Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Síða 11
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 11 Fréttir Eyj afj ar ðar s væöiö: Neytendasamtökin og stéttarfélög semia DV, Akureyri: j „Það sem að mínu mati stendur upp úr varðandi þetta samkomulag er að stuðningur verkalýðsfélaganna við Neytendasamtökin er hvergi meiri í landinu en í Eyjafirði. Við munum reyna að koma til móts við félögin með því að bjóða upp á öflugri og betri verðkannanir á því svæði en annars staðar," segir Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Eyjafjarðar og nágrennis. í gær var undirritað samkomulag milli Neytendasamtakanna annars vegar og 6 verkaklýðsfélaga í Eyja- firði og sjöunda verkalýðsfélagið mun undirrita samninginn innan tíðar. Verkalýðsfélögin sem hlut eiga að máli eru Iðja, félag verk- smiðjufólks á Akureyri og ná- grenni, Verkalýðsfélagið Eining, Fé- lag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri og Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag byggingamanna í Eyjafirði mun undirrita samninginn siðar. Stéttarfélögin greiða ákveðna upphæð til Neytendasamtakanna, ýmist mánaðarlega eða eftir nánara samkomulagi. Neytendasamtökin munu halda uppi öflugu starfi og gangast fyrir verðkönnunum til að tryggja virka samkeppni og sem lægst verð vöru og þjónustu á svæð- inu. Einnig munu Neytendasamtök- in tryggja að virkt eftirlit verði með verðmerkingum. -gk Það var mikiö fjör á kappreiöum Fáks í Víöidal á laugardaginn. Ekki var aðeins um spennandi keppni aö ræöa held- ur var stofnaöur veöbanki og var mikiö fjör í veömálum. Meðal þeirra sem veöjuöu var Haraldur Haraldsson, betur þekktur sem Haraldur í Andra. Hann er hér að lýsa fyrir félaga sínum ágæti þess skeiöhests sem hann haföi veöjað á. Þess má geta aö hesturinn sem Haraldur veöjaöi á í þetta skiptið hljóp upp. DV-mynd: Guðlaugur Tryggvi. Borgarbraut á Akureyri: Grænt Ijós vantar frá ráðuneytinu DV, Akureyri: „Við lögðum ofuráherslu á að framkvæmdir við Borgarbrautina hæfust í sumar, og frá okkar hendi var allt tilbúið í júnímánuði, hönn- un lá fyrir og verkið var tilbúið í út- boð,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, formaður framkvæmdanefhdar Ak- ureyrarbæjar, um það að fram- kvæmdir hafa enn ekki hafist við Borgarbraut á Akureyri, frá Hlíðar- braut að Dalsbraut. Borgarbraut er þjóðvegur í þétt- býli og bæjaryfirvöld á Akureyri áformuðu að ljúka hluta nýfram- kvæmdanna fyrir haustið, þar með talið að setja brú á Glerá og bæta mjög umferðarleiðir að Háskóla Ak- ureyrar sem er skammt frá ánni. Engar framkvæmdir eru þó hafnar, þrátt fyrir að bæjaryfirvöld á Akur- eyri hafi boðist til að vinna verkið fyrir eigin reikning og lána þannig ríkinu peninga, en ríkið greiðir 85 til 90% af kostnaði við framkvæmd- ina. „Ég veit eiginlega ekki hver er ástæða þess að við höfum ekki feng- ið leyfi frá ráðuneytinu til að byrja þessa vinnu. Þetta snýst ekki um fjármögnun verksins vegna þess að aldrei hefur staðið annað til en Akureyrarbær fjármagnaði fram- kvæmdina. Það er hins vegar rétt að það hefúr ekki verið gengið frá samningi um það hvenær ríkið myndi endurgreiða Akureyrarbæ sinn hluta framkvæmdarinnar. Þessi framkvæmd er þó komin inn á vegalög og sem slík hefur hún feng- ið samþykki Alþingis," segir Gísli Bragi. -gk Hólum í Hjaltadal: Endurreist úr trjáviði frá Noregi „Norðmenn sögðu okkur, þeg- ar Smugudéilan stóð sem hæst, að þeir myndu gefa allan trjávið til að byggja Auðunarstofu, ann- an en efni í veiðistengur,“ segir sr. Hjálmar Jónsson alþingismað- ur. Hjálmar á sæti í nefhd sem m.a. vinnur að því að Auðunar- stofa rísi á ný að Hólum í Hjalta- dal fyrir kristnihátíð árið 2000. Hin upphaflega Auðunarstofa var reist árið 1301 og stóð enn árið 1801 þegar hún var rifin. Húsið var eins konar skrifstofu- hús og bókasafn fyrir Hólabiskup á sinum tíma og kennd við Auð- un biskup rauða, norskan biskup sem sat á Hólum. Hjálmar Jóns- son segir aö ætlunin sé að reisa hina nýju Auðunarstofu í sama stO og þá gömlu og verður hún líka bókastofa og embættishús fyrir vigslubiskupsembættið og Hóladómkirkju eins og hin gamla var. Búið er að taka skóflustungu að grunni hússins og hafa Norð- menn gefiö allan viðinn í bygg- inguna. í undirbúningsnefnd að byggingu Auðunarstofu eru auk Hjálmars, sr. Bolli Gústafsson, vígslubiskup á Hólum og Hjalti Zophaníasson, skrifstofustjóri í kirkjumálaráðuneytinu. -SÁ Sandgerðishöfn dýpkuð: Búist við mikilli um- ferð flutningaskipa DV, Suðurnesjum: Sandgerðingar bíða eftir svari samgönguráðherra, Halldórs Blön- dals, um leyfi til að hefja fram- kvæmdir á dýpkun innan Sandgerð- ishafnar og lengingu viðlegurýmis á norðurgarði. Áætlaður kostnaður er um 100 milljónir. Við dýpkunina færist loðnulöndun frá suðurgarði yflr í norðurgarð en þar hefur ekki verið hægt að koma djúpristum bát- um fyrir. Það er nánast alit sem mælir með því að Sandgerðingar fái leyfi samgönguráðherra. Éandana- fjöldi er hæstur í Sandgerði, eða 7.620, en næsta höfn er með 5615, á tímabilinu 1. sept. 1996 til 30. júlí. 1997. Þá er Sandgerðishöfn í öðru sæti hvað varðar botnfisk á land með 32.620 tonn. Góð nýting löndunarrýmis Nýting löndunarrýmis er mikil í Sandgerði og er langt yfir 100%. Lengd nýtanlegs löndunarrýmis fyr- ir togara, loðnuskip og flutninga- skip er nú 170 metrar en myndi fara í 315 metra við dýpkun innan hafn- ar. Sandgerðingar gera ráð fyrir mikilli umferð flutningaskipa til hafnarinnar. Fjöldinn er nú 15 á ári en verður á næsta ári 50. Fram- kvæmdir á hafnarsvæðinu i Sand- gerði er lyginni likast. Verið er að fjárfesta fyrir einn og hálfan millj- arð. Þar má helst nefha nýtt hús Fiskmarkaðar Suðumesja, nýja verksmiðju sem keypt var frá Dan- mörku, sem býr til loðdýrafóður til útflutnings og áætlað magn er um 25.000 tonn á ársgrundvelli og nýtt fiskvinnsluhús hefur risið á svæð- DV, Suðurnesjum: „Þeir íbúar sem ganga töluvert um svæðið sjá refi víða. Þeir hafa áhrif á allt fuglalíf og geta verið skaðvaldur í umhverfinu. Ég held að við séum eina sveitarfé- lagið á Suðumesjum sem sinnum þessum veiðum í einhverjum mæli. Við hér í Grindavík eigum marga menn sem em fæddir veiðimenn," sagði Jón Gunnar inu. Þá era framkvæmdir hafnar á öðru fiskvinnsluhúsi, framkvæmdir við loðnuverksmiðju stendur yfir en þar er verið að auka afkastagetu hennar um 600 tonn til viðbótar þeirri sem er á staðnum en hún af- kastar um 300 tonnum. Þá er ætlun- in hjá Sandgerðisbæ að auglýsa eft- ir aðilum sem vilja byggja 200-300 m2 einingahús til að vinna ferskan fisk til útflutnings í flugi, svo eitt- hvað sé nefnt. -ÆMK Stefánsson, bæjarstjóri í Grinda- vík. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að ráða tvo Grindvíkinga, Hermann Ólafsson og Helga Gam- alíelsson, til að annast refaveiðar í sveitarfélaginu. Umræddir menn era miklar skyttur og mundu áreiðanlega sóma sér vel í hvaða her sem er í heiminum. Þeir hafa mikla reynslu í skotfimi og refaveiðum. -ÆMK Refaskyttur ráðnar MVLLAN HJALPAR MEÐ HVERJUM BITA Myllan leggur kr. af nverju Heimihsbrauði til hjálparstarfs. <UtT HJÁLPARSTOFNUN \Qry KIRKJUNNAR * Dufthylki 50% sparnaður • Gleislaprentarar • Faxtæki o.fl. • ISO-9002 gæði • Full ábyrgð j. nsivniDssoN ehf. Skipholti 33 105 Revhjavlk Slmi 533 3535

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.