Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 9
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 9 Aðeins ein sýning! Útlönd Báti norska hvalakóngsins Steinars Bastesens sökkt: Botnventlar opnir - lögreglan útilokar hvorki skemmdarverk né mannleg mistök DV; Ósló: Steinar Bastesen er viss í sinni sök. Skemmdarverk, segir hann. Hvalavinurinn Paul Watson er líka viss i sinni sök. „Ég gerði það,“ seg- ir hann. Bara lögreglan er ekki viss. Að visu var það dagljóst þegar dimmdi i gærkvöld að fjórir botn- ventlar á Morild, báti Steinars Bastesens, stóðu opnir þegar bátur- inn sökk i fyrrinótt. Lögreglan í Brunneyjarsundi, heimabæ Steinars á Hálogalandi, segir að vafi geti leikið á um hvem- ig það bar til að ventlamir opnuð- ust. Það eitt að Paul Watson segist hafa látið vinna skemmdarverk nægir ekki til að hann sé tekinn trúanlegur. Paul segist og núna vera ánægður með að bátnum var sökkt. En að hann hafi látið sökkva honum sjálf- ur. Watson segist vera súr vegna þess að Norðmenn gengu út af fúndi Alþjóða hvalveiðiráðsins í haust til að mótmæla nærvem hans. Þess vegna játaði hann glæpinn á sig þegar norska blaðið Verdens Gang hafði samband við hann. Steinar er stórþingsmaður fyrir eigin flokk og hefur rnn langt árabil verið fremstur i flokki norskra hvalveiðimanna. Hann og hvalavin- ir úr ýmsum áttum hafa oft eldað grátt silfúr saman og hefur Watson meðal annars lýst Steinar morð- ingja og umhverfísglæpamann. Bát- ur Steinars hefur hrefnuveiðileyfi en aldrei haldið til hrefnuveiða. Vitni segja að bátur Steinars hafi verið óeðlilega siginn í fyrradag og vitað er að sonur Steinars lensaði hann fyrr þann sama dag. Því gæti verið um mannleg mistök að ræða og Watson eða aðrir hvalavinir sak- lausir af öllum glæpum. -GK Fordæma morð- in í Pakistan Bandarísk stjómvöld for- dæmdu í gær morðin á fjómm bandarískum starfsmönnum bandarísks olíufélags í Karachi í Pakistan í gærmorgun og köll- uðu þau „algera villimennsku“. Þá vömðu þau bandaríska þegna við að fara austur til Pakistans að óþörfu. Byssumenn myrtu Banda- ríkjamennina fjóra og bílstjóra þeirra þegar þeir voru á leið til vinnu. Lögreglan telur ekki úti- lokað að morðin tengist sakfell- ingu pakistansks manns fyrir að hafa myrt tvo starfsmenn leyni- þjónustunnar CIA fyrir fáeinum ámm. Lestarræningi ekki framseldur Breski lestarræninginn Ronnie Biggs verður ekki fram- seldur frá Brasiliu til Bretlands samkvæmt ákvörðun hæstarétt- ar Brasilíu 1 gær. Þar með virð- ast besk yfirvöld geta gefið upp alla von um að koma Biggs aftur á bak við lás og slá. „Mér líður dásamlega. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Biggs þegar hann fór frá heimili sínu í hæð- unum fyrir ofan Rio de Janeiro í gær. Biggs var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir bíræfið lestarrán árið 1963 en tókst að flýja úr fangelsinu 2 ámm síðar. Reuter “Hún hefur útlit Tinu, rödd og þessa ótrúlegu leggi. ” -The Sun HÓTfl t^LlND Föstudagskvöldið 14. nóvember - kl. 22.00 kr. 1.500 CABIN BORGARTÚN 32 SÍMI 511 6030 Samar meiri karlmenn Samar geta ekki þakkað karl- mennsku sina muldum hreindýra- homum heldur erfðabreytingu. Samar hafa árum saman selt Japön- inn mulin hreindýrahom á þeirri forsendu að þau auki getuna. En vísindamenn við Áboháskólann í Finnlandi hafa fundið erfðabreyt- ingu hjá Sömum sem hraðar fram- leiðslu karlkynshormónsins testó- steron. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að testósteron getur aukið kyngetuna. „Mig hefur lengi grnnað að við Samar séum svolítið sprækari en aðrir,“ segir Olle Andersson, fyrr- verandi ritstjóri dagblaðsins Sama- þjóöin, í viðtali við Svenska dagbla- det. Rannsóknin sýnir að erfðabreyt- inguna er að finna hjá 40% Sama en aðeins hjá 25% annarra karla í Finnlandi og 20% í Svíþjóð. Tíðni erfðabreytingarinnar minnkar eftir því sem sunnar dregur. Hjá suður- evrópskum körlum er hún 15%, 10% í asískum körlum og 5% hjá indíánum í Ameríku. Reuter Beint frá Bandaríkjunum Suzette Dorsey Fyrir alla Tinu TUrner aðdáendur! 31311 Norðmenn gefa íbúum New York jólatré, rétt eins og okkur. Jólatréð er sett upp í hinu fræga Rockefeller Center. Hér má sjá hvar það kemur inn til borg- arinnar á forláta pramma. Símamynd Reuter FBI yfirheyrir Bill Clinton Bandaríska alríkislögreglan FBI og embættismenn dóms- málaráðuneytisins hafa yfir- heyrt Bill Clinton forseta og A1 Gore varaforseta vegna rann- sóknar á fjáröflunarsímtölum frá Hvíta húsinu. Hvorki Clint- on né Gore hafa sagt nokkuð op- inberlega um yfirheyrslumar sem fóru fram á þriðjudag. Bæði Clinton og Gore voru mjög sam- vinnuþýðir, að sögn. Reuter Blaðbera vantar á skrá Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær - Bústaðarhverfi - Vesturbær - Grafarvogur - Breiðholt Sími 800 7080 w1 Þœgindi og þjónusta Á LÁGMARKSVERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.