Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
- í fjölskrúðugri náttúru og fuglalífi
DV, Vík:
Ferðamönnum, sem koma til Vík-
ur í Mýrdal og líta hina hafnlausu
strönd, dettur ef til vill síst í hug að
hægt sé að komast út á sjó og sjá
stórbrotna fegurð Reynisdranga,
Reynisfjalls og Dyrhólaeyjar í ná-
vígi, líta fagrar sveitir Mýrdalsins
af hafi og Mýrdalsjökul, sem er lík-
astur hvítum hjálmi, yfir öllu sam-
an. Frá Vík eru gerðir út tveir hjóla-
bátar, Fengsæll og Farsæll, sem í
seinni tíð hafa eingöngu verið gerð-
ir út á útsýnissiglingar fyrir ferða-
fólk. Þó að í upphafi væri róið til
fiskjar á þeim hefur það vikið fyrir
útsýnissiglingum með tímanum.
Vekur undrun
ferðamanna
„Það reka margir erlendir ferða-
menn upp stór augu þegar þeir sjá
bátana. íslendingar eru aftur á móti
farnir að þekkja þá það vel að þeim
kemur fæstum á óvart að sjá þá,“
sagði Gísli Daníel Reynisson, skip-
stjóri og útgerðarmaður hjólabá-
tanna.
Útsýnissiglingar með þeim eru
alltaf að verða vinsælli meðal ferða-
fólks og eru þær orðnar meðal þess
sem ferðamönnum er kynnt erlend-
is sem „áhugaverð afþreying á is-
landi“. „Stærstur hluti farþeganna
eru útlendingar en íslendingamir
eru að sækja á og nú eru þeir orðn-
Útsýnissiglingar meö hjólabátum Ævintýraferöa njóta stööugt vaxandi vinsælda meöal ferðamanna sem koma tii
Víkur í Mýrdal. DV-myndir NH
Arneshreppur á Ströndum
Líklegt er að hvem þann sem eitt
sinn hefur lagt leið sína norður í Ár-
neshrepp á Ströndum langi þangað
aftur. Á fógmm sumarkvöldum er
auðvelt að heillast af stórbrotinni og
dulúðugri náttúrunni þar sem hvert
undrið tekur við af öðru. Rekaviður
liggur víða í hrúgum í fjöruborðinu
og fjallasýnin er fögur.
Haft er fyrir satt að þar norður
frá líði tíminn hægar en annars
staðar í veröldinni og víst er að
streita og þreyta á enga samleið með
kyrrðinni og friðsældinni í Árnes-
hreppi. Útivistarfólk hefur nægt
rými til að vera eitt með sjálfu sér,
hvort sem það em þaulvanir íjalla-
prílarar eða nýgræðingar í göngu-
ferðum. Náttúruperlurnar finnast
við hvert fótmál. Fjölskyldufólk fær
að auki einstakt færi til að kynna
börnum sínum náið sambýli manns
og náttúru, minjar frá liðinni tíð og
sögu genginna kynslóða.
Af síldinni öll erum orðin rík...
I Djúpavík liggur verksmiðju-
skrímslið fram á lappir sínar, leifar
frá gullöld síldaráranna. Yfirgefin
verksmiðjuhúsin standa líkt og
minnisvarði um fallvaltleika mann-
lífsins, þá tíð er Árneshreppur var
eitt auðugasta sveitarfélag landsins.
Nú hefur aðeins ein fjölskylda aðset-
ur þar allt árið, sú sem rekur Hótel
Djúpavík. Staðarhaldarar bjóða
meðal annars upp á leiðsögn um
verksmiðjubygginguna.
I grenndinni em frábærar göngu-
leiðir. Stutt frá veginum um Veiði-
leysuháls eru Kúvíkur við Reykjar-
fjörð, einn sögufrægasti staður
Strandasýslu og verslunarstaður um
aldir. Þar eru nú rústir einar. Sex
tíma tekur meðalmann að ganga í
rólegheitum fyrir Kamb milli Veiði-
leysufjarðar og Reykjarijarðar. Þar
em víða grónar götur og rétt að fara
hægt yfir. Margt er að skoða á leið-
inni, sérkennilegar steinmyndanir,
eyðibýlið Kamb, Spánverjadys sem
kasta verður steini í, uppsprettu
vígða af Guðmundi biskupi góða og
að lokum rústirnar í Kúvíkum.
Áður en komið er í Trékyllisvík
liggur akvegurinn hjá Gjögri, þorpi
sem man tímana tvenna. Fyrrum
var þar frægasta hákarlaveiðistöð
landsins og á 19. öld flykktust
Strandamenn þangað á vertíð. Frá
Gjögri voru stundum gerð út 18 skip
í einu á hákarl, svo nægt væri ljós-
metið í götulýsinguna í Köben og
öðrum stórborgum Evrópu.
Litlu norðar er Reykjarneshyma
sem ferðamenn ganga gjaman á til
að njóta útsýnis. Síðan tekur við
Trékyllisvík, búsældarleg á að líta.
Þar em menn komnir á galdraslóð-
ir, því á 17. öld voru þrír Stranda-
menn brenndir á báli í Kistuvogi
fyrir að bera ábyrgð á hneykslan-
legri hegðun kvenna við tíðagjörð í
Ámeskirkju og fleiri smásyndir. í
Trékyllisvík eru myndefni næg. Til
dæmis standa nú þar tvær kirkjur -
sín hvorum megin við veginn. Prest-
urinn er þó aðeins einn.
Ef menn vilja staldra við má fá
svefnpokagistingu I herbergjum í
Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík.
Og að Ámesi hefur bóndinn og hag-
leiksmaðurinn Valgeir Benedikts-
son reist sér hús - að mestu úr reka-
viði. Þar eru til sýnis og sölu hand-
verk heimamanna, meðal annars
munir sem Valgeir hefur rennt úr
rekaviði eða skorið út. Einnig eru
þar fjölmargar minjar frá liðinni tíð
sem hann hefur viðað að sér.
Gönguparadís
í Norðurfirði er verslun og út með
ströndinni er Krossneslaug í fjöm-
borðinu, vinsæl og vinaleg sund-
laug. Ekki er amalegt að hafa það
notalegt i lauginni með Atlantshafið
ólgandi á aðra hönd en Krossnesfjall
í öllu sínu veldi á hina. Skammt þar
frá er Þrjátíudalastapi í fjörunni.
Nyrsti bærinn í byggð er Munaðar-
nes við Ingólfsfjörð og þaðan blasa
Mjög hrífandi er að koma út á sjóinn fyrir utan Reynisfjall og Dyrhólaey þar
sem meðal annars má sjá stórbrotna fegurð Reynisdranga.
ir um þriðjungur farþega sem fara í
útsýnissiglingar með okkur. Hluti af
þeim aukna fjölda íslendinga sem
kemur hingað er í starfsmannaferð-
um og þá er oft eitthvað annað í
boði, s.s. hákarl og brennivín, hlað-
borð með sjávarréttum og oft er
varðeldur á eftir.“
Nafnið Ævintýraferðir hefur fest
við fyrirtæki Gísla. „Það er til kom-
ið vegna þess að þegar fólk kom
hugfangið í land eftir ferð á hjóla-
bátnum sagði það oft að þetta hefði
verið ævintýri líkast. Fyrirtækið,
sem gerir hjólabátana út, heitir
Mýrdælingur og auk hjólabátanna
erum við með jeppaferðir hvert á
land sem er.“
Það er margt sem fyrir augu ber í
ferðum á hjólabátnum. Ef veður er
gott er fjallasýnin stórfengleg og það
sem er næst fólki vekur ekki minni
athygli. „Mesta athygli vekur fugla-
lífið og fjöllin, sjófuglar eru flestum
framandi nema þeim sem eru frá
sjávarsíðunni, þeir hafa þó ekki
nærri allir séð fugla eins og langvíu
og álku fyrr en þeir koma hér út að
Reynisdröngum. Það kemur mörg-
um á óvart og hrífur marga sem
koma út á sjóinn fyrir utan Reynis-
fjall og Dyrhólaey hversu stórt og
mikilfenglegt þetta allt saman er.
Jarðfræðin er mörgum mikið
áhugamál; Reynisijall, Reynisdrang-
ar og Dyrhólaey með öllum sínum
skerjum og dröngum eru leifar eld-
stöðva sem mynduðust við gos und-
ir jökli, sambærilegt sem gerðist i
Vatnajökli í vetur. Þarna sjá menn
mjög margar bergmyndanir og jarð-
saga þessara myndana nær yfir
milljónir ára þannig að það eru fjöl-
breytilegir hlutir sem menn geta
séð.“
Hulduskip
Ýmislegt hefur komið upp í sam-
bandi við það þegar menn sjá hjóla-
bátana hér uppi í harða landi í
fyrsta sinn og engin höfn er hér fyr-
ir þá að leggjast við. „Mér var einu
sinni sögð saga af hópi sem kom
hingað til Víkur, þetta voru erlend-
ir ferðamenn, flestir á efri árum.
Meðal þeirra var maður sem hafði
verið í skipaútgerð í mörg ár en
var kominn á eftirlaun og hafði al-
veg brennandi áhuga á öllum fleyt-
um og dró hópinn með sér niður á
allar hafnir sem hann sá. Þegar
hópurinn kom til Víkur var enga
höfn að sjá og því engin skip að
skoða. Þegar hann fór til hvílu um
kvöldið og konan hans fór og dró
fyrir gluggann á herbergi þeirra
hjóna rak hún upp stór augu þegar
hún sá skip koma siglandi inn með
fullum siglingaljósum og kallaði á
bónda sinn og sýndi honum dýrð-
ina. Hann brást snöggt við og kall-
aði saman fólkið til að koma nú
niður á höfn og skoða skipið. Fólk-
ið þusti út með ferðafélaga sínum
til að sjá skipið i höfninni, hópur-
inn hélt af stað sem leið liggur nið-
ur að sjó og hefur líklega í leiðinni
gengið fram hjá hjólabátnum þar
sem hann stóð en enginn hefur átt-
að sig á því að það væri skipið sem
þau sáu enda það ekki vant að sjá
skip á hjólum. Nú, þau leituðu góða
stund að höfninni og voru margir
famir að líta hjónin tortryggnum
augum en þau sóru og sárt við
lögðu að þau hefðu séð skip leggjast
að. Að lokum fóru allir heim á hót-
el, misánægðir með útkall skipaá-
hugamannsins. Þetta skýrðist þó
allt morguninn eftir þegar ferðafé-
lagarnir fóru á fætur og sáu hjóla-
bátinn þar sem hann stóð hjá Vík-
urskála, langt frá sjó, í morgunbir-
tunni. Þarna var þá skipið sem
hjónin sáu kvöldið áður og eftir
morgunmatinn fóru allir og skoð-
uðu gripinn og komu síðan í sigl-
ingu með mér á eftir.“ -NH
í fjörum Strandasýslu má víöa finna rekaviö. DV-mynd VÁ
Drangaskörð við í fjarska, einhver
hrikalegasta náttúrusmíð á íslandi.
Bílfært er að eyðiþorpinu Eyri við
Ingólfsfjörð sem einnig átti sitt
blómaskeið á síldarárunum. Jeppar
geta komist enn norðar, alla leið í
Ófeigsfjörö þar sem hlunninda-
bændur búa, veiða selinn og nýta
rekann.
Norðan við Ófeigsfjörð taka
óbyggðir við en á síðustu árum hef-
ur því útivistar- og göngufólki fjölg-
að sem leggur land undir fót og rölt-
ir Strandaveginn norður eftir, áleið-
is í Reykjarfjörð nyrðri. Eins má
fljúga eða fá siglingu í Reykjarfjörð
og ganga síðan suður Strandir, hjá
Geirólfsgnúpi, um Skjaldarbjamar-
vík og Bjarnarfjörö. Þaðan liggrn-
leiðin framhjá stórbýlinu Dröngum
þar sem hlunnindabændur og nátt-
úruböm hafa sumardvöl. Síðan geta
menn gengið um Drangaháls eða
Drangaskörðin suður á bóginn. Eng-
inn verður svikinn af gönguferð á
þessum slóðum.
-Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá
Steinadal/VÁ