Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 Fréttir Póstur og sími undirbýr rannsókn: Hundruð klón- aðra GSM-síma „Þetta er ekki eins og hlutimir eiga að vera. í hverjum síma á að vera eitt númer, en það er það ekki í þessum símum. Það eru því mið- ur margir símar á sama fram- leiðslunúmeri í notkun. Þetta er ekki í samræmi við það sem til er ætlast í GSM-kerfinu,“ sagði Ólafur Indriðason hjá Pósti og síma vegna rannsóknar sem er að hefjast vegna innflutnings á GSM-símum, en sterkur grunur er um að hundruð - segir Gunnar Þórðarson hjá Hátækni slíkra sima séu í notkun hér á landi. „Þetta er þekkt víða um lönd. Það eru dæmi þess að símum sé stolið frá framleiðendum og þeim breytt, en ekki er vitað hvort þessir símar eru fengnir með þeim hætti," sagði Ólafur Indriðason. „Movistar, sem er spánkst síma- fyrirtæki, lætur framleiða símana með lás, þannig að ekki er hægt að nota símakort frá öðrum fyrirtækj- um. Einhverjir óprúttnir aðilar hafa keypt þessa síma á Spáni, þá í tals- verðu magni þar sem þeir eru mjög ódýrir, og tekið einn síma sem er ekki frá þeim og „klónað" Movistar- símana. Þá verða allir símcunir sem þannig er farið með með sama raö- númerið. Þetta þýðir aö framleið- endurnir, sem eru Nokia, Ericsson og fleiri og fleiri, taka ekki ábyrgð á þessum símum. Á íslandi fæst ekki gert við þessa síma, við genun ekki við þá. Ef komið er með svona síma hingað þá vísum við viðkomandi frá. Það eru dæmi annars staðar um allt að 200 síma á sama raðnúmeri," sagði Gunnar Þórðarson hjá Há- tækni, en til hans hefur verið kom- ið með nokkra „klónaða" síma. „Ég hef grun rnn að þessir símar skipti hundruðum hér á landi. „Klónuðu" símarnir eru held ég all- ir sérmerktir Movistar," sagði Gunnar Þórðarson. -sme Kennarar eru mættir til starfa í skólunum. Þaö voru veisluföng í Vogaskóla þegar undirbúningur ab vetrarstarfi hófst. Samninganefndarmenn sveitarfélaganna eru svartsýnir: Kennarar vilja 60% - án þess aö nokkuð annaö breytist „Það er ekki gott útlit þegar talað er í austur og vestur," sagði Sigm-- jón Pétursson, samninganefndar- maður sveitarfélaga, um hvort bilið væri að breikka milli deiluaðila í kennaradeilunni. „Ég held að deilan sé komin á sama stig og hún var á í vor þegar bráðabirgðasamningur- inn var gerður," sagði Jón G. Krist- jánsson, formaður samninganefnd- arinnar. „Þeir hafna allri umræöu um breytingar á vinnutímanum. í vor gerðum við bráðabirgðasamning þar sem samþykkt var að vinna að útfærslu á vinnutímabreytingu. Þetta tilboð kennara er því mikil vonbrigði. Það átti að leita leiða með þetta markmið að leiðarljósi. Okkur þykir ákaflega lítið gert af þeirra hálfu til að ná því, þeir hafa ekki komið með tillögur, heldur að- eins hafnað tillögum," sagði Jón. G. Kristjánsson. Stjóm samninganefndar sveitar- félaga kemur saman í dag og eftir þann fund hittast deiluaðilar hjá ríkissáttasemjara. Hvorki Jón G. Kristjánsson né Sigurjón Péturs- son vildu segja að tilboði kennara yrði hafnað, en þeir vora afar svartsýnir á að það greiddi fyrir samningum. „Tilboðið þeirra þýðir 60 pró- senta launahækkun, án þess að nokkuð annað breytist. Það er fátt sem bendir til að þessu tilboði kennara verði tekið og við mælum sennilega ekki með að gengið verði til samninga á þessum grundvelli. Við höfum samning, við kennara- félögin, um að taka upp breyttan vinnutima og aukna ábyrgð skóla- stjóra. Það er ekki annað að sjá en þeir séu að hlaupa frá þessum samningi, sem er ekki nema nokk- urra mánaða gamall. Við viljum halda þeim að honum,“ sagði Sig- urjón Pétursson, samninganefhd- armaður sveitarfélaga, um tilboð kennara. -sme Skólinn hefst: önnin í menntaskóla Áfangi Bókakostnaður BÓk _ Kjarnagreinar 1. árs nema í menntaskóla - Verð ný Verð notuð 1 ÍSL 103 Falsarinn 944 ekki til 1 1 ENS103 New Rrst Certificate Masterclass 1.828 994 1 1 Twentieth Centurv English Short stories 1.250 730 1 ! DAN 102 Danmarks MOSAIK 1 lesbók 1.995 1.197 1 1 Danmarks MOSAIK 1.190 655 1 1 Kiörbækur.meðalverö x2 800 450 1 1 ÞÝS 103 Themen neu 1 lesbók 1.195 835 1 tz Themen neu vinnubók 1.012 ekki til I 1 Glósur 530 ekki til 1 1 STÆ103 Stæröfræöi 1 SA kennslubók og æfingasafn 5.499 3.300 1 1 . Dæmasafn í algebru. fiölrit 460 ekki til 1 [Z Gröf. verkefnahefti 490 ekki til 1 1 SAG103 UoDruni nútímans ca 4.500 2.760 I Samtals kr. 22.493 kr. 14.857 Rúmlega 3500 nemendur eru nýnemar í framhaldsskólum landsins á þessu hausti en alls veröa á bilinu 16 tih 7.000 nemendur í framhaldsskóla í vetur. Fyrsta Nú eru á milli 16 og 17 þúsund ungmenni að búa sig undir nám í framhaldsskólum landsins. Rúm- lega 3500 af þeim eru að stíga sín fyrstu skref inn í framhaldsskólana eftir 10 ára undirbúningsnám í grunnskólum landsins. Eftirvænt- ingin er mikil, nýr skóli, öflugt félagslíf og eigin skólabækur. Það verður ekki lengur skólans að útvega nemendum námsbækurn- ar sem greinunum fylgja heldur er það orðið nemendanna að eignast þær á eigin vegum. Útgjöld vegna náms aukast verulega frá fyrra ári. Auk bókanna eru einnig innheimt innritunargjöld og nemendafélags- gjöld fyrir þá sem vilja njóta félags- lífsins í skólunum. Neytendasíðan tók saman kostnað- inn fyrir þann sem er að hefja nám í menntaskóla í Reykjavík. Viðmiðið er bókalisti Menntaskólans við Hamra- hlíð. Verðið var kannað í nokkrum verslunum og síðan reiknað meðal- talsútsöluverð og miðað við það, hvort heldur sem um var að ræða nýjar bækur eða notaðar. Skólamir gefa flestir út eitthvert sértækt ljósritað námsefni sem getur verið breytilegt á milli stofnana en væntanlega er kostnaðurinn fyrir nemendur svipað- ur hvað sem skólinn heitir. Námsgreinamar sem miðaö er viö eru allt kjamagreinar en eins og gengur er kjarninn breytilegur og sumir læra frönsku, rússnesku eða spænsku í stað þýsku. Þá em aðrir sem læra norsku eða sænsku í stað dönsku. Hvað sem því líður nær kostnaðurinn fyrir flesta 1. árs nem- endur auðveldlega hátt í 30.000 kr„ skólabækur og innritunargjöld. Sparaö á skiptimörkuöunum Það munar talsverðu á bókaverði hvort keyptar eru nýjar eða notaðar bækur. Skiptibókamarkaðimir kaupa yfirleitt bækurnar inn á 45% af út- söluverði og selja þær síðan út á 55-65% af útsöluverðinu. Eðli málsins samkvæmt er sjaldnast hægt að kaupa æfingabækur notaðar. En mið- að við að kaupa allar námsbækumar í kjarnagreinunum sem hægt er not- aðar og bæta siðan afganginum við í nýjum bókum hljóðar reikningurinn upp á 14.857 kr. miðað við tvær kjör- bækur í dönsku. Full innritunargjöld og nemendafélagsgjöld ofan á þetta eru 7.500 kr. Samtals gerir þetta 22.357 kr. Ef hins vegar allar bækur eru keyptar nýjar hleypur kostnaður- inn í 29.993 kr. miðað við sömu for- sendur. Hins vegar er það frjálst val nemenda að vera með í nemendafé- laginu, 3.000 kr„ og í skólasjóönum, 500 kr. Fast innritunargjald er um 6.000 kr. (2x3.000) fyrir veturinn og síðan kemur til efnisgjald skólanna sem getur verið eitthvað mismun- andi. -ST Stuttar fréttir Sjö sóttu Sjö sóttu um fréttastjórastöðu Sjónvarps. Fimm þeirra era starf- andi fréttamenn á fréttastofu Sjónvarps. Auk þeirra sóttu Elín Hirst, fyrrv. fréttastjóri Stöðvar 2, og Ólafúr E. Jóhannsson, fyrrv. fréttamaður á Stöö 2. Meint innherjaviðskipti Bankaeftirlitið hefúr óskað eftir lögreglurannsókn á meintum inn- herjaviðskiptum með hlutabréf. Allmörg slík mál eru til athugunar hjá Verðbréfaþingi íslands og Bankaeftirlitinu, segir RÚV. Betra seint en aldrei Ríkissaksóknari íhugar að gefa út ákæra í níu ára gömlu fikni- efnamáli, svonefndu Furagrund- armáli. í því kom Franklín Stein- er við sögu og viðurkenndi að eiga talsvert magn fikniefiia sem þá fundust. Helga Kress í mál Helga Kress prófessor hótar málaferlum við háskólarektor vegna deilu við Háskólaútgáfuna. Lögmaður Helgu sakar útgáfuna um fjármálaóreiðu og hugsanlega fjárdrátt, að sögn Stöðvar 2. Útboð í Leifsstöð Yfir 30 hafa sótt um að fá að reka langtímabílastæðið viö Leifsstöð. Fimm buðu í leigu á að- stöðu til veitingarekstrar og 20 buðu í 12 verslunarrými í flug- stöðinni. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.