Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 2
-r
íslensk hljómsveit með
Björk í heimsreisu
- Sigrún Eðvaldsdóttir fremst í flokki átta manna íslenskrar strengjasveitar
Átta íslendingar, strengjaoktett,
mun leika undir hjá Björk á heims-
tónleikafor hennar sem hefst á
næstunni. Hún er talin munu
standa yfir í allt að ár. Björk er
stödd hér á landi. BBC hefur verið
að gera sérstakan þátt um hana að
undanfórnu. Hann verður sýndur í
hinum virta vikuþætti South Bank
Show í byrjun október.
Að sögn ritara Bjarkar í London
verða níu tónlistarmenn með henni
i heimstónleikaferðinni - íslending-
arnir átta, þ. á m. Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, auk Marks Bell
hljómborðsleikara (programmer).
Aðrir hljóðfæraleikarar verða selló-
leikararnir Jón Ragnar Ömólfsson
og Sigurður Bjarki Gunnarsson,
fiðluleikaramir Sif Tulinius, Sigur-
björn Bemharðsson og Una Svein-
bjcimardóttir og Móeiður Anna Sig-
urðardóttir og Guðrún Hmnd Harð-
ardóttir lágfiðluleikarar. Nímenn-
ingarnir hafa allir unnið með Björk
Jiarún Eövaldsdóttir fiðluleikari og sjö aðrir íslenskir strengjahljóðfæraleikarar munu bera hitann og þungann af
jndirleik hjá Björk í fyrirhugaðri heimstónleikaferð hennar vegna Homogenic sem stendur yfir i kringum ar.
Stórfelldur innflutningur á e-pillum
- nokkrir aðilar handteknir í gær
Lögreglan í Reykjavík hefur
fundið tæplega 800 e-töflur sem
fluttar vom inn til landsins. Nokkr-
ir aðilar hafa verið handteknir
vegna gmns um aðild að málinu.
Á dögunum tilkynnti íbúi í Hafn-
arfirði fund á 280 e-töflum sem kom-
ið höfðu fram í póstsendingu til
hans. Það mál var í raun hluti stærra
máls sem lögreglan hefur verið að
vinna að í samvinnu við tollgæsluna
með þeim árangri að 503 e-pillur til
viðbótar hafa nú fundist.
5 aðilar höfðu verið handteknir
síðdegis í gær vegna málsins. Búist
var við að fleiri aðilar yrðu hand-
teknir í gærkvöld. Gæsluvarðhalds-
vistar verður krafist yfir þeim. Báð-
Búiö er aö kæra byggingarfram-
kvæmdir viö Grettisgötu. Stór
gryfja er ofan í jörðina og ekkert
girt af. DV-mynd S
Grettisgata:
Byggingar-
framkvæmdir
kærðar
„Þarna eru framkvæmdir
inni í miðri íbúðabyggö en
byggingársvæðið er ekki girt af.
Þetta er stórhættulegt og alger
slysagildra, sérstaklega fyrir
böm. Það er ljóst að þama er
veriö að brjóta gegn byggingar-
lögum,“ segir Daði Marteinsson
en hann hefur kært til lögreglu
byggingarframkvæmdir við
Grettisgötu 18 í Reykjavík.
Umrætt hús var rifið og fram-
kvæmdir hófust sl. sunnudag
við að grafa gmnn að þriggja
hæða húsi sem þama á að rísa.
-RR
'
'æplega 800 e-töflur hafa nýlega fundist í tveimur bókasendingum frá óþekktum aðilum í Bretlandi. a^3g
lafa veriö handteknir vegna málsins.
um e-pillu sendingunum var komið
fyrir í bókum og þær sendar þannig
til landsins frá óþekktum aðilum í
Bretlandi.
„Upphaf málsins var þaö að toll-
verðir á Tollpóststofunni í Ármúla
fundu framangreindar 280 e-pillur
svo og annan pakka sem í vom 503
töflur er komið höfðu í hraðsend-
ingu frá Bretlandi. Við framhalds-
rannsókn málsins bemdist gmnur
að ákveðnum aðilum. Þeir hafa ver-
ið handteknir og standa yfirheyrsl-
ur yfir. Það er ekki hægt að greina
nánar frá málinu að svo stöddu en
rannsókn þess verður haldið áfram
næstu daga. Þetta er með því mesta
sem við höfum fundið af e-töflum í
einu,“ segir Ómar Smári Ármanns-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn að-
spurður um málið. -RR
Skilvísinni virðast lítil takmörk sett á Akureyri.
Ferðamaður skilaði
veski með 70 þúsundum
Óþekktur ferðamaður á Akureyri
lagði á sig talsverða fyrirhöfn þegar
hann skilaði veski með 70 þúsund
krónum, greiðslukorti og skilríkj-
um til eigandans. Starfsmaður á
heilbrigðisstofnun á Akureyri,
kona, var eigandi veskisins en hún
var ekki við þegar ferðamaðurinn
kom með veskið. Því var engu aö
síður veitt móttaka og hélt ferða-
maðurinn síðan sína leið.
„Þegar ég var að fara í banka hef-
ur veskið sennilega dottið úr vasa
mínum, annaðhvort áður eða eftir
að ég fór inn,“ sagði eigandi veskis-
ins viö DV.
„Ég þurfti ekki að nota veskið í
bankanum. Þegar ég kom á vinnu-
staðinn uppgötvaði ég að ég var
ekki með það,“ sagði konan. í vesk-
inu voru 70 þúsund krónur - með
meginhluta peninganna ætiaöi kon-
an að greiða bílatryggingu.
Eftir atburðinn lauk vakt kon-
unnar. Um kvöldmatarleytið kom
ferðamaðurinn að vinnustað henn-
ar með veski. Honum hafði tekist að
rekja sig þangað með því að líta á
gögn í veskinu. Kona sem tók á
móti ferðamanninum skildi hann
ekki vel og fór hann eftir að hafa af-
hent veskið. Eigandanum var síðan
sent veskið síðar um kvöldið. Kon-
an veit ekki hver finnandinn er þar
sem hann yfirgaf vinnustað hennar
eftir góöverkiö án þess að gefa upp
nafn sitt eða dvalarstað.
-Ótt
að gerð Homogenic, nýju plötunnar
hennar, sem kemur út 22. septem-
ber.
Sjónvarpsþáttur BBC var m.a.
tekinn upp skömmu eftir verslunar-
mannahelgina hér heima með
Björk. Meðal viðfangsefnis voru við-
töl við fyrrum skólastjóra og kenn-
ara Bjarkar. í þættinum verða
einnig sýndar upptökur BBC frá
Bretlandi og af störfum hennar í E1
Madronal á Suður-Spáni, þar sem
nýja platan var hljóðrituð. South
Bank Show hefur gert heimildar-
þætti um ýmsa virtustu listamenn í
heiminum.
Mikifl metnaöur er sagður liggja
að baki hjá Björk á Homogenic -
platan er sagður áþreifanlegur
vendipunktur á 20 ára ferli hins 31
árs tónlistarmanns. Hún hefur ver-
ið í fríi hér heima að undanfórnu.
-Ótt
stuttar fréttir
LÍN braut lög
Umboðsmaður Alþingis telur
að Lánasjóður ísl. námsmanna
hafi brotið almenna jafnræðis-
I reglu stjómsýslulaga gagnvart
hjúkrunarfræðinema við Há-
| skóla íslands. Nemanum var
neitað um lán þrátt fyrir að hafa
lokið tilskildum námsárangri
I eftir fyrsta námsmisseri.
Fjórfaldur afli
Afli smábáta er orðinn fjórfalt
meiri en gert var ráð fyrir i upp-
hafi fiskveiðiársins. Sóknardög-
I um smábáta verður að líkindum
j stórfækkað á næsta fiskveiðiári,
í; eða úr 84 dögum nú í innan við
; ! 20 daga. Bylgjan sagði frá.
30.000 keyptu
hlutabréf
Um 30 þúsund manns nýttu
M sér skattaafslátt vegna hlutafjár-
i kaupa á síðasta ári. Þessi hópur
i lækkaði tekjuskatt sinn um
I nærri einn milljarð króna, að
| sögn Bylgjunnar. Eftir aldamót-
in verður enginn skattaafsláttur
jveittur af hlutabréfakaupum.
Myndun minnihluta-
hópa
Björn Bjamason menntamála-
| ráðherra telur mikilvægt að efla
I íslenskukennslu nýbúa til að
: létta undir með þeim að aðlagast
íslensku þjóðfélagi og hindra að
1 hér myndist þjóðemislegir
; minnihlutahópar.
3,6% atvinnuleysi
Atvinnuleysi í júlímánuði
mældist 3,6% sem jafngildir því
I að um 5.100 manns hafi verið án
; vinnu í mánuðinum.
Minnkandi halli 1996
Samkvæmt nýútkomnum rik-
; isreikningi ársins 1996 lækkaði
É tekjuhalli ríkissjóðs á því ári um
j: 6,5 milljarða króna, úr 15,2 millj-
; örðum í 8,7. Heildarskuldir ríkis-
! sjóðs í ái-slok vom 245 mifljarðar
; og voru 49,2% af landsfram-
1 leiðslu en 51,5% árið á undan.
Bænum skipað að svara
Félagsmálaráðuneytiö hefur
: skipað bæjarstjóm Reykjanes-
f bæjar að svara erindi manns
j; sem óskaði bréflega eftir því 15.
1 janúar sl. að útsvar hans yrði
í fellt niður og honum endurgreitt
I það sem hann hafði þegar borg-
1 að. -SÁ