Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI1997 Þaö hefur veriö mikið aö gera hjá Maríu og Helgu undanfarna daga. vigt sem þær nota til að vigta fótin. „Öll fötin í búðinni eru á þessu tilboði nema gallabuxur. Fólk er að ganga héðan út með 3-5 flíkur á ekki nema þúsund krónur. Sumt er eitthvað sem við áttum hjá okkur á lager og er kannski pínulítið gallað en annað er úr Spútnik við Hverfisgötu. Spútnik er búin að vera héma í mörg ár og er ekkert á leiðinni í burtu. Viðtökurnar við þessu tilboði hafa verið hreint út sagt frábærar og það er búið að vera hérna eins og á útihátíð." Haustspá Tilveran bað þær Maríu og Helgu að spá fyrir um haust- og vetrartísk- una. „Það verður vítt að neðan og þröngt að ofan til dæmis viðar buxur og þröngur toppur. Skórnir verða svip- aðir og þeir eru núna, klossaðir og með þykkum botni. Buxur verða ann- að hvort hólkvíðar eða þröngar og ei- iítið útvíðar. Það kemur eitthvað nýtt i yflrhöfnum, dúnúlpurnar „fara út“ og ullarkápur „koma inn“. -ME Á þúsund krónur kílóið Þetta eru allt notuð föt og ekkert af þessu er minna en tíu ára gamalt. Við kaupum öll fötin - - erlendis frá en það eru risafyr- irtæki erlendis sem versla einungis með notuð fót,“ segir María Péturs- dóttir, sem er afgreiðslustúlka í versl- uninni Spútnik við Vesturgötuna. Verslunin hefur tekið upp á þeirri skemmtilegu nýjung að selja fót á þús- und krónur kúóið. Á borðinu hjá þeim stöllum, Maríu og Helgu, er lítil árshátíð Þegar Til- v e r a n kom í heimsókn var Svava Hrafn- kelsdóttir að máta glæsilegan sum- arkjól. Svava sagöist versla af og til í Spútnik þar sem það væri mun ódýrara en annars staðar. „Það geta allir fund- ið hérna eitt- hvað við sitt hæfi, bæði kon- ur og karlar. Ég versla yfirleitt í ódýrum búðum og mörkuðum enda hafa fátækir náms- menn ekki efni á öðru.“ Kjóllinn sem Svava er í vegur 350 grömm og því getur hún bætt við nokkrum flíkum til að ná kílóinu, (fötin eru aðeins seld í heil- um kílóum). „Svo er bara að drífa sig á árshátíð," segir Svava og hlær við. Þessi glæsilegi sumar- kjóll kostar aðeins 350 krónur. Drífa sig á Ragnheiður Gísladóttir er fastakúnni í Spútnik. „Það eru fín föt hérna og mjög ódýr. Ég á fullt af fótum héð- an en ég ætla ekki að kaupa fótin sem ég er að máta núna, buxumar em of víðar. Ég á samt örugglega eftir að finna eitthvað sem mig langar í,“ segir Ragnheiður og er strax farin til að máta nýtt dress. Fötin sem Ragnheiöur er að móta vega 750 grömm. Ys og þys - á útsölum Útsölumar eru í fullum gangi. Landsmenn fylkjast í búðir og kaupa alla mögulega og ómögulega hluti. Sumir em búnar að bíða lengi með að kaupa það sem þá vantar og rjúka af stað um leið og útsölumar byija. Aðrir líta inn í búðimar þegar aðeins er farið að hægja um og kaupa það sem þeim líst á. Það er hægt að spara stórfé með þvi að versla á útsölum svo framar- lega sem fólk fellur ekki í þá gildru að kaupa eitthvert drasl bara af því að það er ódýrt. Tilveran leit inn á útsölurnar. í Hagkaupi er útsalan í fullum gangi og mikiö um aö vera. Ásta og Hermann fóru meö tveggja mánaöa gamlan son sinn, Benedikt Rúnar, á útsöluna í Ikea. Ásta Benediktsdóttir og Hermann Hermannsson eru ein af þeim fjöl- mörgu fjölskyldum sem hafa ákveð- ið að notfæra sér útsölur sumarsins. Þau fóru ásamt tveggja mánaða gömlum syni sínum, Benedikt Rún- ari, á fyrsta dag útsölunnar í Ikea. Ásta og Hermann segjast spara mik- ið á því að versla á útsölum en í þetta skipti séu þau aðallega að skoða. „Við bíðum yfirleitt ekkert sérstak- lega eftir útsölunum en þegar þær koma er sjálfsagt að nýta sér þær.“ Það er fullvist að margir eiga eftir að gera góð kaup á útsölum borgar- innar og er um að gera að drífa sig meðan eitthvað er eftir í búðunum. -me

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.