Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 7 Þýskaland: Hringorma- þátturinn hef- ur lítil áhrif „Það er alveg ljóst að endurtekn- ing sjónvarpsþáttarins um hringorma í fiski í þýska sjónvarp- inu í gærkvöld hefur miklu minni áhrif en sams konar þáttur hafði þegar hann var sýndur fyrir 10 árum. Þeir sem gerðu þáttinn þá urðu frægar sjónvarpsstjömur fyrir bragðið. Þá vissi almenningur lítið um hringorma í fiski. Nú vita allir um þetta og það er því ekki verið að segja fólki neitt nýtt og áhrifin þvi lítil,“ sagði Samúél Hreinsson, for- stjóri fisksölufyrirtækisins íseyjar i Bremenhaven, í samtali við DV í gær. í tilefni af 10 ára afmæli þessa fræga þáttar var ákveðið að endur- taka hann í þýska sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið. Mikið var gert til að auglýsa hann. Haldinn var fréttamannafundur og sjónvarps- stöðin gerði mikið úr endursýning- unni. Samúel sagði að reynslan af svona uppákomum varðandi fisk væri sú að fyrstu dagana drægi að- eins úr sölu. Alveg frá því á þriðju- dag hefur sýning hringormaþáttar- ins verið kynnt í völdum fjölmiðl- um. Það var látið leka út að á ferð- inni væri annar magnaður hringormaþáttur eins og fyrir 10 árum. „Þess vegna ákváðum við að vera ekki með neinn fisk til sölu á fimmtudagsmorguninn. Við vorum aftur á móti með 50 tonn til sölu í morgun (föstudag) en verðum ekki með fisk á mánudaginn. Venjulega seljum við ekki fisk á föstudögum en samt var mjög góð sala í morgun og við fengum frá 100 til 130 krónur fyrir kílóið af karfanum," sagði Samúel. Hann sagðist viss um að sýning þáttarins hefði einhver áhrif í nokkra daga en síðan íjöruðu þau út. Öruggt væri að þátturinn hefði ekki svipað því eins mikil áhrif nú og fyrir 10 árum. „Ókkur sem erum að selja fisk hefur líka verið gefinn kostur á að svara því sem fram kom í þættin- um. Við höfum bent á að við séum að flytja inn heilan fisk sem sé nátt- úruafurð og ormurinn í honum til- heyri náttúrunni. Því sé hér um eðlilegan hlut að ræða qg allt eins og það á að vera. Við höfum líka bent á að allt í kringum okkur sé fólk með matvæli fúll af hormónum og öðrum spilliefnum sem sett eru í þau en ekkert slíkt á sér stað með fiskinn,“ sagði Samúel Hreinsson. -S.dór Keflavíkurflugvöllur: Stöðvaður með falsað vegabréf DV, Suðurnesjum: Starfsmenn Flugleiða á Keflavík- urflugvelli stöövuðu karlmann með falsað vegabréf síðastliðinn fimmtu- dag. Maðurinn var að koma frá Lúx- emborg og ætlaði síðan að halda för sinni áfram til Halifax í Kanada. Hann var með ítalskt vegabréf og sagður 26 ára. Hann fékk að gista fangageymslu lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli um nóttina og var síðan sendur til baka til Lúxem- borgar á föstudagsmorgun. Þar tek- ur útlendingaeftirlitið við honum. Mikið hefur borið á því í sumar að útlendingar reyni að komast héð- an til Halifax með fölsuð vegabréf. Sá staður virðist vera vinsæll, enda stutt til Bandaríkjanna. -ÆMK «08000 IMISSAIM TRADE 1998 SÝNING Laugardag LM HELGINA ogsunnudagfrákL 14-17 TRADE 100 Single cab - 3 sæti Verð kr. 1.620.000.- án Vsk Vél: 2,965, 4 cyl Turbo m/millikæli 108 hö. v/3500 sn. á mín TRADE 100 □ouble cab - 6 sæti Verð kr. 1.910.000.- án Vsk KEJIVIIÐ DG 5KOÐIÐ TRADE 100 VAN Vél: 2.965 cc, 4 cyl. Turbo m/millikæli 108 hö v/3.500 sn. á mín. Verð kr. 1.889.930.- án Vsk. Rúmmál farrýmis 9,5 m3- Sætafjöldi 3. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.