Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 22
22 ^ýrstæð sakamál
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 IjV
Uwe Ranft var mjög ástfanginn af
Christu. Reyndar bar hann svo
sterkar tilfinningar í brjósti til
hennar að honum fannst hann
verða að uppfylla allar óskir henn-
ar. Uwe var mikill hundavinur og
það var einmitt þetta áhugamál
hans sem hafði orðið til þess að
hann kynntist Christu, því hún var
hundaeigandi. Og eftir að þau voru
farin að vera saman gaf hann henni
þrjá hunda. Þá keypti hann lóð sem
hann gaf henni og höfðu þau þó
ekki fest ráð sitt.
Er kom fram á árið 1991 höfðu
þau Uwe og Christa búið saman í
sjö ár. En þá var lífið orðið honum
erfitt því starfsfélagar hans stríddu
honum stöðugt með því að þegar
hann væri á næturvakt lægi annar
maður í rúminu við hlið Christu.
Sannleikurinn
Kvöld eitt þegar hann fór á vakt
ræddi Uwe við verkstjórann og bað
um leyfi til að mega fara tveimur
tímum áður en henni lyki. Ætlun
hans var að fara heim og kanna
hvort eitthvað væri til í þeim sögu-
sögnum sem voru honum svo þung-
bærar. Nokkru fyrir klukkan fjögur
um morguninn kom hann svo heim,
opnaði hljóðlega og gekk inn í
svefnherbergið. Og þá komst hann
að því að það sem honum hafði ver-
ið sagt í vinnunni var satt. I rúminu
við hlið Christu lá einn vinnufélaga
hans, Rudolf Pausner, maður sem
Uwe hafði talið vin sinn.
Til uppgjörs kom og því lauk með
því að Christa sagði Uwe að hún
ætlaði sér að segja skilið við hann.
Rudolf væri sá sem hún elskaði.
Hún fór úr húsinu og tók hundana
með sér. Hundamissirinn varð Uwe
enn eitt áfallið og hann varð þung-
lyndur. Honum fannst lífið tilgangs-
laust. Hann fór að drekka og nokkru
síðar að nota pillur í óhóflegum
mæli. Og þar kom að honum fannst
hann þurfa að segja Rudolf hve
mjög allt þetta hefði fengið á hann.
Hann sendi honum bréf og í því stóð
meðal annars: „Þetta með hana
Christu verðum við að leysa augliti
til auglitis..."
Ný sambýliskona
Hálfu ári eftir að Uwe sendi bréf-
ið fór hann á krá. Þar hitti hann Inu
Ringer og leist þegar vel á hana.
Hann bauð henni upp í dans og hún
varð jafnhrifin af honum og hann af
henni. Reyndar mun hún hafa lýst
því yfir síðar að þetta hafi verið ást
við fyrstu sýn. Nokkru síðar flutti
hún frá Giessener og til Thúringen
en atburðir þessir gerðust í Þýska-
landi.
Ýmsir töldu að Uwe hefði haft
heppnina með sér. Hann hefði hitt
stúlku sem hann væri hrifinn af og
hún hefði hjálpað honum til að
komast yfir erfiðleikana sem höfðu
hrjáð hann. Og um hríð var ekki
annað að sjá en hann hefði fundið
hamingjuna á ný. Sambúðin við Inu
gekk vel og hún ól honum tvö börn.
En í hugarfylgsnum Uwes ríkti
ekki ró. Þrátt fyrir góða sambúð
með Inu og tvö börn gat hann ekki
gleymt því að Rudolf, sem sagst
hafði vera vinur hans, hafði farið að
halda viö Christu. Og ótryggð henn-
ar hafði hann heldur ekki gleymt.
Dag einn ákvað Uwe að koma
fram hefndum. Og eftir þá ákvörðun
tók líf hans verulegum stakkaskipt-
um.
Undirbúningurinn
Uwe átti ólöglegt vopnasafn. Alls
átti hann ellefu bardagahnífa, sverð
og 15 skammbyssur. En nú fannst
honum ástæða til að kaupa lásboga.
Síðan lá leið hans út í Hangelstein-
er-skóg þar sem hann hóf æfingar
með lásbogann. Stundum var hann
þar dögum saman og lifði þá á því
sem hann gat fundið sér til matar,
þar á meðal hvers kyns jurtarótum.
En hann lagði sér einnig til munns
bráð sem hann felldi með lásbogan-
um.
Þremur árum eftir að Uwe hafði
komið Christu og Rudolf að óvörum
í rúminu fannst honum tími til
kominn að framkvæma það sem
hugur hans hafði staðið til um all-
nokkurn tíma. Árla dags þann 21.
september 1994 hélt hann á ný út í
skóg með lásbogann og fór að
skjóta í mark. Hann var
klæddur bandarískum
felubúningi og
hafði
með
sér,
,./r sex
ar. Fjórar
hugðist
hann nota við
æfingarnar en hin-
ar tvær voru þær sem
hann ætlaði til verksins
sem nú skyldi unnið.
Árásin
Uwe hélt af æfingunni að staðn-
um þar sem þau Rudolf og Christa
bjuggu í húsvagni. Hann faldi sig í
runna og beið þess að þau kæmu
heim. Hann hafði ekki beðið lengi
þegar hann sá þau bæði koma í
Opel-bílnum sem þau áttu og sat
Christa undir stýri.
„Halló, Rudi,“ kallaði Uwe þegar
þau stigu út úr bílnum, og gekk í átt
til hans, uns ekki skildi þá að nema
fimm eða sex metrar.
„Hvað viltu?“ spurði Rudolf.
„Komdu þér héðan."
En Uwe var ekki á fórum. Þess í
stað sagði hann hinum gamla vini
sínum að hann skyldi hætta sam-
búðinni við Christu svo hún gæti
aftur snúið til sin. „Þú hefur allt
annað sem þú girnist og þarft ekki á
henni að halda.“
Rudolf fannst lítið til röksemdar-
innar koma og fór að hlæja. Þá lyfti
Uwe lásboganum og lagði ör á hann.
Enn tók Rudolf hann ekki alvarlega.
Hann hló hærra en áður en þá skaut
Uwe örinni. „Hún hitti hann í
brjóstið," sagði hann síðar fyrir
rétti.
Tvöfalt morð
Þótt Uwe hefði ekki miðað af ná-
kvæmi var sárið banvænt. Að vísu
dó Rudolf ekki strax. Hann reyndi
að flýja og komst yfir grindverk en
fjórum dögum eftir atburðinn var
Úwe handtekinn. Hann var yfir-
heyrður og settur í varðhald. Síðan
var gefin út ákæra.
Viðbrögð Inu
Morðin vöktu mikla athygli fólks
sem þekkt hafði Christu, Rudolf og
Uwe. Ýmsir spurðu sig þeirrar
spumingar hvernig á því gæti stað-
ið að maður, sem væri í sambúð
með konu sem hann ætti tvö böm
með, færi að hefna sína vegna
ótryggðar á þann hátt sem hann
hafði gert. Og sumir voru jafnvel í
vafa um að Uwe hefði framið þá
glæpi sem hann var ákærður fyrir.
Réttarhaldanna var því beðið með
nokkurri eftirvæntingu ef vera
mætti að þar kæmi eitthvað nýtt
fram sem varpað gæti ljósi á það
sem gerst hafði.
Ina, barnsmóðir Uwe, lét strax í
ljósi þá ákvörðun að segja ekki skil-
ið við hann og renndi það enn frek-
ari grunsemdum undir að ekki væri
allt komið fram.
Ráttarhöldin
Þegar Uwe Ranft kom fyrir rétt-
inn kom hins vegar ekkert það fram
sem gaf ástæðu til að halda að nokk-
ur í fangelsi heldur einnig á hæli
því ætlunin er að ganga úr skugga
um hvort hann sé á einhvern hátt
andlega veill. En ef til vill er hann
það ekki og finnur þann styrk hjá
Inu sem gerir honum kleift að öðl-
ast á ný það andlega jafnvægi sem
hann missti svo honum verði á
treyst fyrir þvi að fara að vinna fyr-
ir fjölskyldu sinni áður en dómstim-
inn er úti.
þá voru kraftarnir
á þrotum. Hann
datt á hundahúsið.
Við það gelti einn
hundanna hátt en
þá skaut Uwe hann
með hinni örinni
sem hann átti eftir.
Síðan gekk hann
að grindverkinu og
tók fram bardaga-
hníf. Christa hafði
flúið inn í hús-
vagninn en Uwe
fór inn í hann á eft-
ir henni.
„Morðingi!"
hrópaði hún.
„Svín!“ En það
urðu hennar sið-
ustu orð. Uwe
kastaði sér á hana.
Hún reyndi að verj-
ast en átökin stóðu
stutt. Uwe var stór
og sterkur og hik-
aði ekki við að
beita hnífnum.
Nokkrum sekúnd-
um síðar lá
Christa á gólf-
inu með sár á
burt.
Ná-
granni kom
að líkunum
nokkru síðar og
uð hefði gerst á annan veg en þann
sem ákæruvaldið hafði haldið fram.
Og verjanda tókst ekki að koma
með neitt það sem gat breytt þeirri
skoðun að Uwe hefði framið morðin
í þeim tilgangi einum að koma fram
hefnd við þau Rudolf og Christu.
Dómurinn, sem hann fékk, var í
samræmi við það en hann var
dæmdur til fimmtán ára fangelsis-
vistar.
Átta mánuðum eftir að dómurinn
var kveðinn upp lýsti Ina yfir því að
hún ætlaði að ganga að eiga Uwe.
Hún sagðist hafa fyrirgefið honum
allt því sú hlið sem hann hefði sýnt
á sér þann örlagaríka dag þegar
hann framdi morðin væri ekki sú
sem hún hefði kynnst.
Heitstrengingin
Ina lýsti því yfir að hún myndi
bíða eftir Uwe með bömin tvö þar
til hann fengi frelsið, hversu löng
sem sú bið kynni að verða. „Ég og
börnin þin mun-
um aldrei yfir-
gefa þig,“ sagði
hún á brúðkaups-
daginn þegar hann
tók eftirnafn hennar,
Ringer.
„Það verður auðveld-
ara að byrja nýtt líf með
það nafn,“ sagði Úwe.
Margt er enn á huldu um ástand
Uwes þegar hann framdi morðin.
Dómurinn yfir honum segir aðeins
hluta sögunnar. Við venjulegar að-
stæður ætti maður sem slíkan dóm
hefur fengið að geta fengið frelsið
áður en fimmtán árin væm á enda
en í þessu tilviki er það þó ekki víst.
Sálfræðingar telja sig ekki hafa
fundið fullnægjandi skýringu á því
hvers vegna maður með sambýlis-
konu og tvö böm lætur hefndarhug
ná svo sterkum tökum á sér þremur
árum eftir atburðinn sem olli hug-
arangri hans að hann setur lífsham-
ingu sína og sinna í voða. Þess
vegna verður Uwe ekki aðeins hafð-