Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 15 Kennarar og gangaverðir „Ég er á lúsarlaunum við að berja inn í hausana á ykkur lág- marksþekkingu. Það er útilokað að gera meira en launin gefa til- efni til,“ sagði kennarinn og lagði þunga áherslu á orð sin. „Ég er meira að segja á lægri launum en gangavörðurinn sem hefur það lágkúrulega hlutverk að passa upp á að þið brjótið ekki allt og bramlið eða skaðið hvert annað,“ bætti hann við og í andliti hans mátti merkja þjáningu þess ein- staklings sem hefur verið þjóð- nýttur og honum stórlega misboð- ið. Þetta var í miðjum sögutíma í 8. bekk og nýlokið þriggja mánaða sumarfríi kennarans. Hann var þó ekki í neinu sumarskapi enda runninn upp tími endumýjaðrar kjarabaráttu til að knýja fram bætt kjör og hærri laun. Vegna staðsetningar skólans úti á landi bjó kennarinn í húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem hann greiddi málamyndaleigu fyrir. Hann þurfti aðeins að greiða hluta af kostnaði við upphitun og lýsingu hússins þar sem sveitarfélagið tók að sér þann hluta til að létta und- ir með kennaranum. Kjör hans vora því um sumt ólík því sem gerðist með almenning á staðn- um. Vantar þrýsting „Það er ekkert annað að gera en að grípa til verkfallsvopnsins enn og aftur. Þaö er það eina sem landsfeðumir skilja. Þið getið svo hjálpað okkur í baráttunni með því að djöflast heima hjá ykkur. Það virkar ágætlega að snúa sól- arhringnum við og halda vöku fyrir foreldrunum með brambolti. Það yrði til að setja þrýsting á allt þjóðfélagið um að ganga tií samn- inga,“ bætti hann við. Gáfnaljósið í bekknum, stúlka á fremsta bekk, rétti upp höndina og þegar hún fékk athygli kennar- ans spurði hún og einlægnin skein úr andlitinu. „Er ekki slæmt fyrir okkur ef það verður kennaraverkfall? Verðum við þá kannski að fara aftur í 8. bekk næsta ár?“ spurði hún grafavarleg. Kennarinn svar- aði henni ekki beint en sagði að verkfall ætti ekki að þurfa að skaða svo mjög. Það hlytu að vera ráð til að ná upp þeim tíma sem félli úr námi með því að lengja skóladaginn á seinni hluta skólaársins. Skipakóngur á sárkjör- um Kennarinn notaði það sem eftir lifði sögutimans til að tíunda laun þeirra toppa þjóðfélagsins sem á annað borð höfðu áhuga á að gefa upp laun sín og lenda þar með í að greiða skatta. Hann reifaði fyrir bömunum laun forstjóra þekkts skipafélags sem vora á síðasta ári hátt í tvær milljónir króna á mán- uði. „Það er algjör svívirða hvemig lífsgæðunum er misskipt. Það mætti halda að þessir olíu- og skipakarlar væru á heimsmæli- kvarða,“ sagði hann og lamdi svo fast í kennarapúltið að bömin á aftasta bekk hrukku upp af svefni. „Það þarf á annan tug kennara til að ná samanlagt sömu launaupp- hæð og þessi maður hefúr," sagði hann og bætti við nokkmm for- stjómm olíufélaga sem slöguðu hátt í skipakónginn. „Meira að segja ótíndir iðnaðarmenn hafa flestir hærri laun en við, svo ekki sé talað um sjómenn á sumum fiskiskipum. Þeir sem hafa ekki annað hlutverk en það að veiða fisk allt sitt líf,“ sagði hann og það mátti merkja á roðanum í andlit- inu að honum var stórlega mis- boðið. Kennarinn vissi sem var að áríðandi var að innræta æskunni réttlætisvitund. Þó ekki næöust kjarabætur strax var þó von til að börnin sem erfa áttu landið og Laugardagspistill Reynir Traustason skólana hefðu til þess þroska að hækka laun þessarar hvað mikil- vægustu stéttar samfélagsins þeg- ar þau kæmust á legg. Það stóð á endum þegar bjallan hringdi og sögutímanum lauk að þá hafði kennarinn lokið við að útlista hin bágu kjör og þannig náð að tappa af mestu reiðinni. Berjumst, bræður Það var fátt annað rætt á kenn- arastofunni en verkfallið sem flestir voru sammála um að væri eina leiðin til að ná fram leiðrétt- ingum á hinum bágu kjörum. Ein- stöku raddir heyrðust þó um að heppilegra væri að beita öðrum aðferðum til að ná fram betri kjör- um. „Það eina sem þetta lið skilur er að við lömum samfélagið. Það gengur ekki lengur að við skulum þurfa að búa við þessi bágu kjör og það verður að ráða á þessu bót. Við skulum beijast, bræður og systur,“ sagði kristinfræðikenn- ari á sjötugsaldri og honum var mikið niðri fyrir. Skólastjórinn tók undir með kennumm sínum og sagöi verkfallsvopnið einu von- ina til að komast upp fyrir taxta annarra óæðri stétta. Ljótt að metast Það var líf og fjör í frímínútun- um. Gangavörðurinn hálaunaði átti fullt í fangi með að hemja börnin og halda þannig uppi nauðsynlegum aga og vinna þar með fyrir kaupinu sínu. Tveir drengir á 11. aldursári rifust há- stöfum um þaö hvor ætti tekju- hærri foreldra. „Pabbi minn er með 200 þúsund á mánuöi og mamma er með 250 þúsund," æpti annar að hinum sem nefnt hafði ivið slakari afkomu á sínu heim- ili. „Pabbi þinn og mamma em á algjörum kennaralaunum,“ bætti hann illkvittnislega við og þá var hinum nóg boðið og hann vidi ekki sitja undir slíkum svívirð- ingiun. í sömu svifum og hann réðst á félaga sinn bar skólastjór- ann að. Hann hafði heyrt síðustu orðaskipti drengjanna og gekk á milli þeima og sagði í fóðurlegum áminningartóni: „Það er ljótt að metast. Það er til orðatiltæki sem segir að setja beri manngildið öðm ofar,“ sagði hann og út- skýrði fyrir drengjunum hvað manngildi væri í samanburði við verðgildi. Gangavörðurinn kink- aði ákaft kolli undir hugvekju lærimeistarans. Strákamir létu af óspektunum þegar þeir áttuðu sig á þeirri villu vegar sem þeir vom á. Sögukennarinn stormaði fram hjá gangaverðinum inn í kennslustofu 9. bekkjar með svitaperlur á enninu. Það var runnin upp síðasta kennslustund dagsins og hann var enn upp- næmur vegna launamisréttisins í samfélaginu. Honum varð hugs- að til þess tíma þegar farand- kennarar fóm um héruð og nutu virðingar á borð við sýslumenn og lækna þótt launauppskeran þyldi ekki samanburðinn fremur en nú. Það voru einna helst prestarnir sem hrapað höfðu í kjörum og virðingu að sama skapi og kennarar. Örlög kenni- mannanna í lífsins ólgusjó áttu sér þó þær eðlilegu skýringar að bújarðir, sem þeim voru ánafn- aðar á banabeði stöndugra bænda, höfðu fallið í verði og því ekki lengur tflefni bættra líf- skjara. Hann slengdi skræðun- um á kennarapúltið og hóf kennsluna. „Þetta eru nú meiri andskot- ans kjörin sem maður býr við. Það eru vandfundnar bágstadd- ari stéttir en við kennarar. Þetta endar með því að það verða ekki aðrir en aumir leiðbeinendur tfl að leiða ykkur í gegnum skóla- kerfið. Kannski gangaverðirnir taki bara að sér kennsluna. Þeir hafa aOavega launin til þess. Jæja, börnin góð. Við skulum taka fyrir verkfaOsátök í bresk- um kolanámum á síðustu öld,“ sagði sögukennarinn og andvarp- aði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.