Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 32
ölur miðvikudaginn 24. 09.’97 7 11 12 29 35 Sw'-'-- Vinning&upphœð 306,975 Heildarvlnning&upphœð 38,762,700 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Franski ferðamaðurinn: Hjálparsveit- ir leita ' * Enn hefur ekkert spurst til franska ferðamannsins Michaels Leduc sem lögreglan hefur lýst eft- ir að undanfomu. Siðast er vitað um ferðir hans er hann fór með áætlunarbíl til Hvolsvallar. Síðdeg- is í gær og í gær- kvöld leituðu hjálparsveitir í óbyggðum fyrir austan. Leitar- flokkarnir fóru m.a. inn í Þórs- mörk og í sælu- hús á þessum slóðum, en urðu einskis varir. „Ég kem til með að skoða stöð- una betur þegar á daginn líður,“ sagði Jónas Hallsson aðstoðaryflr- lögregluþjónn við DV í morgun. „Það hafa borist fjölmargar vís- bendingar, eftir að við auglýstum, alls staðar að af landinu, og við verðum að kanna alla hluti sem berast til okkar.“ Leduc er 19 ára, með dökkt stutt hár, 1,82 cm á hæð og grannvax- inn. Hann gæti verið í rauðri úlpu og á brúnum gönguskóm. Hann er með grágrænan bakpoka og dökk- grænt tjald. -JSS •»* Skutull ÍS: Fullfermi í fyrsta túr „Já, þetta gekk bara nokkuð vel. Við vorum á rækju og komum með um 160 tonn að landi eftir um þriggja vikna úthald. Þetta er mjög gott í fyrsta túr með skipið en rækjan hefði kannski mátt vera betri en það er erfitt að flnna hana,“ sagði Tryggvi Eiríksson, skipstjóri á Skutli ÍS 180, við DV eftir jómfrúrferð sína „Við vorum bara héma norður í Kanti í tvær og hálfa viku og end- * uðum síðan í Langaneskantinum þar sem gekk mjög vel. En það er búið að vera mjög lítil rækjuveiði hér norður af undanfarið sem sést best á löndunartölum. Svo er verð- ið líka frekar lágt þessa dagana á rækjunni og þessi túr hjá okkur gerir til dæmis ekki nema um 19 milljónir. Þessi túr er því ekkert merkilegur því skipið tekur bara ekki meira í lestina. Það em marg- ir að koma með miklu meira að landi en þetta,“ sagði hinn feng- sæli skipstjóri sem er aðeins 25 ára gamall en hefur verið stýrimaður á Skutli frá því árið 1993. Skutull ÍS 180 er rétt um 1000 brúttótonna frystitogari og gerður _,út af Básafelli á ísafirði. -ÖB Ákvörðun dómsmálaráðherra um drenginn í Texas: Reynt að fá drenginn heim eftir eitt ár „Það lá fyrir tillaga um það frá starfshópi sem var að vinna í þessu máli að við myndum leita eftir því að drengurinn kæmi hingað eftir eitt ár, þegar í Ijós hefur komið hvernig þessi byijunarmeðferð hef- ur gengið. Ég féllst á þá tillögu." Þetta sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um Aron Ágústsson, 14 ára íslenskan dreng, sem dæmdur hefur verið í 10 ára fangelsi í Texas fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega tilburði gagnvart stúlku og dreng. í fyrradag funduðu fulltrúar fé lagsmála-, dómsmála- og utanríkis ráðuneytis um málefni Arons Einnig var á fundinum Bragi Guð brandsson, forstjóri Barnavemdar stofu. Bragi sagði að fjallað hefði verið um mál drengsins á grund- velli alþjóðasamnings Evrópuráðs- ins um fluming sakamanna sem ís- land og Bandaríkin væru aðilar að. Dómsmálaráðuneytið færi með for- sjá málsins. . Bragi hafði áður verið úti í Texas þar sem hann kynnti sér mál Arons rækilega. „Ég fór í gegnum rannsókn málsins eins og hún var gerð af lögreglu og bamavemdaryf- irvöldum. Ég fór í gegnum dóms- meðferðina og fylgdist m.a. með réttarhaldi í sams konar máli. Ég heimsótti þá stofnun sem drengur- inn dvelur nú á sem er greiningar- stöð. Loks skoðaði ég þá stofnun sem hann kemur til með að fara á að greiningu lokinni. Ég ræddi við lögmenn og ýmsa aðra sem höfðu með þetta mál að gera svo og drenginn og foreldra hans. Ég reyndi síðan að leggja heildarmat á málið, sem kom fram í mjög ítar- legri skýrslu, sem starfshópurinn úr ráðuneytunum hefur verið að vinna úr. Það er m.a. á grunni þessarar skýrslu sem hópurinn mælti með tiltekinni málsferð hvaö drenginn varðar." Dómsmálaráðherra sagði við DV í gær að fljótlega yrði farið að vinna að því að fá drenginn heim. Yrði bandarískum stjómvöldum gerð grein fyrir afstöðu íslenskra stjómvalda til málefna hans. -JSS íslenska landsliöið í handknattleik var heppiö að ná jafntefli gegn Sviss í Evrópuleik í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Tvö mörk á lokamínútunni færðu íslandi dýrmætt stig. Geir Sveinsson, sem hér skorar annað tveggja marka sinna, fékk rauða spjaldið á viðburðaríkum lokamínútum. Sjá bls. 16 og 25. DV-mynd BG CHALIM ALÍ PRÓFKJÖR! Veðrið á morgun: Hlýjast NA- lands Á morgun verður allhvöss sunnanátt og víða rigning fram eftm degi. Síðdegis snýst vindur í suðvestlæga átt með skúrum sunnan- og vestanlands en styttir upp norðan-og austanlands. Hiti 7-13 stig, hlýjast NA- lands. Veðrið í dag er á bls. 37 Lést eftir árekstur Bandarísk kona lést eftir harðan árekstur tveggja bíla á Hringbraut í Reykjavík á sjötta tímanum í gær. Bil sem ekið var austur Hringbraut var ekið í veg fyrir annan sem ók í vestur. Sá fyrrnefndi ætlaði að beygja inn á Laufásveg. Fjórir voru fluttir á slysadeild og var banda- ríska konan úrskurðuð látin þegar þangað kom. Hún var hér á ferða- lagi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu vom hinir þrír ekki taldir alvarlega slasaðir. -sv Umgengnisréttur Sophiu: Halim Al sýknaður Halim A1 hefur verið sýknaður, í undirrétti í Tyrklandi, vegna meintra umgengnisbrota á Sophiu Hansen. Áður hefur Halim verið dæmdur fyrir svipuð mál og fleiri ámóta bíða dómsmeðferðar. -sme Vegagerðin varð að grípa til þess ráðs að rjúfa veg við Freysnes í Öræfasveit í gær. Mikið hefur rignt á svæðinu og var vatn við það að flæða yfír veginn. Fjölga þurfti ræsum til þess að veita vatninu burt. -sv Noregur: Björk fær glimrandi dóma DV, Ósló: Öll stærstu dagblöð Noregs hafa birt dóma um nýjasta geisladisk Bjarkar. Þar kveður alls staðar við sama tón og Norðmenn eru stór- hrifnir. Það er mat flestra gagnrýn- enda að þama sé á ferð það besta sem komið hefur frá söngkonunni hingað til. -rt Enn skelfur fyrir norðan Enn mælast jarðskjálftahrinur á Norðurlandi. Að sögn Kristjáns Ágústssonar á Veðurstofunni mæld- ust tíu skjálftar á bilinu 1-2 á Richt- er frá miðnætti í nótt og þar til um áttaleytið í morgun. Þeir eiga upp- tök sin á sama stað og áður, norð- vestur af Gjögri. -JSS 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.