Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Page 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
íþróttir unglinga
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu - 5. flokkur stelpna:
Pabbi, hvað á ég
eiginlega aö gera?
- hrópaði Jóna litla i vörn Fylkis þegar andstæðingarnir voru aðgangsharðir
„Pabbi, hvaö á ég eiginlega aö
gera?“ hrópabi Jóna í Fylki þegar
Valsstelpurnar sóttu hvaö stífast.
Arnar Sigurösson, TFK, hefur
nóg aö gera f tennis þessa
dagana
Tennis:
Arnar og Davíð
á ferðinni
Arnar Sigurðsson, hin unga
tennissljama í TFK, fékk styrk
til keppnisferöalaga frá alþjóöa
tennissambandinu vegna góðs
árangurs í mótum í Moldavíu og
Wales. Dagskrá hans er eftirfar-
andi.
6.-13. júlí keppti hann í
Danmörku en þar hefur hann
titil að veija.
14.-20. júlí í Birkeröd í Dan-
mörku á sterku alþjóðlegu móti.
21.-26. júlí keppir hann ásamt
Davíð Halldórssyni í London í
EM unglinga u-16 ára.
27.-31. júlí ásamt Davíð Hall-
dórssyni í EM landsliða í
Boumemouth á Englandi.
4.-10. ágúst keppa Amar og
Davíö á firnasterku móti í Bad-
en-Baden í Þýskalandi sem gefur
punkta á heimslistann.
11.-16. ágúst keppa þeir fél-
agar ásamt öðrum íslenskum
spilurum á íslandsmótinu á Vík-
ingsvelli.
19.-28. ágúst keppir Arnar á
mótum í Grikklandi og Egypta-
landi sem gefa stig á heims-
listann. DV mun birta fregnir af
árangri íslensku spilaranna.
Re^javíkurmót í knattspyrnu
stelpna í 6. flokki fór fram á Fylkis-
velli fyrir skömmu. Það var að
frumkvæði Fylkis sem þetta mót fór
fram og með leyfi KRR og að
sjálfsögðu voru verðlaun veitt.
Það var magnað hvað stelpurnar
stóðu sig vel þegar haft er í huga
stuttur fyrirvari og ekki er langt
síðan þessar stelpur byrjuðu að æfa
fótbolta. Keppt var í A- og B-liðum.
Keppni A-liða
íjölnir-Valur.......................7-1
Ejölnir-Fylkir......................2-1
Valur-Fylkir........................3-0
Lokastaöan:
1. Fjölnir 2 2 0 0 9-2 6
2. Valur 2 1 0 0 4-7 3
3. Fylkir 2 0 0 2 2-4 0
Umsjón
Halldór Halldðrsson
Keppni B-liða
Valur-íjölnir.......................2-0
Fylkir-Fjölnir......................1-0
Fylkir-Valur........................2-0
Lokastaðan:
Valsstelpurnar voru mjög ánægöar meb árangurinn en stelpurnar náöu ööru sætinu, bæöi f A- og B-liði. Viö getum
þó miklu meira, hrópuöu þær - og auövitar geta þær þaö. Þaö sama má líka segja um hinar stelpurnar - en þaö er
bara ekki alltaf hægt aö geta meira f fótboltanum. Þjálfari stelpnanna er Elísabet Gunnarsdóttir.
DV-myndlr Hson
1. Fylkir 2 2 0 0 3-0 6
2. Valur 2 10 12-2 3
3. Fjölnir 2 0 0 2 0-3 0
í fyrsta skipti
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
hjá Fylki teflum fram svo ungun
stelpum í fótbolta og reyndar í
fyrsta sinn sem 6. flokkur stelpna
keppir í Reykjavíkurmóti. Við hjá
Fylki höfðum frumkvæðið og ég
held að mér sé óhætt að segja að það
hafi tekist vel til,“ sagði Ólafur K.
Ólafs, þjálfari Fylkisstelpnanna.
Pabbi, hvað á ég að gera?
Leikur Vals og Fylkis í keppni B-
liða var mjög spennandi og
skemmtilegur. Fylkir sigraði að
vísu 2-0. I nokkur skipti var Jóna
(4), .sem átti góðan leik í vöm
Fylkis, oft í vandræðum með
Valsstelpumar sem beittu skyndi-
sóknum um tíma og voru mjög
grimmar. í eitt skiptið var Jónu
alveg nóg boðið og kallaði hástöfum:
„Pabbi, hvað á ég eiginlega að
gera?“ Þetta getur líka komið fyrir
bestu leikmenn.
Besta liðiö í bænum eða á
öllu landinu
Valsstelpumar voru mjög ánægð-
ar með annað sætið í keppni A-liða
og sögðust vera miklu betri en þær
hefðu sýnt í mótinu. Svo sagðist
Magga litla hafa spilað með Sindra
og helling af öðrum liðum og hún
væri að reyna að finna sig núna.
„Við æfum mjög vel og aðstaðan
er góð og líka þjálfarinn, hún
Sunna, hún er sko frábær," sögðu
Valsstelpumar einum rómi.
Fjölnir er besta félagið
Stelpurnar í Fjölni úr Grafarvog-
inum sigmöu með nokkrum yfir-
burðum í keppni A-liða og unnu í
báðum leikjunum.
í myndatöku af hópnum var eng-
inn vafi á því hvaða félag væri best,
auðvitað íjölnir.
Stelpumar sýndu mikið öryggi -
þó var leikurinn gegn Fylki mjög
spennandi og ógnaði Fylkir mjög
um tíma. En Fjölnisstelpurnar
sýndu þrautseigju og börðust vel
allan timann og náðu að sigra, 2-1,
og vom þaö nokkuð réttlát úrslit.
Frá hinum skemmtilega leik Fjölnis og Fylkis í keppni A-liöa. Eins og sést
greinilega eru stelpurnar vel æföar. Sjáiö þiö bara hvaö þær bera sig vel.
Fjölnir vann, 2-1, f skemmtilegum og spennandi leik.
Fylkir tefldi fram sterkum liöum f Reykjavfkurmótinu í 6. flokki stelpna eins
og alltaf f öllum mótum og uröu sterlpurnar meistarar í keppni B-liöa.
Þjálfari þeirra er íþróttaunnandinn mikli, Oiafur K. Ólafs.
Fjölnisstelpurnar stóöu sig mjög vel og unnu f keppni A-liöa. Stelpurnar
unnu alla leiki sfna í mótinu sem er glæsilegur árangur. Þjálfari þeirra er
Guöbjörg Heiöa Guömundsdóttir. „Hún er frábær," hrópuöu allar f kór.