Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 27 fréttaljós Læknirinn sem kaupir hús handa gyðingum í arabíska hluta Jerúsalem: Auðgaðist á braski og bingórekstri Bingómilljaröamæringurinn, læknirinn og gyðingurinn Irving Moskowitz safnar ekki Rembrandt, antíkbronsi eða sjaldgæfum fornbíl- um eins og margir auðkýfingar. Moskowitz er haldinn alveg sér- stakri ástríðu. Markmið hans í líf- inu er að kaupa jarðir og fasteignir í Austur-Jerúsaiem, arabíska hluta borgarinnar. En það er ekki í þeim tilgangi að braska sem Moskowitz stendur í þessum kaupum heldur til að taka þátt í pólítíska spilinu sem á sér stað í Miðausturlöndum. Takmark Moskowitz er að grafa undan friðar- umræðunum, sem staðið hafa í fjög- ur ár. Það er skoðun hans að friðar- ferlið sé byggt á loftköstulum og svikum. Hagnaðist á braski og bingospili Moskowitz , sem er 69 ára gamall og fæddur í Bandaríkjunum af fá- tækum foreldrum, fjármagnar sjálf- ur þær hreyfmgar rétttrúaðra gyö- inga sem setjast að á svæðum Palestínumanna. Hann á lúxusvillu á Miami Beach í Flórída. Hann hef- ur hagnast á fasteignaviðskiptum, byggingu sjúkrahúsa og bingóspili. Nýlega olli taka tveggja húsa í hverfinu Ras al-Amud í Jerúsalem kreppu í ísraelsku stjóminni. Húsin eru á því svæði sem Palestínumenn krefjast að verði framtíðarhöfúð- borg þeirra. Moskowitz leigði húsin ísraelum. Moskowitz og ísraelamir héldu því fram að ísraelska stjórnin hefði ekki sýnt fram á að vera þeirra í Austur-Jerúsalem stofnaði þjóðaröryggi í hættu. Eftir flutning Israelanna í húsin efndu Palestínu- menn til mótmæla. Átök bmtust út í kjölfarið milli lögreglu og Palest- ínumannanna. Erlent fréttaljós Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, kallaði á sinn fund ör- yggisráðgjafa til að ræða til hvaða ráða væri hægt að grípa. Netanyahu óttaðist að fengju ísraelamir að vera um kyrrt í húsunum myndi deilan við Palestinumenn versna auk þess sem hætta væri á blóðug- mn óeirðum eins og þeim sem urðu er opnuð voru umdeild göng í Jer- úsalem í fyrra. Netanyahu tókst loks að komast að samkomulagi við ísraelana um að þeir yfirgæfu húsin af fúsum og frjálsum vilja gegn því að ísraelskir námsmenn fengju að flytja inn í þeirra stað og gera endurbætur á húsunum. Fjármagnar baráttu gegn Palestínumönnum Fyrrnefnd hús í Ras al-Amud hverfinu em bara tvö af mörgum sem Moskowitz hefur, svo lítið bar á og með aðstoð útsendara, keypt til að styrkja rétttrúaða gyðinga í bar- áttu þeirra við að hrekja Palestínu- menn frá hinni helgu borg. Með aðstoð ísraelanna, sem fluttu inn í húsin tvö, tókst Moskowitz að vekja athygli á málstað sínum um allan heim. Það var Moskowitz sem í fyrra fjármagnaði byggingu hinna sögu- lega ganga nálægt helgidómi múslíma í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. í kjölfar opmmar gang- anna bmtust út blóðug átök sem kostuðu áttatíu menn lífið. Palestínumaður stendur uppi á ísraelskri leigubifreið og kastar grjóti að öðrum í hús í Ras al-Amoud hverfinu í austurhluta Jerúsalem fyrr í þessum mánuði. Eina rétta leiðin Irving Moskowitz hefur alltaf lýst yfir undrun sinni þegar hann hefur verið spurður hvaða ástæður liggi að baki gerða hans. Hann hefur jafnframt sýnt fyrirlitningu þegar fullyrt hefur verið að hann spili bingó með líf ísraela og Palestínu- manna. Hann lítur á leiðina, sem hann hefur valið, þá einu réttu. Markmið Moskowitz núna er að reisa stóra byggð gyðinga, með minnst 70 íbúðum, efst á hæð nokk- urri í arabíska hluta Jerúsalem. Ef af þvi veröur kann það að hafa af- drifarík áhrif á friðarferlið í fram- tíðinni. Moskowitz var ungur þegar hann þénaði fyrstu milljónimar sínar, hann var þá nýlega búinn að ljúka námi í læknisfræði. Hann er níundi í röðinni af tólf systkinum og ólst upp við kröpp kjör. Pilturinn var hins vegar metnaðarfullur og það var metnaðurinn sem rak hann í gegnum háskólanámið. Þegar því lauk freistaði hann gæfúnnar í Kali- fomíu og fjárfesti í sjúkrahúsbygg- ingu með því að leggja fram litla upphæð. Síðan hefur hann látið byggja og selt yfir tuttugu lítil sjúkrahús. Síð- bíl til að mótmæla flutningi gyðinga Símamynd Reuter. ustu tíu árin hefur hann einnig rek- ið eitt af stærstu bingófyrirtækjum Kaliforniu. Það er eingöngu hagn- aðurinn af bingóspilunum sem hef- ur farið í pólitísk fasteignakaup Moskowitz í Jerúsalem og nágrenni. Missti 120 ættingja í seinni heimsstyrjöldinni missti Moskowitz 120 ættingja í gasklefum nasista. Hann hefur borið Yitzhak Rabin, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem var myrtur, við Neville Chamberlain, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, sem árið 1938 tókst að „friðmælast" við Þjóðverja i“~St Bingómilljarðamæringurinn Irving Moskowitz. Gyðingar í garði húss Moskowitz í Jerúsalem. Benjamin Netanayhu, forsætis- ráöherra ísraels, miðlaði málum. með þvi að selja Tékkóslóvakíu. Moskowitz hefur lýst friðarsam- komulaginu, sem gert var í Ósló, og núverandi friðarumleitunum i Mið- austurlöndum, þegar ísraelar skipta á landi gegn loforðum um frið, sem hægfara en öruggu sjálfsmorði ísra- elska rikisins. Með jarðakaupum sínum og stuðn- ingi við landnám gyðinga vonast Irving Moskowitz til að geta bjarg- að ísraelsku þjóðinni. Berorðar yfirlýsingar hans og framferði, sem er ekki beinlínis diplómatískt, hafa sætt gagnrýni, ekki síst í Washington þar sem hann hefur átt þátt í að sundra þrýstihópi gyðinga sem er sterkur og yfirleitt mjög samheldinn. Hann ver sig með því að segja að hann notfæri sér aðeins rétt sinn. Hann noti fé sitt til að kaupa jarðir. Sum- ir líta á Moskowitz sem hetju. Aðrir kalla hann þrjót. Áratugum á eftir Sjálfur skrifaði hann í Jerúsalem Post áriö 1990: „Þeir, sem krefjast að svartir fái rétt til að setjast að hvar sem er í Jóhannesarborg en fordæma sam- tímis gyöinga, sem krefjast sama réttar til að búsetja sig þar sem þeir vilja í Jerúsalem, eru áratugum á eftir samtímanum." Þó svo að Netanyahu hafi viljað miðla málum í Jerúsalem í þetta sinn, þegar Madeleine Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, var nýfarin frá ísrael þar sem hún hafði reynt að fá menn til að hefja friðarviðræður á ný, hafa menn ekki gleymt yfirlýsing- um hans um að Jerúsalem verði aldrei skipt. í þessari viku tilkynnti Netanyahu auk þess að haldið yrði áfram að reisa hús fyrir ísraelska landnema á Vesturbakkanum. Friðarviðræður ísraela og Palest- ínamanna hafa legið niðri síðan í mars þegar Netanyahu hrinti í framkvæmd áætlun um að reisa þúsundir íbúða fyrir gyðinga í arab- íska hluta Jerúsalem. í kjölfarið fylgdu sjálfsmorðsárásir Palestínu- manna gegn ísrael. Samkvæmt ný- legri skoðanakönnun styður aukinn fjöldi Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu sjálfs- morðsárásir gegn ísraelska ríkinu. Byggt á Jyllands-Posten og Reuter REYK- SKYNJARI GETUR VERIÐ LÍFGJAFI Margar geröir fyrir mismunandi staðsetningar. Minni um sig en eldri gerðir. Allar gerðir eldvarnatækja. Þjónustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. □ ELDVARNAMIDSTOOIN UF ÓLAFUR GISLASON & CO. HF. SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.