Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
Afmæli__________________
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon, fyrrv. kaup-
maður, Lindargötu 11, Reykjavík, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Kjártan fæddist í Ólafsvik en ólst
upp á Hellissandi fyrstu árin. Hann
flutti ungur með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur þar sem hann ólst upp
í stórum systkinahópi í Vesturbæn-
um, lengst af við Lágholtsveginn á
Bráðræðisholtinu. Hann var í Mið-
bæjarskólanum og stundaði síðar
nám við Kvöldskóla KFUM.
Faðir Kjartans fórst með togaran-
um Jóni forseta 1928 og fór Kjartan
því ungur að vinna fyrir heimilinu
ásamt móður sinni og elstu systkin-
unum. Hann hóf ungur störf hjá
Dagbjarti Sigurðssyni kaupmanni
við Vesturgötima og víðar, var þar
fyrst sendisveinn, stimdað síðan af-
greiðslustörf og var svo verslunar-
stjóri við verslun Dagbjarts við Rán-
argötu.
Kjartan festi kaup á vörubíl
ásamt öðrum og ók honum eitt sum-
ar við gerð flugvallarins í Vatns-
mýrinni, stundaði leigubílaútgerð
ásamt Þórði Péturssyni og ók sjálf-
ur leigubíl um skeið. Hann
starfaði við verslunina Höfn
við Vesturgötu í nokkur ár
eða þar til verslunin hætti
og í stuttan tíma við Heild-
verslunina Eddu. Kjartan
stofnaði ásamt Jason Sig-
urðssyni kjöt- og nýlendu-
vöruverslunina Jason og Co
að Efstasundi 27 í Reykjavík
árið 1947. Starfsræktu þeir
verslunina saman til 1959 er
Kjartan keypti hlut Jasonar í
.fyrirtækinu. Hann rak síðan
einn verslunina Kjartansbúð til
1984.
Kjartan æfði og keppti með KR á
sínum yngri árum, í knattspymu,
handbolta, í hlaupumi og starfaði
með skíðadeild KR við byggingu
gamla KR-skálans í Skálafelli. Hann
var einn af stofnendum IMA, inn-
kaupasambands matvörukaup-
manna, var í fulltrúaráði Sjálfstæð-
isflokksins um árabil og félagi í
Oddfellowreglunni.
Fjölskylda
Kjartan kvæntist 16.10. 1943 Guð-
rúnu H. Vilhjálmsdóttur, f. 3.11.
1922, húsmóður og
kennar. Hún er dóttir
Vilhjálms Ámasonar,
f. 16.10. 1873, d. 1956,
húsasmíðameistara í
Reykjavík, og s.k.h.,
Þóreyjar Jónsdóttur,
f. 26.6. 1980, d. 1961,
húsmóður.
Börn Kjartans og Guð-
rúnar era Vilhjálmur
Þór, f. 28.12. 1943,
verkfræðingur og
kennari í Reykjavík,
kvæntim Guðrúnu Hannesdóttur,
forstöðumanni Starfsþjálfunar fatl-
aðra; Magnús Rúnar, f. 7.6. 1946,
leigubílstjóri í Reykjavík, en kona
hans er Jóhanna Jónsdóttir, þroska-
þjálfi við Bjarkarás; Anna, f. 4.11.
1949, starfsmaður við Landsbank-
ann, gift Sigurði 0. Péturssyni
bankastarfsmanni; Kjartan Gunnar,
f. 27.6. 1952, blaðamaður við DV í
Reykjavík, kvæntur Mörtu Guöjóns-
dóttur kennara; Ingibjörg Ósk, f.
17.2. 1957, leikskólakennari í
Reykjavík, gift Garðari Mýrdal, eðl-
isfræðingi við Landspítalann í
Reykjavík; Birgir, f. 16.3. 1962, vél-
virki í Reykjavík; Sveinn Sigurður,
f. 6.7. 1967, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, en kona hans er Stella
Sæmundsdóttir kaupmaöur.
Kjartan og Guðrún eiga þrettán
bamabörn og eitt bamabarnabarn.
Systkini Kjartans: Jóhannes
Magnússon, f. 19.7. 1910, fyrrv.
kaupmaður í Reykjavík; Hrefna
Magnúsdóttir, f. 4.7. 1915, nú látin,
húsmóðir í Reykjavík; Rósbjörg
Beck Magnúsdóttir, f. 22.7. 1919, nú
látin, húsmóðir í Reykjavík; Magn-
ús Gunnar Magnússon, f. 3.10. 1923,
nú látinn, húsasmiður í Reykjavík
og á Seltjamarnesi; Bjami Magnús-
spm, f. 5.7. 1926, fyrrv. yfirvélstjóri
hjá Landhelgisgæslunni, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Kjartans voru Magnús
Sigurðsson, f. 12.1. 1885, d. 28.2. 1928,
sjómaður á Hellissandi og í Reykja-
vík, og k.h., Guðrún Jóhannesdóttir,
f. 16.2. 1890, d. 6.12.1968, húsmóðir á
Hellissandi og í Reykjavík.
Kjartan mun halda upp á afmælið
með fjölskyldu sinni.
Kjartan Magnússon.
Andlát
Jóakim Hjartarson
Jóakim Hjartarson, skipstjóri frá
Hnífsdal, til heimilis að Hæöargarði
29, Reykjavík, lést í Reykjavik þann
5.7. sí. Útfór hans fór fram frá
Bústaðakirkju í gær.
Starfsferill
Jóakim fæddist í Hnífsdal 10.11.
1919 og átti þar heima til 1994 er
hann flutti til Reykjavíkur. Hann
stundaði nám við Vélskóla íslands í
Reykjavík 1939-40 og Stýrimanna-
skóla íslands 1942-43.
Jóakim hóf sjómennsku um ferm-
ingu. Hann var skipstjóri á ýmsum
bátum á árunum 1943-67, var síðan
verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. í
Hnífsdal en þar starfaði hann til
1993.
Jóakim var einn af stofnendum
Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal
1941, var varamaður í stjórn frá 1951
og sat í aðalstjórn 1967-94. Hann var
einn af stofnendum Miðfells hf. 1964
sem gerir út togarann Pál Pálsson
ÍS-102 og var þar stjómarmaður frá
upphafi til 1994, lengst af stjómar-
formaður, sat í stjóm Mjölvinnsl-
unnar hf. í Hnífsdal 1970-94, í stjóm
ísfangs hf. á ísafirði 1982-94 og var
einn af stofnendum Slysavamafé-
lagsins í Hnífsdal 1934.
Fjölskylda
Jóakim kvæntist 9.11. 1947 Ólaflu
Guðfinnu Alfonsdóttur, f. 17.5. 1924,
húsmóður. Hún er dóttir Alfons
Gíslasonar, hreppstjóra og sím-
stöðvarstjóra í Hnífsdal, og Helgu
Sigurðardóttur húsmóöur.
Böm Jóakims og Ólafiu eru
Gréta, f. 4.9. 1948, sérkennari og
ráðgjafi við skóla heymarskertra í
Ósló, gift Odd Trygve Marvel hag-
verkfræðingi; Helga Sigriður, f.
20.10. 1949, skrifstofumaður hjá
Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, gift
Sigurði Borgari Þórðarsyni, vél-
stjóra og starfsmanni hjá Orkubúi
Vestfjarða, og eiga þau þrjú böm,
Helgu, Halldór og Hildi; Jóakim
Gunnar, f. 28.5. 1952, viðskiptafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Síldar-
útvegsnefndar, kvæntur Sólveigu
Þórhallsdóttur, hjúkrun-
arfræðingi á Heilsu-
gæslustöðinni á Sel-
tjamamesi, og eiga þau
þrjú börn, Dóru, Grétu
og Jóakim Þór; Kristján
Guðmundur, f. 19.2.1958,
sjávarútvegsfræðingur,
framleiðslustjóri og
stjórnarmaður í
Hraðfrystihúsinu hf. í
Hnífsdal, kvæntur Sig-
rúnu Sigvaldadóttur,
meinatækni við Sjúkra-
húsið á ísafirði, og eiga
þau þijú böm, Gísla, Ólafíu og Ingi-
björgu; Aðalbjörg, f. 14.11. 1959, við-
skiptafræðingur og fjármálastjóri
Kjötumboðsins hf. í Reykjavík, og á
hún eina dóttur, Heiðu.
Systkin Jóakims: Margrét Elisa-
bet, f. 27.4. 1917, ekkja eftir Bjarna
Ingimarsson skipstjóra; Kristjana, f.
1.7. 1918, gift Karli Kristjáni Sig-
urðssyni skipstjóra; Ingibjörg Guð-
ríður, f. 20.9. 1923, var gift Friðrik
Maríassyni sjómanni sem lést 1966.
Hálfsystkin Jóakims voru
Helga, f. 11.8. 1904, d. 10.3.
1990, var gift Halldóri Ingi-
mafssyni skipstjóra; Sig-
ríður, f. 12.4. 1906, d. 9.9.
1986, var gift Snæbimi
Tryggva Ólafssyni skip-
stjóra; Jóakim, f. 5.4. 1907,
d. 11.4. 1913; Guðrún, f.
21.5. 1908, d. 1.10. 1941, var
gift Karli Ingimarssyni;
Páll, f. 26.11. 1910, d. 5.1.
1911; Aðalbjörg, f. 22.1.
1912, ekkja eftir Geir
Ólafsson loftskeytamann;
Jóhanna Pálína, f. 22.2.1913, d. 16.11.
1913; María, f. 7.5. 1914, ekkja eftir
Guðjón Guðjónsson kaupmann sem
lést 1986.
Foreldrar Jóakims vora Hjörtur
Guðmundsson, f. 2.2. 1891, d. 4.3.
1967, formaður í Hnífsdal, og Mar-
grét Kristjana Þorsteinsdóttir, f. 9.4.
1889, d. 2.8. 1958, húsmóðir. Margrét
var ekkja Jóakims Pálssonar, f. 16.7.
1879, d. 17.12.1914, formanns í Hnífs-
dal.
Joakim Hjartarson.
Brúðkaup
Gefin voru saman þann 24. apríl f Digra-
neskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni
Kartfn Lillý Sveinsdóttir og Kristinn
Ragnarsson. Heimili þeirra er aö Gnipu-
heiöi 11, Kópavogi.
LJósm. Ljósmst. Mynd, Hafnarfiröi.
Þann 3. maf voru gefin saman I Lágafells-
kirkju af sr. Sigrföi Guömundsdóttur Eva
Rakel Helgadóttir og Höskuldur Ólafs-
son. Heimlli þeirra er aö Hraunbæ 188,
Reykjavfk.
Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long.
Gefin voru saman þann 3. maf f Kópa-
vogskirkju af sr. Karli Matthfassyni Úr-
súla Ástríöur Auöunsdóttir og Jóhann
Karl Lúövfksson. Heimill þeirra er aö Fff-
urima 26, Reykjavfk.
Ljósm. Ljósmst. Mynd, Hafnarfiröi.
Pann 17. maf voru gefin saman f Akureyr-
arkirkju, af séra Svavari Alfreð Jónssyni,
Elfsabet Siguröardóttir og Jón Valdi-
marsson. Heimili þeirra er aö Munkaþver-
árstræti 15, Akureyri.
Ljósm. Noröurmynd - Ásgrfmur.
Þann 1. aprfl voru gefin saman f Hafnar-
fjaröarkirkju af sr. Karli Matthfassyni Arn-
heiöur Hafsteinsdóttir og Siguröur V. Sig-
urösson. Heimili þeirra er aö Vindási 4,
Reykjavfk.
Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long.
Þann 20. júlf 1996 voru gefin saman f
Dómkirkjunni, af séra Einari Eyjólfssyni,
Ásta Margrét Guömundsdóttir og Þórlr
Kristinsson. Heimlli þeirra er f Reykjavfk.
Ljósm. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long.
Þann 17. maf voru gefin saman f Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni
Helga Gfsladóttir og Bjarni Bjarnason.
Heimili þeirra er aö Asvöllum 11, Grinda-
vfk.
Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long.
Þann 17. maf voru gefln saman f Háteigs-
kirkju, af séra Óskari Inga Ingasyni, Odd-
ný Arnadóttlr og Guömar Guömundsson.
Heimlli þeirra er aö Mávahlfö 13, Reykja-
vfk.
Ljósm. Svipmyndir - Frföur.
DV
Til hamingju
með afmælið
15. júlí
85 ára
Vilborg Helgadóttir,
Hrafhistu í Hafnarfírði.
75 ára
Ragnar Bergsveinsson,
Ásholti 18, Reykjavík.
Þórður Snjólfsson,
Markarlandi 3,
Djúpavogshreppi.
Guðborg Kristjánsdóttir,
Hringbraut 99, Reykjavik.
70 ára
Karl Kristjánsson,
Skaftahlið 8, Reykjavík.
60 ára
Vilhelm Guðmundsson,
Garðbraut 86, Garði.
Katrin Sigurðardóttir,
Hólagötu 7, Njarðvík.
Þórhildur Skúladóttir,
Miðtúni 16, Seyöisfirði.
Jón Rafn Einarsson,
Hringbraut 35, Hafnarfirði.
Þorsteinn Sigurðsson,
Mýrarbraut 4, Blönduósi.
50 ára
Guðrún Helga
Friðriksdóttir,
Litluhlíð 6 B, Akureyri.
Einar Jónsson,
Borgarvegi 26, Njarðvík.
Sólrún Björnsdóttir,
Víðilundi 5, Garöabæ.
Hildur Kjartansdóttir,
Tjamargötu 44, Reykjavik.
Þorgrímur Benjamínsson,
Hjallabrekku 5, Ólafsvík.
40 ára
Margrét Rósa Einarsdóttir,
Ljósheimum 14 A, Reykjavík.
Símon Már Ólafsson,
Lækjarbergi 17, Hafnarfirði.
Kristján Þór Júlíusson,
Brautarholti 14, ísafirði.
Helgi Pétursson,
Hlíðarbyggð 28, Garðabæ.
Jófríður Valgarðsdóttir,
Njálsgötu 108, Reykjavík.
Bergþóra Vigdís
Ingimarsdóttir,
Stekkjarhvammi 72,
Hafnarfirði.
Ingibjörg Jóna Gestsdóttir,
Einigrund 19, Akranesi.
Ingólfur Helgi Tryggvason,
Jakaseli 16, Reykjavík.
Sigurður Hallgrimur
Jónsson,
Mælivöllum, Jökuldalshreppi.
Þann 10. maf voru gefln saman f Hafnar-
fjaröarkirkju, af séra Siguröi Helga Guö-
mundssyni, Brynhildur Ingibjörg Hauks-
dóttir og Guömundur Ingvar Sveinsson.
Heimili þeirra er aö Brautarlandi 19,
Reykjavfk.
Ljósm. Mynd, Hafnarfiröi.