Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 8
8
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
María Ellingsen leikkona:
Indversk
sunnudagsmáltíð
„Þetta er kjarngóð og krydduð
máltíð, indversk að uppruna.
Yngsti bróðir minn, Örn, hefur
dvalið þar eystra langdvölum og
kom mér á bragðið. Þetta er réttur
sem alltaf heppnast vel,“ segir Mar-
ía Ellingsen sem fer með hlutverk
stórleikkonunnar Önnu Ólsen í
Beinni útsendingu í Loftkastalan-
um um þessar mundir. María er
sælkeri þessarar viku.
Hráefni
1 stór laukur
olía
3 hvítlauksrif
1 y2 tsk. rifið ferskt engifer
2 rauðir chili, ferskir
1 msk. karrí
Zi tsk. kardimommur
y2 tsk. kanill
1 tsk. kóriander
y2 tsk. svartur pipar
154 tsk. turmeric
3-5 tómatar
y2 tsk. salt
8 bollar vatn
y3 bolli gular lentilbaunir
y3 bolli rauðar lentilbaunir
V3 bolli grænar lentilbaunir
2 gulrætur
y2 zuccini, eggaldin eða kartöflur
125 g spínat
1 msk. púðursykur
Aðferð
Skerið allt grænmetið frekar
gróft. Hitið olíuna í wok potti, setj-
ið allt kryddið og hvitlaukinn,
saxaðan chilipiparinn og loks lauk-
inn í pottinn. Steikið stuttlega.
Bætið tómötunum og vatninu í
pottinn og látið suðuna koma upp.
Skellið restinni af grænmetinu og
baununum því næst í pottinn. Leyf-
ið þessu að malla við lágan hita í
10-15 mínútur. Hrærið púður-
sykrinum út i síðast. Kryddið eftir
smekk. Upplagt er að bera fram
hrísgrjón með þessum rétti.
„í þennan rétt má líka gjama
nota rófur og til tilbreytingar hef
ég stundum sett kókossmjör út í
um leið og vatnið. Fyrir þá sem
finnst eintómt grænmeti ekki vera
matur tíðkast líka að hafa lamba-
María Ellingsen leikkona býöur upp á indverskan sunnudagsrétt. DV-mynd E.ÓI.
kjöt með þessum rétti í Indlandi.
Það er skorið í teninga og steikt
um leiö og laukurinn og síðan látið
sjóða í 15 mín. áður en baununum
er bætt í.
-sv/-bjb
I
:
't
1
I
I
|
Brokkolí-
og tómatpott-
réttur
200 g makkarónur
matgæðingur vikunnar
Egill Úlafsson býður upp á birkisveppakássu:
Ræktaðir eru eins og pappír
„Ég fæst nær aldrei við að laga mat
á mínu heimili. Ástæðan er helst sú
að Tinna er einfaldlega meistarakokk-
ur og þá sjaldan að ég lagaði mat fyr-
ir strákana okkar, þegar þeir voru
litlir, bárust kvartanir. Lengi verður
„rúsínufiskurinn hans pabba“ í minn-
um hafður,“ segir Egill Ólafsson tón-
listarmaður, matgæðingur vikunnar.
EgHl segir að oft gerist
það að hann standi við
hlið Tinnu þegar hún sé
að undirbúa matseldina.
Hann forvitnast þá um
það hvernig hún hand-
leikur hráefnið og bragð-
bætir þar til undantekn-
ingarlaust bragðgóður og
oftast hollur rétturinn er
ijúkandi á borðum.
Með tilfinningu
„Það sama á
við um
matargerðarlistina
og aðra list. Það
dugir ekki að vita
hvernig á að
gera hlutina.
Tilfinningin
þarf að vera á
takteinum,
tilfinningin
fyrir
hráefninu, hitanum, ílátinu, krydd-
inu, tímanum, gestunum, tilefninu,
veðrinu, hráefninu, borðbúnaðinum
o.s.frv. Meistarakokkurinn Tinna seg-
ist aldrei geta gefið upp nákvæmar
uppskriftir. Ég hef nokkum veginn í
kollinum uppskrift að einum uppá-
haldsrétti mínum, rétti sem er sér-
staklega viðeigandi á haustin. Aðal-
hráefnið er enda íslenskir villisvepp-
ir sem við tínum síðsumars í skóg-
lendi rétt ofan við Reykjavík."
Egill segir að tína verði sveppina
með gát því sumar tegundirnar séu
eitraðar. Sá sveppur sem bragðast
best að hans mati er kúalubbinn, eða
birkisveppurinn, og vex hann í
námunda við birkitré.
„Ég fullyrði að ræktaðir sveppir
bragðast eins og pappír í samanburði
við rétt matreidda kúalubba. Best er
að velja unga sveppi og eru þá legg-
irnir sérstaklega kjötmiklir. Svamp-
kennda lagið undir hattinum er
yfirleitt fjarlægt á staðnum enda
fljótt að verða afætum og örvemm að
bráð, nema sveppurinn sé þeim mun
yngri. Góð karfa af sveppum dugar í
nokkrar kássur. Best er að steikja þá
strax eftir skógarferðina í olíu á
pönnu og frysta þá sem ekki á að nota
að svo stöddu.
Birki-
sveppakássa
Græn ólifuolía er hituð á pönnu.
Tveir laukar saxaðir, 3-4 langskomar
gulrætur og spergilkál kubbað niður.
Allt sett hvað á eftir öðru á pönnuna.
Fersk engiferrót rifin niður á rifjárni
(góður þumall). Ein tsk. timjan, y2 tsk.
cayennepipar, óreganó, hvítur pipar
og salt. Látið krauma í 5-10 mín.
Þá er góð msk. af Oscar-kjúklinga-
krafti og tvær stórar msk. af rjóma-
osti settar í skál og leystar upp í Z2 til
1 bolla af sjóðandi vatni. Því er svo
hellt yfir kássuna ásamt pela af
rjóma. Forsteiktir sveppirnir, um
400-500 g, er settir út
í og 2 msk. japönsk
soja. Allt látið
krauma í 5-10
mín. í viðbót.
Þetta er gott
sem meðlæti
með nýjum
soðnum kart-
öflum og
fersku salati.
Ekki er ónýtt að
hafa með vel kælt
hvítvín, hálfþurrt.
„Ég tilnefni næstu
matgæðinga, þau
Ragnheiði Ólafs-
dóttur, systur
míne, og mág,
Pjetur Maack.
Þau eru bæði
meistara-
kokkar,“ seg-
ir Egill
Ólafsson.
-sv
Húsmóöirin, Tinna Gunnlaugsdóttir, er meistarakokkurinn á heimilinu en Egill Olafsson er greinilega lið-
tækur smakkari. DV-mynd Pjetur
salt
750 g ferskt brokkolí
1 laukur
8 tómatar
100 g beikon
200 g sýrður rjómi
4 egg
75 g emmental ostur
25 g smjör eða smjörlíki
Aðferð
Sjóðiö makkarónumar
því sem næst alveg (al
dante) miðað við leiöbein-
ingar á pakka. Sigtið
snöggt undir köldu vatni,
leyfið að þorna.
Þvoið brokkolíið og
skerið i hæfilega bita.
Sjóðið í söltu vatni í 8-10
mín. Sigtið.
Afhýðið og skerið lauk-
inn, afhýðið og kjarn-
hreinsið tómatana. Skerið
langsum í tvennt. Fjarlæg-
ið frækomin.
Skerið beikonið í bita,
steikið á pönnu. Setjið
laukinn út í og steikiö í
tvær mín. Þeytið saman
sýrða rjómanum, eggjun-
um og ostinum.
Smyrjið eldfast mót og
setjið allt gumsið út í.
Hellið eggjablöndunni
yfir. Setjið nokkrar smjör-
klípur ofan á réttinn og
bakið í 200° heitum ofni í
um 35 mín.
I
I
:
I
f:
I
I
l&d
Spagettímeð
grænmeti
og rækjum
Pastaréttir hvers konar em sí-
vinsælir á hverju heimfii. Hér
kemur einn þægilegur og án efa
afar bragðgóður.
Hráefni
3 gulrætur
2 zucchini
4 skalotlaukar
400 g spagettí
salt
2 msk. ólífuolía
1 bolli sýrður rjómi
cayennepipar
safl úr V2 sítrónu
400 g rækjur
fersk lauf og sítrónubitar til skrauts
Aðferð
Afhýðið gulræturnar og þvoið
grænmetið. Skerið gulræturnar og
zucchini í strimla. Skerið skalot-
laukinn í hringi. Sjóðið pastað þar
til það er næstum því tilbúið (al
dente) í hæfilegu magni af söltuðu
vatni. Farið eftir leiðbeiningum á
pakka.
Hitið olíuna á pönnu og sjóðið
grænmetið létt á pönnunni í um
þrjár mínútur. Sigtið vatnið af
spagettíinu og blandið saman við
grænmetið. Setjið rjómann út í og
síðan rækjumar. Hitið að nýju.
Bragðbætið grænmetisspagettí-
ið með smá salti, sítrónusafanum
og ögn af cayennepipar.
Grænmetis lasagna
12 lasagnaplötur
2 laukar
2 stórar gulrætur
1 ferskur blaðlaukur
250 g ferskir sveppir
4 msk. olífuolía
2 stilkar ferskt eða 1 tsk. mulið
timjan
salt og pipar
2 tsk. hveiti
200 g sýrður rjómi
250 ml mjólk
100 g rifinn goudaostur
2 msk. brætt smjör
Tómatsósa
370 g tómatar í bitum (t.d.
al Gusto frá Knorr.)
steinselja
Tomato
Aðferð
Afhýðið og skerið laukinn og
gulræturnar. Þvoið blaðlaukinn og
skeriö hann tvisvar langsum,
Skerið síðan í hringi. Þvoiö,
þurrkið og skerið sveppina.
Steikið laukinn í olíunni þar til
hann er orðinn gulbrúnn og bætið
síöan restinni af grænmetinu út í.
Steikið í 15 mín.
Stráið hveiti yfir grænmetið og
hrærið. Bætið sýrða rjómanum og
mjólkinni út í. Látið malla án loks
i 2 min. til viðbótar. Kælið.
Smyrjið eldfast mót og setjið
pastaplötur í botninn. Setjið hluta
af grænmetinu út á plöturnar.
Stráið osti yfir. Setjið þá aftur plöt-
ur, grænmetisblönduna og ost þar
til allt er búið.
Pastaplötur eru efst. Setjið smjör
og rifinn ost yfir plötumar. Bakið við
180° í 30 mín. Ef toppurinn brúnast of
snöggt setjið álpappír yfir.
Hitið tómatsósuna í potti. Bland-
ið persillunni út i. Berist fram heit
með lasagnainu. -sv
■asiiiggeaiiMMiJiiii—