Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 26
26 tglingar LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JLlV Fullveldishátíð í Efstaleiti Umsjónarmenn unglingaþáttar- ins Hve glöó er vor œska, sem er á dagskrá rásar 2 á mánudagskvöld- um, þeir Arnaldur Máni Finnsson, 19 ára, og Andrés Jónsson, 20 ára, efndu til fullveldishátíðar í kjallara útvarpshússins í Efstaleiti að kveldi 1. desember sl. Við undirbúning síðasta spölinn fengu þeir nemendaráð 5. bekkjar MR til liðs við sig. Hátt í 500 ungmenni mættu á staðinn og skemmtu sér hið besta. Bein útsending var frá upp- ákomunni í þættinum. Fullveldishátíðina nefndu þeir M- ALLT, líkt og kynslóð þeirra hefur verið kölluð. „Við erum kynslóðin með allt. Sundrungin sameinar okkur. Við erum ekki hippar, bítl-ar eða pönkarar. Við erum allt,“ sögðu Arn-aldur Máni og Andrés í stuttu spjalli við helgarblaðið. Þeir voru býsna ánægðir með hvernig til tókst, enda ku útvarpsráð hafa látið i ljósi ánægju sína. Því er ekki loku fyrir það skotið að hátíð sem þessi verði haldin árlega - ef ekki oftar. Gestir komu ekki að tómum kjallaranum í Efstaleiti. Fjölmargir listamenn tróðu upp, m.a. rapp- sveitimar Subterranien og Quar- ashi, kvintettinn Villtir svanir, söngtríóið Utanbleikir, grínrapp- hljómsveitin MITH (Mother Fuckers in the House) og þrír öflugir plötusnúðar. Einnig voru kynnt úrslit í ljóða- og smá- sagnasamkeppni sem fram hefur farið í útvarpsþættinum í vetur. Sigurvegari í smásagnakeppninni var Guðrún Friðriks-dóttir af Seltjamar-nesi og Ásgeir nokk-ur frá Akureyri sendi inn bestu ljóð-in. Þá voru tveir ungir rithöfundar með kynningu á verkum sínum, þeir Kristjón Kormákur og Mikael Torfason. Gestum var siðan boðið upp á harðfisk og malt, þjóðlegar veitingar við hæfi á fullveldis- daginn. Að skemmtun lokinni fengu allir far heim með strætó. -bjb Listaverkiö Graffiti varö til á veggjum útvarpshússins á meöan hátíðinni stóö. Gestir gátu lagt sitt af mörkum og tekiö upp úðabrúsa. Þessir ungu herramenn, Arnaldur Máni Finnsson og Andrés Jónsson, stóöu fyrir uppákomunni í útvarpshúsinu. Framtakssamir menn og kynslóö sinni til fyrirmyndar. DV-mynd E.ÓI. Vinkonurnar Elín Ósk Vilhjálmsdóttir og Auöur Sigbergsdóttir skemmtu sér hiö besta í útvarpshúsinu. Hjá þeim sem öörum gestum ríkti fullveldisgleði, svo mikil að útvarpsráö sá ástæöu til aö gefa uppákomunni bestu einkunn. DV-mynd S Meðal þeirra sem tróöu upp í kjallara útvarpshússins var söngtríóið Utanbleikir. Einnig komu fram rappararnir Subterranian og Quarashi og ýmsir fleiri fjölskrúöugir listamenn. DV-mynd S Hátt í 500 ungmenni mættu í fullveldishátíöina M-ALLT sem stjórnendur unglingaþáttarins Hve glöö er voræska stóöu fyrir í kjallara útvarpshússins í Efstaleiti. DV-mynd S hin hliðin Eg er svo jákvæður - segir Samúel Sveinsson, vinsælasti herrajsland „Ég hef aldrei tekiö þátt í neinu svona, hvorki keppni né sýningar- störfum. Ég var beðinn að vera með, sló til og sé alls ekki eftir þvi,“ segir Samúel Sveinsson sem kepp- endurnir í Herra ísland völdu sjálf- ir sem vinsælasta herrann. „Það var mjög ánægjulegt að veröa fyrir valinu,“ segir þessi vinsæli piltur í samtali viö DV. Hann sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Samúel Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 26.11. 1972. Maki: Agnes Björk Elfarsdóttir. Böm: Engin enn þá. Bifreið: Nissan Sunny 1992 og Ford Cortina 1972. Starf: Þjónn. Laun: Ég er ekki ósáttur við þau. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég spila stundum þeg- ar ég man eftir því en vinn sjaldan eöa aldrei. Hvaö finnst þér skemmtileg- ast að gera? Þaö er svo margt, t.d. vera á skíðum og svo finnst mér gaman að vinna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég er svo jákvæður mað- ur. Mér finnst ekkert leiðinlegt. Uppáhaldsmatur: Humarhalar. Uppáhaldsdrykkur: Captain Morgan í kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Maggi Ver er flottur. Uppáhaldstimarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona/karl sem þú hefur séð (fyrir utan maka)? Leikkonan Cameron Diaz Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Ég hef lítiö fylgst meö stjómmálunum upp á síökast- ið. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Cameron Diaz. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Ég held ég verði aö segja pass. Uppáhaldssöngvari: Fáir söngvarar eru í uppáhaldi. Uppáhaldsstjómmálamaður: Davíö Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Chicken and Cow. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi nónast aldrei á sjónvarp. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Caruso og Naust- ið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bókina um Magnús Leó- poldsson í fangelsi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunni Gk. og vinur hans á FM. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöö 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Svavar Öm í íslandi í dag. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Skuggabarinn og Tunglið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Liverpool. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Opna minn eigin matsölustað. Hvaö geröir þú í sumarfríinu? Ég-tók ekkert sumarfrí frekar en venjulega. Gaf mér ekki tíma til þess. -sv Samúel Sveinsson var valinn vinsælasti herrann f keppninni Herra fsland á Hótel fslandl fyrlr rúmri vlku. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.