Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 > f > nn Hvorki fræg- ur né ríkur „Ég er hvorki frægur né ríkur og það eru ekkert óskaplega marg- ir sem hafa lesið ljóð mín, en ég hef hitt fólk sem hefur haft ánægju af þeim. Og þótt þeir væru einung- is tveir eða þrír, þá nægði það mér.“ Geirlaugur Magnússon skáld, í Degi-Tímanum. Á aö stela háiendinu líka? „Það er búið að stela fiskimið- unum og nú ætla þeir að stela há- lendinu af okkur lika.“ Össur Skarphéðinsson alþingis- maður, um að sveitarfélög hafi stjórnsýslu yfir hálendinu, í Degi- Tímanum. Ummæli Óvitlaus í fjölmiðlum „Núna er best að vera óvitlaus því óvitlaust vit hæfir fjölmiðlum. í þeim má enginn vera hvorki vit- ur né heimskur. Allir verða að vera óvitlausir á skjánum. Konur eru því þar að ná yfirhöndinni, og allt leikur í höndunum á þeim eins og áður við rokkinn." Guðbergur Bergsson rithöfundur, í DV. Vatnsfötufiskerí „Ég hef stundað þessar veiðar i Smugunni undanfarin átta ár en ég haf aldrei séð þetta svona dap- urt. Þetta hefur veriö algjört vatnsfötufiskerí." Þorvaldur Svavarsson skipstjóri, i Degi-Tímanum. Hljómsveitin Greip leikur á Hooch- kvöldi. Greip á Café Amsterdam í kvöld verður haldið svokallað Hooch-kvöld á Café Amsterdam. Um kl. 23 mun hljómsveitin Greip stíga á svið og skemmta. í hljóm- sveitinni eru Gugga, söngur, Einar, gítar, Baldur, hljómborð og Þórður, trommur. Land og synir á Astro í kvöld mun hljómsveitin Land og synir leika á Astro. Munu þeir meðal annars taka hið vinsæla lag Vöðvastæltur. í hvítum sokkum á Kringlukránni í aðalsal Kringlukrárinnar mun í kvöld hljómsveitin í hvítum sokk- um skemmta. Flutt verður tónlist af öllu tagi en þó helst í anda síð- asta áratugar. Skemmtanir Kuran Swing á Kaffi Puccini Djasskvöld verður á Kaffi Puccini í kvöld. Mæta til leiks hin- ir fjölhæfu fjórmenningar sem skipa Kuran Swing og leika frá 21.30-23.30. Halli Melló á Kaffi Akureyri Halli Melló leggur land undir fót og skemmtir á Norðurlandi um helgina. í kvöld verður hann á Kafii Akureyri. Bubbi á Hvoli Bubbi Morthens ferðast um Suð- urlandið þessa dagana. I dag verð- ur hann á Hvolsvelli og skemmtir á Hvoli í kvöld kl. 21. Gengið á Akrafjall Þetta mikla fjall sem ræður norð- vrnsýn vestan Esju frá höfuðborg- inni séð hlýtur að vekja áhuga fjallafólks. Til þess að gera Akra- Qalli einhver skil verður helst aö hringganga fjallið og fara með brún- um að sunnan og norðan. Uppgangan getur hafist við mynni Berjadals og er best aö fylgja hryggnum við Háahnúk. Þar er suð- urbrúnin hæst og er útsýni þaðan frábært á björtum degi. Þar austan við verður fjallið breiðara en best er að fylgja brúninni að mestu leyti allt austur að Kúludal en þar er sveigt til norðurs og hæðinni haldið Umhverfi að mestu allt norður á brúnimar við Kjalardal, skál sem gengur inn i ofanvert fjallið að norðan. Þaðan er svo haldið vestur eftur hábrúnun- um með viðkomu á Geirmundart- indi, 643 m og að hæsta punkti Akrafjalls. Meðan gengið er er hægt að rifja upp söguna af Arnesi útileguþjófi, sem sumarið 1756 lagðist út í Akra- fjall og herjaði á eignir bænda. Ákveðin var leit að honum þannig að árangursrík yrði. Arnes sá við þeim og slóst í för með leitarmönn- um og leitaði að sjálfum sér allan daginn. Ganga um Akrafjall með framan- greindu sniði er um 13 km löng og veitir ekki af heilum degi til farar- innar. Skipaskagi Þægileg og létt haustganga, en um leið áhugaverð, er að ganga í umhverfi Akraness og þá einkum um þau svæði sem vestast liggja og næst úthafinu. Þar er oft mikið brimrót og skvettur á skerjum. Út- hafsöldurnar við Akranes eru oft stórfenglegar og ógnvekjandi og ættu menn að fara á stjá þegar nátt- úruöflin sýna almætti sitt í stað þess að byrgja sig inni og horfa á sjónvarp. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Þröstur Ingimarsson, íslandsmeistari í bridge: Bridge og pílukast í síðustu viku fór fram íslands- meistaramótið í bridge þar sem flestir okkar sterkustu bridgemanna voru meðal þátttak- enda. Eftir spennandi keppni stóð Þröstur Ingimarsson uppi sem sig- urvegari o- íslandsmeistari og er þetta i annað sinn sem hann vinnur þennan titil. í stuttu spjalli sagði Þröstur að mótið hefði verið spennandi og skemmtilegt: „Ég bjóst nú ekkert endilega við að verða íslandsmeist- ari en hafði gert mér vonir um að vera innan við tíu efstu á mótinu. Þetta var spennandi allan tímann, við vorum þrír sem byrjuðum mjög vel og hélst barátta okkar út allt mótið, þar á meðal var Erlendur Jónsson, sem yfirleitt er makker minn í mótum. í lokin var þetta bar- átta á milli okkar." Þresti hefur oft gengið vel í ís- landsmótinu í einmenningi: „Ég er yfirleitt ofarlega, vann árið 1994 og var í öðru sæti 1993.“ Þröstur er enginn nýliði í bridge- inu, er búinn að keppa í bridge í funmtán ár: „Það þarf að æfa vel til að halda sér í æfingu og yfirleitt spila ég mikið, en get þó ekki gert mikið af því þessa dagana þar sem ég vinn mik- ið á kvöldin um þessar mundir, spila þess meira um helgar." Þröstur segir mikinn mun á að spila í einmenn- ingskeppni en sveita- og para- keppni: „Sveita- og parakeppni byggir mun meira á þvi að makkerar ræði saman um stöður sem gætu komið upp og æfa sam- an. í einmenn- ingskeppni ert það þú sjálfur sem ert allt i öllu og er þá við eng- an annan að sakast ef illa gengur." Fram undan hjá Þresti er sterkt mót á Homafirði um helgina: „Þetta er tvímenningur og þótt við Erlendur förum saman i bíl aust- ur þá ætlum við ekki að spila saman í þetta skiptið heldur er makker minn Þórður Björns- son.“ Þröstur er kerfls- fræðingur og kennir á tölvur í Raflðnaðarskól- anum. Það er ekki bara bridge sem á hug hans heldur er Þröst- ur einnig vel lið- tækur i pílu- kasti: „Ég hef stundað pílukast- ið í tvö ár og keppi i því. það hefur gengið ágætlega að und- anförnu. Fyrsta mótið af sex í landsliðsmóta- röð var fyrir hálfum mánuði og þar lenti ég í öðru sæti.“ Þröstur er frá- skilinn og á eina dóttur. -HK Þröstur Ingimarsson. Maður dagsins Myndgátan Kastar á torfu. Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. Fjórir leikir í 1. deild kvenna Eftir viðburðarríkan landsleik í gærkvöldi þá fá handbolta- mennirnir okkar smáhvíld en handboltakonurnar halda áfram sínu striki og eru á dagskrá fjór- ir leikir í 1. deild kvenna í kvöld. Stórleikur kvöldsins verður sjálf- sagt í Víkinni þar sem Víkingar Iþróttir taka á móti hinu sterka liði Hauka. Á Seltjarnamesi tekur hið sameinaða lið Grótta KR á móti Stjörnunni, í Valsheimilinu leika Valur og FH og í Vest- mannaeyjum leika ÍBV og Fram. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Trama fyrir saxófón og hljómsveit Einir af aðaltónleikunum á Ung nordisk musik-hátiðinni sem nú stendur yfir eru í Lang- holtskirkju í kvöld. Þar leikur SinfóníuhJjómsveit íslands verk eftir ung norræn tónskáld. Aðal- verkið er þó Trama fyrir saxófón og hljómsveit eftir ítalska tón- skáldið Luca Francesconi, sem er sérstakur gestur á hátíðinni, einleikari er Amo Bomekamp. Önnur verk á tónleikunum em Earth Symphony eftir Úlfar Har- aldsson, In a network of lines, Tónlist eftir Eivind Buene, Till-flykt eft- ir Per Mártensson og Seven Min- utes eftir Tommi Karkainen. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Þess má geta að Luca Francesconi mun halda fyrirlest- ur í Tónlistarskóla Reykjavíkur í dag kl. 14. Bridge Þessi miklu skiptingarspil komu fyrir á íslandsmótinu í einmenningi um helgina. Nýkrýndur íslands- meistari, Þröstur Ingimarsson, sat í sæti vesturs með 9 spil í laufi. Hann heyrði félaga sinn í austur opna á einum tígli og hafði eðlilega fyrst og fremst áhuga á því að fá að spila 5 lauf. Þröstur sá að hættan í sögnum var fyrst og fremst fólgin í því að austur gæti illmögulega sætt sig við aö spila laufsamning. Hann fór því rólega í sakirnar í byrjun. Við borð- ið sátu spilarar sem allir enduðu í efstu sætunum í lokin. í sæti norð- urs var Skúli Skúlason sem endaði í 5. sæti, Þórður Sigfússon í austur (6.-7. sæti), Þröstur í vestur og Ás- mundur Pálsson í suður, sem end- aði í 3. sæti. Sagnir gengu þannig í spilinu, austur gjafari og allir á hættu: 4 K8 * ÁDG9872 •f 76 * KG * G32 «* 6 ♦ - * ÁD10965432 * 9764 K543 * KG83 * 7 Austur Suður Þórður Ásm. 1 ♦ pass 3 ♦ 3 * Vestur Norður Þröstur Skúli 2 * 2 «* 5 * p/h Þröstur leyfði Þóröi að blása út í sínum lit og stökk síðan í 5 lauf. Með þeirri aðferö sýndi Þröstur til- tölulega veik spil (fyrir geimkröf- unni í upphafi) og engan áhuga á tígli austurs. Þar meö lauk sögnum og 5 lauf voru auðunnin. íslands- mótið í einmenningi var spilað í riðlum með forgefnum spilum og þessar sagnir komu fyrir í A-riðli. Þröstur og Þórður voru eina parið í þeim riðli sem fékk að spila fimm lauf og fékkst fyrir það hreinn topp- ur. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.