Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Side 23
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 23 ÉSHLv ■^ímhP ■iÉÉfMfeái Eiður Guðnason, sendiherra Islands í Noregi. Hann segir samskipti þjóðanna öll vera á kurteisisnótum þrátt fyrir að oft hafi snurða hlaupið á þráðinn. Annasamt hjá sendiráði Islands í Noregi: Áhugi Norðmanna á Islandi vaxandi f' aMjjpwMM mLi Sanwist Fjöískylduráðgjöf Foreldrar í Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg Á vegum Samvistar - fjölskylduráðgjafar Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar verður haldið námskeið um hlutverk og mikilvægi foreldra í nútímasamfélagi. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 9. október kl. 20. Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 1266. ^SOOtHn^s^nin^arsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 ^ TM-HÚSOÖON Síðumúla 30 -Sími 568 6822 vorur i Opið laugardaga 10-16 ■ Derhúfur - alpahúfur f2 stærðir) ■ Hattar HIH5ID Mörkinni 6 ■ simi 588-5518 - segir Eiður Guðnason sendiherra DV.Qsló:____________________________ „isíand hefur mjög mikla sér- stöðu í hugum nær allra Norð- manna. Þegar maður hittir fólk hér og það veit að um islending er að ræða þá segir það gjarnan að ísland sé stórkostlegt land og þangað verði það að koma. Ég verð var við að það er mikill og vaxandi áhugi hjá fólki að heimsækja landið," segir Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Nor- egi, í samtali við DV. Hann segir áhuga Norðmanna á íslandi eiga sér sögulegar rætur og hann tengist ekki endilega vaxandi áhuga ann- arra þjóða á íslandi. „Ég hef orðið var við áhuga ann- arra þjóða í þessum efnum og það er góð uppsveifla í þessum málum. Það er auðvitað gaman að frétta af hlut- um á borð við það að tvö þúsund Japanar séu væntanlegir til íslands að skoða norðurljósin. Það hefur þá loksins ræst draumurinn frá því í gamla daga um að selja norðurljós- in,“ segir hann. Erfitt að fá far háðan Eiður segir að í Ósló starfi tvær ferðaskrifstofur sem sérhæfi sig í ís- landsferðum og hann viti ekki ann- að en þeim vegni báðum vel. „Það er mikið um að fyrirtæki sendi hópa starfsfólks til íslands og gefi þeim kost á að kynnast landinu. Enda var það þannig í sumar að mjög erfitt var að fá far héðan og heim með skömmum fyrirvara og mörg dæmi þess að fólk hafl þurft að fara um Kaupmannahöfn," segir hann. Eiður hefur verið sendiherra ís- lands með aðsetur í Ósló í hartnær 4 ár. Hann segir mikil verkefni vera hjá sendiráðinu. Þau felist í þjón- ustu við á 4. þúsund íslendinga sem búsettir séu í Noregi auk þess að sitja fundi fyrir íslands hönd í Nor- egi. Við sendiráðið eru 4 starfsmenn auk bílstjóra. Laun hærri en heima „íslendingar í Noregi er ákaflega vandræðalítið fólk og við höfum sem betur fer lítið af erfiðum mál- um. Okkar helsta starf gagnvart þeim er útgáfa vegabréfa og upplýs- ingagjöf. Margt af þessu fólki hefur verið hér mjög lengi. Það hefur ver- ið hér gott atvinnuástand undanfar- in ár og hingað hefur komið talsvert af iðnaðarmönnum og einnig nokkr- ir læknar auk námsmanna. Það er skortur á vinnuafli auk þess að laun eru hærri en heima en á móti kem- ur að flest er dýrara. Það eru 43 er- lend sendiráð hér í Ósló og af þeim eru 22 sem hafa ísland á sinni könnu. Það fer óneitanlega nokkur tími í að sinna samskiptum við þau þó við séum ekki með neitt forsvar gagnvart þeim í sjálfu sér að öðru leyti en því að vera íslenskt sendi- ráð. Það þarf ekki að kvarta undan verkefnaskorti hér og það hefur ver- ið af nógu að taka.“ Ekki undan neinu að kvarta Fiskveiðideilur íslands og Noregs hafa mætt mikið á sendiherra ís- lands og mál á borð við Sigurðar- málið í sumar, Hágangs- og Björg- úlfsmál hafa öll komið til kasta sendiráðsins. Eiður segist þó ekki hafa undan norskum stjórnvöldum að kvarta í þeim málum. „Samskiptin hafa verið ágæt í sjálfu sér. Menn hafa auðvitað hald- ið sinum málum fram af festu á báða hóga en þetta hefur verið allt á nótum kurteisinnar. Það mæðir auðvitað á sendiherra jafnt sem öðr- um starfsmönnum sendiráðsins þeg- ar einhverjar snurður hlaupa á þráðinn. Þá þarf maður að vera vak- inn og sofinn yfir þessu," segir Eið- ur Guðnason sendiherra. -rt Opið alla daga til 21 jydHi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.