Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
Spurningin
Hlakkar þú til að byrja
í skólanum?
p § ' I 1
\ ... i*. t A * - Jj JlJ
Daníel Örn Jóhannesson, 13 ára:
Já já, að hitta krakkana og svo er
ekkert leiðinlegt að læra ef það er
skemmtilegt fag.
Jón Bjarki Magnússon, 13 ára:
Já, að hitta krakkana en ekki til að
læra.
Eva Björk Bjömsdóttir, 18 ára:
Já, að hitta vinina.
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir, 18
ára: Já, ég hlakka til að hitta vinina
aftur.
Lárus Lámsson, 19 ára ljóðskáld:
Já, ég hlakka rosalega til að sjá alla
kennarana aftur.
Ottó Þórisson, 20 ára: Já, að hitta
alla vinina aftur.
Lesendur
Óvinir dreifbýlis-
ins að verki?
Magnús Guðjónsson skrifar:
Eitt stærsta mál landsbyggðar-
innar undanfarin misseri hefur ver-
ið vandamálið að halda fólki í hin-
um dreifðu byggðum landsins.
Fólksflótti hefur brostið á og
straumurinn liggur suður að venju.
Skortur á atvinnu er aðalorsökin.
Einnig hafa t.d. náttúruhamfarir
mikil áhrif og þar sem þær gerast
verstar og taka mannslífin er eðli-
legt að fólk hugsi sig tvisvar um
hvort það sé framtíðarvon í að búa
á staðnum, ala upp böm sem svo
síðar leiti burt.
Þetta hefúr því miður verið raun-
in á Vestfjörðum og í mörgum
dreifðum byggðum inn til landsins.
Um þetta hafa eðlilega birst fréttir í
öllum fjölmiðlum. Enginn hefur,
svo ég muni, andmælt þessari stað-
reynd.
Mér barst nýlega í hendur blaðiö
„Bæjarins besta“ sem gefið er út á
ísafirði. Þetta er eitt af þeim lands-
málablöðum sem ég sé og les nokk-
uð reglulega. Þar gaf heldur betur á
að lita í 33. tölublaði, frá 20. þ.m.
Þar er því sem sé haldið blákalt
fram að Dagblaðið Vísir sé (líklega
til gamans!) að koma höggi á Vest-
urbyggð, einkum Vestfjarðakjálk-
ann og leggja í einelti með fréttum
um fólksflótta. Vill blaðið meina að
þessu sé jafnvel þveröfugt farið: fólk
sé sífellt að streyma í byggðarlögin.
- Nú sé skortur á íbúðum til leigu á
Isafirði og á Suðureyri séu líka
íbúðir í eigu ísafjarðarbæjar sem
lengi hafi staðið auðar en séu nú all-
ar í leigu.
! blaðinu Bæjarins besta er svo
Gatnaframkvæmdir í l'safjarðarbæ.
slegið úr og í. Ýmist sagt að frétta-
flutningur um brottflutta frá Vest-
fjöröum sé orðum aukinn eða þá
viðurkennt að víst séu t.d. 60 manns
að flytjast brott, t.d. frá Patreksfirði
og 16 fjölskyldur frá ísafirði.
Hvað sem þessum ádrepum í Bæj-
arins besta líður um fréttir af brott-
fluttum Vestfirðingum þá er það
staðreynd sem er ljós öllum lands-
mönnum að Vestfirðir eiga við mik-
inn vanda að stríða hvað vinnuafl
snertir og brottflutningur fólks það-
an er í beinum tengslum við sjávar-
útveginn sem ekki nándar nærri
allir vilja lengur binda trúss við
sem framtíðarstörf. Eflaust er erfitt
fyrir útgerðarmenn vestra að
kyngja því að þeir geti ekki lengur
haft íbúana í vasanum, ef svo má
segja. Það ástand ríkti víða um
land. Sú tíð er liðin. Nú er fólk á far-
aldsfæti eftir því hvar kaupin gerast
best á eyrinni. Vestfirðir eins og
aðrar afskekktar byggðir lúta þess-
ari staðreynd.
Akraborgin eöa
Hvalfjarðargöngin
Halldór Sigurðsson skrifar:
Ég tek undir með þeim sem skrif-
að hafa um að heppilegra og
skemmtilegra hefði verið að fá brú
yfir Hvalfjörðinn en undirgöngin.
Mest verða viðbrigðin ef ferðir með
Akraborginni leggjast af. Akraborg-
in eða ferja milli Reykjavíkur og
Akraness hefur nú verið í gangi svo
áratugum skiptir.
Það verður ekki auðvelt að eiga
ekki kost á ferjusamgöngum milli
þessara staða. Ég tel sjálfsagt að
fólk eigi þess kost að velja milli
ganganna undir Hvalfjörð og bíl-
ferju frá Reykjavík til Akraness og
annarra staða. En margir nota ferj-
una sem fyrsta spölinn til Noröur-
lands eða annarra staða frá Akra-
nesi. Án hennar eru fólki settir afar-
kostir í ferðum á þessari leið.
Gullinbrú handa
Ástu Ragnheiði?
Sigurbjörn skrifar:
Einn er sá þingmaður sem ekki
opnar munninn án þess að vild-
arvinir á fjölmiðlum tilkynni um
það, helst fyrirfram. Þetta er Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún
hefur haft sig mikið í frammi við aö
bjóða ríkissjóði lánsfé úr borgar-
sjóði til vegaframkvæmda við Gull-
inbrú í Grafarvogi sem ríkið á að
greiða.
Hallarekstur borgarsjóðsins á
þessu ári gefur nú síst tilefni til að
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
alþm. - Tryggir hún sér gullinbrú á
nýjum pólitískum vettvangi?
lána peninga. Borgin stendur ör-
ugglega í að slá lán til að ná end-
um saman og er ekki aflögufær
með neinar lánveitingar, ef marka
má síðustu fréttir í blöðum.
En hangir ekki eitthvað fleira á
spýtunni? - Er ekki þessi þingmað-
ur Þjóðvaka, sem ekkert fylgi hef-
ur samkvæmt síðustu mælingum,
aðallega að koma sjálfri sér á fram-
færi fyrir átökin sem verða um
uppstillingu á næsta R-lista í borg-
arstjóm? Allt má sjálfsagt reyna.
Meira að segja að bjóða ríkinu lán
úr borgarsjóði, sem er rekinn með
mörg hundruð milljóna króna tapi
á ábyrgð R-listans.
Þingmaðurinn Ásta Ragnheiður
er víðforlust í pólitíska kvennalið-
inu. Hún er búin að vera í Alþýðu-
bandalaginu, Framsóknarflokkn-
um og nú í Þjóðvaka. Þetta hljóta
að vera mikil meðmæli þegar hún
skellir sér í slaginn við stöllur sín-
ar í borgarstjórn. - Er ekki þing-
maðurinn vegalausi fyrst og
fremst að tryggja sjálfri sér gullin-
brú yfir á nýjan pólitískan vett-
vang eftir að dánarvottorð Þjóð-
vaka hefur verið gefið út?
I>V
Útisturtur í
Laugar-
dalslaug
Sundlaugargestur skrifar:
Þegar Smáþjóðaleikarnir voru
haldnir hér þurfti að fjarlægja
útisturtur í sundlaugunum í
Laugardal. Þær vora sagðar fyr-
ir. Eftir leikana var spurt hvort
þær kæmu ekki aftur. Svarið var
að engir peningar væru til. Nú er
sagður um 4 mifij. króna hagnað-
ur af leikunum þannig að maður
hefði haldið að hægt væri að
setja útisturturnar upp á ný. Hér
er ekki um stórkostnað að ræða.
En ekkert hefúr gerst. Fyrir
stuttu var afhentur undirskrifta-
listi þessu til styrktar en hann
var látinn hverfa, hægt og hljótt.
Megn óánægja er nú með fram-
gang málsins en við vonumst eft-
ir úrbótum sem allra fyrst.
Forsetinn fer
sínu fram
Sæmundur Guðmundss. skrif-
ar:
Alltaf er hinn nýkjörni forseti
okkar, Ólafúr Ragnar Grímsson,
að koma okkur skemmtilega á
óvart. Hann hafði sjálfstæða
skoðun á slæmu vegakerfi vest-
anlands. Fréttamenn ruku upp
og töldu þá skoðun hans ekki
vera sæmandi svo háu embætti.
Fólkinu í landinu fannst annað. -
í Bandarikjunum setti forsetinn
fram sjálfstæða kenningu um
landafúndina vestra og hátíða-
höld vegna þeirra tímamóta,
beint við forseta Bandaríkjanna.
Það var ekki talið sæma hér
heima. - Ólafur Ragnar hafði
sína skoðun á Evrópumálunum.
Utanríkisráðherra fyrtist við og
boðaði afsíðisfund með forseta.
Ekkert varð úr því. Nú lýsir for-
setinn því yfir að það sé siðferði-
leg skylda að fá Eystrasaltsríkin
inn í NATO. Hvað segir utanrík-
isráðherra nú? Auðvitað á forset-
inn aö geta farið sínu fram í orð-
ræðum vítt og breitt, hvar sem
hann er staddur. Og hananú!
Þá lækkar
áfengisveröið
Katrín hringdi:
Umræðan um frelsi í sölumál-
um áfengis fer fyrir brjóstið á
sumum. Samanber lesendabréf í
DV fostud. 8. ágúst sl. þar sem
talað er um að frjálsræði í álagn-
ingu á áfengi kuiini að leiða til
verðhækkunar. - Ég segi hins
vegar: Sé vínið sett i matvöru-
verslanir kemst fyrst á æskileg
sámkeppni og samfara henni
verðlækkun eins og ávallt verður
þar sem samkeppni er að ein-
hverju marki.
Baddnið
héddna og
ðaddna
H.Þ.Þ. skrifar
Þannig er ffamburður málsins
okkar í æ ríkari mæli. Hann
heyrist í vaxandi mæli. Ekki sist
í útvarpi og sjónvarpi. Einnig í
kirkjunum þar sem þ-ið virðist
eiga erfitt uppdráttar. Prestar
hafa gert sér grein fyrir þessu
því málið var tekið fyrir á síð-
ustu prestastefnu. - Tökum okk-
ur nú á og spornum gegn þessari
öfugþróun, Byrjum í kirkjunum
og ljósvakamiðlunum.
Horfin bifreið
úr Skeifunni
Jón J. Jóhannesson skrifar:
Hér er um að ræða rauða
Suzuki Swift GTI, Twin CAM (R-
73150), mjög vel útlítandi, nýmál-
aöur, bronslitaður. Bíllinn hvarf
frá Skeifunni 17 helgina 16.-17.
ágúst. - Þeir sem upplýsingar
gætu gefið eru vinsamlega beðn-
ir um að hringja í síma 587 1850.