Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds.
96% réttleysi á hálendinu
Sveitarfélög, sem liggja að hálendinu, eiga ekki að
framlengjast upp á miðja jökla, enda ná sveitarfélög við
sjávarsíðuna ekki út að landhelgismörkum. Sveitarfélög
ná heldur ekki langt niður í jörðina eða upp í loftið, því
að fljótlega tekur við umsjónarsvæði ríkisins.
Frumvarp félagsráðherra felur í sér fráhvarf frá áður
gildandi reglu um, að ríkið sjái um lögsögu utan byggða,
það er að segja út á haf, upp í loft og niður í jörð. Fyrir
hefðarrofi þurfa að vera brýnar forsendur, en slíku er
alls ekki til að dreifa í þessu tilviki.
Þar á ofan veldur frumvarpið misrétti. Sveitarfélögum
með samtals 4% af íbúafjölda landsins er falið að stýra
40% af flatarmáli landsins. Þéttbýlið við sjávarsíðuna
umhverfis landið nýtur ekki sama réttar og fær engan
sérrétt út á haf til að bæta sér upp mismununina.
Raunar má segja, að frumvarpið sé óbeint framhald
þeirrar stefnu að taka hluti úr almannaeigu og gefa þá
litlum hópi. Þannig voru auðlindir sjávar gefnar útgerð-
arfélögum og þannig á nú að gefa bændasamfélögum
miðhálendið. Rányrkjugengin eru verðlaunuð.
Engin sérstök ástæða er til að afhenda útgerðarmönn-
um auðlindir hafsins frekar en einhverjum öðrum, til
dæmis sjómönnum, fiskvinnslufólki, fiskvinnslustöðv-
um, sveitarfélögum eða stjómmálaflokkum. Útvegsmenn
eiga ekkert sérstakt tilkall umfram aðra.
Rányrkjureynsla á síður en svo að veita rétt til stjórn-
unar á rányrkju, hvorki úti á hafi né uppi á söndum.
Þess vegna eiga hvorki útgerðarfyrirtæki, bændasamfé-
lög né aðrir hagsmunahópar að stjóma þeim svæðum
lögsögunnar, sem em langt utan byggðra bóla.
Því miður hafa stjómarflokka-þingmenn sjávarsíð-
unnar flestir hverjir ekki sýnt neinn áhuga á að koma í
veg fyrir misréttið í frumvarpi bóndans frá rótum Auð-
kúluheiðar. Þeir hafa ekki nennt að kynna sér efni þessa
máls frekar en annarra flókinna þingmála.
Þetta er angi af því, að stjórnarflokka-þingmenn utan
Reykjavíkur og Reykjaness em í fullri vinnu við að gæta
meintra sérhagsmuna í héraði, en þingmenn þessara
tveggja kjördæma em í fullri vinnu við að hvíla sig eða
að frílysta sig á fjölþjóðlegum nefndafundum.
Það skiptir máli, hver stýrir miðhálendinu, því að sá
aðili stýrir líka skipulagi þess. Hann getur til dæmis
hagað skipulagi á þann veg, að tiltekið svæði skuli
nýtast til beitar fremur en til orkuvera og orkuveitna
eða til náttúruvemdar og náttúruskoðunar.
Þannig munu ráða ferðinni skammtímahagsmunir
þeirra 4% þjóðarinnar, sem búa í þeim sveitarfélögum
sauðfjárræktar, er liggja að hálendinu. Gegn þessum
þröngu hagsmunum munu almannahagsmunir mega sér
tiltölulega lítils, ef frumvarpið nær fram að ganga.
Fyrir utan yfirgang sérhagsmuna býður frumvarpið
upp á, að mismunandi sjónarmið ráði ferðinni, þegar
mörg sveitarfélög ráða litlum og samhliða landræmum
inn á sanda og jökla. Það, sem eitt sveitarfélagið vill,
getur stangast á við það, sem nágrannafélögin vilja.
Þannig kunna allir að vilja byggja ferðamiðstöðvar á
sinni ræmu, svo að úr verði kraðak stöðva á borð við þá,
sem ætlunin er að reisa á Hveravöllum í skjóli stjóm-
enda Auðkúluheiðar. Eða að allir nema einn vilji láta
virkja eða þá að allir nema einn vilji láta friða.
Bezt er, að um hagsmuni á miðhálendinu sé fjallað á
einum stað. Þetta eru ótvíræðir almannahagsmunir og
eiga því heima á vegum stjómsýslu af hálfu ríkisins.
Jónas Kristjánsson
.Verkfall þjónar engum tilgangi núna. Reynslan margsannar þaö.
Kennarar á fundi í Karphúsinu,
Berrassaðar
sveitarstjórnir
Þegar kom tO tals að sveitarfélög-
in fremur en ríkið ábyrgðust rekstur
grunnskólanna töluðu glaðbeittir
sveitarstjómarfuiltrúar digurbarka-
lega um kosti breytinganna. Sann-
færingin var slík að ætla mátti að
allsnægtir biðu kennara og vandi
skólakerfisins hyrfi með því að færa
ábyrgðina heim í hérað. Kjósandi
sem var orðinn leiður á að kokgleypa
reglubundinn kosningaáróður á flög-
urra ára fresti fór að ímynda sér að
þessir menn hefðu metnað til góðra
verka fyrir samfélagið.
Magna upp fordóma
I uppnáminu sem varð fyrr á
þessu ári vegna hörmulegra fregna af
ástandi skólamála andmælti enginn
þeirri skoðun að stórkostleg breyting
til hins betra yrði að verða á kjörum
og aðstöðu kennara. Við yrðum und-
ir í samkeppni þjóðanna um lífsgæði
ef við ekki lagfærðum þessa hluti.
Sveitarstjómarmenn - kjömir full-
trúar almennings - sem þá vora fyr-
ir löngu búnir að frétta ailt um
launakröfur kenn-
ara, tóku hraustlega
undir þann söng en
gleymdu að rukka
ríkið um rekstrarfé
skólanna. Ríkið á
hinn bóginn sér nú
fram á hallalausan
rekstur.
Núna standa
sveitarstjómir ber-
strípaðar. Þær era
komnar í nauðvöm
og famar að magna
upp fordóma gagnvart kennurum,
ala á ótta um að þeir ætli að hafa
beinharða peninga af almenningi, ef
ekki með góðu þá með illu. Rétt eins
og kennarar væra þjófar. Hinn svip-
brigðafátæki formaður samninga-
nefhdar sveitarfélaganna hóf ambrið
og lék hlutverkið af stakri fag-
mennsku. Enda virðist hann einstak-
lega vel að sér í þeirri tillærðu, klók-
indalegu fákunnáttu sem að jafnaði
nærir fordóma.
Viðbrögð Launa-
málaráðs sveitarfélag-
anna í liðinni viku, í
formi fátæklegrar
„vOjayflrlýsingar" um
að bæta þyrfti kjör og
aðstöðu kennara komu
hins vegar of seint og
eru OlskOjanleg, vegna
þess að í nefhdu ráði
sitja þeir sem eiga að
ráða afstöðu samn-
inganefhdarformanns-
ins. Hvers vegna þenn-
an tvískinnung?
Hlutur Stöövar 2
Stöð 2 gleypti agnið
á línunni sem samn-
inganefndarformaður-
inn kastaði og lét etja
sér á foraðið. Krislján Már Unnars-
son stóð þannig að einkar ógeðfeOdri,
samfélagsflandsamlegri fréttaskýr-
ingu 15. þ.m. og setti dæmið þannig
upp að kröfumar væra stórkostleg
ógnun við skattgreiðendur. Hverjir
eru hinir skOvísu skattgreiðendur ef
ekki kennarar? Ef menn þykjast hafa
áhyggjur af „penhigum skattborgar-
anna“ væri málflutningur þeirra trú-
verðugri ef þeir stOltu skattsvikur-
um upp sem háskalegasta andskota
þessa samfélags og köOuðu þá ein-
faldlega þjófa.
Fólk sem vinnur heiðarlega vinnu
á lúsarlaunum og borgar sannanlega
skatt af herlegheitunum á það ekki
skOið að vera brigslað um vafasaman
ásetning. Kennarar era
stór hópur á meðal
þeirra fáu sem standa
undir rekstrarkostnaði
samfélagsins. Að ana út
á götu, ota hljóðnema
framan í grandalausa
vegfarendur og krefja
þá um svör við leiðandi
spumingu er fyrirlitleg
fréttamennska, en, því
miður, hún er runnni
rrndan riQum sveitar-
stjómarmanna.
Aðeins fjöldaupp-
sagnir
Andúðin á kennara-
stéttinni sem nú er enn
á ný verið að magna
upp bendir tO að sveit-
arstjómir og jafnvel aimenningur
vOji engan ama af skólahaldi. Því
segi ég við kennara: Aðeins íjölda-
uppsagnir ykkar gætu ýtt við al-
menningi og leitt tO lausnar. VerkfaO
þjónar engum tOgangi núna. Reynsl-
an hefur margsannað það. Standi það
í mánuð nema launahækkanir ein-
um mánaðarlaunum á ársgrundveOi.
Þeim mun lengur sem það stendur
þeim mun meira tapast. Eini varan-
legi „árangurinn" af verkfalli kenn-
ara væri frekari niðurlæging stéttar-
innar, frekari áUtshnekkir, magn-
aðri kergja í samfélaginu. Ef upp-
sagnir ykkar gera sveitarstjómum
ekki ljóst að nú er úr vöndu að ráða
er ekki nema eitt fyrir kennara að
gera. Fá sér aðra vinnu. Einhveijir
gætu undirboðið fréttamenn Stöðvar
2 og fengið vinnuna þeirra. Slík hegð-
im er hinu „frjálsa" markaðskerfi
þóknanleg. Menntun? Jú jú, ein-
hvem tíma fattar einhver að hún er
ekki með öOu ónauðsynleg. Þá mun
nægja að þeir efnameiri sendi sín af-
sprengi tO náms í útlöndum. Þá stytt-
ist í að við fáum hér aftur það sér-
hagsmunasamfélag fyrri alda sem
menn era sífeOt að lofsyngja.
Ámi Ibsen
„Ef uppsagnir ykkar gera sveit-
arstjórnum ekki Ijóst að nú er
úr vöndu að ráða er ekki nema
eitt að gera. Fá sér aðra
vinnu.u
Kjallarinn
Árni Ibsen
rithöfundur
Skoðanir annarra
Skrílmenningin í Reykjavík
„Fólk kann að leggja lif sitt I hættu með því að
vera á ferli um og eftir að vínveitingastöðum er lok-
að. Hættumar minna orðið á ástandið í ýmsum stór-
borgum heims, ekki sízt hafnarborgum. Viðstöðu-
lausar hávaðasamkomur í miðborginni em á góðum
vegi með að breyta henni í slíkt umhverfi.... Ofbeld-
ið virðist ekki eiga sér nein takmörk. Er ekki kom-
ið meira en nóg af þessari skrílmenningu?“
Úr forystugrein Mbl. 24. sept.
Skattkerfi í ógöngum
„íslenska skattkerflð er í ógöngum, sem það kemst
ekki út úr nema með róttækum uppskurði. Tekju-
tenging bamabóta er byggð á meinlegri rökviOu og
veldur ranglæti í skattkerfmu sem mælist i mörgum
miOjörðum. í heOd eru barnabætur hér aOtof lágar
og alþjóðlegur samanburður leiðir að auki skýrt í
ljós að tOtölulega háar bamabætur tO efnaminnstu
fjölskyldnanna eru í raun fjármagnaðar eingöngu
með því að skerða réttmætar bætur annarra for-
eldra. í þessu felst rökviOan, því auðvitað er foreldr-
um með sæmOegar tekjur síst skyldara en vel stæðu
bamlausu fólki að létta undir með efnaminni for-
eldrum.“
Finnur Birgisson í Mbl. 24. sept.
Þung byrði á nýjan
fréttastjóra
„Það er auðvitað afar óheppOegt fyrir Ríkisút-
varpiö að yfirmannsstöður hjá þessum mikOvæga
ríkisrekna fjölmiðli, sem á að njóta trausts allra
landsmanna, skuli verða að pólitisku bitbeini með
þeim hætti sem nú hefur gerst eina ferðina enn....
Það pólitíska gjömingaveður sem riðið hefur yfir
Ríkisútvarpið að undanfómu leggur þunga byrði á
herðar nýja fréttastjórans, hver sem hann verður.“
Elias Snæland Jónsson í Degi-Tímanum 24.