnir og fjárhags-
lega sjálfstæðir þannig að enginn
vafi leiki á hlutleysi þeirra í
embættisfærslunni. Með þessum
orðum er ég ekki að fella dóm
um að þessi tiltekni embættis-
maður sé kominn í þá stöðu að
hann sé orðinn óhæfur til að
gegna stöðu sinni vegna fjárhags-
stöðu sinnar. Það er allt annar
handleggur.
Einelti og
ofsóknir
Það er í lagi þótt fjölmiðill geri
fjárhagskröggur ríkissaksókn-
ara, eða manns í svipaðri stöðu,
að umtalsefni, jafnvel þó það hafi
verið uppsláttarefni í fjölmiðlum
fyrir nokkrum
misserum.
Þegar hins
vegar aðrir
fjölmiðlar
lepja sömu
súpuna án
þess að nokk-
uð nýtt komi
fram þá er það
orðið einelti.
Þegar sami
maður er svo
meðhöndlaður eins og hálfgerður
glæpamaður fyrir það eitt að
hafa í raunum sínum fundið sér
skjól í sumarbústaö við Elliða-
vatn þá eru það ofsóknir.
Þá er ekki verið að Qalla um
embættismanninn heldur prívat-
persónuna Hallvarð Einvarðsson.
Hann, eins og aðrir, á hins
vegar fortakslausan rétt á sínu
einkalífi. Þegar ríkissjónvarpið
smjattar á aðstæðum hans felst í
því niðurlæging á honum og fjöl-
skyldu hans. Sjónvarpið verður
svo að eiga það við sjálft sig
hvort það er farsæl ritstjórnar-
stefna að gera uppislægjumyglur
DV að helsta fréttaefni sínu.
Málfrelsið er að sönnu heilagt.
Það þýðir hins vegar ekki að
fréttamenn með gúrkubragð í
munninum hafi heilagan rétt til
að hafa mannorðið af mönnum,
bara af því að þeir liggja vel við
höggi. -JSS/-SÁ
Ossur Skarpheölns-
son, ritstjóri Al-
þýöublaðsins.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centmm.is