Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JLlV 18 dágur í lífi Frumsýningardagur á Hár og Hitt í Borgarleikhúsinu: Áhorfendur tóku virkan bátt ■ r | || | ■■ ■ - segir Þórhallur Gunnarsson leikari „Það er alltaf sérstakt að vakna að morgni frumsýningardags. Leikritið hefur verið endurleikið í mismunandi tilbrigðum í draum- um næturinnar og oftar en ekki endað með ósköpum. Þó er ég ekki frá því að þessir draumar hafi endað betur nú en oft áður þvi forsýningin kvöldið áður á Hár og Hitt hafði gengið frábær- lega vel. Við höfðum kviðið fyrir því að íslenskir áhorfendur væru ekki tilbúnir að leysa morðgátuna en annað kom í ljós. Þeir voru með á nótunum allan tímann, tóku virkan þátt, hlógu mikið og skemmtu sér. Þennan morgun rak Gunnur dóttir mín mig á fætur enda er hún titluð framkvæmdastjóri Höf- uðpaura. Eftir morgunkaffið og blaðalestur tók við fjöldinn allur af símtölum í tengslum við sýn- inguna. Um hádegisbilið fóriun við Brynja, kona mín, og Gunnur upp í leikhús þar sem biðu okkar ýmis verkefni. Brynja og Gunnur fóru i það að undirbúa sýningar- salinn, dúka borð og skipuleggja veislu sem halda átti eftir frum- sýninguna. Ég dreif mig í miða- söluna og fékk þær gleðifréttir að síminn þar hefði ekki stoppað og sýningar fram í tímann væru að seljast upp. Spennandi verkefna- 5KI skra Valdís leikhúsritari var að vanda í húsinu og saman skoðuð- um við verkefnaskrá Leikfélags Reykjavíkur fyrir næsta vetur. Það er óhætt að segja að sá vetur verði spennandi því boðið verður upp á allar tegundir af leiksýning- um. Söngleik, gamanleiki, klassík, Þórhallur Gunnarsson leikur eitt af aðalhlutverkunum f Hár og Hitt. Hann er hér til hægri í góðum hópi meðleik- ara sinna. bamaleikrit o.fl. Að þessum sýn- ingum koma mjög góðir og áhuga- verðir leikarar og leikstjórar. Ég hitti Ellert A. Ingimundar- son, meðeiganda minn í Höfuð- paurum og Dísu Anderimann, framkvæmdastjóra Hár og Hitt, og við ákváðum næstu skref í auglýsingum og kynningum á sýningunni. Allt starfsfólk Borg- arleikhússins sem að þessari sýn- ingu kom var á þönum í undir- búningi fyrir frumsýninguna. Um kl. 16.30 var kominn timi til að fara heim, borða og hvíla sig fyr- ir kvöldið. Fiðringurinn í magan- um Þegar ég mætti kl. 18.00 upp í leikhús voru þar allir komnir. Við spjölluðum og spáðum í sýninguna sem framundan var. Veltum fyrir okkur hvaða spumingar kæmu frá áhorfendum og bættum inn i sýn- inguna því nýjasta sem gerst hafði í þjóðfélagsmálum. Leikritið er alltaf uppfært til þeirrar shmdar sem það er leikið og tekur því breytingum dag frá degi. Eftir smink og búninga byrjaði fiðring- urinn í maganum að gera vart við sig. Sýningarstjórinn tilkynnti að 10 mínútur væm þar til sýningin hæfist og frumsýningargestir væru byrjaðir að streyma í salinn. Leikararnir fóm allir á sína staði og frumsýningin á Hár og Hitt hófst. Sýningin var góð og áhorfendur vom einstaklega skemmtilegir. Það var mikið hleg- ið og þegar kom að þætti áhorf- enda tóku þeir allir þátt í leiknum og leystu morðgátuna með glæsi- brag í lokin. Sýningunni lauk og allir vom glaðir og hamingjusamir. Slegið var upp veislu sem stóð þó ekki mjög lengi því önnur sýning var daginn eftir. Framhald þessa kvölds er enda efni í aðra grein. Finnur þú fimm breytingar? 424 „Eiríkur veröur montnari meö hverjum degi. Nú er hann kominn meö einkabílstjóra!" Vinningshafar fyrir getraun nr. 422 eru: Nafn:' Anna Gísladóttir. Ljósheimum 10 A, 104 Reykjavík. Jón Helgason. Heiðvangi 7. 850 Hella. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 424 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.