Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Page 17
16 íþróttir Knattspyrna: Breytingar á TOTO-keppninni? Svo gæti farið að Getrauna- keppni Evrópu (TOTO) taki breytingum á næsta ári. Ákvörð- un um það verður tekin á fundi UEFA í desember. Ef af breytingum verður, sem flest bendir til, felast þær helst í því að auka áhuga stærri lið- anna á keppninni. Einnig er lagt til að leggja niður riðlakeppnina en taka upp í staðinn útsláttar- keppni líkt og á öðrum Evrópu- mótum. Stærri klúbbarnir kæmu síðan inn í lokaumferðina og myndu þá etja kappi við liðin sem þangað væru komin og sig- urvegaramir myndu tryggja sér sæti í UEFA-keppninni. Fram og Leiftur berjast um sæti í TOTO-keppninni að ári en það lið sem hafnar í þriðja sæti á íslandsmótinu fer í umrædda keppni. -JKS B36 meistari í Færeyjum B36 frá Þórshöfn hefur tryggt sér færeyska meistaratitilinn í knattspyrnu þó þremur umferð- um sé ólokið. B36, sem varð síð- ast meistari fyrir 35 árum, er með tíu stiga forystu á næsta lið, HB. Þjálfari B36 og leikmaður er Tomislav Sivic frá Júgóslavíu en hann lék hér á landi með HK fyr- ir tveimur ámm. GÍ frá Götu, meistari síðustu íjögurra ára, er í þriðja sæti en eftir sem áður hefur félagið náð frábærum árangri undir stjórn Páls Guðlaugssonar yfirþjálfara á þessu ári. GÍ vann VB, 6-0, í úrslitaleik bikarkeppninnar og yngri lið fé- lagsins hafa tryggt sér meist- aratitla i 3. og 4. deild. Gata, sem er aðeins 900 manna bær, státar því af því á næsta ári að eiga lið i öllum fjórum deildum færeyska meistaramótsins. -VS Þórður áfram í efsta sætinu DV, Belgíu: Fyrsta um- ferðin í deildar- bikarnum fór fram í fyrrkvöld og sigruðu Þórð- ur Guðjónsson og samherjar hans í Genk lið Beveren, 5-1. Þórður var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á í síðari hálfleik. Þórður heldur áfram fyrsta sætinu um titilinn besti leikmað- ur Belgíu hjá stórblaðinu Het Nieuwsblad. Hann er þar með 13 stig eftir sex leiki. -JKS/KB Arnór í bann DV, Svíþjóð: Örebro og Helsingborg skildu jöfn, 0-0, í sænsku úrvalsdeild- inni i knattspymu í gærkvöld. Sigurður Jónsson lék ekki með Örebro þar sem hann tók út leik- bann. Amór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson voru með en Amór fékk gult spjald og verður í banni í næsta leik. Elfsborg, lið Kristjáns Jóns- sonar, vann Eskilstuna, 0-2, i 3. umferð bikarkeppninnar. Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings, var rétt búinn að skora hjá meistur- um Gautaborgar. Lið hans, Skövde AIK, tapaði, 0-3, fyrir Gautaborg í bikamum. -EH Tindastóll og KR Tindastóll sigraði KR, 73-67, í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í körfubolta i gærkvöld. KR vann ÍS, 53-43, 1 úrslitaleik í kvennaflokki. + FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 25 íþróttir Guðmundur Benediktsson til Noregs á sunnudaginn: Flótti frá KR-ingum í haust? Guðmundur Benediktsson, knatt- spymumaðurinn snjalli úr KR, fer á sunnudaginn til Noregs en forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Bodö/Glimt hafa boðið honum að koma út og líta á aðstæður hjá félaginu. „Ég verð sennilega í Noregi fram til fóstudagsins 3. október. Ég fer fyrst til Bodö en það er möguleiki að ég skoði önnur mál í leiðinni en ég vil ekki gefa það upp hvað það er á þessu stigi," sagði Guðmundur við DV í gær. Samningur Guðmundar við vestur- bæjarliðiö rennur út 1. október og það liggur beinast við aö spyrja hvort hann ætli að breyta til: „Ég veit það ekki en ég ætla alla vega að skoða alla möguleika og það er ýmis- legt í gangi. Ég mun hugsa málið mjög vel,“ sagði Guðmundur. Þó svo að reglan segi að ekki megi ræða við leikmenn áður en keppnis- tímabilið er búið hafa nokkur félög hér innanlands sett sig í samband við Guð- mund, þar á meðal Skagamenn sem urðu undir í baráttunni við KR þegar Guðmundur fór frá Þórsurum. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að KR-ingar verði að sjá á eftir mörgum leikmönnum sínum eftir þetta keppnis- tímabil. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefúr þegar gengið frá samingum við norska úrvals- deildarliðið Strömsgodset. Brynjar Gunnarsson er á leið til IFK Gautaborg. Ríkharður Daðason er á fórum til Noregs, eins og fram kemur annars staðar á síðunni, til að skoða aðstæður hjá norskum félögum og sömuleiðis Guðmundur Benediktsson og mjög ólíklegt má telja að þeir tveir geri nýjan samning við KR. Nokkur erlend félög, þar á meðal gríska liðið OFI, hafa spurst fyrir um Einar Þór Daníelsson og Ólafur H. Kristjánsson er farinn til náms í Dan- mörku þar sem hann hefur æft með danska úrvalsdeildarliðinu AGF. -GH Guðmundur Bene- diktsson fer til Bodö í Noregi á sunnudag- inn Lúkas til Vals? - Þorlákur ekki áfram með Hlíðarendaliðið Nokkuð víst er að nýr þjálfari mun stýra úrvalsdeildarliði Vals í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þorlákur Árnason, sem tók við Valsliðinu eftir að Sigurði Grétars- syni var vikið frá störfum, hefúr tilkynnt leikmannahópnum að hann ætli ekki að þjálfa meistaraflokkinn áfram heldur ein- beita sér að 2. flokknum sem hann gerði að íslands- og bikarmeisturum í sumar. Forráðamenn Vals eru þegar farnir að Lúkas Kostic. leita eftirmanns Þorláks og hafa rætt við Lúkas Kostic, fyrrum þjálfara KR. Stjórnarmenn knattspyrnudeildar Vals vildu ekki tjá sig um málið í gær við DV en sögðu að línur myndu skýrast strax að loknu íslandsmótinu. DV hefur heimildir fyrir því að fleiri félög hér innanlands vilji fá Lúkas Kostic sem var eins og kunnugt er rekinn frá KR í upp- hafi íslandsmótsins. -GH v Undankeppni Evrópumóts landsliöa í handknattleik: - slagsmál í lokin þegar Island og Sviss gerðu iafntefli, 27-27 Þrátt fyrir afleitan leik lengst af gegn Sviss í gærkvöld, náði íslenska landsliðið i handknatt- leik með mikilli heppni að ná öðru stiginu af andstæðingum sínum á síðustu sekúndunum þegar Róbert Duranona tryggði íslandi jafntefli, 27-27. íslenska liðið átti í gífurlegu basli með leik sinn á öllum sviðum. Lið Sviss lék leiðinlegan handbolta að venju. Með Marc Baumgart- ner í fararbroddi héngu þeir á knettinum langtímum saman án þess að dómarar leiksins gerðu við það athugasemd I eitt ein- asta skipti. Kom ekki til greina að iáta hann skjóta Það gekk mikið á í lokin og þegar lokaflautið gall sauð upp úr. Þeir Baumgartner og Júlíus Jónasson flugust á og lá við allsherjarslagsmálum inni á vellinum. Júlíus sótti grimmt að Baumgartner er hann reyndi að tryggja Sviss sigurinn og varn- aði honum skoti á skynsaman hátt. „Það var ekki um annað að ræða en stöðva manninn. Hann sló mig fyrst en það getur vel verið að ég hafi farið i andlitið á honum. Það kom bara ekki til greina að láta hann skjóta," sagði Júlíus eftir leikinn. Ólíkt fyrri viöureignum Þessi leikur var um margt ólíkur mörgum ef ekki öllum fyrri viðureignum þjóðanna. Skoruð voru 54 mörk en oftast hafa þessar þjóðir skorað innan við 40 mörk. Leikurinn var hins vegar jafn eins og venjulega og óþarfa bjartsýni margra fyrir leikinn átti ekki við rök að styðjast. Á því leikur enginn vafi að okkar lið er mun betra en það svissneska en til þess að úrslit leikja endurspegli þá stað- reynd þarf íslenska liðið að leika yfir meðallagi. Það gerði það ekki í gærkvöld. Varnarleikurinn var óvenju- slakur, markvarslan einnig. Það vantaði baráttuneista i leik liðs- ins. Slæmt er þegar það gerist í stórkeppni sem Evrópukeppni. Róbert Duranona var einna skástur í íslenska liðinu ásamt Bjarka Sigurðssyni, aðrir léku langt undir eðlilegri getu. Sviss- lendingar gerðu ótrúleg mistök undir lokin með unninn leik í höndunum og heppnin ein réð því að ísland náði öðru stiginu. Fram undan er erfiður útileikur gegn þessu svissneska liði á sunnudaginn Einn sá leiðinlegasti sem hér hefur leikið Marc Baumgartner var at- kvæðamestur í liði Sviss ásamt markverðinum Christian Meist- erhans. Baumgartner er án vafa einn leiðinlegasti handbolta- maður sem hér hefur leikið, klunnédegur og svifaseinn en fjandanum drýgri sínu liði. Þá er hann án afláts nöldrandi í dómurum og andstæðingum og vel skiljanlegt að stuðnings- menn Lemgo, liðsins sem hann leikur með í Þýskalandi, skuli ekki þola hann. Þá er aðeins eftir að geta ung- verskra dómara sem vissu hvorki í þennan heim né annan allar 60 mínútur leiksins. Und- arlegir dómar þeirra bitnuðu jafnt á báðum liðum og þolin- mæði leikmanna í þeirra garð oft aðdáunarverð. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að dómarar í Evrópukeppni skuli ekki vera betur með á nótunum en þeir ungversku í gærkvöld. -SK Þorbjörn Jensson: „Við leikum varla tvo svona leiki í röð“ „Það segir sig alveg sjálft að ég var ekki ánægður með leikinn því að ég veit að liðið getur miklu meira. Það sem öðru fremur verður okkur að falli í leiknum er slakur varnarleikur og markvarslan var léleg. Að fá á sig 27 mörk er alltof mikið því venjulega erum við að fá á okk- ur i kringum 20 mörk. Á heild- ina litið verðum við bara að teljast heppnir að fá annað stigið út úr viðureigninni. Af úrslitum Júgóslava og Litháa í Belgrad að dæma er ljóst að allt getur gerst í riðlinum. Ég hef enga trú á öðru en að þetta gangi betur í síðari leiknum í Sviss á sunnudag. Vömin er sterkasti hlekkur liðsins og í kjölfarið kemur markvarslan og ég hef trú á því að þessir þættir smelli saman i Sviss. Við leik- um varla svona tvo leiki í röð og tíminn fram á sunnudag verður nýttur vel. Ég kem til með að gera allt sem í mínu valdi stendur til að liðið mæti sterkt til næsta leiks. Liðið þarf víst alltaf að fara Krýsuvíkurleið og það virðast ætla að verða örlögin einnig að þessu sinni,“ sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari við DV eftir leikinn í gærkvöldi. -JKS Ríkharður til Noregs - hafnaði tilboði frá Admira/Mödling Rikharður Daðason, knattspymumaður úr KR, hafnaði í gær tilboði frá austurríska félaginu Admira/Mödling og eins og fleiri KR-ingar fer hann til Noregs í næstu viku þar sem honum hefur verið boðið að kíkja á aðstæður hjá norskum fé- lögum. „Tilboðið var ekki eins merkilegt og ég átti von á og ég neit- aði því. Ég fer til Noregs í næstu viku og reikna með að fara á 2-3 staði. Ég mun byrja á því að fara til Moss og síðan til Viking," sagði Ríkharður við DV í gær en samningur hans við KR rennur út þann 1. októher. -GH Ísland-Sviss Marc Baumgartner mætti til leiks gegn íslandi með góm í gininu aö hætti hnefaleikara. Kom hann ef til vill aö góðum notum í slagsmálunum undir lokin. Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari gekk ekki heill til skógar í gærkvöld. Hann var með tæplega 40 stiga hita og hefur oft haft sig meira í frammi. Örvhenta stórskyttan Patrik Rohr lék nær ein- göngu í vöminni hjá Svisslendingum. Hann er aö jafna sig eftir meiðsli en skoraði þó 2 mörk er hann brá sér í sóknina. Patrik Rohr er eflaust mörgum kunnugur en hann fór afar illa með okkar lið er ísland mætti Sviss á HM1995 hér á landi og lagöi grunninn að sigri Sviss. Sigrún Hjálmtýsdóttir átti ekki i vandræðum með að syngja þjóðsöngva landanna fyrir leikinn. Sá íslenski, sem er mjög erfiður, vafðist ekki fyrir söng- konunni snjöilu. Þrir leikmenn hvíldu í íslenska liðinu í gær- kvöld. Jason Ólafsson, Daði Hafþórsson og markvörð- urinn Reynir Þór Reynisson. Islenska lidió saknaði Patreks Jóhannessonar í leiknum i gærkvöld en hann er sem kunnugt er meiddur. Seinni leikur lióanna fer fram i svissneska bæn- um Sursee á sunnudag. Hann verður erfiður en það er þó uppörvandi að íslandi hefur jafhan gengið betur með Svisslendinga á þeirra heimavelli en hér heima. Júlíus Jónasson mætti þremur félögum sínum úr St. Otmar i gærkvöld. Þeir eru Markus Keller, Beat Rellstab og varamarkvörðurinn Simon Osterwalder. Róbert Julian Duranona var öflugur gegn Svisslendingum í gærkvöldi og jafnaði metin á lokasekúndunum. DV-mynd Brynjar Gauti Reynsluleysið felldi okkur - sagði Marc Baumgartner sem reiknar með hörkuleik í Sviss á sunnudag „Úr því sem komið var eru auðvitað vonbrigði að fara ekki með sigur af hólmi í þessum leik. Það sem verður okkur að falli í leiknum er að viss tauga- veiklun sprettur fram upp úr miðjum síðari hálfleik. Þama lék reynsluleysið stórt hlutverk en innan um í liðinu era ungir leikmenn með litla reynslu. Við erum með tveggja marka for- ystu undir lokin og að auki með boltann. íslenska liðið gaf sig þó ekki og náði fram öðra stiginu á kostnað okkar,“ sagði stórskytt- an Marc Baumgartner, sem af mörgum er talinn einn besti handboltamaður í heimi í dag, við DV. Þegar á öllu er á botninn hvolft hefði verið sanngjamt að við hefðum unnið leikinn. Á sunnudaginn kemur höfum við áhorfendur á okkar bandi en ég á fastlega von á mjög erfiðum leik. Min tilfinning var að ís- lenska liðið væri ekki að leika sinn besta leik og því verðum við að vera á varðbergi gagn- vart þeim á sunnudaginn. Það er engin spuming að það verð- ur hörkuleikur. Innst inni er ég bjartsýnn eins og alltaf," sagði Baumgartner. Nú er bara aö safna liði og sýna hvað viö getum „Við ætluðum okkur sigur en því miður þróaöist leikurinn ekki með þeim hætti sem mað- ■ur hefði óskað sér. Ég reiknaði alltaf með jöfnum leik og vissi að Svisslendingar myndu hanga á boltanum. Það kom mér á óvart að þeir fengu aldrei dæmda á sig leiktöf. Það er ekk- ert við dómarana að sakast því þetta var alfarið okkar eigin sök hvemig fór. Úr því sem komið var er kraftaverk að ná öðra stiginu. Við getum varla verið jafn lélegir á sunnudag eins og við voram hér í kvöld. Nú er bara að safna kröftum og sýna hvað raunverulega býr í lið- inu,“ sagði Júlíus Jónason sem leikur með svissneska liðinu St. Otmar. Gat ekki verið verra „Við lékum éinfaldlega illa og létum andstæðinginn fara í taugamar á okkur og lékum fyr- ir vikið ekki af skynsemi. Þetta gat ekki verið öllu verra og við hljótum að sigra úti á sunnu- dag,“ sagöi Bjarki Sigurðsson. Guði sé lof að við náðum jafntefli „Viö voram heppnir að ná í jafntefli. Það var vilji í liðinu að geta betur en því miður tókst það ekki. Það var ýmislegt að og undir þeim kringumstæðum er erfitt að vinna leik. Við eigum eftir að leika betur en þetta á sunnudaginn. Guði sé lof að við náðum í jafnefli því það heldur okkur áfram inni,“ sagði Geir Sveinsson. Meiri möguleikar heima „Við lékum stórvel í fyrri hálfleik en fóram á taugum undir lokin og gerðum þá mörg mistök. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en ég þekki íslenska lið- ið vel. Ég tel okkur eiga meiri möguleika á heimavelli á sunnudaginn. Áhorfendur munu þá styðja vel við bakið á okkur," sagði Peter Brupp- acher, þjálfari Sviss, en hann er nýtekinn við liðinu. -JKS Helgi skoraði gegn Austria Helgi Kol- viðsson skor- aði sitt fyrsta inark í efstu deildinni í Austoríki í gærkvöldi. Lið hans, Lustenau, beið þá lægri hlut fyrir stórveldinu Austria Wien, 3-1, í Vínarborg. Helgi jafnaði metin i byijun síöari hálfleiks en Austria skoraði tvivegis seint í leiknum. Lustenau er nú í áttunda sæti eftir að hafa veriö í því þriðja á tímabili. Sturm Graz er með 30 stig, GAK 25, Rapid Wien 21, Austria Wien 21, LASK 18, Ried 16, Salzburg 15, Lustenau 14, Tirol 14 og Admira/Mödling er neðst með 7 stig. -VS Island (11) 27 Sviss (14) 27 1-0, 2-2, 4-7, 6-7, 8-10, 9-12, 10-13, (11-14), 14-14, 15-15, 16-16, 17-17, 18-18, 19-19, 20-20, 21-21, 21-23, 22-24, 23-25, 24-25, 24-26, 25-26, 25-27, 26-27, 27-27. Mörk íslands: Róbert Duranona 6, Bjarki Sigurðsson 5, Ólafur Stefáns- son 4, Dagur Sigurðsson 4, Júlíus Jón- asson 3, Geir Sveinsson 2, Valdimar Grímsson 2/2, Gústaf Bjamason 1. Sóknarnýting: 27 mörk í 44 sókn- um sem gerir 61,4%. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 3, Bergsveinn Bergsveinsson 3. Mörk Sviss: Marc Baumgartner 10/1, Robbie Kostadinovich 7, Urs Scharer 3, Patrik Rohr 2, Beat Rell- stab 2, Matthias Zunstein 2, Michael Suter 1. Varin skot: Christian Meister- hans 16. Sóknamýting: 27 mörk í 43 sókn- um sem gerir 62,8%. Brottvísanir: tsland 8 mínútur, Sviss 8 mínútur. Rautt spjald: Geir Sveinsson, 3x2 mínútur. Dómarar: Ladiszlai og Tavarnay frá Ungverjalandi. Þeir koma vonandi ekki aftur til landsins sem dómarar. Áhorfendur: Hálf Höllin. Maður leiksins: Róbert Dura- nona, íslandi. Hélt Islenska liðinu á floti 1 fyrri hálfleik og tryggði stigið i lokin. Jafntefli í Júgóslavíu Þau óvæntu úrslit urðu í riðli íslands í Evrópukeppninni í handknattleik í gær að Júgóslav- ía og Litháen gerðu jafntefli, 25-25, í Belgrad. Flestir töldu Júgóslavíu með langsigurstrang- legasta liðið í riðlinum og að það ætti tvo sigra vísa gegn Litháen. Nú er ljóst að riðillinn verður hörkuspennandi og engin úrslit vís fyrir fram. Svíar unnu Dani, 28-21, í Malmö og í sama riðli unnu Ung- verjar sigur á Pólverjum, 30-23. Þá unnu Norðmenn öruggan sig- ur á Slóvökum, 31-24, en hin tvö liðin í þeim riðli, Spánn og Þýskaland, mætast í kvöld. -VS ^Í UHDANKEPPNI HM 2. riöill: Moldavía-Georgia ......O-l Ketsbaia (9.) England 7 6 0 1 15-2 18 Ítalía 7 5 2 0 11-1 17 Pólland 6 2 1 3 7-9 7 Georgía 7 2 1 4 4-9 7 Moldavia 7 0 0 7 2-18 0 6. riöill: Malta-Tékkland...............0-1 Bejbl (32.) Slóvakla-Spánn...............1-2 Majoros (75.) - Kiko (47.), Amor (76.) Spánn 972 Júgóslavía 9 6 2 Slóvakia 9 5 1 Tékkland 9 4 1 Færeyjar 9 2 0 Malta 9 0 0 0 23-5 23 1 24-7 20 3 18-11 16 4 13-6 13 7 9-28 6 9 2-32 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.