Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
15
Skólastarf og
kýrhausar
Margt er skrýtið í
kýrhausnum! Mér datt
þessi títtnefndi kýr-
haus í hug þegar ég las
í Dagblaðinu grein um
skólamál eftir Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson, for-
mann Sambands sveit-
arfélaga. Vilhjálmur
frétti að kennarar vildu
nálgast samninga með
öðrum hætti en þegar
þeir sömdu við ríkið og
datt þá ekkert annað í
hug en að þeir væru
hættir að tala um laun
og vildu bara tala um
vinnutíma.
Annar álika vitring-
ur, Þórarinn V. Þórar-
insson, svaraði spurn- ——
ingum um kennara-
menntun í Dagblaðinu og vill láta
mennta fleiri kennara til þess að
fleiri geti hætt við að nýta mennt-
un sína vegna þess að launakjör í
kennslu standast ekki samkeppni
á atvinnumarkaði.
Kjallarinn
Kristján Jóhann
Jónsson
rithöfundur
Höfuðpaurinn, Jón
G. Kristjánsson, for-
maður samninga-
nefndar sveitarfé-
laga, sagði í Degi-
Tímanum að sveit-
arfélögin vildu fá
alla vinnu kennara
inn í skólann til
þess að geta sam-
ræmt hana og stýrt
henni til þess að
vinnan verði sýni-
leg! Sýnileg hverj-
um? Nemendur og
foreldrar, viðskipta-
vinir kennara, sjá
vinnu þeirra vel.
„Skólastjórar og kennarar eru
langhæfastir til þess að byggja
upp gott skólakerfi og þaö er
átakanlegt aö fylgjast meö þeirri
metnaöarlausu nesjamennsku
sem einkennir málflutning sveit-
arstjórnarmanna..."
Sá þriðji, Unnur Halldórsdóttir,
frá samtökum um heimili og
skóla, vill betri skóla ókeypis. Hún
vill ekki lýsa yflr stuðningi við
kröfur kennara og gera þá kröfu
að kennarastarfið standist sam-
keppni. „Við erum skattgreiðend-
ur og getum ekki hugsað þannig,"
segir Unnur.
Eg gæti vel
hugsað mér...
Þetta er einungis
brot af allri þeirri „speki“ sem
rignir yfir okkur foreldra þessa
dagana, meðan sveitastjórnar-
menn eru að uppgötva að allir
verða að borga fyrir það sem þeir
kaupa. í hverra umboði talar þetta
------------1 fólk? Hvaða
skattgreiðendur
eiga ekki börn og
barnabörn og
vilja ekki nota
fjármuni samfé-
lagsins í þágu
barna?
Mörg okkar sem
eigum hörn í
skólunum gæt-
um vel hugsað
okkur að fá eitt-
hvað sem máli skiptir fyrir þá
skatta sem við greiðum og það fé
sem notað er í skólakerfið skilar
sér inn á fleiri heimili og betur en
flest annað. Skólakerfið er nefni-
lega til þess ætlað að mennta börn-
in og byggja upp framtíðina en
ekki til þess að geðjast einhverjum
sveitarstjórnardurgum sem voru
„Skólakerfið er nefnilega ætlað til þess að mennta börnin og byggja upp
framtíðina
kosnir til þess að sjá um skolpræsi
og gatnagerð.
Ég gæti vel hugsað mér að kenn-
arar hefðu það há laun að menn
þyrftu að bítast svolítið um kenn-
arastöður og að hæfni og menntun
réðu úrslitum um hver sinnti
þeim störfum. Ég gæti vel hugsað
mér að bekkir í skóla sonar míns
væru ekki ljölmennari en svo að
hann fengi meira en eina og hálfa
mínútu af tíma kennarans í hverri
kennslustund. Ég hefði ekkert á
móti því að tækjakostur í skólum
væri nægilega góður til þess að
þeir gætu tengt sig við atvinnulíf
og tækniþróun með þokkalega
skilvirkum hætti.
Kýrhausaeftirlit
Ég hef hins vegar engan áhuga
á því að hrokafullir sveitarstjórn-
armenn ráðist gegn sjálfstæði í
skólastarfi og stefni að einhvers
konar kýrhausaeftirliti. Skóla-
stjórar og kennarar eru langhæf-
astir til að byggja upp gott skóla-
kerfi og það er átakanlegt að fylgj-
ast með þeirri metnaðarlausu
nesjamennsku sem einkennir mál-
flutning sveitarstjómarmanna í
fyrstu kjarasamningum þeirra við
kennara.
Og hvernig stendur á því allir
þessir miklu íhaldsmenn og mark-
aðsvinir skilja ekki þá einfoldu
staðreynd sem Jónas Kristjánsson
benti á í leiðara í DV fyrir
skömmu að íslenskir skólar fást
ekki mannaðir af því að þeir eru
ekki samkeppnishæfir í kjörum?
Kristján Jóhann Jónsson
Af sem áður var, Vestfirðingar
Vestfirðingar vom þeir sem
stóðu saman. Ef eitthvað bjátaði á,
stór mál komu upp í þjóðfélaginu
eða einhver á Vestfjarðakjálkan-
um stóð upp og mótmælti ein-
hverju ranglætinu, var víst að
Vestfirðingar þjöppuðu sér saman
og mótmæltu sem einn maður.
Þannig var ímynd Vestfirðinga
ekki fyrir svo mörgum árum. Fyr-
ir þeim var borin virðing og á þá
var hlustað.
Allt gleymt og grafið?
16. janúar 1995 féll snjóflóð á
þorpið Súðavík. Fjórtán Vestfirð-
ingar létu lífið. Nánustu ættingjar
þeirra er létust, voru og jafnvel
Þau hafa reynt að vekja athygli
á mörgum staðreyndum varðandi
aðdraganda snjóflóðsins i Súðavík,
mistökum sem áttu sér stað varð-
andi björgunaraðgerðir, svo-
kölluðu hreinsunarstarfi og fjár-
veitingum úr sjóðnum Samhugur í
verki.Ríkissaksóknari neitaði op-
inberri rannsókn. Ekkert heyrðist
í ráðamönnum þjóðarinnar, ekk-
ert heyrist í þjóðinni og það sem
verst er, ekkert heyrist í Vestfirð-
ingum, með þeirri undantekningu
þó að Súðvíkingar hafa látið í sér
heyra varðandi peningaþörf vegna
flutnings þorpsins á hættulausan
stað og núna vegna fyrirhugaðs
minningarreits í gömlu Súðavík.
______________ Þeir vilja sættir,
máli sýni sóma
sinn í að byrja á
byrjuninni og
íhuga aftur sitt
fyrsta skref til
sátta.
Kjallarinn
„Hvernig væri aö Vestfiröingar
sýndu þá samstöðu sem þeir eitt
sinn voru þekktir fyrir og kreföust
þess aö sú opinbera rannsókn
sem fariö hefur veriö fram á veröi
framkvæmd?u
eru nágrannar ykkar, vinir og ætt-
ingjar. Þeir hafa barist í rúm tvö
ár fyrir „réttlæti-sanngirni-hrein-
skilni" þó ekki væri nema að þeim
væri sýnd almenn kurteisi og sam-
úð af yfirvöldum. Barist fyrir því
að þeim sem létust í snjóflóðinu og
nánustu aðstandendum þeirra sé
sýnd sú virðing að mistökin verði
viðurkennd opinberlega og beðist
verði fyrirgefningar af sannfær-
ingu og trúverðugleika.
segja þeir, en
nefna þó ekki
hvert fyrsta
skref þeirra
sjálfra verður í
þeim efnum.
Kannski afsök-
unarbeiðni opin-
berlega vegna
þeirra grimmd-
arverka sem
framin voru í
nafni hreinsunar, aðeins örfáum
dögum eftir snjóflóðið 1995? Fyrir
hverja á þessi minningarreitur að
vera? Þá sem syrgja og sakna?
Verða þeir hafði með í ráðum hér
eftir? Á reiturinn kannski að vera
til sýningar ferðamönnum? Á nú
allt að vera gleymt og grafið, í
orðsins fyllstu merkingu? Nei, ó
nei, í upphafi skyldi endinn skoða
og tími til kominn að þeir sem
bera ábyrgð og skyldur í þessu
Linda
Óskarsdóttir
bankastarfsmaöur
Hvar er þín
fornaldar-
frægö...?
Hvað finnst
ykkur nágrannar,
vinir, Vestfirðing-
ar? Fannst ykkur
rétt að örfáum dög-
um eftir flóðið, var
stórvirkum vélum
hleypt inn á flóða-
svæðið og þær
látnar ryðja svo
óhemju dýrmæt-
um minningaperl-
um í sjóinn? Myndum af bömun-
um sem dóu. Myndum sem þessi
sömu böm höfðu teiknað og málað
og prýddu heimili þeirra, rétt eins
og hjá þér og mér. Smáhlutir í
eigu fólksins, myndaalbúm, fjöl-
skyldumyndbönd, ljóð, handa-
vinna og svo mætti lengi telja.
Hvað finnst ykkur um:
-að ríkissaksóknari hafnaði
opinberri rannsókn?
-hreinsunarstarfið í gömlu
Súðavík dagana eftir flóðið?
-úthlutun úr söfnunarsjóðnum
Samhugur í verki?
-þá ákvörðun að byggja nýja
Súðavík?
-þá ákvörðun Súðavíkuryfir-
valda að gera minningarreit um
þá látnu, án nokkurs samráðs við
aðstandendur?
-að ekkert heyrist í þing-
mönnum Vestfirðinga
vegna þessara mála?
Nú er lag
Hvemig væri að Vest-
firðingar sýndu þá sam-
stöðu sem þeir eitt sinn
voru þekktir fyrir og
krefðust þess að sú opin-
bera rannsókn sem farið
hefur verið fram á verði
framkvæmd? Krefðust
opinberrar afsökunar-
beiðni frá þeim sem
heimiluðu eyðileggingu
á persónulegum munum
þeirra er lentu í flóðinu?
Krefðust þess að úthlut-
un úr Samhugarsjóðn-
........ um verði opinber svo
sjá megi að þeir sem
fengu úthlutað séu þeir sem safn-
að var fyrir? Síðast en ekki síst,
krefðust þess að nánustu aðstand-
endur þeirra er létust í flóðinu,
verði hafðir með í ráðum hvort og
hvemig verði staðið að gerð minn-
ingarreits í gömlu Súðavík? Um-
boðsmaður Alþingis hefur nú lagt
til við ríkissaksóknara að hann end-
urskoði fyrri ákvörðun sína vegna
opinberrar rannsóknar á aðdrag-
anda og viöbúnaði vegna snjóflóðs-
ins í Súðavík 16. janúar 1995. Nú er
lag, Vestfirðingar og landsmenn all-
ir. Fjölmörgum spumingum er
ósvarað. Leggið þeim lið sem svo
lengi hafa barist fyrir því að rann-
sakað verði hvað fór úrskeiðis þessa
nótt. Látið heyra frá ykkur. Hvað
finnst ykkur?
Linda Óskarsdóttir
Er kvótaverð of hátt?
Logl Þormóösson
framkvæmdastjóri.
Allt of hátt
„Kvótaverðið er orðið of hátt
vegna þess að það er ekki lengur
hægt að gera út með því að
kaupa kvóta. Kvótaverðið er
vinnsluvirði en
ekki útgerðar-
virði. Vegna
þess að aflur
fiskur er ekki
markaðssettur
geta menn ver-
ið að möndla
með það að
greiða sjó-
mönnum fast
verð, kaupa
síðan kvóta og bæta honum við
kvótann á skipinu og þannig gert
skipið út á raunverulega lægra
fiskverði heldur en kvótinn segir
til um. Með þessu fria útgerðar-
menn sig frá þvi að láta sjómenn
taka þátt í sjálfum kvótakaupun-
um. Hins vegar taka þeb þátt í
þeim með því að sætta sig við
lægra fiskverð til þess að geta
haft atvinnu. Vegna þessa er
ekki hægt að gera út á kvóta-
verðið eins og það er. Nú eru
menn að greiða um og yfir 90
krónur fyrir kilóið af leigukvóta
og fá kannski 80 krónur fyrir
kílóið af þorski. Ef menn selja
þorsk, sem er rúm 2 kíló, fæst
ekki meira en 80 krónur fyrir
kílóið. í raun mætti kvótaleigu-
verðið ekki vera hærra en um 10
krónur fyrir kílóið. Ástæðan fyr-
ir því að menn kaupa enn kvóta
er sú að þeir þynna þetta út með
því að blanda saman eigin kvóta
og leigðum kvóta og fá svo milli
50 og 60 krónur fyrir fiskinn að
meðaltali upp úr bát. Þannig get-
ur það ekki gengið til lengdar."
Framboð og
eftirspurn
ræður
„Ef menn eru að leigja sér
kvóta hlýtur einhver forsenda að
vera fyrir leigunni. Leigi menn
sér kvóta fyrir verð sem þeir
telja of hátt
tapa þeir á við-
skiptunum og
eru ekki snjall-
ir viðskipta-
menn. Þeir
sem ná sér 1
kvóta fyrir lágt
verð hljóta að
græða. Sá sem
leigir frá sér
kvóta á þvi
verði hlýtur að
sjá sér hag í því að gera það
vegna þess að hann nær ekki
sama árangri með hann og sá
sem tekur hann á leigu. Það má
líka spyrja þann sem segir aö
leiguverðið sé of hátt: Hvers
vegna ertu þá að leigja kvóta á
þessu verði? Hér er bara um að
ræða ákveðinn markað sem lýt-
ur lögmáli framboðs og eftir-
spumar. Það gefur augaleið að ef
menn telja verðið of hátt og
hafna því að taka kvóta á leigu
myndi verðið samstundis lækka.
Leigi menn sér kvóta út frá ein-
hverjum öðrum sjónarmiðum en
viðskiptasjónarmiði og á of háu
verði hljóta þeir að vera tilbúnir
að taka á sig þann fómarkostn-
að. Síðan má ekki gleyma því að
þó einn tapi á kvóta á háu verði
getur annar hagnast á því. Það
fer allt eftir því í hvaða rekstri
menn eru. Einn gerir út frysti-
togara, annar ísfisktogara, þriðji
er í saltfiski og sá íjórði rekur
frystihús. Aðstæður er svo mis-
jafnar að eitt verð á kvóta segir
ekki neitt. Þeir sem eru í við-
skiptum hljóta að vera í þeim til
að hafa út úr því peninga. Leigi
menn sér kvóta og tapa á því
ættu þeir að gera eitthvað ann-
að.“ -S.dór
Róbert Guðfinns-
son framkvæntda-
sfjóri.