Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
Spurrungin
Fylgistu með sjónvarpsút-
sendingum frá Alþingi?
Ása Lára Þórisdóttir þjónn: Það
geri ég cildrei. Ég er algerlega hlut-
laus þegar kemur að pólitík.
Jóhanna Viggósdóttir sjúkra-
nuddari: Nei, ég hef ekki komist til
þess.
Almar Halldórsson kennari: Það
er mjög sjaldgæft en það kemur fyr-
ir.
Silja Hrund Bjarkardóttir há-
skólanemi: Ég horfi öðru hverju á
þessar útsendingar.
Haukur Júliusson sendibílstjóri:
Nei, aldrei. Ég hef lítinn áhuga á
pólitík.
Anna Kristín Magnúsdóttir
margmiðlari: Nei, ég hef engan
áhuga á því.
Lesendur
Boðskapur Þór-
bergs og Laxness
- eitraöi margan mannshugann
Rithöfundarnir „meistari" Þórbergur (Þórðarson) og Halldór Laxness. - Skiluðu sínu hlut-
verki í íslensku samfélagi, segir í bréfinu.
Gunnar Guð-
mundsson skrifar:
Ekki er minnsti
vafi á því að sá boð-
skapur sem þeirvrit-
höfundamir Hall-
dór Laxness og Þór-
bergur Þórðarson
létu ganga til lands-
manna á fyrri hluta
þessarar aldar hef-
ur skilað sér til
margra hér á landi.
Þessir heiðursmenn
(við skulum nefna
þá svo), þótt ekki
verði þeim heiður
tryggður af sinni
trú á kommún-
ismann, skiluðu
þeir sínu „hlut-
verki“ í íslensku
samfélagi. Þeir sáu
ekkert athugavert
við það, að hundruð
þúsunda mannslífa
færu forgörðum í
Sovétríkjunum. En
þeir voru ekki þeir
einu. Hver sagði ekki í bænum sín-
um: Sovét-ísland, óskalandið,
hvenær kemur þú?
Mér kom þetta í hug þegar ég
horfði á sjónvarpsfréttir frá Rúss-
landi og gamlir kommúnistar fetuðu
sig áfram á Moskvugötum með
„rauðan skúf í hendi“ eða annað
ámóta, í tilefni byltingarinnar. Bylt-
ingar sem rak á fjömr íslands sem
víðar, þar sem fáfræðin var í önd-
vegi. Því var auðvelt að klappa stein-
inn.
í áðumefndum fréttatíma var við-
mælandi íslenskur spurður hvers
vegna hann hefði gerst kommúnisti.
Svarið var, að það hefði verið fyrir
tilstiili Laxness og Þórbergs. Menn
þóttust hafa spámenn í heimahögum.
- Það var misskilningur, hrapalleg-
ur, langvinnur misskilningur.
Enn í dag eru þeir sem ættu að
vita betur að hælast um af kynnum
sínum við „meistarana". „Meistari
Þórbergm-", segir t.d. annar af aðal-
ritstjórum Morgunblaðsins. Meistari
hvað? spyr ég á móti. Fyrir að standa
á öðrum fæti? Eða fyrir að sprikla
nakinn í fjörunni við Granda? Lengi
má manninn reyna.
Eða Halldór Laxness? Hefði hann
fengið Nóbílinn án tilstilli sérstakra
aðdáenda í Svíþjóð? Jú, jú, það má
öllu nafn gefa. En þetta er liðin tíð.
Berlínarmúrinn er fallinn og Rússar
lifa nýja tíma undir nýjum hernnn
sem vilja allt annað vita en fortíðina.
Hún var Rússum voðaleg. Nú vill
enginn Lilju kommúnismans kveðið
hafa. Allir segja þeir „Ekki ég“.
Hvemig geta Alþýðuflokksmenn
og yngri Alþýðubandalagsmenn
gengið í eina sæng með gömlu
kommúnistunum, sem horfðu upp á
það hlæjandi að fólk var lokað inni í
löndum eins og Austur-Þýskalandi,
og öðrum austantjaldsríkjum? Og var
skotið í bakið ef það haföi kjark til að
flýja?
En hlátur íslenskra kommúnista
var afrakstur boðskaps þeirra
„meistaranna", Þórbergs, Laxness,
Kötluskáldsins og enn fleiri draum-
sóleyja alþjóðakommúnismans. Þeir
myndu einskis irðast þótt þeir væm
meðal okkar í dag. Ekki fremur en
þeir sem núna leggja ofurkapp á að
hindra sameiningu eftirlifandi
vinstri manna í eina kös undir merki
jafnaðarmanna.
Bón mín er: Dæmið ekki
Hólmfrlður Óskarsdóttir skrifar:
Þegar slys verða rýkur ólíklegasta
fólk upp og vill dæma. - Dæma þann
sem lifði slysið af. Dæma án þess að
þekkja aðstæður. Svo virðist fariö
um K.S. sem skrifaði í DV 14. okt sl.
vegna hörmulegs umferðarslyss.
Vissulega er sorg okkar sem miss-
um ástvini af slysfórum sár, en hat-
ur getur aldrei sefað sorgina. Það
getur fyrirgefningin ein. Hatur getur
heldur ekki verið gott veganesti fyr-
ir þann sem farinn er. Þaö eru að-
eins góðar hugsanir sem styðja þá
sem farnir eru fram á veginn í nýrri
tilveru, þar sem dóttir mín lifír nú.
Greinilegt er að K.S. hefúr aldrei
kynnst því hvað það er að sjá bam
hlaupa fyrir bíl og geta ekkert að
gert, en sjá barnið svo sleppa. Það
er hamingja. Gleðin sem fyllir
hjarta manns er engu lík, nema þvi
að sjá nýtt líf draga andann í fyrsta
sinn. Hvemig er þá sorg þess sem
horfði á bamið verða fyrir bílnum?
Hún hlýtur að vera skelfileg.
Mennimir álykta en Guð ræður.
Öllum er skammtaöur tími hér í
heimi. Sumum langur, öðrum
skammur. Svo var um dótfrir mína,
hennar tími var skammur. Frá
unga aldri vissi hún það og sætti sig
við það. Hennar hlutverk var að
búa okkur sem eftir eram undir
áfallið, kenna foreldrum, systkinum
og bömum að meta lífið og þakka
fyrir það góða, en sætta okkur við
hitt.
Ef við lítum aðeins kringum okk-
ur, er þetta þá ekki svo með flesta
þá sem ungir eru kallaðir héðan úr
heimi? Era þeir ekki sendir til að
bæta mannfólkið hér á jörð? Era
þeir ekki kcillaðir heim þegar þeirra
hlutverki er lokið? Það er bón mín
að fólk dæmi ekki. - Að minnsta
kosti ekki án þess'að þekkja allar
aðstæður og hafa reynt þær sjálft.
Glæpsamlegt athæfi
Ragnar skrifar:
Það hefur færst í vöxt að óaldar-
lýður eyöileggi húseignir, handrið
og hvað annað sem þeir fara fram
hjá með því að krota eða sprauta lit-
arefni á þessi mannvirki. Hér er um
glæpsamlegt athæfi að ræða og ætti
fólk að taka sig saman um að láta
lögregluna vita ef íbúar verða ekki
sjálfir varir við óskundann.
Víða eru húsveggir illa famir og
nánast óbætanlegir. Þannig sá ég
hið fallega hús, Hallveigarstaði, á
homi Túngötu og Garðastrætis og
svo handrið þýska sendiráðsins rétt
hjá. Ég bendi DV á að taka mynd af
skemmdunum til birtingar. - Málið
er oröið alvarlegt víða í borginni.
Neðri hluti Hallveigarstaða og innfelld mynd af gangstéttarhandriði þýska
sendiráðsins við Túngötu.
i kjólfötum og
strigaskóm
- á sinfóníutónleikum
Hermann skrifar:
Er það ekki hálfhjákátlegt að
skikka hljóðfæraleikara Sinfón-
iuhljómsveitarinnar til að mæta
prúðbúna til leiks, karlar í kjól-
fotum og konur í svörtum kjól-
um, á meðan áheyrendur geta
komið á tónleikana nánast
klæddir tötrum. Algengt er að
sjá áheyrendur á gallabuxum og
strigaskóm, sem er auðvitað til
skammar, mest þeim sjálfum.
Sinfóníutónleikar er menningar-
viðburður hvenær sem tónleikar
em haldnir og það er við hæfi að
tónleikagestir sýni af sér þann
manndóm og virðingu gagnvart
listinni og listamönnunum að
mæta sæmilega upp færðir.
Er hann glæpa-
maður?
Friðrik hringdi:
Mér var brugðið þegar ég
barði hið annars ágæta DV aug-
um í gær (mánudag). Þar gaf að
líta forsíðumynd af Júlíusi Haf-
stein, fyrrv. borgarfulltrúa og
formanni Ólympíunefndar ís-
lands, undir yfirskriftinni „Siö-
leysi". Ég gagnrýni ekki umfjöll-
un blaðsins af meðferð fjármuna,
vanskilum á greiðslum og annað
í þeim dúr sem fjallað var um á
bls. 27. En forsíöumynd!! Er ekki
vani að bíða með myndbirtingu
þar til dómur hefúr gengið, ef
um sakamál er að ræða? Mynd-
birting af óbótamönnum og árás-
armönnum á saklaust fólk er
hins vegar mjög æskileg og
mætti vera regla.
Minni herbergi
- lægra verð
Geir skrifar:
Ég er fyllilega sammála Jóni
Ragnarssyni veitingamanni sem
svarar ummælum í DV sl. mánu-
dag um þann valkost að bjóða
annan og meiri valkost i hót-
elgistingu en hingað til hefur
þekkst hér á landi. Það er hár-
rétt að það eru nýir tímar í hót-
elrekstri sem öðrum greinum. í
Evrópu, t.d. í Frakklandi, má nú
kaupa gistingu i svokölluðum
mini-herbergjum þar sem öllu er
haganlega fyrir komið í litlu her-
bergi og meira aö segja baði, þar
sem maður dvelur blánóttina og
borgar samkvæmt því. Minni
herbergi - lægra verð hjá sér í
Lykil hótel Cabin, eins og Jón
orðar það réttilega. Jón er einn
helsti ffumkvöðull í hótel- og
veitingarekstri hér á landi og
hefur sýnt dugnað og kjark eins
og hann á kyn til.
Kveðja til Sig.
Lárussonar
- kysst á vöndinn
Jóhann Guðmundsson hringdi:
Ég vitna í lesendabréf frá Sig-
urði Lárussyni í DV 10. nóv. sl.
undir fyrirsögninni „Miskunnar-
leysi og mannorðsspjöll". - Ég
hélt svo sannarlega að íslending-
ar væm hættir að kyssa á vönd-
inn. Og þá allra síst á vendi
Steingríms seðlabankastjóra og
Ólafs biskups eins og þeir hafa
þó vissulega gefið tilefni til.
Fyrirframum-
ræða betri
Bjarni Valdimarsson skrifar:
Eftir frétt og mynd í DV 5.
nóv. sl. geta Almannavamir og
ráðamenn á Vestfjörðum ekki
sagt að berghlaup úr Óshymu
kæmi á óvart. Umhverfismat er í
tísku. Mæla þarf rúmtak berg-
fyllunnar, fallhorn og áhrif falls
hennar á sjóinn og umhverfið.
Fyrirframumræða er betri en
þögn, ásakanir og málaferli eftir
ár. - Önnur frétt um að fjárfest-
ar séu að kaupa Vestfirði er
einkar jákvætt framlag.