Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 2
-r íslensk hljómsveit með Björk í heimsreisu - Sigrún Eðvaldsdóttir fremst í flokki átta manna íslenskrar strengjasveitar Átta íslendingar, strengjaoktett, mun leika undir hjá Björk á heims- tónleikafor hennar sem hefst á næstunni. Hún er talin munu standa yfir í allt að ár. Björk er stödd hér á landi. BBC hefur verið að gera sérstakan þátt um hana að undanfórnu. Hann verður sýndur í hinum virta vikuþætti South Bank Show í byrjun október. Að sögn ritara Bjarkar í London verða níu tónlistarmenn með henni i heimstónleikaferðinni - íslending- arnir átta, þ. á m. Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari, auk Marks Bell hljómborðsleikara (programmer). Aðrir hljóðfæraleikarar verða selló- leikararnir Jón Ragnar Ömólfsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson, fiðluleikaramir Sif Tulinius, Sigur- björn Bemharðsson og Una Svein- bjcimardóttir og Móeiður Anna Sig- urðardóttir og Guðrún Hmnd Harð- ardóttir lágfiðluleikarar. Nímenn- ingarnir hafa allir unnið með Björk Jiarún Eövaldsdóttir fiðluleikari og sjö aðrir íslenskir strengjahljóðfæraleikarar munu bera hitann og þungann af jndirleik hjá Björk í fyrirhugaðri heimstónleikaferð hennar vegna Homogenic sem stendur yfir i kringum ar. Stórfelldur innflutningur á e-pillum - nokkrir aðilar handteknir í gær Lögreglan í Reykjavík hefur fundið tæplega 800 e-töflur sem fluttar vom inn til landsins. Nokkr- ir aðilar hafa verið handteknir vegna gmns um aðild að málinu. Á dögunum tilkynnti íbúi í Hafn- arfirði fund á 280 e-töflum sem kom- ið höfðu fram í póstsendingu til hans. Það mál var í raun hluti stærra máls sem lögreglan hefur verið að vinna að í samvinnu við tollgæsluna með þeim árangri að 503 e-pillur til viðbótar hafa nú fundist. 5 aðilar höfðu verið handteknir síðdegis í gær vegna málsins. Búist var við að fleiri aðilar yrðu hand- teknir í gærkvöld. Gæsluvarðhalds- vistar verður krafist yfir þeim. Báð- Búiö er aö kæra byggingarfram- kvæmdir viö Grettisgötu. Stór gryfja er ofan í jörðina og ekkert girt af. DV-mynd S Grettisgata: Byggingar- framkvæmdir kærðar „Þarna eru framkvæmdir inni í miðri íbúðabyggö en byggingársvæðið er ekki girt af. Þetta er stórhættulegt og alger slysagildra, sérstaklega fyrir böm. Það er ljóst að þama er veriö að brjóta gegn byggingar- lögum,“ segir Daði Marteinsson en hann hefur kært til lögreglu byggingarframkvæmdir við Grettisgötu 18 í Reykjavík. Umrætt hús var rifið og fram- kvæmdir hófust sl. sunnudag við að grafa gmnn að þriggja hæða húsi sem þama á að rísa. -RR ' 'æplega 800 e-töflur hafa nýlega fundist í tveimur bókasendingum frá óþekktum aðilum í Bretlandi. a^3g lafa veriö handteknir vegna málsins. um e-pillu sendingunum var komið fyrir í bókum og þær sendar þannig til landsins frá óþekktum aðilum í Bretlandi. „Upphaf málsins var þaö að toll- verðir á Tollpóststofunni í Ármúla fundu framangreindar 280 e-pillur svo og annan pakka sem í vom 503 töflur er komið höfðu í hraðsend- ingu frá Bretlandi. Við framhalds- rannsókn málsins bemdist gmnur að ákveðnum aðilum. Þeir hafa ver- ið handteknir og standa yfirheyrsl- ur yfir. Það er ekki hægt að greina nánar frá málinu að svo stöddu en rannsókn þess verður haldið áfram næstu daga. Þetta er með því mesta sem við höfum fundið af e-töflum í einu,“ segir Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn að- spurður um málið. -RR Skilvísinni virðast lítil takmörk sett á Akureyri. Ferðamaður skilaði veski með 70 þúsundum Óþekktur ferðamaður á Akureyri lagði á sig talsverða fyrirhöfn þegar hann skilaði veski með 70 þúsund krónum, greiðslukorti og skilríkj- um til eigandans. Starfsmaður á heilbrigðisstofnun á Akureyri, kona, var eigandi veskisins en hún var ekki við þegar ferðamaðurinn kom með veskið. Því var engu aö síður veitt móttaka og hélt ferða- maðurinn síðan sína leið. „Þegar ég var að fara í banka hef- ur veskið sennilega dottið úr vasa mínum, annaðhvort áður eða eftir að ég fór inn,“ sagði eigandi veskis- ins viö DV. „Ég þurfti ekki að nota veskið í bankanum. Þegar ég kom á vinnu- staðinn uppgötvaði ég að ég var ekki með það,“ sagði konan. í vesk- inu voru 70 þúsund krónur - með meginhluta peninganna ætiaöi kon- an að greiða bílatryggingu. Eftir atburðinn lauk vakt kon- unnar. Um kvöldmatarleytið kom ferðamaðurinn að vinnustað henn- ar með veski. Honum hafði tekist að rekja sig þangað með því að líta á gögn í veskinu. Kona sem tók á móti ferðamanninum skildi hann ekki vel og fór hann eftir að hafa af- hent veskið. Eigandanum var síðan sent veskið síðar um kvöldið. Kon- an veit ekki hver finnandinn er þar sem hann yfirgaf vinnustað hennar eftir góöverkiö án þess að gefa upp nafn sitt eða dvalarstað. -Ótt að gerð Homogenic, nýju plötunnar hennar, sem kemur út 22. septem- ber. Sjónvarpsþáttur BBC var m.a. tekinn upp skömmu eftir verslunar- mannahelgina hér heima með Björk. Meðal viðfangsefnis voru við- töl við fyrrum skólastjóra og kenn- ara Bjarkar. í þættinum verða einnig sýndar upptökur BBC frá Bretlandi og af störfum hennar í E1 Madronal á Suður-Spáni, þar sem nýja platan var hljóðrituð. South Bank Show hefur gert heimildar- þætti um ýmsa virtustu listamenn í heiminum. Mikifl metnaöur er sagður liggja að baki hjá Björk á Homogenic - platan er sagður áþreifanlegur vendipunktur á 20 ára ferli hins 31 árs tónlistarmanns. Hún hefur ver- ið í fríi hér heima að undanfórnu. -Ótt stuttar fréttir LÍN braut lög Umboðsmaður Alþingis telur að Lánasjóður ísl. námsmanna hafi brotið almenna jafnræðis- I reglu stjómsýslulaga gagnvart hjúkrunarfræðinema við Há- | skóla íslands. Nemanum var neitað um lán þrátt fyrir að hafa lokið tilskildum námsárangri I eftir fyrsta námsmisseri. Fjórfaldur afli Afli smábáta er orðinn fjórfalt meiri en gert var ráð fyrir i upp- hafi fiskveiðiársins. Sóknardög- I um smábáta verður að líkindum j stórfækkað á næsta fiskveiðiári, í; eða úr 84 dögum nú í innan við ; ! 20 daga. Bylgjan sagði frá. 30.000 keyptu hlutabréf Um 30 þúsund manns nýttu M sér skattaafslátt vegna hlutafjár- i kaupa á síðasta ári. Þessi hópur i lækkaði tekjuskatt sinn um I nærri einn milljarð króna, að | sögn Bylgjunnar. Eftir aldamót- in verður enginn skattaafsláttur jveittur af hlutabréfakaupum. Myndun minnihluta- hópa Björn Bjamason menntamála- | ráðherra telur mikilvægt að efla I íslenskukennslu nýbúa til að : létta undir með þeim að aðlagast íslensku þjóðfélagi og hindra að 1 hér myndist þjóðemislegir ; minnihlutahópar. 3,6% atvinnuleysi Atvinnuleysi í júlímánuði mældist 3,6% sem jafngildir því I að um 5.100 manns hafi verið án ; vinnu í mánuðinum. Minnkandi halli 1996 Samkvæmt nýútkomnum rik- ; isreikningi ársins 1996 lækkaði É tekjuhalli ríkissjóðs á því ári um j: 6,5 milljarða króna, úr 15,2 millj- ; örðum í 8,7. Heildarskuldir ríkis- ! sjóðs í ái-slok vom 245 mifljarðar ; og voru 49,2% af landsfram- 1 leiðslu en 51,5% árið á undan. Bænum skipað að svara Félagsmálaráðuneytiö hefur : skipað bæjarstjóm Reykjanes- f bæjar að svara erindi manns j; sem óskaði bréflega eftir því 15. 1 janúar sl. að útsvar hans yrði í fellt niður og honum endurgreitt I það sem hann hafði þegar borg- 1 að. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.