Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
Qéttaljós
Sturlungaöldin í Landeyjum:
Ofund og heift ráða för
- segir Eggert Haukdal um andstæðinga sína
Sturlungaöldin í V-Landeyjum,
sem DV sagði frá í baksíðufrétt sl.
miðvikudag, hefur verið fjölmiðla-
efni um fjölda ára og oftar en ekki
orðið umtalsefni fjölmiðla, enda
átökin oft á tíðum harðvítug og stór
orð látin falla á báða bóga. Tilefni
deilnanna, þegar þær blossa upp af
og til, virðast þó ekki stórvægileg
þeim sem utan við þær standa og
horfa á úr fjarlægð.
Eins og DV greindi frá á miðviku-
dag eiga þessar deilur sér
flokkapólitískar
rætur og eru mjög
sviplíkar þeim
grimmúðlegu
flokkaþrætum
sem uppi voru
milli bænda í
sveitum landsins
á fyrri helmingi
aldarinnar, ekki _____________
síst á þeim árum
sem áhrifa Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu gætti hvað
sterkast. Á þeim tímum skiptust
bændur í fylkingar framsóknar-
bænda og sjálfstæðisbænda eftir því
hvorum flokknum þeir fylgdu að
málum. Fylkingamar börðust um
völdin í sveitarstjórnum og var
flestra meðala neytt og meintum
persónulegum ávirðingum sem og
kostum manna óspart hampað á
báða bóga. Þetta ástand hefur ríkt í
V- Landeyjum síðustu árin.
Höfuðpersónur átakanna
Höfuðpersónur átakanna nú eru
Eggert Haukdal, oddviti á Bergþórs-
hvoli og Haraldur Júlíusson hrepp-
stjóri. Sambúð þeirra hefur verið
vægt sagt stirð undanfarin ár. Svo
hefur þó ekki alltaf verið því að þeir
Eggert voru miklir vinir á sínum
yngri ámm.
Haraldur hreppstjóri sendi inn
stjómsýslukæru á hendur Eggert í
lok síðasta árs. í kæmnni var Egg-
ert sakaður um margs konar af-
glöp við stjóm hreppsins, svo
sem að hafa falsað fundargerð
hreppsnefndar og haldið ólög-
legan hreppsnefndarfund,
vegna þess að boðað hafi ver-
ið til hans með ólögmætum
hætti.
Auk þess var ásamt kæmnni
beðið um álit félagsmálaráðu-
neytisins á ráðningu skóla-
stjóra skóla í Njálsbúð sem
ekki væri til. Ekki er öll sagan
þó enn sögð því að bomar voru
brigður á það hvort löglega
hefði verið staðið að endur-
skoðun hreppsreikninganna
undanfarin ár og Eggert sakað-
ur um að hafa að ástæðulausu (
staðið í þrefi og dregið greiðsl-
ur á hlut hreppsins í kostnaði
við rekstur Kirkjuhvols, dval-
arheimilis aldraðra Rangæ-
inga á Hvolsvelli.
að veita honum aðhald,“ sagði Har-
aldur m.a. við DV um málið.
Síðustu atburðir em þeir að að-
fluttur hreppsnefndarmaður sem
upprunninn er í Reykjavík og ekki
fæddur inn í hinn gamla flokkspóli-
tíska kryt, Hjörtur Hjartarson bóndi
í Stíflu, verður beinn aðili að deil-
unum. Hann segir í samtali við DV
að hann óski þess af einlægni að
þær verði til lykta leiddar, enda hafi
þær allt of mikil og slæm áhrif á vit-
ræna stjómun sveitarfélagsins. Við
það verði ein-
faldlega ekki
unað lengur.
Þess vegna hafi
hann skrifað
sveitungum sín-
um langt bréf í
vor þar sem
hann lýsir
_______________ áhrifum deiln-
anna á stjóm
sveitarfélags-
ins. Ástandið sé löngu orðið óviðun-
andi, íbúar sveitarfélagsins eigi
heimtingu á því að vita það og grípa
verði i taumana.
Innlent
fréttaljós
t
Stefán Asgrímsson
Einráður oddviti
Hjörtur rekur i bréfinu það sem
hann telur hafa misfarist í sam-
skiptum oddvitans við aðra hrepps-
nefhdarmenn. Meðal þess sem hann
nefnir er tillaga sem hann lagði
fram við annan mann um fastan
fundartíma hreppsnefndarinnar,
lán til kvenfélags sveitarinnar og
málefni elliheimilisins á Hvolsvelli
o.fl. Hann segir viðbrögð Eggerts
hafi orðið í hæsta máta ómálefnaleg
og og hann svarað með skætingi og
útúrsnúningum.
Alvarlegasta ásökunin er þó sú að
oddvitinn hafi tekið lán fyrir hönd
sveitarsjóðs án heimildar hrepps-
nefndar og að 5,6 milljóna vegalán
hafi ekki verið bókfært í reikning-
um hreppsins. Um þessi peningamál
XITL ATHUO/>5EMDtK..yiB ARSBnKM!StilMfi....lliaim.
skritt svETTAH.'TrjftRNAR. Aritiin mniHKKoneNÐ*
Aihup»emdir itíkain|»tuJdm. tvensntjónuinunna of cndonkðficada
riö fram««rítuö reikninftyflrtU, ef eiahvöjar eiu. íkulu riuöer Mr < eftír
CNOn o« ttaminn þas « «(ta <nl ftckari eppifiintw wa mUvÍAtíM «1 >eK « á.)
Legið á uppiýsingum
í samtali við DV í desember
í fyrra sagði Haraldur um
ástæður stjómsýslukærunnar
á hendur fyrrum vini sínum
að hann hefði átt í erfiðleikum
með það fyrir síðustu alþingis-
og forsetakosningar að fá upp-
gefið hverjir sætu í kjörstjóm
og verið meinað að sjá fund-
argerð þar sem skýrt væri frá
kosningum í kjörstjórn. Þá
hefði hann jafhframt kæmnni
óskað eftir áliti ráðuneytisins
á ýmsum málum í sveitarfélaginu
sem betur mættu fara.
„Ég verða að viðurkenna að þetta
era dálítið afbrigðilegir stjórnunar-
hættir hjá oddvita og það er einræð-
ishugur í honum. Mér finnast
hreppsnefndarmenn heldur slakir
x^z.
riföfwA
% ajjídgm lyvTttfaw ._____3l .ps w?_______________
Enginn hreppsnefndarmanna geröu athugasemdir viö
reikninga V-Landeyjahrepps frá í fyrra. Eins og sjá má
eru línurnar sem ætlaöar eru fyrir athugasemdir ein-
stakra hreppsnefndarmanna auöar og þriöja undirrit-
unin er undirskrift Hjartar Hjartarsonar bónda í Stíflu. f gerðar en faðir hans, enda
bréfi sem hann sendi út til sveitunga sinna í júnímán- maður annars tíma. Hann
uöi sl. gerir hann hins vegar alvarlegar athugasemdir hefur, ems og alþjóð veit,
kunnugt um skuldir Vest-
ur-Landeyjahrepps upp á
ca 8 milljónir (vegalán 6,5
frá 1995 og 1,5 frá sept.
1996). Heildarskuldir sam-
kvæmt ársreikningi voru
um áramótin í kringum 5,9
milljónir. Það er ekki góð
fjármálastjórn að leyna
skuldum sem era 135%
hærri en ætla má sam-
kvæmt bókhaldi."
Tóm vitleysa,
segir Eggert
Þessum ásökunum vísar
Eggert Haukdal á bug í
samtali við DV. Hann sé
vissulega aðeins mannleg-
ur og geti gert mistök, en í
þessu máli séu þau smá-
vægileg. Kjarni þess sé þó
sá að reikningar sveitarfé-
lagsins, þar sem þessir
fyrrnefndu liðir komi fram
með einum eða öörum
hætti, hafi verið endur-
skoðaðir og samþykktir af
bæði endurskoðendum
hreppsreikninganna og síð-
an áritaðir athugasemda-
laust af öllum hreppsnefnd-
armönnum, þeirra á meðal
Hirti Hjartarsyni sjálfum.
Það hafi Hjörtm- gert áður
en hann sendi út bréfið til
hreppsbúa og þar með gert
þessar athugasemdir sínar
ómarktækar með öllu.
Margir líða önn
Af viðræðum við ýmsa
núverandi og fyrrverandi
íbúa hreppsins, sem ekki
tengjast deilunum með
beinum hætti né vilja það,
er Ijóst aö þeir líða önn fyr-
ir ástandið og þá fjölmiöla-
athygli sem það jafnan
fær þegar „söguleg-
ir“ atburðir gerast.
Einn brottfluttur V-
Landeyingur segir
að honum leiðist
þetta ástand svo
mjög og hann líði
þvílíka önn fyrir,
að hann láti þess aldrei get-
ið í samræðum við fólk að
hann sé ættaður úr V-Land-
eyjum, heldur aðeins að
hann sé að austan.
Eggert Haukdal, bóndi á
Bergþórshvoli og fyrrver-
andi alþingismaður, var kos-
inn oddviti þegar faðir hans,
sr. Sigurður Haukdal, prest-
ur og prófastur Rangárvalla-
prófastsdæmis á Bergþórs-
hvoli, gaf ekki lengur kost á
sér í embættið. Á embættis-
tíma sr. Sigurðar lágu hinir
pólitísku flokkadrættir alveg
niðri, enda bar hann, að
sögn viðmælenda DV, slíka
persónu að ekki bara sjálf-
stæðismenn í sveitinni virtu
hann og elskuðu, heldur
flestallir sveitungar hans
og sóknarbörn, hvar í
flokki sem þeir stóðu.
Eggert sonur hans er
vissulega nokkuð annarrar
Eggert Haukdal oddviti V-Landeyjahrepps. Deilurnar í sveitarfélaginu eru í raun per-
sónugeröar flokkadeilur framsóknar- og sjálfstæöismanna sem rekja mó aftur til fyrstu
áratuga aldarinnar. Þær lágu niöri í oddvitatíö fööur hans, sr. Siguröar Haukdals, en
gusu upp aftur þegar hann hætti og lét af prestskap á Bergþórshvoli og hafa staöiö
nær látlaust siöan. Þaö gýs því oft í kringum Eggert Haukdal, en gufugosiö í baksýn
er trúlega þaö meinlausasta í seinni tíö.
viö reikningana.
segir Hjörtur orðrétt í bréfi sínu til
hreppsbúa:
„Það er með öllu óhæft að hrepps-
nefndarmenn hafi ekki réttar upp-
lýsingar um stöðu sveitarfélagsins í
ársreikningi. Þegar viðræður um
Kirkjuhvol stóðu yfir var mér ekki
tekiö virkan þátt í stjórn-
málum og setið á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eitt
kjörtímabil sem þingmaður sér-
framboðs sjálfstæðismanna á Suður-
landi.
Deilumar í V-Landeyjum, að svo
miklu leyti sem þær snúast um
stjóm Eggerts á sveitarfélaginu sem
oddviti, era að þvi leyti óréttmætar
að Eggert hefur aldrei gerst sekur
um neins konar misneytingu í eigin
þágu og aldrei hefur tekist að finna
flugufót fyrir því að hann hafi gerst
sekur um eitthvað misjafnt í starfi
sínu sem oddviti.
Þvert á móti hefur hann gengist
fyrir talsvert merkum framfaramál-
um eins og lagningu vatnsveitu á
hvem bæ í sveitinni, en þeim fram-
kvæmdum lauk fyrir um tveimur og
hálfum áratug síðan. Þá hefur und-
ir hans stjórn veriö ráðist í að koma
frárennslismálum í samræmt og
gott horf og samvinna hefur verið
höfð við fleiri sveitarfélög í Rangár-
þingi um að flýta því að lagðir séu
vegir með bundnu slitlagi um sveit-
ina. í tengslum við vegalagninguna
var rikinu í raun lánað fé til fram-
kvæmdanna gegn greiðslu þegar
röðin að þeim kæmi í vegaáætlun.
Sveitarfélögin bera hins vegar
nokkum fjármagnskostnaö vegna
þessa.
Ásakanir á hendur Eggert um
stórkostlega vanrækslu í starfi, ekki
síst í vanhöldnu bókhaldi sveitarfé-
lagsins, virðast heldur aldrei hafa
átt við rök að styöjast, enda ekki
verið tekið undir þær af félagsmála-
ráðuneytinu þegar kærur hafa
borist.
Kærur á kærur ofan
Eggert hefur látið þau orð falla
yfir þeim stjómsýslukærum sem
lagðar hafa verið fram gegn honum
að fyrir þeim sé sjaldnast nokkur
fótur, heldur séu þær verknaður
kærusjúks fólks. Hann hefur látið
fleiri orð um þetta falla, meðal ann-
ars þau í bréfi til félagsmálaráðu-
neytisins að það sé með ólíkindum
að sjúkir kærendur geti vaðið áfram
með rugl í skjóli stjómvalda og stór-
skemmt lítið samfélag.
Orð af þessu tagi, bæði í bréfum
til ráðuneytis og í bókunum í fund-
argerðum hreppsnefndarinnar, era
auðvitað lítt til þess fallin að bera
klæði á vopnin og virka þvert á
móti sem olía á eld. Þegar þessi orð
eru skrifuð er vissulega fátt sem
bendir til þess að deiluaðilar hygg-
ist setja niður deilur sínar. í sam-
tali við DV segir Eggert Haukdal
að við ramman reip sé að draga
þar sem öfund og heift ráði miklu
um allan málatilbúnað á hendur
sér og raunar foður sínum líka á
árum áður. Faðir hans hafi notið
fjöldafylgis í sveitarfélaginu og
hann raunar líka, en hins vegar
hafi átökin harðnað síðustu árin
og andstæðingar hans færst í auk-
ana, enda njóti þeir stuðnings ým-
issa málsmetandi aðila, ekki síst
utan sveitarfélagsins og innan
Sjálfstæðisflokksins. Þessar skær-
ur hafi harðnað mjög þegar nýr
prestur tók við embætti af föður
hans í sókninni og hafi verið við-
varandi síðan.