Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Síða 16
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 16 viðtal Þekktasta leikkona Þjóðverja leikur Maríu í samnefndri kvikmynd Einars Heimissonar: - segir Barbara Auer um íslenska kvikmyndatökufólkið eins og ég upplifði hana. Eg er vitaskuld búin að sjá myndina en ég er ekki viss um að ég sé alveg dómbær á það hvort myndin sé góð. Ég er vissulega ánægð með hvemig til tókst og er viss um að hún á eftir að verða vinsæl á íslandi og í Þýskalandi. Efnið höfðar til þessara þjóða en ég er ekki viss um að hún geti átt eftir að ná athygli alls heimsins." Stundum verulegur ágreiningur Barbara viðurkennir að upp hafi komið ýmsir erfiðleikar í tengslum við töku myndarinnar. Fjármagn hafi verið af skornum skammti og því hafi enginn tími gefist til þess að bíða eftir „Ég hef áður unnið með ungum leikstjórum sem hafa verið að gera sína fyrstu mynd og ég hef sjaldan séð eftir því. Ég hafði því ekki áhyggjur af því þótt ungur og óþekktur leikstjóri ætti að gera þessa mynd. Ungir leikstjórar era yfirleitt fullir af eldmóði og það er gaman að vinna með slíkum mönnum. Ég varð strax heilluð af handritinu. Það fjallar um hluta þýskrar sögu sem ég þekki ekki og veit að Þjóðverjar þekkja almennt ekki heldur. Ég þurfti ekki langan tíma til þess að ákveða að taka að mér þetta hlutverk," segir Barbara Auer, án efa frægasta leikkona Þjóðverja nú. Barbara leikur Maríu í samnefndri kvikmynd Einars Heimissonar sem frumsýnd var í Regnboganum í gærkvöld. DV sló á þráðinn til hennar til Hamborgar í vikunni þar sem hún býr um þessar mundir. Leikkonan ber íslendingum og íslandi afar vel söguna og segist myndu koma án þess að hugsa sig um ef henni yrði boðið að taka þátt í annarri mynd, líkaði henni handritið. Betri örlög I kynningum um myndina segir að sagan um Maríu sé saga gleymdra kvenna sem flýðu hörmungar eftirstríðsáranna i Þýskalandi og komu til íslands í von um betra líf. Fyrir tilstilli bændasamtakanna á íslandi komu um 300 konur hingað frá flóttamannabúðum í Slesíu. Samtökin settu auglýsingar í þýsk blöð árið 1949 þar sem helstu gæðum landsins var lýst meö fallegum orðum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hinar stríðshrjáðu konur vildu koma hingað og reyna að búa sér betri örlög. Með vonina í farteskinu réðu þær sig til ráðskonustarfa í alla landsfjórðunga þessa ókunna lands, fullar óvissu. Sumar fundu það sem þær leituðu að, aðrar ekki. Rugluðu mig í ríminu „Mér finnst saga Maríu spennandi og áhrifamikil. Það þarf mikinn styrk til þess að rifa sig upp eins og þessar konur gerðu. María fer út í óvissuna og hefur þann styrk sem þarf til þess að spila rétt úr spilunum til þess að lifa af í ókunnugu landi,“ Aðspurð hvernig henni hafi gengið að setja sig inn í persónu Maríu segir hún það ekkert hafa verið erfiðara en gengur og gerist með hlutverk almennt. Hún segist hafa hitt nokkrar konur sem fóru til íslands á þessum tíma en búa nú í Þýskalandi. „Ég ákvað að fara og hitta þessar konur til þess að vita hvort það myndi hjálpa mér við persónusköpunina. Það var samt svo skrýtiö að eftir að hafa talað við þær var eins og þær rugluðu mig alveg í ríminu. Þær eiga hver sína sögu og hafa frá ólíkum hlutum að segja. Niðurstaða mín var að hætta að hugsa um þær en einbeita mér þess i staö að því að túlka Maríu betra veðri eða gera hlutina nákvæmlega eins og allir hefðu viljað. Tökum á íslandi lauk á fjóram vikum. „Við Einar höfðum ólíkar hugmyndir um hvemig ætti að gera ýmsa hluti, sérstaklega í tengsliun við hinar kvenlegu tilfmningar. Stundum var ágreiningurinn verulegur, stundum eðlilegur. Ef maður hefur nægilega reynslu getur verið nauðsynlegt fyrir mann að fylgja tilfinningu sinni fast eftir. Stundum er ágreiningur, jafnvel gott rifrildi, af hinu góða og ég hugsa að þetta hafi veriö jafnerfitt fyrir Einar og mig á stundum. Einar var að gera sína fyrstu stóru mynd og ég var ekki alltaf sammála honum. Enda þegar ég horfi til baka þá hugsa ég að ég hafi leikið eftir minni tilfinningu, ekki endilega Einars,“ segir leikkonan hreinskilnislega. Las Laxness Barbara Auer segist nánast ekkert hafa vitað um ísland þegar hún var beðin að leika þetta hlutverk. Með handritinu fékk hún spólu með stuttmynd eftir Einar og henni leist vel á hana. Næsta skref hjá leikkonunni var að lesa Laxness. Hún segir sér hafa fundist landið eitthvað svo langt í burtu. Þjóðverjar fari yfirleitt suður á bóginn í frí, ekki norður. „Það litla sem ég vissi var að landið var einhvers staðar langt í burtu, í norðrinu. Við þekkjum vitaskuld Björk og vitum að hún er frá Islandi. Hún er mjög vinsæl hér í landi. Ég hafði einnig eitthvað heyrt um hvalveiðar, jöklana og fólkið á þessu fjarlæga landi.“ Aðspurð hvernig henni hafi litist á fólkið segir Barbara að hinn dæmigerði íslendingur eigi að vera víkingur með sítt ljóst hár og mikið skegg. Þannig sé það vitaskuld ekki. Hún segir sér hafa fallið afar vel við íslendinga. Margir hafi þekkt Þýskaland og getað talað þýsku. „Ég skammaðist mín nokkuð þar sem ég gat enga íslensku talað, fyrir utan að nú get ég sagt „Skál!“ Ég verð að segja að íslenska tökuliðið er það besta sem ég hef unnið með. Það hafði augljóslega brennandi áhuga á því sem það var að gera, þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu,“ segir Barbara og bætir við að hún skjalli ekki þetta fólk að ástæðulausu. ígóðuskapi Leikkonan segir íslendinga hafa meira skopskyn en Þjóðverja. Þeir séu yfirleitt alltaf í góðu skapi og láti erfiðleika ekki hafa áhrif á lundarfarið. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort það sé sérstaða íslendinga að syngja mikið en allur söngurinn hafi þó komið sér á óvart. „Ég man sérstaklega eftir degi þar sem við vorum að taka niður við ströndina. Við þurftum að ganga nokkuö langa leið og kvikmyndahópurinn þurfti að bera allt dótið, þunga byrði. Ég veit að í Þýskalandi hefðum við bölvað og ragnað alla leiðina yfir þessum ósköpum sem á okkur væri verið að leggja. Þeir sungu bara," segir Barbara hissa. „Og þegar veðrið var sem verst gat tökuliðið átt það til að bregða sér í alls konar leiki í stað þess að sökkva sér niður í einhver leiðindi." Undirritaður spuröi að sjálfsögðu hinnar margfrægu spumingar, how did you like Iceland? Og sem betur fer varð hann ekki fyrir vonbrigðum. „Ég varð strax stórhrifin. Ég Barbara segist vera í góöu sambandi meö manni sem einnig vinnur viö kvikmyndir. Hún segir þaö gott þar sem þau skilji þá starf hvort annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.