Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 Fréttir Gordon Stockdale og Hörður Þormóðsson - tvífarar og tæknifræðingar: - spurði eiginkona Harðar þegar hún sá fyrst ljósmynd af Gordon „Ég sá um leið þegar hann kom inn um dyrnar hvað hann var líkur pabba. Við skiptumst á ljósmynd- um. Hann fór með mynd af pabba og sýndi eiginkonu sinni. Hún sá ekki að þetta væri pabbi minn og spurði hvar sinn maður hefði fengið þessa skyrtu,“ sagði Priscilla Bjamason, enskukennari í Tómstundaskól- anum, sem í vikunni tókst að koma saman tvíförum sem eiga margt annað sameiginlegt en að vera ótrú- lega líkir í útliti. Annars vegar föð- ur sínum, Gordon Stockdale frá Kanilworth í Englandi, og hins veg- ar Herði Þormóðssyni, tæknifræð- ingi í Reykjavík, sem hún kenndi á enskunámskeiði sl. vetur. Þar hófust kynni þeirra. Hún fékk foreldra sína til að koma til íslands svo pabbi hennar gæti hitt íslenskan tvífara sinn. Þau höfðu ráðgert að fara i sumarfrí á suðlægari slóðir en breyttu ferða- áætluninni. Tvífararnir hittust á heimili Harðar í vikunni. Þá kom í ljós að þeir voru með svipaða menntun, báðir tæknifræðingar. Gordon lengstum starfandi hjá Rolls Royce í Englandi og Hörður hjá Scania á íslandi. Báðir hafa þeir óstjómlegan áhuga á garðyrkju og eru einstaklega vinsælir hjá barna- börnunum segir Priscilla. Sjö ár em á milli þeirra, Gordon er 74 ára og Hörður að verða 67 ára. Gordon Stockdale, lengst til vinstri, og Höröur Þormóösson, ásamt eiginkonum sínum, Beatrice Stockdale, önnur frá hægri, og Inger Pedersen. Þeir eru svo líkir aö konurnar ruglast á þeim! Eins hreyfingar „Þetta gekk mjög vel. Oft eiga ókunnugir erfitt með að kynnast en það var eins og þeir hefðu þekkst frá barnæsku. Ahugamálin sameig- inleg auk þess sem Hörður á son í Bandaríkjunum og ég er búsett hér á íslandi. Augu þeirra og gleraugu DV-mynd S era eins, handahreyfmgar og ég veit ekki hvað,“ sagði Priscilla. Dóttir Harðar, Anna, hafði svip- aöa sögu að segja en hún hitti for- eldra Priscillu í vikunni. Þeir væru ótrúlega líkir. „Þegar ég horfði í augun á Gor- don fannst mér þetta vera pabbi. Sama upplifunin var að tala við hann,“ sagði Anna. Þetta era ekki einu tilviljanimar því daginn sem þau hittust sá Pris- cilla imga dóttur Önnu sem sama dag byrjaði hjá henni á enskunám- skeiði. Leiðir fjölskyldnanna liggja því víða saman. Konurnar ringlaöar Hörður sagði við DV að það hefði verið sérlega ánægjulegt að hitta Gordon. Konurnar þeirra hefðu einnig orðið eilitið ringlaðar! „Kona Gordons sagði reyndar að ég væri ekki aðeins líkur honum heldur nákvæmlega eins og einn frændi hans. Þetta er ekkert annað en hrein tilviljun því ég get fullyrt að foreldrar okkar hefðu aldrei get- að ruglað saman reytum. Mínir for- eldrar fóru aldrei til útlanda nema í smáheimsókn til min þegar ég bjó í Óðinsvéum í Danmörku," sagði Hörður. Gordon hefur boðið Herði og eig- inkonu hans, Inger Pedersen Þor- móðsson, í heimsókn til Englands og sagði Hörður aldrei að vita nema að þau tækju boðinu. Þau væru mikið farin að ferðast á efri árum. -bjb Hvar fékkstu þessa skyrtu? Sturlungaöldin í V-Landeyjum: Sit ekki undir þessu lengur - segir Hjörtur Hjartarson, hreppsnefndarmaður í V-Landeyjum „Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að þola af tilefnislausum dylgjum og óhróðri fyrir þaö eitt að fylgja sannfæringu sinni, sannfær- ingu sem hafnar ofríki, árásum og dylgjum á einstaklinga," segir Hjörtur Hjartarson um samskipti sín við Eggert Haukdal, oddvita V- Landeyja, og um starfshætti hins fyrmefnda í bréfi því sem hann rit- aði sveitungum sínum fyrr í sumar og sagt er frá á baksíðu DV I dag. Bréfmu fylgja nokkur skjöl, svo sem afrit af bréfum til og frá félags- málaráöuneytinu til hreppsnefndar- innar, einstakra sveitarstjórnar- manna og oddvita, kaflar úr fundar- gerðum hreppsnefndarinnar og bók- anir einstakra sveitarstjórnar- manna, einkum þó oddvitans, Egg- erts Haukdals. Hjörtur segir að eftir að hann tók sæti í hreppsnefndinni haustið 1995 hafi hann fljótt komist að því að Eggert Haukdal hafl þar farið sínu fram og til að halda friðinn hafi allir nefndarmenn og sveit- ungar orðið að hafa sömu skoðun og oddvitinn, Eggert, eða í það minnsta að hafa hljótt um hana væri hún önnur, annars hafi menn haft verra af. Hann segir að öllum tillögum sem Eggert séu ekki þóknanlegar hafi hann svarað með löngum bókunum í fundargerðum hreppsnefndarinn- ar. Bókanir þessar séu aðallega útúrsnúningar og jafnvel persónu- legar svívirðingar. Þá fari hann nánast sínu fram þvert ofan í sam- þykktir hreppsnefndarinnar og færi bókhald sveitarsjóðs að geöþótta. í það vanti því veigamikla þætti, bæði stór lán og ábyrgðir. Eggert Haukdal segir að í stórum dráttum eigi ásakanir sem koma fram í bréfi Hjartar ekki við rök að styðjast en endurskoðaðir reikning- ar hreppsins liggi fyrir frá sér í 27. sinn án athugasemda. Engu að síð- ur sé búið í bráðum 20 ár að kæra sig árlega fyrir ranga reikninga. Hann sé því rólegur yfir þessu sem fyrr þótt einhverjir kærusjúkir menn finni sér eitthvað til dundurs. Eggert segir aö sjálfur sé Hjörtur í hreppsnefnd og hafi því getað gert sínar athugasemdir þegar reikning- ar hreppsins voru afgreiddir. „Hann var að vísu eitthvað að mjálma en skrifaði upp á reikningana sem færðir eru samkvæmt formi Hag- stofunnar. í þessu formi eru línur fyrir einstaka hreppsnefndarmenn V-Landeyjadeilur 1997 9. janúar 1997: Haraldur JOIfusson hreppstjóri kærir Eggert Haukdal oddvita til félagsmálaráöuneytisins fyrir ólýöræöisleg vinnubrögö. 24. febrúar 1997: Eggert Haukdal oddviti svarar ráöuneytinu. Segir sveitina sitja uppi meö „kærendur* sem aörar sveitir hafi ekki. V-Landeyjar veröi einar aö hafa sinn djöful aö draga. . 14. mars 1997: Ráöuneytiö óskar upplýsinga frá Hirti Hjartarsyni hrepps- nefndarmanni um boöun hreppsnefndar- funda. 4. Júní 1997: Eggert Haukdal oddviti leggur fram bókun á hreppsnefndar- fundi og gagnrýnir gagnrýnendur sína harölega. 8. júní 1997: Hjörtur Hjartarson leggur spurningallsta fyrir Eggert. Skrifar sveitungum bréf í framhaldinu og lýsir samskiptum viö oddvitann. ef þeir vilja koma fram athugasemd- asta orð umfram nafnið sitt,“ segir um. Hann skrifaði þar ekki eitt ein- Eggert Haukdal. -SÁ Fangi skar sjálfan sig - skýringar óljósar, segir fangelsisstjóri Fangi á Litla-Hrauni skaðaði sjálfan sig nýlega með því að skera sig á handlegg. Samkvæmt upplýs- ingum DV hefur sami fangi gert slíkt hið sama áður. Viðeigandi læknisráðstafanir voru gerðar en fanginn var ekki talinn í lífshættu. Kristján Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Litla-Hrauns, sagði í samtali við DV að erfitt væri að segja til um ástæðu þess að maður- inn skaðaði sjálfan sig. Hann kvaðst aðspuröur ekki getað svar- að því hvort viökomandi fangi hefði verið að mótmæla agaviður- lögum í síðara skiptið - í fyrra skiptið hefði hins vegar ekki verið um slíkt að ræða. Hvað varðaði sjálfsvíg sagði Kristján að slíkt hefði ekki gerst í fangelsinu um margra ára skeið - sennilega væru um tveir áratugir síðan. Ástandiö í fangelsinu hefði reyndar verið með betra móti síð- ustu misserin. Kristján sagði hins vegar að fangar hefðu einstöku sinnum skaðað sjálfa sig. Þeir hefðu þá ekki verið hætt komnir eða ósjálfbjarga. „Þeir hafa þá venjulega sjálfir látið vita," sagði Kristján. -Ótt Stuttar fréttir Hálfur kerskáli Hálfur nýi kerskálinn við ál- verið í Straumsvík er kominn í notkun. Búið er að gangsetja 80 af þeim 160 kerum sem þar eru. Viðskiptablaðið segir frá. Aðalverktakar íslenskir aðalverktakar stefiia á almennan hlutabréfamarkað í haust, að sögn Jóns Sveinssonar stjórnarformanns í Viðskipta- blaðinu. Fjórföld gjaldtaka Líklegt þykir að gjaldtaka af nemendum Háskóla íslands fjór- faldist á næstunni og að kennslugjöld yerði innheimt fyr- ir aldamót. RÚV sagði frá. Ólæröir kennarar Dæmi eru um að fólk með grunnskólapróf hafi verið ráðið til kennslu í grunnskólum næsta vetur. Mikill hörgull er á mennt- uðum kennurmn til starfa. RÚV sagði frá. Verri afkoma Hálfsársuppgjör Flugleiða sýnir um 170 milljónum króna verri afkomu en á sama tíma í fyrra. Þó hefur farþegum félags- ins fjölgað um 21% milli ára. Stöð 2 sagöi frá. Heitasti dagurinn Dagurinn í gær var heitasti dagur sumarsins og sunnan- lands var víða 25 stiga hiti. Loft- hiti í Reykjavík fór í 18 stig. Út- lit er fyrir svipað veður í dag. Prestur í Grafarvogi Anna Sigríður Páldsóttir var kjörin aðstoðarprestur í Grafar- vogi í gærkvöldi með 15 atkvæð- um. Þota í fraktflug íslandsflug tekur Boeing 727- 200 þotu í notkun á vöruflutn- ingaleið félagsins milli Keflavík- ur- Brussel og Keflavíkur þann 1. október. Flogið verður á þess- ari leið fimm sinnum í viku. Morgunblaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.