Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 » kvikmyndir _ _ ALl/ÖRU 8Í0! EÉ S— = === STflFHÆiMT .________________________ =-= = = = HLJGÐKERRI _ t ~ — =r n—zr OLLUM SÚLUM! ________— Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. Stranglega b.i. 16 ára. n Sýnd laugard. kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05 B.i. 14 ára. einnig sun. kl. 2.45. SIM! Laugavegi 94 Sýnd lau. kl. 5 og 7. B.i. 12 ára. einnig sun. kl. 3 Sýnd kl. 7 og 11. B.i. 16 ára. 551 6500 UMI DPCWOArilMM Synd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 14 ára. " ' THE: ►PITriRE vJ3! JLL Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.20. brealidovnfi SynG m. 5, /, 9 og 1 í. o.i. i4 ara. I ILBUtJ r\n. 3UU PFÖfíER CLOðiK ONC FIN Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. TILBOÐ KR. 300 Regnboginn - María: Átakaleysi ★★ Heimildarmyndin er að fá æ meiri viðurkenningu í heimi kvikmyndar- innar þar sem vaxandi virðing er bor- in fyrir því að segja sögu í máli jafnt sem myndum um leið og meðvitundin um heimildarmyndina sem listræna túlkun á sögu en ekki þurra stað- reyndaupptalningu er að aukast. Þannig eru skilin milli sögulegrar kvikmyndar og heimildarmyndar að losna upp, um leið og sagan er tekin til endurskoðunar. María Einars Heimissonar ber öll merki þessa breytingaskeiðs heimOdarmyndarinn- ar þar sem saga og skáldskapur mæt- ast. Myndin segir frá einni af þeim fjöl- mörgu þýsku stúlkum sem fluttust til íslands eftir lok seinni heimsstyijald- ar, réðu sig hér til vinnu og settust margar að aö fullu. Á leiðinni til ís- lands verður María (Barbara Auer) ástfangin af íslenska sjómanninum Ólafi (Hinrik Ólafsson) en leiðir skilj- ast þar sem hún er ráðin til vinnu- konustarfa í myrkviðum íslenskrar sveitamennsku. Ásókn bóndans (Arn- ar Jónsson) verður til þess að hún flyst til Reykjavíkur og hittir þar þýskan gyðing (Rudolf Kowalski) sem útvegar henni húsnæði og vinnu og verður ástfanginn af henni. Og upp- hefst nú heilmikið drama. Heimildar- gildi myndarinnar er ótvírætt og þaö er verðugt verkefni að minna á þenn- an þátt þýskra kvenna i þjóðarsög- unni og þá ekki síður að hnykkja á kynþáttafordómum íslendinga á þess- um tíma. Konunum var gert að skrifa undir yfirlýsingar um gæði kynþáttar síns. Hins vegar er ást Maríu á hinum ljóshærða, hávaxna Ólafi óneitanlega ákveðin þversögn, fólgin í þessari gagnrýni á kynþáttafordóma, þver- sögn sem verður enn vandræðalegri þegar litið er til samskipta hennar við gyðinginn. María hafnar hinum ljós- hærða og gifta Ólafi þrátt fyrir ást sína og tekur saman viö gyðinginn í atriðum sem virðast eiga að birta eins- konar ’björgun’ eða ’frelsun’ þýsku þjóðarinnar frá útrýmingarherferðum og gyöingahatri. Þegar til þess er litiö að samband þeirra byggist á þakklæti og samúð af hennar hálfu er erfitt að sjá nokkra raunverulega sameiningu, enda verður hann að deyja til þess að hún geti oröið frjáls og komist aftur heim; Þetta er aðeins einn af fjölmörgum göllum 1 handriti sem markast af til- gerðarlegu drama sem er síðan undir- strikað enn meö þunglamalegri og lít- ið fagmannlegri leikstjórn og mynda- töku. Sem kvikmynd veldur María vonbrigðum og ber það með sér að þar er ekki mikil tilfinning fyrir því formi Barbar Auer leikur titilhlutverkið, Maríu. sem kvikmyndin er. Hvert atriðið á fætur öðru einkennist af klisjum og tilgerð, fremur en tilfinningum og átökum, bæði í handriti og meðferð myndavélar. íslensk náttúra er flött út i póstkortastíl í stað þess að vera gædd lífi og það sama má segja um kunnug- leg og ofnotuð fyrirbæri, allt frá frá- sögn Ólafs af íslendingasögunum til grátandi ekkjunnar við gröfina. Það sem helst stendur upp úr er góöur leikur, og þá sérstaklega Bar- böru Auer sem leikur sjálfa Mariu og tekst að gera heilmikla persónu úr litl- um efniviði. Helga Jónsdóttir var líka afburðagóð sem systirin á bænum og bróðir hennar, Arnar, sýndi þá góðu takta sem búast mátti við framan af, þartil hann virtist yfirkominn af ástandi handritsins og missti sannfær- ingarkraftinn. Hinrik Ólafson sýndist kunna ðþægilega vel við sig í sínu há- dramatíska hlutverki og gyðingurinn var vel útfærður, ef átakalaus. Átaka- leysi virtist þvi miður einkenna þessa mynd, átakaleysi sem var sérlega bagalegt í þessu samhengi örlaga og átaka. Leikstjórn og handrit: Einar Heimisson. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Aðal- hlutverk: Barbara Auer, Hilmar Ólafsson, Rudolf Kowalski, Arn- ar Jónsson, Helga Jónsdóttir. Úlfhildur Dagsdóttir Dimmar nætur Sú bandaríska kvikmynd sem vakið hefur hvað mest umtal á siðustu vikum er Boogie Nights sem sýnd var fyrst á kvikmynda- hátíðinni í Toronto og mun fljót- lega verða tekin til almennra sýninga. Myndin er drama og um leið úttekt á klámiðnaðinum í Bandaríkjunum og þykir sterk og grípandi. Aðalhlutverkiö leikur Mark Wahlberg, ungan mann sem reynir fyrir sér sem klámmyndaleikarinn Dirk Dig- gler og verður klámmynda- stjama. Meðal annarra leikara er Julianne Moore, Wiiliam H. Macy, Don Cheadle og Burt Reynolds sem þykir stela sen- unni 1 hlutverki klámkóngs og á hann ekki að hafa leikið betur. Leikstjóri er hinn 27 ára Paul Thomas Anderson. Oliver Stone hefiifTiú lokið tök- um á nýjustu mynd sinni U- tum. Aðalhlutverkið er í höndum Sean Penn, sem leikur Bobby Cooper, sem er á leið til Las Vegas að borga skuld, verði hún ekki greidd er líf hans lítils virði. I smábæ í Arizona stansar hann viö lítinn veitingastað þar sem tvær ungar konur gera sér dælt við hann. Þetta likar mönnum þeirra iUa, berja Bobby I klessu og ræna öllum peningum hans. Þetta er byrjunin á óförum Bobbys. Auk Seans Penn em i stórum hlutverkum Nick Nolte, Jennifer Lopez, Claire Danes og Joaquin Phoenix. Costner leikstýr- ir Póstmannin- um Leikstjórinn Kevin Costner hefur aðeins leikstýrt einni kvik- mynd, Dances with Wolves, og fyrir hana fékk hann óskarinn. Væntanleg frá honum í vetur er The Postman, sem hann leik- stýrir og leikur aðalhlutverkið í. Rjallar myndin um vingjarnleg- an, trúaðan og nafnlausan um- renning sem fer frá þorpi til bæj- ar með póstkort sem hann dreifir til fólks, póstkort sem eiga að auka trú manna á lífinu. Ailt gengur vel þar til fólk fer að misskilja tilgang hans. Kostnaður við The Postman er áætlaður 80 milljónir dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.