Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
11
O P I Ð :
Laugard. 20. des. kl. 10:00 - 18:00
Mánud. 22. des. kl. 09:00 - 20:00
Þriójud. 23. des. kl. 09:00 • 21:00
Miðvikud. 24. des. kl. 09:00 • 12:00
Bætt kjör kvenna
skila sértil barnanna
og samfélagsins.
Munið gíróseðlana.
hjálmrstofnun
\~irj KIRKJUNNAR
- helma og hciman
Fréttir
útMstar-úlpur
-fallegar, hlýjar og
þægilegar!
Loftslagsráðstefnan í Kyoto:
Vítamínsprauta fvrir iðnað
Gott í skóinn fró
jólasveinunum fylgir
öllum Power Macintosh
4400-tölvum ó meðan
birgðir endast!
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
d m
• 200 MHz PowerPC 603e
• 32Mb vinnsluminni,
stækkanlegt í 160 Mb
• 1200 Mb harðdiskur
• Áttahraða geisladrif
• 16 bitatvíóma hljóð
• Tvær 7" PCI-raufar
• Localtalk
• 15" Apple-skjár
• 33.600 baud mótald
• 4 mánaða Internet-tenging
hjá Margmiðlun
Rocky
Mountain
heilsárs
útivistar- og
Ein vinsælasta
heilsárs úlpa í heiminum undanfarin
ár. Litir: Blár, grænn, gulur og rauður.
Einnig fáanleg í vaxi (Jubilee).
EEIÐLIST
SKEIFAN 7 - Sl*l:tí» ItM - FAS: tlt 1875
bílar með vélar af þessu tagi muni
komast 60-70 km á hverjum bens-
inlítra og menga að sama skapi
minna en samsvarandi nútimabil-
ar.
Að sögn Magnúsar Jóhannes-
sonar er japanskur véla- og bila-
iðnaður þegar byrjaður á þessu og
fyrir skömmu var staddur á ís-
landi forseti orku- og iðnþróunar-
sjóðs Japans og skýrði hann frá
tilraunum sem þegar eru hafnar
með að knýja vélar fiskiskipa sem
eru allt að 560 kW með eldsneytis-
rafhlöðum sem væntanlega fram-
leiða vetni. Af hálfu umhverfis-
ráðuneytisins verður fylgst með
þessum tilraunum Japana.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um DV verður til mikið magn
koltvíoxíðs og annarra gróður-
húsalofttegunda hjá íslenska fiski-
skipaflotanum og ef hægt yrði að
draga úr olíueyðslu hans og þar
með brennslu kolefna, jafnvel með
því að nota annað eldsneyti, þá
myndi það skila sér í minni útloft-
un á þessum lofttegundmn.
Kyoto-ráðstefnan snerist fyrst
og fremst inn það að brenna
minna af kolefni að sögn Magnús-
ar. Kolefni eru í kolum, olíu og
gasi en bnmi þessara efna gefur af
sér mismikið af gróðurhúsaloftteg-
undum, mest af þeim kemur við
kolabruna, en minnst við það að
gasi er brennt. Þannig mun Bret-
um takast að draga einna mest úr
losun gróðurhúsalofttegunda með
því að hætta að brenna kolum í
iðjuverum sínum og nota gas í
stað þeirra. -SÁ
Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri umhverfisráðuneýtisins,
segir í samtali við DV að hann sé
þess fullviss að Kyoto-loftslagsráð-
stefnan muni virka eins og
vítamínsprauta fyrir iðnaðinn til
að þróa og framleiða aflvélar fyrir
samgöngur og iðnað sem gefi frá
sér mun minna af gróðurhúsaloft-
tegundum.
Hann segir að auk þess sem
menn tali nú um að bæta verulega
nýtni sprengihreyfla, bæði bensín-
og dísilvéla, jafnvel um 20% til
viðbótar við það sem þegar hefur
áunnist, sé nú mjög horft til nýrra
vélagerða eins og efnarafala.
Efnarafallinn er í raun alveg ný
hugmynd og aðferð sem í grófum
dráttum vinnur þannig að sú orka
sem leysist úr læðingi við efna-
hvarf er notuð til að knýja tæki.
Oftast er talað um vetni í þessu
sambandi sem síðan er notað sem
eldsneyti, en við bruna þess verð-
ur til vatn. Þannig er verið að tala
um að draga vetni úr bensini eða
jafnvel metanóli, sem í daglegu
tali er nefnt tréspiri en talið er að
Hafrannsóknaskip:
Þorskurinn
skemmdi
trollið
„Þaö rifnaði trollið hjá okkur
og eitthvað fór í sjóinn aftur.
Þetta hafa kannski verið 1 til 2
tonn sem fóru í hafið,“ segir
Sveinn Sveinbjörnsson Fiski-
fræðingur sem var í leiðangri
með hafrannsóknaskipinu Árna
Friðrikssyni RE. Þeir voru að
leita aö síld inni á Arnarfirði, út
af Selárdal, og köstuðu á lóðn-
ingu. Þegar þeir hífðu trollið eft-
ir um klukkustund kom í Ijós að
svo mikið var af þorski í vörp-
unni aö hún rifnaði og hluti afl-
ans fór í sjóinn aftur. Skipverjar
náðu þó um 10 tonna afla inn fyr-
ir sem þeir seldu á fiskmarkaði.
„Við vorum nú aðallega að
leita að síld en lentum í þorski.
Það lóðaði sáralítið á þessum
fiski og þetta var bara óhapp,“
segir Sveinn.
Sjómenn við Amarfjörð hafa
haft miklar áhyggjur af mikilli
þorskgengd á Amarfirði sem
þeir segja ógna rækjustofninum.
Mokveiði hefur verið hjá línu-
bátum inni á Arnarfirði að und-
anfömu. Sveinn sagðist ekki
geta sagt tfl um hvort almennt
væri mikið af þorski á þessum
slóðum. Hann sagðist þó geta
upplýst að engin rækja hefði ver-
ið í þeim þorski sem þeir veiddu
óvart. -rt