Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
Spurningin
Ætlar þú aö nýta þér haust-
tilboö feröaskrifstofanna?
Rut Guðbjörtsdóttir nemi: Nei.
Gunnar Bessi Þórisson, nemi og
„kassadama": Nei, ég hef ekki
kynnt mér þau enn þá og þó ég hefði
kynnt mér þau myndi ég ekki fara.
Ingibjörg Einarsdóttir nemi: Nei,
ég ætla ekki að fara neitt.
Helga Gísladóttir bókari: Nei, ég
ætla ekki að gera það.
Indriði Þorkelsson lögfræðingur:
Nei, ég hef stundum nýtt mér þau
en mun ekki gera það í ár.
Elsa Nína Sigurðardóttir stöðvar-
stjóri: Nei, ég hef aldrei nýtt mér
hausttilboðin og mun ekki gera það
í ár.
Lesendur
Israelar og
arabarnir
Bjami Valdimarsson skrifar:
Framkoma ísraela gagnvart
heiminum tryggir metsölu á Hitler
á myndböndum og geisladiskum.
Danir hafa uppgötvað nýja útflutn-
ingsgrein. Þar eð ræður Hitlers eru
hverri annarri líkar, gæti hann
hægast orðið Foringi á ný ef verð-
bréfa- og gjaldeyrisbraskið fer úr
böndunum. Félagar ofsatrúarsafn-
aða halda sjónvarpsfundi og stara
dáleidd á „gúrúann". DV virðist
eina blaðið á vesturlöndum sem
fjallað getur um utanríkismál af
einhverju viti. Leiðarinn um ísrael
11. ágúst er frábær. Ef grannt er
skoðað höfðu öll ríki Vestur-Evrópu
gaman af að berjast uns þau flest
fengu nóg af því, Norðurlönd ekki
undanskilin. Hins vegar þarf Balk-
anskagi á sínu hundrað ára stríði
að halda. Fyrir fyrri heimsstyrjöld-
ina litu þjóðir Evrópu á stríð sem
skemmtilega útilegu eða keppnis-
íþrótt. Allir aðilar ætluðu að koma
fagnandi sigurvegarar heim, að
hálfum mánuði liðnum. Stalín var í
hreinum vandræðum með að fá
Rússa til að berjast. Veturinn við
Moskvu og loftárásir á timburhúsa-
hverfin í Stalíngrad kenndu Rúss-
um vörn á vígvelli. Hryðjuverk SS
Statchauffel-sveita að baki víglín-
unnar t.d. í Kraká 1943 kenndu
Rússum sókn á vígvelli. Herkorta-
snillingurinn og tröllið, Ivan
Sergeivits Konev, uppfærði alls
bréfinu segir m.a: „Þaö er listgrein
um táningum f hugrakka hermenn."
herjar gagnsókn fyrir Stalín og
nýtti Konev liðsmun til hlítar.
Hitler eltist um tuttugu ár á síðara
misserinu 1943. Ósigrarnir voru
súrir. Að verja nokkrar borgir til
síðustu byssukúluimar (Zindalle-
vörn) gekk hreinlega ekki upp gegn
tveimur milljónum fótgönguliöa!
Arabar eru lélegustu hermenn í
heimi. í sex daga stríðinu stukku
þeir ofsahræddir og berfættir úr
skriðdrekunum út í Sinai-eyðimörk-
ina og urðu þar flestir úti. Myrk-
hvers hershöföingja aö breyta hrædd-
fælni Sýrlendinga varö til þess að
ísraelsmenn tóku vígin í Gólanhæð-
um mannlaus og orrustulaust. Nú
er eftir að vita hvort Netanayhu
tekst að kenna aröbum að berjast.
ísrael hefur lafað á „byssuhrolli“ og
hugleysi araba hingað til. Það er
listgrein hvers hershöföingja að
breyta hræddum táningum í hug-
rakka hermenn. Hefðu nú rúss-
nesku strákamir ekki fundið opnu
fjöldagrafimar SS Hitlers, hefði For-
inginn þá haft sigurmöguleika?
að lágstéttinni
Þrengt
J.M.G. skrifar:
Hæstaréttardómarar eru hluti af
reykvískri yfirstétt enda vel launað-
ir. Þeir hafa nú hvað eftir annað
dæmt reykvískum sportveiði- og at-
hafnamönnum umráðarétt fyrir af-
réttarlöndum bænda.
Þeir hafa neitað að taka upp Guð-
mundar- og Geirfinnsmál.
Litli maðurinn þarf aö skjóta mál-
um sínum til útlanda ef hann á að
ná rétti sínum.
Reyndar hefur það verið þaimig
um alla sögu að réttlætiö hefur frek-
ar fundist hjá dönskum kóngi en ís-
lenskum dómurum.
Það er ekki bara vegna bágra
kjara að fólk flýr land í stórum stíl.
Yfirstéttimar þrengja að lágstétt-
inni á öllum sviöum og seilast æ
lengra. Sjóðir félagsmálastofnunar
eru komnir í þrot eins og Hjálpar-
stofiiun kirkjunnar. Peningaveltan
vex hjá verðbréfafyrirtækjunum en
það em fleiri en Ólafur Kárason
Ljósvíkingur sem eru ekki nógu
sterkir til að draga grjót.
Gleymdust hundarnir?
Lára skrifar:
Það er ekki mjög langt síðan að
allt þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi
vegna lítils hunds sem var drepinn
í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Þar sem
hér var um óvenjulega grimmdar-
legan verknaö að ræða fékk hann
töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og
var það von min og annarra dýra-
vina að í kjölfar þessa óhæfuverks
opnaðist umræða um þá fordóma-
fullu blindgötu sem málefhi hunda-
eigenda eru í. En máliö féll fljótlega
1 gleymsku og ekkert hefur verið
rætt um þessi efni síðan.
Á íslandi er stór, ábyrgur og sam-
heldinn hópur hundaeigenda sem er
í stanslausri baráttu við þröngsýni,
taugaveiklun og staðnaða opinbera
starfsmenn. Á meðan kettir vaða út
um alla garða, gerandi þarfir sínar
og étandi smáfugla er í gangi opin-
ber ofsóknarstefna á hendur hunda-
LiDíliEM þjónusta
allan sólarhringiitjrr
da nringid i sima
^550 5000
Hli kl. 14 og 16
Bréfritari segir aö hér á landi sé rekinn stanslaus
hræösluáróöur gegn hundum sem geri þaö aö
verkum aö unga kynslóöin ná ekki aö kynnast þeim.
eigendum. Og hún bitnar bæði á
þeim sem eiga stóra og fyrirferðar-
mikla hunda og þeim sem eiga
kjölturakka á stærð við sófapúða.
Þeir mega ekki vera á opinberum
stöðum, hvorki í miðbænum né í al-
menningsgörðum, þeir mega ekki
undir neinum
kringumstæðum
vera lausir með eig-
anda sínum, sama
hve hlýðnir þeir
eru (og hundar eru
í flestum tilfellum
hlýðnari en flestir
tvífætlingar), af
þeim verður að
greiða há opinber
gjöld sem enginn
veit nákvæmlega
hvert fara og ekki
má undir neinum
kringumstæðum
halda „þessi stór-
hættulegu kvik-
indi“ í fjölbýli sé
einhver á móti því,
þrátt fyrir að mikill
meirihluti íbúa sé
því fylgjandi. Svo
mikið fyrir lýðræð-
ið.
Víða erlendis er
mikil hundamenn-
ing enda teijast það
almenn mannrétt-
indi að fá að hafa
sinn hund. Þar telst
eðlilegt að fá sér
labbitúr um bæinn
eða almenningsgarð með sinn loðna
vin. En hér er rekinn stanslaus
hræðsluáróður sem gerir það að
verkum að á íslandi elst upp heil
kynslóð bama sem aldrei fá að
kynnast þeim félagsskap og þeirri
vináttu sem felst í því að eiga hund.
DV
Til
skammar
Anna hringdi:
Hvernig er hægt að neyða
mann til aö borga fyrir sjón-
varpsstöð sem maður horfir ekki
á? Eru ekki til lög gegn þessu? Af
hverju getur rikissjónvarpið
ekki ruglað sína dagskrá eins og
aðrar stöðvar? En þar er maðk-
urinn í mysunni; enginn myndi
vilja horfa á ríkissjónvarpið
undir þeim kringumstæðum.
Það er þess vegna sem þeir
reyna að ná peningunum með
valdi frá okkur öryrkjum og elli-
lífeyrisþegum. Þetta er til hábor-
innar skammar og stjómmála-
menn eiga ekki að láta þetta við-
gangast.
Léleg
þjónusta
Trausti hringdi:
Ég þurfti aö hafa samband við
Hagstofúna nýlega og hringdi
þangað kl. 15.45. Eftir nokkrar
hringingar kom simsvari sem
tilkynnti að enginn væri við og
Hagstofan lokaöi kl. 16.00. Þá
vom enn eftir a.m.k. 10 mín. af
afgreiöslutíma. Þetta finnst mér
léleg þjónusta.
Útsend-
ingar
Sýnar
Orri hringdi:
Ég er ósáttur við hvemig sjón-
varpsstöðin Sýn stendur sig við
útsendingar á leikjum frá ís-
lenska bolíanum. Á laugardag-
inn var átti að sýna frá leiknum
í Eyjum og sem stuöningsmaður
ÍBV ætlaöi ég að fylgjast með
honum. En það klikkaði alveg.
Það sáust bara 5 mín. af fyrri
hálfleik og partur af seinni hálf-
leik. Þetta er ekki I fyrsta sinn
sem þetta gerist. Það er spuming
um hvort þeir eigi að hafa sýn-
ingarréttinn fyrst þeir standa sig
ekki. Ég er ósáttur við þetta og
vil að önnur stöð taki þetta að
sér.
Þakkir
Hafdís hringdi:
Mig langar að þakka fólkinu
sem aðstoðaði dóttur mína þar
sem hún datt á hjóli sínu við
Grensásveg. Það tók hjólið upp í
bílinn, lét hana fá plástra og
keyrði hana heim að dyrum. Því
miður veit ég ekki hvaða fólk
þetta er en þaö fær mínar bestu
þakkir. Þaö er gott að sjá að
svona samkennd er enn til stað-
ar í þjóðfélaginu.
Óþolandi
umferðar-
teppur
Bjöm hringdi:
Þær em alveg óþolandi um-
ferðarteppurnar sem em nú að
myndast sí og æ vegna viðgerða
á götunum. Nýlega varö allt
stopp í Grafarvogi og svarið við
kvörtimum var að ekki væri
hægt að gera við á öðram tíma,
það væri of dýrt fyrir fyrirtækið!
En tími okkar hinna er líka dýr-
mætur. Og nú er allt í hnút á
Breiðholtsbraut og mjög erfitt að
komast í Kópavoginn. Þetta á að
gera á nætumar auk þess sem
það er sjálfsögð kurteisi að hafa
tilkynningar um viðgeröir tölu-
vert löngu áður en að þeim kem-
ur. Þess í stað fer allt i hnút þeg-
ar að vinnuvélunum kemur.