Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Qupperneq 56
Byssumaður gekk berserksgang á Hvolsvelli: Skaut fimm riffilskotum inni í „verbúð“ Ungur maðui', búsettur á Suður- landi, gekk berserksgang með riffil í „verbúð" í Þykkvabæ sl. sunnu- dagskvöld. Skaut hann að minnsta kosti fimm skotum úr rifflinum, þar af þremur inni í „verbúðinni". Tveimur skotum hleypti hann af fyrir utan og höfnuðu þau bæði í vegg kartöfluverksmiðjunnar sem stendur þar skammt frá. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis þegar atburðurinn varð. Eins og fyrr sagði átti atvikið sér stað sl. sunnudagskvöld. Það var þó ekki fyrr en í fyrradag sem lögregl- unni á Hvolsvelli barst vitneskja um það. Maðurinn vinnur í slátur- húsinu í Þykkvabæ og dvelur, ásamt fleirum, í „verbúðinni" með- an sláturtíðin stendur yfir. Lögregl- an sótti hann á vinnustað hans í gær og var hann færður til yfir- heyrslu. Rannsóknin beindist m.a. að því að finna út hver ætti riffil- inn, en hann mun ekki vera í eigu mannsins. Hefur lögreglan grun um hver muni vera eigandinn. í gær var búið að yfirheyra tvo, sem voru viðstaddir þegar maður- inn hleypti af skotunum. Bjóst lögreglan við að yfirheyra þriðja manninn í gærkvöld. Eftir yfir- heyrslurnar var ekki nákvæmlega vitað um ástæðu þess að maðurinn fór að skjóta úr rifflinum en hann mun ekki hafa beint honum að fólki í „verbúðinni". -JSS Upplýsingar frá Voöurstofu íslands HafnarQörður: Þrennt á slysadeild Harður árekstur varð á Reykjavík- urvegi i gær þegar tveir bílar skullu saman. Flytja varð þrennt á slysa- deild. Áreksturinn bar að með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið suður Reykjavíkurveg á röngum vegarhelm- ingi. Bílalest kom á móti og náðu öku- menn tveggja fyrstu bílanna að beygja fram hjá bílnum. Ökumaður þriðja bílsins sá hann ekki en ók framan á hann. í öðrum bílnum voru eldri hjón en ung stúlka í hinum. Þau voru öll fiutt á slysadeild, eins og áður sagði, og bílarnir eru ónýtir. -JSS w IsJDe] Corjií oo in\ 'áí, V -Þýskt ebalmerki ^ ^Jíiheimar ehl evarhöfóa 2a Sími:525 9000 | Veörið á sunnudag og mánudag: Allhvasst víðast á landinu Á morgun kólnar í veðri og verður allhvasst eða hvasst víðast hvar á landinu og því fylgir súld eða rigning í vissum landshlutum. Hlýjast verð- ur á suðausturhominu, um það bil 10 stig. Á mánudaginn snýst í norðvestlæga átt, hvassviðrið heldur áfram, sérstak- lega á Austur- og Norðausturlandi, þar sem slydduél gætu orðið, en hægviðri verður og þurrt um sunnanvert landið. Kólna mun i veðri og verður hitinn um fimm stig þar sem hann er mestur. Veðrið í dag er á bls. 57. Mánudagur Fyrsta Sumó-glímumótið á íslandi ' var haldiö á skemmtistaðnum Tunglinu í gærkvöldi. Þar öttu kappi fjallvaxnir Sumó-glímumenn en íþrótt þessi er afar vinsæl í Japan. A myndinni sést Halldór Hafsteins- son, frumkvöðull keppninnar, í léttri sveiflu með Söru Rut Kristinsdóttur, skemmtanastjóra Tunglsins. DV-mynd Hilmar Þór GJOFULERU ÍSLANPS FISKIMIÐ! Sumóglíma á íslandi Svifnökkvi var notaður við leitina að franska ferðamanninum Michael Leduc í gær. Nökkvinn er í eigu slysa- varnasveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka. Myndin var tekin þegar leitarmenn lögðu af staö á honum til leitar í gær. DV-mynd ÞÖK Vodkaútsala úr rússnesk- um togara Lögreglan í Hafnarfirði greip ung^ an mann glóðvolgan þar sem ha var að kaupa áfengi, bjór og tóbak úr rússneskum togara í Hafnarfjarðar-, höfn aðfaranótt sl. fimmtudags. Maðurinn var búinn að bera út í blf um 70 eins lítra flöskur af vodka, slatta af bjór og nokkrar lengjur af síl garettum þegar lögreglan kom að hon-; um. Um var að ræða íslenskan vodka sem áhöfn togarans hafði fengið sen toll þegar skipið fór í síðasta túr| geymt meðan á veiðiferðinni stóð, en var að skipta um eigendur þegar lög-j regluna bar að. Lítrann af Icy-vodkan- um seldu skipveijar á 1500 krónur. Góssið var gert upptækt en máliö fór til meðferðar hjá sýslumannsem] bættinu í Hafnarfirði. -JSS ung-;;: tiann úr A ar- M bfi jr ika em úrýr u Franski ferðamaðurinn: Leitað í og við Markarfljót f Slysavarnasveitirnar Dagrenning Hvolsvelli og Björg á Eyrarbakk; hófu leit að franska ferðamanninum Michael Leduc eftir hádegi í gær. Leit- in hafði engan árangur borið þeg; blaðið fór í prentun. Leitarsvæðið v; takmarkað við Markarfljót og bakka þess. Svifnökkvi var notaður við leitina gær en hann má nota bæði á láði og legi. Að sögn Jóns Hermannssonar, svæðisstjóra slysavarnasveitanna, höfðu engar vísbendingar fundist þeg- ar DV ræddi við hann. Var gert rái fyrir að leitað yrði fram í myrkur gærkvöld. í gær hafði því ekkert spurst til franska ferðamannsins frá því ai hann yfirgaf rútuna á Hvolsvelli 6. september sl., utan að ökumaður einn telur sig hafa séð hann standa úti vegkanti um 2-300 metra frá Hvols velli þann sama dag. Hafi hann verið að reyna að stöðva bíla sem voru austurleið. í nótt ætluðu hjálparsveitarmenn úr Hafnarfirði að vera með sporhum á svæðinu en það þótti ekki líklegt ti árangurs í gær þar sem umferð var’ mikil. í morgun ætluðu allar björgunar- sveitir í Rangárvallasýslu að hefja' leit. Var fyrirhugað að auka umfang leitarinnar verulega og nota m.a. þyrlu Landhelgisgæslunnar ef veð ur og aðstæður leyfðu. Þá var fyrir- hugað að nota svokallaða víða vangsleitarhunda við leitina. -JSS / y um A eit- gai^r var j / y ¥ ¥ / ¥ ¥ / ¥ / Ijjrir IíL 5ld:5lo l kvöld JFRETTASKOTIÐ hHsímimn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.