Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
51
________________________________________________________ bridge
•k ir i
Islandsmótið í einmenningi 1997:
l
l
t
l
l
i
Þröstur Ingimarsson vann öðru
Þröstur Ingimarsson sigraði öðru
sinni á íslandsmeistaramóti i ein-
menningskeppni sem haldið var um
sl. helgi í Bridgehöllinni við Þöngla-
bakka. Þröstur háði harða keppni
við felaga sinn, Erlend Jónsson, um
titilinn en svo einkennilega vildi til
að þeir voru makkerar í síðustu
þremur spilunum en þá skildi að-
eins eitt stig á milli þeirra. Salurinn
átti þá eftir að bera saman nokkur
spil og svo fór að lokum að Þröstur
vár þremur stigum hærri.
Annars hafði Eggert Bergsson
unnið fyrstu tvær lotumar af þrem-
ur nokkuð örugglega og hafði nokk-
urt forskot þegar síðasta lotan hófst.
Stríðsgæfan var honum óhagstæð í
síðustu lotmrni og hann endaði í
fiórða sæti.
Röð og stig hæstu manna var
annars þessi:
Þröstiu- Ingimarsson 1959
Erlendur Jónsson 1956
• skák
Ásmundur Pálsson 1903
Eggert Bergsson 1897
Skúli Skúlason 1878
Þröstur er með eindæmum prúð-
ur og hógvær maður og því vinsæll
meðal annarra bridgespilara. Þegar
ég bað hann um spil í þáttinn, eins
og síðast þegar hann vann, þá taldi
hann makkera sína og andstæðinga
bestu liðsmennina og lítið að frétta
af sínum afrekum. Ég gróf samt upp
eftirfarandi spil úr siðustu lotu.
V/A-V
♦ KG6
» D875
♦ D106
4 643
4 95432
»643
4 ÁKG5
4 7
4 ÁD107
»Á102
♦ 7
4 KD852
í n-s sátu Skúli Skúlason og Þröst-
ur en a-v voru Magnús E. Magnús-
son og Eggert Bergsson. í svona
keppni fara menn ekki alltaf troðn-
ar slóðir í sögnunum:
Vestur Norður Austur Suður
pass pass 14 1G
2 4 dobl pass pass
pass
Magnús velur að opna frekar á
einu laufi en tígli í þriðju hendi til
þess að benda á útspil og Þröstur
segir ótrauður eitt grand þótt eitt-
hvað vanti upp á tígulfyrirstöðuna.
Eggert berst hetjulega í tvo spaða
sem Skúli úttektardoblar.
Þröstur breytir því í sekt og bíð-
ur vongóður eftir útspilinu.
Skúli er hins vegar ekki á skots-
kónum þegar hann velur tígulsex-
una.
Þrátt fyrir gott útspil er Eggert
ekki alltof ánægður með blindan.
Hann drepur heima á gosann og
ræðst á trompið. Skúli gætir ekki að
Þröstur Ingimarsson.
sinni
sér, lætur lítiö og Þröstur
lendir inni á tíuna. Nú er
fátt um fina drætti en
Þröstur bjargar sér í horn
með því að spila hjarta-
tvisti, lítið, drottning og
kóngur. Eggert spilar tígli,
Þröstur gefur, kóngur og
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
tían. Enn kemur tromp,
gosinn, lauf og sjöiö. Skúli
spilar hjarta og Þröstur
fær tvo slagi þar. Tveir í
viðbót á tromp gera einn
niður. Og hinn banvæni
200-kall er Þrastar. Enn
einn toppur í safnið og tit-
illinn nálgast.
Skákþing Islands á Akureyri:
Islandsmeistari
í fimmta sinn
Kapphlaup stórmeistaranna Jó-
hanns Hjartarsonar og Hannesar
Hlífars Stefánssonar á Skákþingi ís-
lands lyktaði með sigri Jóhanns eft-
ir óvænt tap Hannesar fyrir Jóni
Viktori Gunnarssyni undir lok
mótsins. Jóhann varð þar með skák-
meistari íslands i fimmta sinn. Sig-
ur hans var verðskuldaður en alls
ekki áreynslulaus. í nokkrum ská-
kanna var Jóhann hætt kominn en
i styrkurinn og keppnisreynslan kom
* þá að góðum notum. Jóhann hlaut
9,5 vinninga úr 11 skákum. Hann
. vann átta skákir og gerði þtjú jafn-
tefli - við Hannes Hlífar, Þorstein
Þorsteinsson og Braga Þorfinnsson.
i Hannes hlaut hálfum vinningi
f minna - vann átta skákir eins og Jó-
hann, en tapaði fyrir Jóni Viktori.
Lokastaðan varð þessi:
1. Jóhann Hjartarson 9,5 v.
2. Hannes Hlífar Stefánsson 9 v.
3. ^1. Jón Viktor Gunnarsson og
Þröstur Þórhallsson 7,5 v.
5. Jón Garðar Viöarsson 7 v.
6. Sævar Bjarnason 5,5 v.
7. Þorsteinn Þorsteinsson 5 v.
(8.-9. Arnar Þorsteinsson og Bragi
Þorfinnsson 4,5 v.
10. Rúnar Sigurpálsson 3 v.
11.-12. Áskell Örn Kárason og
Gylfi Þórhallsson 1,5 v.
Stystu skák mótsins tefldu
Jónarnir tveir, sem slíðruðu sverð-
in eftir aðeins fimm leiki. Þetta
dugði þeim báðum til þess aö
hreppa áfanga að titli alþjóðlegs
meistara. Jón Garðar náði 2. áfanga
af þremur en Jón Viktor, sem er að-
eins 17 ára gamall, krækti í fyrsta
áfanga sinn. Þess verður áreiðan-
lega ekki langt að biða að þeir
skarti nafnbót alþjóðlegs meistara.
Taflmennska Jón Viktors vakti sér-
staka athygli en auk þess að leggja
Hannes að velli átti hann lengi góða
stöðu gegn Jóhanni þótt hann hefði
tapað taflinu um síðir. Jón Viktor
tapaði aðeins einni annarri skák,
fyrir Þresti Þórhallssyni. Jón Garð-
ar tapaði fyrir stórmeisturunum
þremur og leyfði tvö jafntefli að
auki.
Sævar hlaut 50% vinningshlutfall
en vinningar hans skiptust einkenn-
ilega: Hann tapaði fyrir fimm efstu
mönnum mótsins, gerði jafnt við
Þorstein, en vann fimm neðstu! Þor-
steinn er nýverið aftur kominn á ís-
lenska skáksviðið eftir sænskar
langdvalir og stóð fyrir sínu. Bragi
er ungur að árum og hefur eflaust
öðlast dýrmæta reynslu. Um aðra
keppendur verður ekki fjölyrt nema
hvað Áskell Örn, sem verið hefur í
stöðugri framfór síðustu ár, tefldi
nú langt undir getu.
Mótið þótti fara mjög vel fram að
öllu leyti. Skákstjóri var Þráinn
Guðmundsson.
Skoðum tvær skákir úr næstsíð-
ustu umferð. Fyrst mikilvæga skák
Jóhanns við Jón Garðar. Með vinn-
W
Skúli Helgason útvarpsmaður:
Spilar gömul lög með Björk
- sem hafa aldrei áður heyrst í útvarpi
„Þessi fornleifagröftur byrjar
næstkomandi sunnudag (á morgun).
i Það hafa verið að fmnast upptökur
með Björk sem hafa aldrei heyrst í
útvarpi. Þetta eru upptökur frá 1979
I og 1980, áður en hún söng með
Tappa tíkarrass. Ég hef fengið leyfi
til að nota þær í þessum þætti,“ seg-
ir Skúli Helgason útvarpsmaður.
' Skúli ætlar að spila merkileg lög
með Björk í þætti sínum á morgun
og næstu fimm sunnudaga.
„Þessar upptökur voru geymdar
og menn hrósa happi yfir því núna.
Það er ætlunin að spila þessi lög
hennar og vera með ýmsa þema-
punkta út frá þeim, m.a. fjalla sér-
staklega um textagerðina og áhrifa-
valda á tónlist hennar. í þessum
fyrsta þætti verður fjallað um æsku-
ár hennar og alls konar skemmtileg-
ar sögur af því sem hún var að
bralla sem krakki," segir Skúli.
-RR
ingi nánast tryggði Jóhann sér ís-
landsmeistaratitilinn en hann
þurfti að beita hárflnum „Ulf And-
ersson" aðferðum. Á taflinu sannast
enn hið fornkveðna að einfaldar
stöður eru sjaldan eins einfaldar og
þær líta út fyrir að vera.
í sömu umferð gerði Akureyring-
urinn Rúnar Sigurpálsson mikla
lukku meðal áhorfenda með því að
leggja stórmeistara að velli með til-
þrifum.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Jón G. Viðarsson
Drottningarindversk vöm.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3
Bb7 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 Bxd2+ 7.
Dxd2 0-0 8. Rc3 Re4 9. Rxe4 Bxe4
10. 0-0 d5 11. Df4 Dd6 12. Hacl
Ra6 13. cxd5 Dxf4 14. gxf4 Bxd5
15. Re5 Bxg2 16. Kxg2 c5 17. dxc5
Rxc5 18. b4 Ra6 19. Rc6 f6 20. a3
Hf7 21. Hc4 Hd7 22. Hfcl He8 23.
c3 Hc7 24. Kf3 h6 25. h4 Kh7
26. Rd4 Hec8 27. Hxc7 Hxc7 28.
Hc6 e5 29. fxe5 fxe5 30. Hxc7
Rxc7 31. Rc6 Kg6 32. Rxa7 Kf5 33.
e4+ Kf6 34. a4 Ra6 35. a5 bxa5 36.
bxa5 g6 37. Rb5 Ke6 38. Kg4 Rc5
39. f3 Kf6 40. Rc7 h5 41. Kg3 og
svartur gafst upp.
Hvítt: Rúnar Sigurpálsson
Svart: Þröstur Þórhallsson
Drottningarpeðsbyrjun.
1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. e3 e6 4.
Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c3 Rc6 7. Hel
Dc7 8. Rbd2 d5 9. h3 Be7 10. Da4
0-0 11. dxc5 bxc5 12. e4 Had8 13.
exd5 exd5 14. Rfl d4 15. Bb5 dxc3
16. bxc3 Rd5 17. Bd2 Bf6 18. Hacl
Re5 19. Rxe5 Bxe5 20. Dh4 a6 21.
Ba4 Bf4 22. Bc2 g6 23. Bxf4 Rxf4
24. Re3 h5 25. Hbl Ba8 26. Df6
Hfe8 27. Bb3 Be4 28. Hbdl Rd3?
29. Rd5! Bxd5 30. Hxe8+ Hxe8
31. Bxd5 Rf4 32. Bc4 a5 33. g3!
Re6 34. Bxe6 fxe6 35. Dxg6+ KfB
Skúll
Helgason
ætlar að
spila göm-
ul lög meö
Björk sem
hafa aldrei
heyrst f út-
varpi.
36. Dxh5 Dg7 37. Dxc5+ Kg8 38.
Hd4
- Og Þröstur gafst upp.
Haustmót TR
Skráningu í árlegt haustmót Tafl-
félags Reykjavíkur lýkur í kvöld kl.
20. Mótið hefst á morgun, sunnudag,
kl. 14. Teflt verður í flokkum eftir
Elo-stigum og er teflt á sunnudögum
og miðviku- og fostudagskvöldum.
Ellefu umferðir verða tefldar í öll-
um flokkum. Umhugsunartími er 90
mínútur á 30 leiki og síðan 45 mín-
Umsjón
Jón LÁrnason
útur til þess að ljúka skákinni. Síð-
asta umferð verður tefld sunnudag-
inn 19. október.
Fyrstu verðlaun í A-flokki eru 65
þúsund, 2. verðlaun 35 þúsund og 3.
verðlaun 20 þúsund. Teflt er í Faxa-
feni 12.