Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 19
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
27
I>V
Ráðgátu-Duchovny leysir frá skjóðunni:
Einn koss yfir borðið og
glaumgosinn bráðnaði
David Duchovny þurfti ekki
nema einn koss yfir borðið. Þar með
bráðnaði hjarta hans endanlega og
hann dreif kærustuna upp að altar-
inu með fyrstu ferð.
Piltur leikur aðalspæjarann í
Ráðgátuþáttum sjónvarpsins, eins
og kunnugt er, og var til skamms
tima eftirsóttasti piparsveinninn í
Hollywood. Og þótt víðar væri leit-
að. Sú tíð er hins vegar liðin því
David gekk í hjónaband með henni
Teu Leoni fyrir ekki mjög löngu.
Hún er lika leikkona, leikur í þátta-
röðinni Nakinn sannleikur.
Þau David og Tea höfðu ræðst við
í síma um þriggja vikna skeið þegar
þau ákváðu að tími væri nú kominn
til að hittast. David flaug frá
Vancouver, þar sem hann var við
upptökur á Ráðgátum, til Los Angel-
es þar sem Tea sótti hann á hótelið.
„Við höfðum ekkert sést svo það
var ekki laust við að ég væri dálítið
smeykur við aö fara út með henni,“
segir David í viðtali við breskt
æsifréttablað. „Við fórum á veit-
ingastað og voru búin að sitja þar í
tíu mínútur þegar hún sagði:
„Heyrðu, það er enginn að horfa á
okkur, mig langar til að kyssa þig
núna strax.“ Eftir kossinn þann vor-
um við Tea öllu afslappaðri," segir
leikarinn.
Aðeins íjórum mánuðum eftir
kossinn voru þau orðin hjón.
Þau David og Tea höfðu reyndar
hist fyrir sex árum en ekki fór vel á
með þeim þá. Þau áttu að koma
fram saman í viðtalsþætti í sjón-
varpi. Þau borðuðu saman hádegis-
verð og er skemmst frá því að segja
að hún samkjaftaði ekki.
„Ég kom ekki að einu orði,“ segir
David. Engu að síður var löngunin
til að hittast alltaf fyrir hendi og
þau létu sem sé verða af því. Tea tal-
ar hins vegar alltaf jafn mikið.
Sviðsljós
Brando í síðasta
hlutverkinu
Kvikmyndaleikarinn Marlon
Brando er búinn að velja sér síð-
asta hlutverk-
ið sitt, að því
er hann segir
sjálfur frá.
Hlutverkið
verður í kvik-
mynd sem
byggð er á bók
nóbelsverð-
launahöfund-
arins Gabriels Garcia Marquez,
Haust patríarkans.
Að því er spænska blaðið E1
Periodico greinir frá varð %
Brando mjög hrifrnn af handrit-
inu og hitti höfundinn nýlega I
París. Marquez á að hafa komið
til móts við ósk Brandos um leik
í myndinni.
riii 2000
40++**■**- J
Einn öflugasti smáauglýsingavefur á Norðurlöndum
wwW.dv.is/smaauglysingar
2*
TEIKNISAMKEPPNI
LEITIN A£> JÓLAKORTI DV
DV efnirtil teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaatóri.
Viðfangsefnið er jólakort DV oq þurfa ínnsendar myndir
Ipví að vera í lít oq tengjaðt jóiunum.
V'inningsmyndin verður notuð sem jólakort DV 1997.
Glassileg verðlaun í boðí fyrir jólakort DV:
14.900
FYR5TU VEROLAUN:
Skautadrottningin Katarina Witt stillti sér fallega upp fyrir Ijósmyndara
þegar hún kom á frumsýningu myndarinnar The Jackal í Beverly Hills. í
myndinni leikur Bruce Willis morðingja sem leigöur hefur verið til að
fjarlægja einn af æöstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Símamynd Reuter
Kim Basinger var það
Þau meinlegu mistök urðu á
sviðsljóssíðunni á þriðjudag að
ruglast var á leikkonunum Kim
Basinger og Michelle Pfeiflfer í grein
um hvemig leikkonur hafi grætt á
því að leika hórur í kvikmyndum.
Það er að sjálfsögðu Basinger sem
leikur í myndinni L.A. Confidential.
Lesendur og aðrir hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingcir á mistökunum.
ÞRIOJU VERÐLAUN:
CÖPIOMEER'
Pioneer-heyrnatól — mjög vönduð,
Hylja allt eyrað.
PaeqWeq með úrvais hljómburði.
Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk.
Utanáekrift er:
Krakkaklúbbur DV, ^verholti 11,105 Peykjavík. llyj UrMSSQN HF
Merkt: DV-jólakort Teiknisamkeppni
**kv**&>
4.900
Ferðataski m/geislaspilara
2ja diska spilari, X- Bass kasetta,
útvarp - FM,MW oq LW.
ÖNNUR VEROLAUN:
Vasadiskó m/útvarpi
Utvarp: FM, MW, segulband X-bass,
3ja blöndu tónjafnari