Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 X-I>"V" Þrjár íslenskar mæðgur í pOagrímsgöngu frá Ósló til Niðaróss: liðarós 28. júií Svorkmo Berkák Oppland Æ' Hjerkin Hundorp DVÓsló: „Þetta er eins konar hreinsun fyr- ir sálina. Það er hægt að líta svo á að pílagrímar gangi inn í sína eigin sál í leit að sjálfum sér á leið sinni til helgidómsins,“ segir Viiborg Sig- urðardóttir, pílagrímur og tveggja barna móðir, eftir að hafa lagt að baki 700 kilómetra göngu frá Ósló til Niðaróss í Noregi. Fimm strang- ar vikur eru að baki, skómir slitnir og snúnir. Þreytt? Jú, en Vilborg gæti samt hugsað sér að ganga sömu 700 kíló- metrana heim aftur. Hún hefur raunar um það kenningu að píla- grímar eigi að ganga heim til að vinna úr trúarlegri reynslu sinni eftir gönguna að heiman. „Ég þarf bara að mæta í vinnuna eftir tvo daga,“ segir hún og hlær. Við höfum fengið okkur sæti við tröppur dómkirkjunnar í Niðarósi. Og Vilborg er ekki ein á ferð á þess- um fjarlæga stað. Dætur hennar, Rannveig, 12 ára, og Harpa, 11 ára, eru með henni og hafa líka lagt að baki 700 kílómetra - skref fyrir skref 25 kílómetra á dag í flmm vik- ur. Hvort þær eru ekki þreyttar? Stelpurnar yppta öxlum og svo eru þær horfnar yfir kirkjuhlaðið án þess að svara. Það er ekki að sjá á þeim þreytu - Rannveig og Harpa hafa enga eirð i sínum ungu beinum til að sitja í viðtölum og svara asna- legum spumingum. Grúsk í búddisma Vilborg er Seyðflrðingur en hefur undanfarin tvö ár búið í Noregi ásamt manni sínum, Halldóri Gísla- syni, og dætrum þeirra tveimur. Hún fór þessa ferð í leit að sjálfri sér, lagði á sig allt erfiðið til að gera upp við sig hluti sem legið hafa óuppgerðir í sálinni segir hún. „Ég hef verið að grúska í búdd- isma og langar til að rækta sjálfa mig,“ segir hún til að útskýra þetta uppátæki. Pílagrímsferðin til Niðaróss er í eðli sínu kristin athöfn og Vilborg Dómkirkjan í Niöarósi er ein helsta þjóöargersemi Norömanna. Þetta var og höfuðkirkja fslendinga í 400 ár. Hér eru þær fyrir framan kirkjuna. hefur ekkert á móti kristinni trú en hellast meira af Búdda, heillast af því að öllum er ætlaður neisti af guðdóminum. En það em ekki bara trúarlegar ástæður sem senda fólk í pílagríms- ferðir. Að baki býr einnig löngunin til að sanna eigin viljastyrk fyrir sjálfum sér og kynnast fólki sem hefur fengið sömu flugu í höfuðið. „Það myndaðist strax góður andi í hópnum og á þessari löngu leið deildi fólk eðlilega sorg og gleði. Þama tókust kynni sem eiga eftir að vara lífið á enda,“ segir Vilborg. Pílagrímsferð þeirra mæðgna skýrist líka af enn heimilislegri og jarðbundnari ástæðum. Halldór, Þreyttar mæögur viö dómkirkjudyrnar í Niðarósi. Þaö er gott aö vera komin á leiöarenda en samt er þaö gangan sjálf sem skiptir mestu máli. DV-myndir Gísli Kristjánsson maður Vilborgar, verður næsta ár við nám í Landbúnaðarháskólanum í Ási. Hann verður að heiman nær allan veturinn og Vilborg ein ábyrg fyrir búi og börnum. Neituðu að vera heima „Við ákváðum að ég fengi ærlegt sumarfrí áður en ég tæki ein við stjórninni. Ég ákvað að láta gamlan draum rætast og fara í pílagríms- ferð,“ segir Vilborg. Stelpumar áttu að vera heima á meðan en þær þvertóku fyrir það, neituðu að hlusta á allar fortölur, og fengu á endanum að fylgja með þessa 700 kílómetra. „Það er ótrúlegt hvað þær hafa staðið sig vel. Alla ferðina hafa þær verið á þönum og hjálpað okkur hinum pílagrimunum. Það er eins og þær geti ekki orðið þreyttar," segir Vilborg. Þær Vilborg, Rannveig og Harpa voru í hópi 17 pílagríma sem í sum- ar gengu saman alla leið frá Ósló til Niðaróss. Þarna vora fulltrúar fjöl- margra þjóða, Norðmenn flestir en hagsmuna íslands var vel gætt þar sem þær mæðgur fóru. Rannveig og Harpa voru líka þær yngstu i hópn- um og þær sprækustu. Pílagrímsförin var farin til að minnast þess að þúsund ár eru liðin frá því Ölafur konungur Tryggva- son stofnaði kaupstað í Niðarósi og lagði grundvöllinn að helgidómnum þar. Um aldir var Niðarós höfuð- borg íslendinga og hér sátu erki- biskupamir sem þeir neituðu að hlýða. Hér synti Kjartan Ólafsson í ánni sjálfum sér og konungi til skemmtunar og hér ortu skáldin óskiljanleg kvæði um kónga og ann- að stórmenni. Pilagrímamir komu til helgi- dómsins daginn fyrir Ólafsvöku sem haldin er til minningar um að Ólafur helgi Haraldsson (eða bara Ólafur digri) og kappar eins og Þor- móður Kolbrúnarskáld voru ofur- liði bomir á Stiklastöðum og drepn- ir eins og hundar. Þessi staður geymir mikið af íslenskri sögu. Leiðin skiptir mestu Vilborg leiðir hugann að mark- miði og leiðum. Hún segir að það sé í sjáifu sér leiðin, gangan til helgi- dómsins sem sé markmiðið en ekki það að vera komin alla leið. Helgi- dómurinn með ailri sinni sögu er auðvitað merkilegur en leiðin sjáif skiptir mestu. „Fyrir fyrsta hvíldardaginn á leiðinni var ég komin að því að gef- ast upp. Ég var dauðþreytt og lang- aði mest til að hætta við allt og fara heim. En eftir að hafa hvilt mig einn dag breyttist allt og nú sé ég ekki eftir að hafa farið alla leið,“ segir Vil- borg. Fyrsta áfangann frá Ósló rigndi látlaust á pílagrím- ana en svo stytti upp og við tók steikjandi sólskin með 30 stiga hita í forsælu - brennheit sól yfir höfði meðan þrammað var skref fyrir skref um skóga og dali, um öræfi og malbik- aða vegi, yfir ár og læki og svo skriðið í svefnpokann að kveldi. „Þetta var erfitt en við fengum líka alls staðar góðan stuðning frá heima- mönnum og vlða fengum við að liggja inni í skólum eða félagsheimilum og sluppum þá við að kúldrast í tjöldunum. Okkur var líka séð fyrir mat þannig að þegar á allt er litið var þetta ekki sem verst,“ seg- ir Vilborg. Misstu allt Vilborg og fjölskylda hennar búa í smábænum Forsand, rétt hjá Stafangri. Þangað fluttu þau fyrir tæpum tveimur árum eftir búskaparbasl á ýmsum stöðum á íslandi. Þau töp- uðu öllu sínu og ákváðu að freista gæfunnar í útlönd- um. „Vid höfum ekkert farið heim eftir að við komum út og sjálfsagt verður bið á aö við komumst heim. Það vinnur hins vegar mikið á móti heimþránni að við höldum góðu sambandi við vini okkar og fjölskyldur. Það bjargar öllu en samt get ég ekki neitað að stund- um langar mig heim, sér- staklega þegar eitthvað stendur til hjá okkar fólki,“ segir Vilborg. Hún vinnur við heimahjúkrun og lætur vel af sér. Vinnuaðstæður eru betri en á íslandi, vinnutimi styttri og stressið minna. Og veðrið, ja, það getur stundum orðið þreytandi að hafa eiginlega aldrei neitt veður, bara logn! Það er heldur ekki á dagskrá að flytja heim í bráð. Draumurinn er að komast lengra út í heim, helst til Afríku. Næst til Santiago de Compostela „Þrátt fyrir að erfiðleikar okkar hafi valdið því að við fluttum að heiman hefur það líka haft margt gott í fór með sér. Við kynnumst hér fólki og aðstæðum sem við hefð- um ella aldrei kynnst. Það er líka mikils virði,“ segir Vilborg. Meðal nýfenginna vina er sænsk listakona sem var með í pílagríms- forinni. Nú hafa þær Vilborg sett sér nýtt mark og mið. Næsta sumar á að fara í enn lengri pílagrímsfor og þræða rykuga vegi Spánar allt til Santiago de Compostela. „Fólk er svo upptekið af þessu daglega basli að það gefur sér ekki tíma til að finna innri ró,“ segir Vil- borg og lítur á göngulúna ferða- skóna. Hún er enn að velta fyrir sér möguleikanum á að ganga heim í stað þess að taka næstu flugvél. Pílagrímar fyrri alda urðu að gera svo vel og ganga heim. „Nei, núna er ég orðin mett,“ seg- ir hún svo. Hún ætlar að fljúga heim og vinna úr reynslu sinni þar. Fyrst verður hún þó að lesa á ís- lensku við hátíðarmessu í dóm- kirkjunni gömlu í Niðarósi. Gísli Kristjánsson Lillehammer 21. júní Gönguleiöin sem mæögurnar fóru, 700 km yfir fjöll og firnindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.