Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Side 33
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 41 Morðsaga sýnd á ný eftir 20 ár: Ævintýri út í gegn - segir Þóra Sigurþórsdottir sem lék aðalhlutverkið „Eg hef ekki séð myndina í þessi 20 ár og er ekki búin að fara núna. Ætli ég laumist ekki eitthvert kvöldið," segir Þóra Sigurþórsdótt- ir leirlistarkona en hún lék aðal- hlutverkið í myndinni Morðsögu Þóra í Morösögu fyrir 20 árum. Hér er hún ásamt Elvu Gísladóttur. sem fyrst var frumsýnd 12. mars 1977. Háskólabíó hefur tekið mynd- ina til sýningar á ný í tilefni af 20 ára afmælinu. Myndin er fyrsta is- lenska kvikmyndin í lit í fullri lengd og hefur verið talað um hana sem upphafið að íslenska kvik- myndavorinu sem hófst 1979. Þótti gagnrýnendum sem unnið hefði verið þrekvirki með gerð hennar. Þóra segir það tilviljun eina að hún skyldi veröa fyrir valinu í þetta hlutverk. Hún hafi fengið sumarstarf í verslun og þar hafi kona Reynis Oddssonar leikstjóra tekið eftir henni og spurt hvort hún væri ekki til i að koma í prufumyndun. Valdi leirlistina „Mér fannst þetta spennandi og þetta æxlaðist einhvern veginn þannig að ég fór og var síðan valin. Ég hafði ætlað mér í leiklistar- eða myndlistarskóla og þetta hentaði mér því vel á sínum tima.“ Þóra þótti standa sig vel í hlut- verkinu en engu að síður hefur hún ekkert leikið siðan í Morðsögu. Hvernig stendur á því? „Ég var ung, aðeins 17 og 18 ára, þegar tökumar fóru fram og mér fannst erfitt að vera þekkt andlit á íslandi. Síðan varð myndlistin ein- faldlega fyrir valinu. Það er nú ein- hvern veginn alltaf svo að maður getur ekki gleypt allan heiminn í einu, jafnvel þótt maður feginn vildi á stundum. Maður er sífellt aö velja og hafna,“ segir Þóra. Hún segir leikinn í Morðsögu hafa verið skemmtilega reynslu og í Þóra Sigurþórsdóttir er á fullu í leirlistinni í dag, tók hana fram yfir leiklistina þrátt fyrir leikinn í Morösögu. DV-mynd GVA raun hafi þessi vinna verið eitt æv- intýri út í gegn. Hún segist hafa kynnst miklum fjölda af góðu fólki og sér alls ekki eftir þvi að hafa ver- ið með. „Þetta var skemmtilegt en jafn- framt erfitt. Ég hugsa stundum um það hvemig það hefði verið ef ég hefði farið í leiklistina en ég er mjög sátt við þá leið sem ég valdi,“ segir Þóra Sigurþórsdðttir leirlist- arkona. -sv • *# '5 « DV, Djúpavogi: kvæmdir fyrir 300 milljónir." Það fer ekki fram hjá neinum sem gefur þróuninni á landsbyggðinni einhvern gaum að mikið er um fólksflutninga þaðan. Einn þeirra staða sem á undir högg að sækja er Djúpivogur. Á síðasta ári fluttu það- an 34 eða rúmlega 6% íbúa. í ár hef- ur einnig verið hreyfing á fólki. At- vinnumálin era áhyggjuefni. Botn- fiskvinnslan er að mestu komin út á sjó vegna lélegrar afkomu í land- vinnslu. í vor fengu framhalds- skólanemar ekki sumarvinnu hjá Búlandstindi hf., stærsta atvinnu- rekandanum, eins og verið hefur undanfarið ár. Sveitarfélagið sá þeim nemum, sem komu heim, fyr- ir vinnu. Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps í 11 ár, settist 1. september sl. aftur í stól sveitar- stjóra eftir að hafa verið í árs- fríi. Hann telur landsbyggð- ina eiga bjarta framtíð. Þar sé gríðarlegur mannauður, vinsamleg og fjölskyldu- væn samfélög. „Til marks um upp- gang sem hefur verið hér má geta framkvæmda sl. 11 ár. Grunnskólinn hef- ur verið bættur á ýmsa vegu. Byggð vom leik- skóli, heilsugæslustöð, — íþróttahús og dvalar- _ heimili aldraðra. Lista- “ og menningarmiðstöð Unga fólkið skilar sár Fyrir nokkrum árum var Djúpi- vogur með lægsta meðalaldur á landinu. Ólafur segir unga fólkið hafa skilað sér í mikl- um mæli heim og stofnað heimili á Djúpavogi. En nú léyni sér ekki að a íí a __________ var opnuð í Löngubúð. Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, kominn til starfa á ný Um er að ræða fram- eítir ársfrí. DV-mynd Hafdís Erla uggur sé í fólki út af straumi fólks til suðvesturhornsins. „Ég tel það skyldu sveitarstjórn- armanna að bregðast við á einhvern hátt. Mikilvægur þáttur til að spoma við þessari þróun er flutn- ingur verkefna frá ríki til sveitarfé- laga. Til þess þarf að stækka sveit- arfélögin meö sameiningu. Á Aust- urlandi sé ég fyrir mér 5 sveitarfé- lög. Góðar samgöngur milli staða er annað grundvallaratriði. Áhugavert væri fyrir sveitarstjórnarmenn á Austurlandi að hann yröi reynslu- fjórðungur sem þýðir að hann tæki að sér fjölmörg verkefni sem nú eru á vegum ríkisins. Það er blóðugt að sjá hvað ríkisgeirinn stækkar hratt á Reykjavíkursvæð- inu,“ segir Ólafur. Hann tekur Póst og síma sem nærtækt dæmi. Þar fjölgi störfum á kostnað landsbyggðarinnar. „Menn finna út að Póstur og simi megi ekki vera eitt hlutafélag svo það er stofnað annað sem heitir íslandspóstur, með til- heyrandi forstjóra og lík- lega 12-14 deildar- stjórum á þokka- legum launum. Fundið er út að hækka þurfi póst- burðargjöld á blöð og tímarit. Þetta bitnar nær ein- göngu á lands- byggðinni. Þar má segja að við séum komin í hring, hækka þarf gjöldin til að fjármagna yfirstjórn- unina í Reykjavík." Bráðfyndin ____________na Hafur segir hana í raun bráð- fyndna þá pössunarstefnu sem ríki hjá embættismönnum. Hægt sé að lýsa henni í hnotskum varðandi meðferð á áfengi. „Við megum fara á bar og kaupa okkur bjór á 500 kall en við höfum ekki völ á að fara út í búð og kaupa hann á 160-180 kr. í Danmörku er sagt að þessi sala sé um 20% af veltu smásöluverslana. Ef bjórinn væri seldur í verslunum um aðeins 10% af þeirri veltu myndi það vera þáttur í því að lækka vöruverðið sem er því miður oft á tíðum allt of hátt úti á lands- byggðinni. Ég hugsa oft um orð Höskuldar Jónssonar að ekki sé hægt að búast við að rekstur vín- búðar gæti borið sig á smástöðum þar sem skóbúð geti ekki einu sinni þrifist. Með þessu er ég að segja að ýmsir svona þættir, sem virka ekk- ert merkilegir, gætu átt þátt í að skjóta styrkari stoðum undir dreif- býlisverslun og lækka þar með framfærslu fólks á landsbyggðinni með lækkuðu vöruverði. Okkur hlýtur að vera treystandi til að fara vel með ölið þó það sé keypt úti í búð,“ segir Ólafur og glottir. -Hafdís Erla Úlafur Ragnarsson sestur í sveitarstjórastólinn á Djúpavogi eftir ársfrí: Blóðug stækkun ríkisgeirans á suðvesturhorninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.