Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 50
Sæt í Speed 2.
Leikkonan Sandra Bullock hefur
baðað sig í stjörnuljóma Hollywood-
borgar undanfarin tvö ár. íslenskir
aðdáendur stúlkunnar geta nú barið
hana augum í kvikmyndahúsum
landsins. Þar er verið að sýna
spennumyndina Speed 2 þar sem
Sandra er í aðalhlutverki.
Jarðbundin
og vingjarnleg
Söndru hefur gjarnan verið lýst
sem afar venjulegri og jarðbundinni
stúlku. Hún á vinsældir sínar fyrst
og fremst þeirri ímynd að þakka.
Hún er einnig sögð vera ákaflega
vingjarnleg og nærgætin manneskja
sem lætur sér annt um samstarfs-
menn sína. Hún virðist vera laus
við alla stjörnustæla og spjallar
jafnt við förðunardömurnar sem
leikstjórann.
Þýsk-bandarísk blanda
Þótt Sandra sé í hugum sumra
ímynd hinnar amerísku klappstýru
er hún ekki bandarisk í báðar ættir.
Móðir hennar heitir Helga og er
þýsk óperusöngkona. Faðir hennar
heitir John og er bandarískur verk-
taki og söngkennari.
Sandra, sem er sú eldri af tveimur
dætrum Bullock-hjónanna, fæddist í
Washington í Bandaríkjunum. Hún
eyddi hluta æskuáranna í Þýska-
landi og annars staðar í Evrópu þar
sem fjölskyldan elti móðurina í tón-
leikaferðum hennar um Evrópu.
Nautnaseggur
Sandra virðist ekki hafa heillast
af Evrópu þvi þegar fjölskyldan
sneri aftur til Bandaríkjanna var
Sandra ákveðin i að gleyma árunum
í Evrópu og verða eins amerísk og
hægt væri. Henni tókst ætlunarverk
sitt ágætlega og varð brátt klapp-
stýra í framhaldsskólanum sínum
og fór að éta alls kyns ruslfæði og
sætindi sem Bandaríkjamenn eru jú
sérfræðingar i.
Sandra þykir mikill nautnasegg-
ur og er ólíkt mörgum öðrum Holly-
woodstjörnum ekkert alltof upptek-
in af útlitinu. Henni þykir gaman að
borða og þegar hún tekur sig til eru
svo sannarlega ekki bara gulrætur
og grænar baunir á hennar borðum.
í uppáhaldi hjá henni eru m.a. sam-
lokur með hnetusmjöri og sykur-
púðum (oj barasta!), pitsur og djúp-
steiktir kjúklingar.
Upphafið
Árin í Evrópu virðast hafa sett
sitt mark á Söndru þótt hún hafi
gert mikið í því að losna við evr-
ópskar rætur sínar.
Á tónleikaferðalögum móður
sinnar um Evrópu vandist Sandra
leikhúslífmu. Hún fékk oft tækifæri
til að koma fram í litlum barnahlut-
verkum í óperuuppfærslum sem
móðir hennar lék í. Þar með var
áhugi Söndru á leiklistinni vakinn.
Þegar hún fór í framhaldsskóla í
Virginíuríki, þar sem fjölskyldan
býr, valdi hún siðan leiklistarbraut-
ina við skólann.
Sandra lauk þó ekki prófi frá
framhaldsskólanum. Hún hætti á
lokaári sínu og hélt til New York til
að freista gæfunnar. Þar vann hún
fyrir sér sem gengilbeina á milli
þess sem hún sótti leiklistartíma.
Stóra tækifærið
Nú eru liðin átta ár frá því að
Sandra lék í sinni fyrstu kvikmynd.
Það var árið 1989 þegar hún lék í lítt
þekktri mynd sem heitir Who Shot
Patakango?
Á eftir henni fylgdu þrjár frekar
bragðdaufar myndir sem fljótt féllu
í gleymskunnar dá. Árið 1993 var
Söndru happadrjúgt. Þá lék hún lít-
il en mikilvæg hlutverk í spennu-
myndinni The Vanishing með
Kiefer Sutherland í aðalhlutverki og
í myndinni Demolition Man með
Sylvester Stallone í aðalhlutverki.
Sandra hlaut talsverða athygli
fyrir hlutverk sín í þessum mynd-
um. Vafalítið hafa þær einnig orðið
til þess að ári seinna var henni boð-
ið aðalhlutverkið í spennumyndinni
Speed. Sú mynd sló rækilega í gegn
og gerði Söndru að elskaðri stór-
stjömu. Eftirleikurinn hefur verið
Söndm auðveldur. Árið 1994 lék
hún í rómantísku gamanmyndinni
While You Were Sleeping og ári
seinna lék hún í tölvutryllinum The
Net. Báðar þessar myndir nutu mik-
illa vinsælda og festu Söndm í sessi.
Á þessu ári lék hún í myndinni In
Love and War á móti Chris O’Donn-
ell sem er rómantísk ástarsaga,
byggð á ævi rithöfundarins Ernests
Hemingways. Sú mynd fékk hins
vegar ekki góða dóma. Þess vegna
er spennandi að sjá hvort Sandra
mun þeysast á ofsahraða upp vin-
sældalistann í nýju myndinni Ofsa-
hraða eða Speed 2. -glm
Kristin ScottThomas:
Ensk þokkagyðja
Eðalleikkonan Kristin Scott
Thomas er trúlega best þekkt fyrir
hlutverk sín í gamanmyndinni Fjög-
-> ur brúðkaup og jarðarfor frá árinu
1994 og óskarsverðlaunamyndinni
Enska sjúklingnum sem gerð var á
síðasta ári.
Leiklistarkennari
Kristin Scott Thomas sem er þrjá-
tíu og sjö ára gömul er fædd og upp-
alin í Dorset á Englandi. Hún ákvað
snemma að verða leikkona. Kristin
stundaði nám við The London School
of Speech and Drama. Þar kaus hún
deild sem útskrifar fólk sem leiklist-
arkennara en ekki leikara. Ástæðan
• var sú að kennaramir í skólanum
höfðu sagt henni að hún væri ekki
nógu góð til þess að verða leikkona
og þvi skyldi hún bara sætta sig við
að verða leiklistarkennari. En Krist-
in vildi ekki sætta sig við það og
átján ára gömul hætti hún í skólan-
um og sigldi yfir Ermasundið til Par-
ísar. Þar gerðist hún barnapía hjá
franskri fjölskyldu og hefur nú búið í
Frakklandi í næstum tvo áratugi.
Sjónvarpsstjarna
Kristin gerði fleiri en að passa
börn í París því hún vann meðal
annars sem gengilbeina og ritari.
Leiklistaráhuginn blundaði þó
alltaf í henni svo hún innritaðist í
virtan leiklistarskóla í Paris og lauk
námi með glæsibrag.
Að námi loknu lék Kristin á sviði
og i fjöldanum öllum af frönskum
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Fyrsta stóra kvikmyndin sem
hún lék í var myndin Under the
Cherry Moon þar sem hún lék á
móti eigi ómerkari manni en tón-
listarmanninum Prince (sem nú er
kallaður eitthvað allt annað). Sú
mynd var gerð árið 1986 og hlaut af-
spyrnulélega dóma.
Bitur máni
Árið 1994 var ár Kristinar Scott
Thomas. Það ár lék hún í tveimur
mjög ólíkum myndum og hlaut mik-
ið lof fyrir. Annars vegar var það
dramatíska myndin Bitur máni í
leikstjórn Romans Polanskis. Hins
vegar var það rómantíska gaman-
myndin Fjögur brúðkaup og jarðar-
för sem sló rækilega í gegn og gerði
Hugh Grant að stórstjörnu.
Eftir það hefur lífið brosað við
Kristinu. Á síðasta ári lék hún í
tveimur ólíkum stórmyndum. Það
voru myndirnar Mission Impossible
þar sem hún lék á móti sætabrauðs-
drengum Tom Cruise og ósk-
arsverðlaunamyndin Enski sjúk-
lingurinn.
Um þessar mundir er unnið að
tökum á myndinni Hestahvíslarinn
þar sem Kristin leikur á móti Ro-
bert Redford. Robbi gamli féll víst
kylliflatur fyrir Kristinu sem er
hins vegar hamingjusamlega gift
frönskum vísindamanni. Það verð-
ur gaman að sjá hvort eldheitar til-
finningar hans til glæsigyðjunnar
rata á hvíta tjaldið. -glm