Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Síða 5
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 5 Fréttir Norður- og Austurland: Tvísýnar kosningar DV, Akureyri: Kjósendur í Skagafirði og í þremur kaupstöðum á Austurlandi munu á laugardag ganga að kjörborðinu og greiða um það atkvæði hvort sameina beri sveitarfélög þeirra. Vitað er um mjög skiptar skoðanir i flestum þeim sveitarfélögum sem þama eiga hlut að máli en þau eru 14 talsins. í Skagafirði verður kosið um sam- einingu ellefu sveitarfélaga, eða allra nema Akrahrepps, en þau eru Sauðár- króksbær, Lýtingsstaðahreppur, Skef- ilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Stað- arhreppur, Seyluhreppur, Rípurhrepp- ur, Viðvikurhreppur, Hofshreppur, Hóiahreppur og Fljótahreppur. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að sam- eining verði samþykkt, það eina sem ég hef áhyggjur af er að þátttaka í kosningunum verði ekki nógu al- menn,“ segir Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki. Ákveðið hefur verið að ef sameining verði sam- þykkt í 8 eða fleiri sveitarfélaganna verði kosið í þeim sveitarfélögum að nýju 29. nóvember. Á Austurlandi verður kosið um sameiningu Neskaupstaðar, Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar og em skoðanir íbúa þar vægast sagt mjög skiptar um ágæti sameiningarinnar. Þar spilar flokkspólitík nokkuð stórt hlutverk. Margir óttast, ekki síst sjálfstæðis- menn á Eskifirði, að alþýðubandalags- menn á Neskaupstað muni í krafti fjöl- mennis síns seilast til valda í samein- uðu sveitarfélagi og það er hlutur sem þeir era ekki par hrifnir af. Hafa áhrifamenn á Eskifirði, t.d. Aðalsteinn Jónsson, talað mjög gegn sameiningu. Þriðju sameiningarkosningamar sem era á döfinni verða 29. nóvember. Þá ganga kjósendur í V-Húnavatns- sýslu að kjörborðinu og greiða at- kvæði um sameiningu allra 7 sveitar- félaganna í sýslunni. -gk Snæfellsbær: Verkalýðsfélög sameinast DV, Vesturlandi: Stofnfúndur nýs verkalýðsfélags í Snæfellsbæ var haldinn um helgina. Verkalýðsfélagið Jökull í Ólafsvík og Afturelding á Hellisandi vora að sam- einast. Nýja félagið heitir Verkalýðs- félag Snæfellsbæjar. 1 Jökli vora 330 félagar en í Aftur- eldingu 180. Formaður Verkalýðsfé- lagsins Jökuls, Jóhannes Ragnarsson, var kosinn formaður nýja félagsins og Sigurður Gunnarsson, formaður Aft- ureldingar, varaformaður. „Með þessari sameiningu erum við bæði að spara og hagræða. Hér vora reknar tvær skrifstofúr í sama héraði. Fólk er atmennt mjög ánægt með sam- eininguna og enginn greiddi atkvæði á móti. Stærra félag hlýtur að verða öflugra. Ég veit ekki hvort fleiri félög verða sameinuð á næstunni. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort hið nýja félag sameinast félögunum í Grundarfirði og Stykkishólmi. Mitt persónulega mat er að það sé ekki óraunhæft," sagði Sigurður Gunnars- son, varaformaður Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar, í samtali við DV. -DVÓ Lögreglumennirnir Sigursteinn Steinþórsson og Marinó Magnússon hjálpuöu þessum fallega kettlingi að komast í Kattholt í fyrradag. Kettlingurinn fannst í varadekki á flutningabíl í fyrradag og haföi þá veriö týndur í tæpa þrjá sólar- hringa. Kettlingurinn fékk far meö löggunni og Sigríður Heiðberg í Kattholti tók vel á móti honum. Kettlingurinn komst síöan til eiganda síns síðar um daginn. Eigandi hans, ung stúlka, haföi leitað hans mjög undanfarna 3 daga og var afar glöð, aö sögn Sigríöar, aö endurheimta kisu litlu. DV-mynd S Sultartangavirkjun: Hættusvæði lokað „Öryggiseftirlitið var hér á þriðjudag og skoðaði aðstæður. Það var ákveðið í sameiningu að ganga almennilega frá þama. Mesta hætt- an er við botninn á stöðvarhús- grunninum og það verður ekkert unnið þar fyrr en gengið hefur ver- ið vel frá. Starfsmenn hafa verið óá- nægðir með að vera inni á hættu- svæðinu en nú verður því alveg lok- að og aðeins unnið efst uppi,“ segir Már Guðnason, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Sultartangavirkjun. Töluvert grjóthran hefur verið í stöövarhúsgrunni virkjunarinnar að undanfórnu. Starfsmaður Ör- yggiseftirlits ríkisins skoðaði að- stæður í gær og gaf forsvarsmönn- um Fossvirkis, sem sér rnn fram- kvæmdir á Sultartanga, viss tíma- mörk til að gera ráðstafanir sem draga úr hættu á svæðinu. -RR eftir Ingólf Margeirsson „Hláturinn lengir lífið - en aðeins ef sjálfsþekking er einnig fyrir hendi.u Esra SYNDARA Myndarlegar MYNDBANDSUPPTOKUVELAR Panasoníc NV VX10 • VHS-C • 17x stillanl. aðdráttur • Ljósnæmi 0,3 Lux • 3"Litaskjár • Gleiðhornslinsa • Sjálfvirk stilling á focus og mynd • Program AE 3 stillingar <'f Crystal Clear myndstilling • Fjarstýring Panasonic NV RX20 VHS-C • 14x stillanl. aðdráttur (Digit.) • Ljósnæmi 0,3 Lux á focus og mynd • Program AE 3 stillingar • Crystal Clear Auto powersaver* Antiground shooting • Fjarstýring Panasonic NV RX50 • VHS-C • 25x stillanl. aðdráttur (Digit.) • Ljósnæmi 0,7 Lux • Gleiðhornslinsa • Super Image skjálftavörn © 4 myndeffectar • Program AE 3 stillingar ® Crystal Clear myndstilling C’ Auto power saver © Antiground shooting ; ® Fjarstýring • GleiðhornslinSa • Sjálfvirk myndstilling JAPIS 59.900 Irá Panasonic Panasonic NV RX10 Vélinni fylgir vegleg taska og 4 spólur VHS-C 14x sjálfv. aðdráttur (Digit.) Ljósnæmi 0,3 Lux Gleiðhornslinsa Sjálfvirk stilling á focus og mynd Program AE 3 stillingar Crystal Clear myndstilling e» © © Panasonic NV SX3 • SVHS-C • 14x stillanl. aðdráttur (Digit.) • Ljósnæmi 1 Lux • HifiStereo • Super Image skjálftavörn • Gleiðhornslinsa • Program AE 3 stillingar • Crystal Clear myndstilling • Fjarstýring • Auto power saver ® Antiground shooting -hljómar betur BRAUTARHOLT! OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.