Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Teiknar skemmtilegar myndir í nýja bók um Grýlu: Vil gera meira svona - segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal „Þetta er fyrsta verkefnið mitt af þessu tagi. Ég hef verið að vinna með höfundinum, Gunnari Helga- syni, í Hafnarfjaröarleikhúsinu og hann kom til mín og bað mig að gera þetta. Mér leist strax vel á hugmynd- ina enda er Gunnar ákaílega hug- myndaríkur og bókin skemmtilega skrifuð. Ég hef haft gaman af þessari vinnu. Ég gæti vel hugsað mér aö gera meira af þessu," segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal sem teiknar skemmtilegar myndir í nýja bók Gunnars Helgasonar, Grýlu. Þórarinn Gunnarsson Blöndal segist hafa ánægju af því aö teikna fyrir börn. . DV-mynd GVA Leyndardómar Vatnajökuls eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson RJjÍ fyrir alla sem unna íslenskri náttúru „ FJÖLL OG FIRNINDl Dreifing: 1 f MT J Sími: 567 1777 Þórarinn byrjaði í Myndlistar- skólanum á Akureyri og segir til- viljun kannski hafa ráðið því að hann settist þar inn í byrjun. Hann hafi alltaf eitthvað verið að teikna sem ungur maður en þó kannski ekkert meira en gengur og gerist. Áhuginn kviknaði fyrir alvöru eft- ir þriggja ára nám í Myndlistar- skólanum á Akureyri. Fjórða og síðasta árið tók hann síðan í mál- aradeild Myndlista- og handíða- skólans. Viljtist í leikhúsin „Ég fór síðan út til Rotterdam þar sem ég var í eitt ár i svokallaðri fjöl- tæknideild. Ég var ánægður úti en aðstæöur mínar á þeim tíma hög- uðu því svo að ég fór heim eftir eitt ár.“ Eftir að heim kom hélt kappinn áfram störfum sínum i leikhúsun- um. Hann var sviðsmaður í Þjóð- leikhúsinu í fimm ár en starfar nú í lausamennsku sem tæknimaöur. Það segir hann sérstaklega skemmtilega vinnu. Honum þyki gaman að smíða og búa til leik- muni. Nú iðar hann í skinninu að hefja vinnu við nýtt verk í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, Siðasta bæinn i dalnum, sem stefnt er að þvi að frumsýna upp úr miðjum janúar. Aðspurður hvemig hafi verið að vinna Grýlu og jólasveinana sagði Þórcuinn að sér hefði fundist sér- lega gaman að fá að teikna þennan mikla bamaskelfi. Hann hafi tekið þann pól í hæðina að gera hana tröllslega með mannlegu ívafi. „Ég fór nokkuð klassíska leið með jólasveinana. Að sumu leyti poppa ég þá svolítið upp. Eftir að þeir fara í bað um miðja bók sjást þeir aldrei í öðra en þessum hefð- bundnu amerísku búningum. Þar sem ég hef ekki unnið svona vinnu áður var ég smátíma að koma mér niður á verklagið en síðan gekk þetta vel,“ segir Þórarinn. Einmanalegt að mála Hann hefur þegar fengið annaö verkefni af svipuðum toga. Þar teiknar hann myndir með fimm sög- um sem hagyrðingurinn góðkunni, Kristján Hreinsson, hefur gert. En er draumurinn kannski að snúa sér alfarið að teikningunum eða mynd- listinni? „Nei, ég hef engin slík áform. Ég held ég myndi aldrei nenna að standa 8-10 tíma á dag við strigann. Mér finnst leikhúsvinnan miklu meira gefandi og mun skemmti- legri. Myndlistin er oft á tíðum mun einmanalegri en ég reyni þó að sinna henni þegar tími gefst. Ég myndi segja að ég væri listamaður i tómstundum. Ég tek þátt í samsýn- ingum og er svo sem ekkert meðvit- að að skipta um gír þótt ég hafi teiknað þessar myndir í bókina. Ég hef gaman af því að teikna fyrir böm og vona að framhald verði á þessu,“ segir Þórarinn Gunnarsson Blöndal, sem um þessar mundir sýnir ljósmyndir á Café Karolínu á Akureyri. Leppur sporörenndi mús sem kötturinn vildi fá. Kötturinn sá þann kost vænstan í stööunni aö sporörenna bæöi Lepp og músinni. Teikningar Þórarins í bókinni eru sérlega vel útfæröar og skemmtilegar. Hér ríður Grýla jólakettinum sem trúöi því í nokkurn tíma á eftir aö hann væri hestur. •sv Þórarinn fór þá leiö aö gera „Grýlu tröllslega meö mannlegu ívafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.