Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 50
Sæt í Speed 2. Leikkonan Sandra Bullock hefur baðað sig í stjörnuljóma Hollywood- borgar undanfarin tvö ár. íslenskir aðdáendur stúlkunnar geta nú barið hana augum í kvikmyndahúsum landsins. Þar er verið að sýna spennumyndina Speed 2 þar sem Sandra er í aðalhlutverki. Jarðbundin og vingjarnleg Söndru hefur gjarnan verið lýst sem afar venjulegri og jarðbundinni stúlku. Hún á vinsældir sínar fyrst og fremst þeirri ímynd að þakka. Hún er einnig sögð vera ákaflega vingjarnleg og nærgætin manneskja sem lætur sér annt um samstarfs- menn sína. Hún virðist vera laus við alla stjörnustæla og spjallar jafnt við förðunardömurnar sem leikstjórann. Þýsk-bandarísk blanda Þótt Sandra sé í hugum sumra ímynd hinnar amerísku klappstýru er hún ekki bandarisk í báðar ættir. Móðir hennar heitir Helga og er þýsk óperusöngkona. Faðir hennar heitir John og er bandarískur verk- taki og söngkennari. Sandra, sem er sú eldri af tveimur dætrum Bullock-hjónanna, fæddist í Washington í Bandaríkjunum. Hún eyddi hluta æskuáranna í Þýska- landi og annars staðar í Evrópu þar sem fjölskyldan elti móðurina í tón- leikaferðum hennar um Evrópu. Nautnaseggur Sandra virðist ekki hafa heillast af Evrópu þvi þegar fjölskyldan sneri aftur til Bandaríkjanna var Sandra ákveðin i að gleyma árunum í Evrópu og verða eins amerísk og hægt væri. Henni tókst ætlunarverk sitt ágætlega og varð brátt klapp- stýra í framhaldsskólanum sínum og fór að éta alls kyns ruslfæði og sætindi sem Bandaríkjamenn eru jú sérfræðingar i. Sandra þykir mikill nautnasegg- ur og er ólíkt mörgum öðrum Holly- woodstjörnum ekkert alltof upptek- in af útlitinu. Henni þykir gaman að borða og þegar hún tekur sig til eru svo sannarlega ekki bara gulrætur og grænar baunir á hennar borðum. í uppáhaldi hjá henni eru m.a. sam- lokur með hnetusmjöri og sykur- púðum (oj barasta!), pitsur og djúp- steiktir kjúklingar. Upphafið Árin í Evrópu virðast hafa sett sitt mark á Söndru þótt hún hafi gert mikið í því að losna við evr- ópskar rætur sínar. Á tónleikaferðalögum móður sinnar um Evrópu vandist Sandra leikhúslífmu. Hún fékk oft tækifæri til að koma fram í litlum barnahlut- verkum í óperuuppfærslum sem móðir hennar lék í. Þar með var áhugi Söndru á leiklistinni vakinn. Þegar hún fór í framhaldsskóla í Virginíuríki, þar sem fjölskyldan býr, valdi hún siðan leiklistarbraut- ina við skólann. Sandra lauk þó ekki prófi frá framhaldsskólanum. Hún hætti á lokaári sínu og hélt til New York til að freista gæfunnar. Þar vann hún fyrir sér sem gengilbeina á milli þess sem hún sótti leiklistartíma. Stóra tækifærið Nú eru liðin átta ár frá því að Sandra lék í sinni fyrstu kvikmynd. Það var árið 1989 þegar hún lék í lítt þekktri mynd sem heitir Who Shot Patakango? Á eftir henni fylgdu þrjár frekar bragðdaufar myndir sem fljótt féllu í gleymskunnar dá. Árið 1993 var Söndru happadrjúgt. Þá lék hún lít- il en mikilvæg hlutverk í spennu- myndinni The Vanishing með Kiefer Sutherland í aðalhlutverki og í myndinni Demolition Man með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Sandra hlaut talsverða athygli fyrir hlutverk sín í þessum mynd- um. Vafalítið hafa þær einnig orðið til þess að ári seinna var henni boð- ið aðalhlutverkið í spennumyndinni Speed. Sú mynd sló rækilega í gegn og gerði Söndru að elskaðri stór- stjömu. Eftirleikurinn hefur verið Söndm auðveldur. Árið 1994 lék hún í rómantísku gamanmyndinni While You Were Sleeping og ári seinna lék hún í tölvutryllinum The Net. Báðar þessar myndir nutu mik- illa vinsælda og festu Söndm í sessi. Á þessu ári lék hún í myndinni In Love and War á móti Chris O’Donn- ell sem er rómantísk ástarsaga, byggð á ævi rithöfundarins Ernests Hemingways. Sú mynd fékk hins vegar ekki góða dóma. Þess vegna er spennandi að sjá hvort Sandra mun þeysast á ofsahraða upp vin- sældalistann í nýju myndinni Ofsa- hraða eða Speed 2. -glm Kristin ScottThomas: Ensk þokkagyðja Eðalleikkonan Kristin Scott Thomas er trúlega best þekkt fyrir hlutverk sín í gamanmyndinni Fjög- -> ur brúðkaup og jarðarfor frá árinu 1994 og óskarsverðlaunamyndinni Enska sjúklingnum sem gerð var á síðasta ári. Leiklistarkennari Kristin Scott Thomas sem er þrjá- tíu og sjö ára gömul er fædd og upp- alin í Dorset á Englandi. Hún ákvað snemma að verða leikkona. Kristin stundaði nám við The London School of Speech and Drama. Þar kaus hún deild sem útskrifar fólk sem leiklist- arkennara en ekki leikara. Ástæðan • var sú að kennaramir í skólanum höfðu sagt henni að hún væri ekki nógu góð til þess að verða leikkona og þvi skyldi hún bara sætta sig við að verða leiklistarkennari. En Krist- in vildi ekki sætta sig við það og átján ára gömul hætti hún í skólan- um og sigldi yfir Ermasundið til Par- ísar. Þar gerðist hún barnapía hjá franskri fjölskyldu og hefur nú búið í Frakklandi í næstum tvo áratugi. Sjónvarpsstjarna Kristin gerði fleiri en að passa börn í París því hún vann meðal annars sem gengilbeina og ritari. Leiklistaráhuginn blundaði þó alltaf í henni svo hún innritaðist í virtan leiklistarskóla í Paris og lauk námi með glæsibrag. Að námi loknu lék Kristin á sviði og i fjöldanum öllum af frönskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Fyrsta stóra kvikmyndin sem hún lék í var myndin Under the Cherry Moon þar sem hún lék á móti eigi ómerkari manni en tón- listarmanninum Prince (sem nú er kallaður eitthvað allt annað). Sú mynd var gerð árið 1986 og hlaut af- spyrnulélega dóma. Bitur máni Árið 1994 var ár Kristinar Scott Thomas. Það ár lék hún í tveimur mjög ólíkum myndum og hlaut mik- ið lof fyrir. Annars vegar var það dramatíska myndin Bitur máni í leikstjórn Romans Polanskis. Hins vegar var það rómantíska gaman- myndin Fjögur brúðkaup og jarðar- för sem sló rækilega í gegn og gerði Hugh Grant að stórstjörnu. Eftir það hefur lífið brosað við Kristinu. Á síðasta ári lék hún í tveimur ólíkum stórmyndum. Það voru myndirnar Mission Impossible þar sem hún lék á móti sætabrauðs- drengum Tom Cruise og ósk- arsverðlaunamyndin Enski sjúk- lingurinn. Um þessar mundir er unnið að tökum á myndinni Hestahvíslarinn þar sem Kristin leikur á móti Ro- bert Redford. Robbi gamli féll víst kylliflatur fyrir Kristinu sem er hins vegar hamingjusamlega gift frönskum vísindamanni. Það verð- ur gaman að sjá hvort eldheitar til- finningar hans til glæsigyðjunnar rata á hvíta tjaldið. -glm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.