Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 26
26 tglingar LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JLlV Fullveldishátíð í Efstaleiti Umsjónarmenn unglingaþáttar- ins Hve glöó er vor œska, sem er á dagskrá rásar 2 á mánudagskvöld- um, þeir Arnaldur Máni Finnsson, 19 ára, og Andrés Jónsson, 20 ára, efndu til fullveldishátíðar í kjallara útvarpshússins í Efstaleiti að kveldi 1. desember sl. Við undirbúning síðasta spölinn fengu þeir nemendaráð 5. bekkjar MR til liðs við sig. Hátt í 500 ungmenni mættu á staðinn og skemmtu sér hið besta. Bein útsending var frá upp- ákomunni í þættinum. Fullveldishátíðina nefndu þeir M- ALLT, líkt og kynslóð þeirra hefur verið kölluð. „Við erum kynslóðin með allt. Sundrungin sameinar okkur. Við erum ekki hippar, bítl-ar eða pönkarar. Við erum allt,“ sögðu Arn-aldur Máni og Andrés í stuttu spjalli við helgarblaðið. Þeir voru býsna ánægðir með hvernig til tókst, enda ku útvarpsráð hafa látið i ljósi ánægju sína. Því er ekki loku fyrir það skotið að hátíð sem þessi verði haldin árlega - ef ekki oftar. Gestir komu ekki að tómum kjallaranum í Efstaleiti. Fjölmargir listamenn tróðu upp, m.a. rapp- sveitimar Subterranien og Quar- ashi, kvintettinn Villtir svanir, söngtríóið Utanbleikir, grínrapp- hljómsveitin MITH (Mother Fuckers in the House) og þrír öflugir plötusnúðar. Einnig voru kynnt úrslit í ljóða- og smá- sagnasamkeppni sem fram hefur farið í útvarpsþættinum í vetur. Sigurvegari í smásagnakeppninni var Guðrún Friðriks-dóttir af Seltjamar-nesi og Ásgeir nokk-ur frá Akureyri sendi inn bestu ljóð-in. Þá voru tveir ungir rithöfundar með kynningu á verkum sínum, þeir Kristjón Kormákur og Mikael Torfason. Gestum var siðan boðið upp á harðfisk og malt, þjóðlegar veitingar við hæfi á fullveldis- daginn. Að skemmtun lokinni fengu allir far heim með strætó. -bjb Listaverkiö Graffiti varö til á veggjum útvarpshússins á meöan hátíðinni stóö. Gestir gátu lagt sitt af mörkum og tekiö upp úðabrúsa. Þessir ungu herramenn, Arnaldur Máni Finnsson og Andrés Jónsson, stóöu fyrir uppákomunni í útvarpshúsinu. Framtakssamir menn og kynslóö sinni til fyrirmyndar. DV-mynd E.ÓI. Vinkonurnar Elín Ósk Vilhjálmsdóttir og Auöur Sigbergsdóttir skemmtu sér hiö besta í útvarpshúsinu. Hjá þeim sem öörum gestum ríkti fullveldisgleði, svo mikil að útvarpsráö sá ástæöu til aö gefa uppákomunni bestu einkunn. DV-mynd S Meðal þeirra sem tróöu upp í kjallara útvarpshússins var söngtríóið Utanbleikir. Einnig komu fram rappararnir Subterranian og Quarashi og ýmsir fleiri fjölskrúöugir listamenn. DV-mynd S Hátt í 500 ungmenni mættu í fullveldishátíöina M-ALLT sem stjórnendur unglingaþáttarins Hve glöö er voræska stóöu fyrir í kjallara útvarpshússins í Efstaleiti. DV-mynd S hin hliðin Eg er svo jákvæður - segir Samúel Sveinsson, vinsælasti herrajsland „Ég hef aldrei tekiö þátt í neinu svona, hvorki keppni né sýningar- störfum. Ég var beðinn að vera með, sló til og sé alls ekki eftir þvi,“ segir Samúel Sveinsson sem kepp- endurnir í Herra ísland völdu sjálf- ir sem vinsælasta herrann. „Það var mjög ánægjulegt að veröa fyrir valinu,“ segir þessi vinsæli piltur í samtali viö DV. Hann sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Samúel Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 26.11. 1972. Maki: Agnes Björk Elfarsdóttir. Böm: Engin enn þá. Bifreið: Nissan Sunny 1992 og Ford Cortina 1972. Starf: Þjónn. Laun: Ég er ekki ósáttur við þau. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég spila stundum þeg- ar ég man eftir því en vinn sjaldan eöa aldrei. Hvaö finnst þér skemmtileg- ast að gera? Þaö er svo margt, t.d. vera á skíðum og svo finnst mér gaman að vinna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég er svo jákvæður mað- ur. Mér finnst ekkert leiðinlegt. Uppáhaldsmatur: Humarhalar. Uppáhaldsdrykkur: Captain Morgan í kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Maggi Ver er flottur. Uppáhaldstimarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona/karl sem þú hefur séð (fyrir utan maka)? Leikkonan Cameron Diaz Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Ég hef lítiö fylgst meö stjómmálunum upp á síökast- ið. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Cameron Diaz. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Ég held ég verði aö segja pass. Uppáhaldssöngvari: Fáir söngvarar eru í uppáhaldi. Uppáhaldsstjómmálamaður: Davíö Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Chicken and Cow. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi nónast aldrei á sjónvarp. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Caruso og Naust- ið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bókina um Magnús Leó- poldsson í fangelsi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunni Gk. og vinur hans á FM. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöö 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Svavar Öm í íslandi í dag. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Skuggabarinn og Tunglið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Liverpool. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Opna minn eigin matsölustað. Hvaö geröir þú í sumarfríinu? Ég-tók ekkert sumarfrí frekar en venjulega. Gaf mér ekki tíma til þess. -sv Samúel Sveinsson var valinn vinsælasti herrann f keppninni Herra fsland á Hótel fslandl fyrlr rúmri vlku. DV-mynd ÞÖK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.