Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 12
i2 jjr/r 15 árum LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JLj"V Miklar biöraðir mynduöust gjarnan fyrir utan Óöal viö Austurvöll þegar leiö á kvöldið, eins og reyndar fyrir framan alla vinsælustu skemmtistaöi þess tíma. í Reykjavík. Hún getur alveg eins átt við daginn í dag. En blaðamaður ræddi við nokkra leigubilstjóra og þegar svörin eru skoðuð kannast kannski ekki mörg samkvæmisljón nútímans við sig. Fyrir 15 árum virtust leigubílstjórar borgarinnar á einu máli um aö Hollywood, Óðal og Þórskaffi væru vinsælustu skemmtistaðimir. Broadway kæmi rétt á eftir. Þeir sögðu Sigtún óhemju vinsælt hjá yngra fólkinu á laugardögum, en Klúbburinn væri númer eitt á fimmtudögum. Þá væri einnig upp laupana fyrir löngu. Húsið brann síðan fyrir nokrum árum og var rifið. Er hótel komið í stað Klúbbsins gamla. Þórskaffi þótt vinsælt fram undir þennan áratug en á horni Brautarholts og Nóatúns er fátt sem minnir á tjútt og trall fyrri tíma. Nú er líka öldin önnur. Bjórinn er kominn og hafa stórir skemmtistaðir að mestu vikið fyrir krám og minni veitingastöðum. Næturhrafnar rölta milli staða, sem tlestallir eru í miðbænum. En fyrir 15 árum var yfirleitt svo langt á Á horni Hallarmúla og Ármúla er ekki margt sem minnir á einn vinsælasta skemmtistaö landsins 1982. Hollywood var yfirleitt troðfullt allar helgar fyrir 15 árum og mikiö tjútt á dansgólfinu. Vilhjálmur Ástráösson er hér plötusnúöur. Hvaða vinsaelasjir- eru Tel að straumurinn liggi í Þórskaffi” og Óðal Hollywood vinsælust „Leigubílinn rennur upp að húsinu og flautar. Einhver í samkvæminu tekur á rás út aö glugga og kallar „bíllinn er kominn“. Allir hlaupa upp til handa og fóta. Húsráðandi tekur öskubakkana og lætur vatn í þá, svona til að hafa öryggið í lagi. Þröng er við fatahengiö. Sumir hafa „blandað á staðnum“ til að hafa með sér í flösku og svo er þeyst út í leigubíl. Þessi sem alltaf þarf að tala við leigubílstjórann sest í framsætið, auðvitað. Leigubíl- stjórinn spyr hæverskri röddu: „Og hvert á svo að fara?““ Þannig hefst umíjöllun DV í ágúst 1982 um vinsælustu skemmtistaðina alltaf reytingur á Sögu, sérstaklega á veturna en þá væru mörg einkasamkvæmi haldin þar. Reyndar hafði Hótel Borg verið nokkuð sterk um þetta leyti en var farin að dala eitthvað. Óðal og Sögu kannast reyndar flestir við í dag þó fyrrnefndi staðurinn sé rekinn undir öðrum formerkjum en á „blómaskeiðinu". Hollywood lokaði hins vegar fyrir mörgum árum. Á homi Ármúla og Hallarmúla er fátt sem minnir á einn vinsælasta skemmtistað landsins fyrr og síðar. Broadway, í Mjóddinni, vék síðar fyrir kvikmyndasölum. Klúbburinn við Borgartún lagði fyrir Ji/áruni þeirra að leigubílar vora nauðsyn. í viðtölum við leigubílstjórana forðum vakti athygli að fólk virtist ekki fara á stjá fyrr en eftir klukkan ellefu á kvöldin og fylltust staðimir þá á einum klukkutíma. Hafði mikið að segja ef góð mynd var í sjónvarpinu! „Við leigubílstjóramir eram sammála um að sjónvarpið hefur mikil áhrif. Ef það er til dæmis góð mynd er ekki farið fyrr en hún er búin,“ sagði Bragi Eiríksson leigubílstjóri við DV fyrir 15 ámm. Skyldu margir láta sjónvarpiö ráöa brottför sinni út á lifiö í dag? „Það urðu einhver leiðindi á milli sveitarinnar og ljósamannsins áður en þau komu hingað til lands í vor og því var enginn til þess að keyra ljósin. Ég var spurður hvort ég vildi ekki taka að mér þessa tónleika hér heima og ákvað að slá til eftir að hafa heyrt hvað það væri sem þau vildu,“ segir Kjartan Freyr Vil- hjálmsson sem var fenginn til þess að sjá um ljósin hjá Skunk Anansie á tónleikunum á íslandi í vor. Hann þótti standa sig svo vel að hljóm- sveitinn falaðist eftir starfskröftum hans áfram á ferð um Evrópu í sum- ar. Freyr vann áður í um fimm ár sem rótari og ljósamaður hjá SSSól og hefur nú unnið hjá ljósaleigufyr- irtækinu Extón í þrjú ár. Dálítið stressaður „Ég viðurkenni að ég var dálítið stressaður í fyrstu en tónleikarnir gengu vel. Siðan tók ég mér góðan tima til þess að velta því fyrir mér hvort ég ætti að ráða mig áfram hjá þeim. Ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara og taldi víst að ég myndi aldrei ráða við þau verkefni sem ljósamanni á svona ferðalagi væri ætlað.“ Kjartan Freyr Vilhjálmsson vann sem Ijósamaöur hjá hljómsveitinni Skunk Ant ísie í sumar, fyrst á tónleikunum hér heima í vor og síðan á ferð um Evrópu í framhaldi af því. DV-mynd E.OI Á daginn kom að vinna sveitar- innar fólst aðcillega í því að spila á tónlistarhátíðum þar sem var um hálftími á milli hljómsveita. Enginn tími hafi því verið gefinn til undir- búnings. Hann hafi því þurft að spila úr því sem var á hverjum stað og það hafi gengið vel. Rosaleg ferðalög Aðspurður hvort þetta hefði ekki bara verið djammtúr sagði Freyr svo alls ekki hafa verið. „Þetta var hörkuvinna og það sem kannski kom mér mest á óvart, rosaleg ferðalög. Við sátum allt upp i þrjá- tíu tíma í rútu á milli tónleika. Við vomm þrettán að vinna með sveit- inni og ég lærði þarna ýmislegt sem á eftir að nýtast mér vel í faginu,“ segir Kjartan Freyr. Hann segir Skunk Anansie vera toppsveit í dag. Meðlimir hennar séu sérlega gott og skemmtilegt fólk og að vinnan með því hafi verið ánægjuleg og lærdómsrík. „Þau koma nú í september til landsins og ég mun vinna með þeim á tónleikunum. Síðan ætla þau til Ameríku en ég sit eftir heima. Það er klárt,“ segir Kjartan Freyr. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.