Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Síða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
Afmæli
Unnur Níelsína Jóhannsdóttir
Unnur Níelsína Jóhannsdóttir,
Þiljuvöllum 35, Neskaupstað, er sjö-
tug I dag.
Starfsferill
Unnur fæddist á Búðareyri við
Fáskrúðsfjörð en flutti vikugömul
með móður sinni að Gulsteinseyri á
Seyðisfirði. Ársgömul fór hún að
Brekku í Mjóafirði. Síðan stofnuðu
Sveinbjörg móðir hennar og Gísli
Vilhjálmsson frá Brekku nýbýli að
Brún í Brekkulandi. Þar ólst Unnur
upp og gekk í bamaskóla hjá Vil-
hjálmi Hjálmarssyni í Mjóafirði.
Hún stundaði nám við Gagnfræða-
skóla Neskaupsstaðar 1941-44 og
var í Húsmæðraskólanum á Hall-
ormsstað 1946-48.
Fjölskylda
Unnur giftist 13.8. 1948 Einari G.
Guðmundssyni, f. 22.11. 1919, skip-
stjóra í Neskaupstað. Hann var son-
ur Guðmundar Grímssonar, bónda
frá Ásatúni í Biskupstungum og
k.h., Sesselju Sveinsdóttur, frá
Barðsnesi, Norðfirði.
Böm Unnar og Einars
em: Sveinbjörg, f. 15.10.
1949, hjúkmnarfræðingur
í Kópavogi en hennar
maður er Hilmar Guð-
bjömsson framkvæmda-
stjóri og eiga þau þrjár
dætur, Unni, en sonur
hennar er Hilmar Jökull,
Sigrúnu Heiðu, en sam-
býlismaður hennar er
Stefán Felixson vélstjóri
og eiga þau soninn Heiðar
Þór, og Elínu, en sambýl-
ismaður hennar er Rúnar
Felixson, bakari; Sveinn Guðmund-
ur, f. 11.1.1952, verktaki á Neskaup-
stað en kona hans er Stefanía Stein-
dórsdóttir forstjóri og eiga þau tvö
böm: Guðrúnu Jónínu, sem á son-
inn Svein Má og Einar Svein, vöm-
bílstjóra; Sólveig Sesselja, 11.1.1952,
bókhaldari á Neskaupstaö en henn-
ar maður er Atli Dennis Wilson út-
gerðarmaður og eiga þau fjögur
böm: Guðrúnu Lindu, en sambýlis-
maður hennar er Sverrir
Guðmundsson og þau
eiga tvær dætur, Emblu
Dís og Sólveigu, Unni
Ásu, en sambýlismaður
hennar er Pétur Jóhann-
esson, Ómar Dennis og
Guðmund Karl.: Gísli
Svan, f. 19.5. 1955, útgerð-
arstjóri, Sauðárkróki.
Kona hans er Bryndís
Þráinsdóttir kennari og
eiga þau Einar Svan, Þrá-
in Svan, Áslaugu Sóllilju
og Bryndísi Lilju: Vil-
berg, f. 11.3. 1957, bóndi
við Neskaupstað en sambýliskona
hans er Arndís Sigurðardóttir sem á
Hafþór og Heldu Rós, en Vilberg á
eina dóttur, Liiju Dögg, með Eygló
Antonsdóttur, þau skildu, en sam-
býlismaður Lilju er Rúnar Erlings-
son, auk þess sem Vilberg á þijár
dætur með Þórhildi Freysdóttur,
Svanbjörgu, Margréti Ósk og Kötlu
Hólm, þau skildu; Níels, 27.2. 1962,
mannfræðingur á Akureyri en kona
hans er Oddný Snorradóttir raf-
magnsverkfræðingur og eiga þau
þrjú börn, Egil Þór, Snorra Pétur og
Hrefhu Rut.
Bróðir Unnar frá móður em Vil-
hjálmur H. Gíslason en kona hans
er Nanna Gunnarsdóttir og eru
böm þeirra Gísli, tannlæknir,
Gunnar Ás, augnlæknir og Nanna
Dögg, háskólanemi.
Systir Unnar frá móður er Svan-
björg P. Gísladóttir. Hún á tvö böm:
Kristínu, dóttir hennar er Svanhild-
ur og Gísla Pál stýrimann.
Einnig á Unnur þrjár systur frá
foður: Emu, Helgu og Auðbjörgu.
/Alsystkini Unnar voru Níels og
Unnur. Þau dóu bæði ung.
Foreldrar Unnar vom Jóhann
Benedikt Jónsson, skipstjóri, Fá-
skrúðsfirði og Sveinbjörg Jónina
Guðmundsdóttir, Seyöisflrði. Þau
skildu þegar Unnur var nýfædd og
þær mæðgur fluttu til Seyðisfjarðar.
Unnur verður að heiman.
Unnur Níelsína
Jóhannsdóttir.
Hákonía Jónína Pálsdóttir
Hákonía Jóhanna
Pálsdóttir húsmóðir,
Stóra-Laugardal,
Tálknafirði varð niræð
þann 4.8. sl. í grein sem
birtist um hana þann
1.8. sl. brengluðust
starfsheiti á bömum og
tengdabömum auk þess
sem ekki var farið rétt
með Qölda bamabama.
Greinin er þvi birt
hér leiðrétt og viðkom-
andi beðnir velvirðingar
á mistökunum
Starfsferill
Hákonia fæddist á Hamri á
Baröaströnd og ólst þar upp til tíu
ára aldurs en flutti þá með Jó-
hönnu, systur sinni, og manni
hennar, Kristjáni Kristóferssyni, að
Höfðadal í Tálknafirði. Ári seinna
fluttu þau aö Litla-Laugardal í sömu
sveit þar sem hún ólst sið-
an upp við almenn sveita-
störf. Um tvítugt var hún í
vist hjá Ólafi Jóhann-
essyni og k.h., Áróru á
Patreksfirði.
Fjölskylda
Hákonía giftist 1929 Guð-
laugi Guðmundi Guð-
mundssyni, f. 29.1. 1900, d.
28.2.1988, bónda að Stóra-
Laugardal. Foreldrar hans
voru Guðmundur Guð-
mundsson, bóndi í Stóra-
Laugardal, og k.h., Ambjargar Jón-
atansdóttur húsfreyju.
Hákonía og Guðlaugur hófu bú-
skap að Stóra-Laugardal þar sem
þau bjuggu allan sinn búskap. Þau
hættu búskap upp úr 1985 en dvöldu
á sumrin í Stóra-Laugardal en á vet-
uma fyrst í Þórshamri og síðan að
Móbergi. Eftir lát Guðlaugs fluttist
Hákonía til Margrétar dóttur sinnar
og hefur verið þar síðan.
Hákoníu og Guðlaugi varð átta
bama auðið og em sjö þeirra á lífi.
Afkomendur þeirra era nú orðnir
hundrað og fjórtán talsins.
Börn Hákoníu og Guðlaugs era
Arnbjörg, f. 17.6. 1930, veitingamað-
ur á Patreksffrði, maki Haraldur
Aðalsteinsson, f. 14.4. 1927, d. 27.10.
1992, þau eignuðust tólf böm; Guð-
mundur, f. 3.8. 1931, verkstjóri í
Reykjavík, maki Jóhanna Pálsdótt-
ir, f. 24.10. 1932, þau eignuðust fjög-
ur böm; Þórður, f. 10.6. 1933, vél-
stjóri i Reykjavík, maki Ólöf Þ. Haf-
liðadóttir, f. 16.4. 1932, þau eignuð-
ust fjögur böm; Páll, f. 6.11. 1935,
vélgæslumaður á Tálknafirði, maki
Ásta Torfadóttir, f. 23.9. 1932, þau
eignuðust fimm böm; Jóna, f. 6.8.
1937, verslunarmaður í Reykjavik,
maki Árni Björn Þorvaldsson, f. 8.2.
1937, d. 16.1. 1986, þau eignuðust
fjögur böm en núverandi sambýlis-
maður Jónu er Gunnar Sigurðsson,
f. 10.2. 1946; Helga, f. 25.8. 1940, d.
29.4. 1941; Sigrún Helga, f. 7.8. 1942,
skrifstofúmaður á Tálknafirði, maki
Bjami Andrésson, f. 24.6. 1938, þau
eignuðust fimm böm; Margrét, f.
9.4. 1950, húsmóðir á Tálknafirði,
maki Öm Snævar Sveinsson, f. 6.5.
1948 og eiga þau fjögur böm.
Systkini Hákoníu era Guðrún;
Kristin; Jóhanna; Jón; Guðmund-
ur; Páll; Þórarinn; Bjami; Ólöf; Sig-
ríður, og stúlka sem dó nýfædd. Há-
konía er tíunda í röðinni. Systkini
hennar era öll látin nema Sigríður
sem býr i Reykjavík.
Foreldrar Hákoníu vora Páll Guð-
mundsson, f. 24.8.1861, d. 14.11.1936,
bóndi á Hamri á Barðaströnd, og
k.h., Jóna Guðmundsdóttir, f. 20.9.
1870, d. 12.1. 1959, húsfreyja.
Hákonía Jónfna
Pálsdóttir.
Guðbjartur Bjarnason
Guðbjartur Bjarnason vélstjóri,
Reykjavíkurvegi 27, Hafnarfirði, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Guöbjartur fæddist í Reykjavík.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla verknáms í Brautarholti
1964, stundaði nám í rennismíði í
Vélsmiðjunni Héðni, lauk prófum
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
sveinsprófi í rennismíði 1968 og 2.
stigs-prófi frá Vélskóla íslands 1971.
Guðbjartur flutti til Bolungarvík-
ur 1972 og var þar yfirvélstjóri á
mb. Guðmundi Péturs frá Bolungar-
vík til 1977 og síðan á Heiðrúnu ÍS-
4 til 1989. Þá flutti Guðbjartur til
Hafnarfjarðar og hefur búið þar síð-
an.
Guðbjartur rak sitt eigið véla-
verkstæði í Hafnarfirði, ásamt
Kristjáni Steingrímssyni til 1993. Þá
gerðist hann yffrvélstjóri hjá Út-
gerðarfélaginu Leiti, á Jöfra ÍS-172
en er nú vélstjóri á Eyborgu EA-59
frá Hrísey.
Fjölskylda
Guöbjartur kvæntist 1.11. 1980
Jónínu Maggy Snorradóttur, f. 4.6.
1949. Hún er dóttir Hilmars Snorra
Jónssonar, sjómanns í Bolungarvík,
og Þorbjargar Jónínu Magnúsdóttur
sem bæði era látin.
Böm Guðbjarts og Jónínu eru
Bjami Hálfdán, f. 19.12.
1974, Margeir, f. 23.9.
1987; Friðgeir, f. 23.9.
1987.
Fósturdóttir Guð-
bjarts er Þórhildur Ás-
geirsdóttir, f. 7.3. 1969.
Systkini Guðbjarts
era Reynir Bjamason, f.
24.1. 1945, verkstjóri hjá
Flugfélagi íslands; Sig-
urbjörg Erla Bjama-
dóttir,. f. 23.3. 1942,
starfsstúlka hjá Reikni-
stofu bankanna.
Foreldrar Guðbjarts:
Bjami Bjamason, f. í Litlabæ í
Bessastaöahreppi, 21.1. 1913, d. 21.2.
1980, verkstjóri í Ljóma, og
Þorbjörg Margrét Guð-
bjartsdóttir, f. 30.6. 1912,
saumakona.
Ætt
Bjarni var sonur Bjarna
Jónsspnar sjómanns, og
Gróu Helgadóttur húsmóð-
ur.
Þorbjörg Margrét var dótt-
ir Guöbjarts Þorgrímsson-
ar, b. á Látrum, og Guð-
mundínu Ólafsdóttur.
Guðbjartur er að heiman á
afmælisdaginn.
Brúðkaup
Þann 17. maí voru gefin saman f Mos-
fellskirkju, af sr. Siguröi Arnarssyni,
Steinunn Sveinsdóttir og Kári Ragnars-
son. Þau eru til helmilis aö Ánalandi 6,
Reykjavfk. Meö þeim á myndinni eru
brúöarmeyjan Birta Karen Káradóttir og
brúöarsveinninn Sveinn Lárus Hjartar-
son.
Þann 3. maf voru gefin saman f hjóna-
band f Landakirkju f Vestmannaeyjum af
sr. Bjarna Karlssyni, Dóra Hanna Sig-
marsdóttir og Sighvatur Jónsson. Þau
eru til heimilis aö Lækjarsmára 70, Kópa-
vogi.
LJósm. Ljósmyndastúdfo Halla Einars-
dóttir.
Þann 17. júnf voru gefin saman f hjóna-
band í Bessastaöakirkju af sr. Valgeiri
Ástráössyni, Kristfn Harpa Bjarnadóttir
og Hrafn Áki Hrafnsson. Þau eru til heim-
ilis aö Hvassaleiti 62, Reykjavfk.
Ljósm. Nína Ijósmyndari.
Þann 14. júnf voru gefin saman f hjóna-
band f Neskirkju af sr. Halldóri Reynis-
syn,i Koibrún Jónsdóttir og Haraldur
Gunnarsson. Þau eru til heimilis aö Reka-
granda 2, Reykjavfk.
Ljósm. Gunnar Sverrisson.
Tll hamingju með afmælið 13. ágúst
85 ára
Lína Amgrímsdóttir, Vesturbergi 48, Reykjavík. Ragnheiður Pétursdóttir, Freyjugötu 35, Reykjavík.
80 ára
Þorbjörg Jónsdóttir, Skúlagötu 11, Borgarnesi. Elín Þórðardóttir, Kópavogsbraut 12 A, Kópavogi. Guðfreður Guðjónsson, Langholtsvegi 146, Reykjavík.
75 ára
Ingibjörg Bjömsdóttir, Hólmgarði,4, Reykjavik. Svava Einarsdóttir, Hólalandi 4, Stöðvarfirði. Ingiríður Daníelsdóttir, Sjónarhóli, Bæjarhreppi. Gerða Hermannsdóttir, Miðfelli III, Hrunamannahreppi.
70 ára
Sigurjón Jónson, Árkvöm 2, Reykjavik. Halldór Hinriksson, Strandgötu 2, Neskaupstað. Kristín Sigurjónsdóttir, Hjaltabakka 28, Reykjavík.
60 ára
Ása Jörgensdóttir, Langagerði 29, Reykjavík. Sigurvin Jónsson, Vesturbergi 78, Reykjavík. Gylfi Hallvarðsson, Hamrabergi 34, Reykjavík. Jarmila Hermannsdóttir, Hraunteigi 13, Reykjavík. Haojin Hu, Ljósheimum 20, Reykjavik. Þórunn Guðmundsdóttir, Selvogsgrunni 3, Reykjavík. Jóhanna S. Sigurðardóttir, Látraströnd 15, Seltjamarnesi.
50 ára
Magnús S. Jónsson skipstjóri, Túngötu 10, Suðureyri. Eiginkona hans er Ágústa Gísladóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, laugard. 16.8. milli kl. 20 og 23. Baldvin Jónsson, Stekkjarflöt 18, Garðabæ, varð fimmtugur í gær. Hann tekur á móti gestum á Hótel Borg, fóstudaginn 15.8 kl. 20.30. Snjólaug Sveinsdóttir, Heiðarhvammi 8 F, Keflavík. Ragnheiður Jónsdóttir, Dílahæð 1, Borgamesi. Gimndís Gunnarsdóttir, Fagrabæ 10, Reykjavík. Auður Daníelsdóttir, Baldursgötu 18, Reykjavík.
40 ára
Kjartan R. Guðmundsson, Hraunbæ 72, Reykjavik. Einar Daniel Bragason, Vatnsstíg 10, Reykjavík. Selma Dröfn Guðjónsdóttir, Vallanesi, Seyluhreppi. Elísabet Magnúsdóttir, Laufrima 24, Reykjavík. Elísabet Anna Pétursdóttir, Sæbóli II, Flateyri. Sigrún Gxmnarsdóttir, Hólmgarði 50, Reykjavík. Jón Sigursteinn Gunnarsson, Aðaltjöm 11, Selfossi. Kristján Lilliendahl, Ljósalandi 10, Reykjavík.