Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Teiknar skemmtilegar myndir í nýja bók um Grýlu: Vil gera meira svona - segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal „Þetta er fyrsta verkefnið mitt af þessu tagi. Ég hef verið að vinna með höfundinum, Gunnari Helga- syni, í Hafnarfjaröarleikhúsinu og hann kom til mín og bað mig að gera þetta. Mér leist strax vel á hugmynd- ina enda er Gunnar ákaílega hug- myndaríkur og bókin skemmtilega skrifuð. Ég hef haft gaman af þessari vinnu. Ég gæti vel hugsað mér aö gera meira af þessu," segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal sem teiknar skemmtilegar myndir í nýja bók Gunnars Helgasonar, Grýlu. Þórarinn Gunnarsson Blöndal segist hafa ánægju af því aö teikna fyrir börn. . DV-mynd GVA Leyndardómar Vatnajökuls eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson RJjÍ fyrir alla sem unna íslenskri náttúru „ FJÖLL OG FIRNINDl Dreifing: 1 f MT J Sími: 567 1777 Þórarinn byrjaði í Myndlistar- skólanum á Akureyri og segir til- viljun kannski hafa ráðið því að hann settist þar inn í byrjun. Hann hafi alltaf eitthvað verið að teikna sem ungur maður en þó kannski ekkert meira en gengur og gerist. Áhuginn kviknaði fyrir alvöru eft- ir þriggja ára nám í Myndlistar- skólanum á Akureyri. Fjórða og síðasta árið tók hann síðan í mál- aradeild Myndlista- og handíða- skólans. Viljtist í leikhúsin „Ég fór síðan út til Rotterdam þar sem ég var í eitt ár i svokallaðri fjöl- tæknideild. Ég var ánægður úti en aðstæöur mínar á þeim tíma hög- uðu því svo að ég fór heim eftir eitt ár.“ Eftir að heim kom hélt kappinn áfram störfum sínum i leikhúsun- um. Hann var sviðsmaður í Þjóð- leikhúsinu í fimm ár en starfar nú í lausamennsku sem tæknimaöur. Það segir hann sérstaklega skemmtilega vinnu. Honum þyki gaman að smíða og búa til leik- muni. Nú iðar hann í skinninu að hefja vinnu við nýtt verk í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, Siðasta bæinn i dalnum, sem stefnt er að þvi að frumsýna upp úr miðjum janúar. Aðspurður hvemig hafi verið að vinna Grýlu og jólasveinana sagði Þórcuinn að sér hefði fundist sér- lega gaman að fá að teikna þennan mikla bamaskelfi. Hann hafi tekið þann pól í hæðina að gera hana tröllslega með mannlegu ívafi. „Ég fór nokkuð klassíska leið með jólasveinana. Að sumu leyti poppa ég þá svolítið upp. Eftir að þeir fara í bað um miðja bók sjást þeir aldrei í öðra en þessum hefð- bundnu amerísku búningum. Þar sem ég hef ekki unnið svona vinnu áður var ég smátíma að koma mér niður á verklagið en síðan gekk þetta vel,“ segir Þórarinn. Einmanalegt að mála Hann hefur þegar fengið annaö verkefni af svipuðum toga. Þar teiknar hann myndir með fimm sög- um sem hagyrðingurinn góðkunni, Kristján Hreinsson, hefur gert. En er draumurinn kannski að snúa sér alfarið að teikningunum eða mynd- listinni? „Nei, ég hef engin slík áform. Ég held ég myndi aldrei nenna að standa 8-10 tíma á dag við strigann. Mér finnst leikhúsvinnan miklu meira gefandi og mun skemmti- legri. Myndlistin er oft á tíðum mun einmanalegri en ég reyni þó að sinna henni þegar tími gefst. Ég myndi segja að ég væri listamaður i tómstundum. Ég tek þátt í samsýn- ingum og er svo sem ekkert meðvit- að að skipta um gír þótt ég hafi teiknað þessar myndir í bókina. Ég hef gaman af því að teikna fyrir böm og vona að framhald verði á þessu,“ segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal, sem um þessar mundir sýnir ljósmyndir á Café Karolínu á Akureyri. Leppur sporörenndi mús sem kötturinn vildi fá. Kötturinn sá þann kost vænstan í stööunni aö sporörenna bæöi Lepp og músinni. Teikningar Þórarins í bókinni eru sérlega vel útfæröar og skemmtilegar. Hér ríður Grýla jólakettinum sem trúöi því í nokkurn tíma á eftir aö hann væri hestur. •sv Þórarinn fór þá leiö aö gera „Grýlu tröllslega meö mannlegu ívafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.