Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 19 Besti jólaleikurinn í fyrra kom út Besta skólaár allra tíma, ein skemmtilegasta barnabókin sem út kom það ár. Aðdá- endum er bent á að framhaldið er komið: Besti jóla- leikur allra tíma eftir Barböru Robinson í þýð- ingu Jóns Daní- elssonar. Enn hittum við fyrir Herd- man systkinin, verstu böm sem uppi hafa verið í veraldar- sögimni. Þau skrökva, stela og reykja vindla, blóta, beija smá- krakka og gera ýmislegt fleira óprenthæft. Þess vegna verða allir hissa þegar þau ráöast til inngöngu í kirkjuna einn sunnudaginn og ákveða að yf- irtaka jólaleikritið... En hvernig verður jólaleik- rit í höndum krakka sem aldrei hafa heyrt söguna um fæðingu Jesúbarnsins og halda að vitringamir þrir hafi verið njósnarar? Um það má lesa í bókinni. Skjaldborg gefur út. Ör-ævintýri Myndabókaútgáfan hefur gefið út fjórar bækur með eins konar ágripum af kunnum ævintýr- um fyrir yngstu börnin. Á fimm opnum er tæpt á sögunni um grísina þrjá og stóra ljóta úlfinn, Ösku- Aladdín og töfralampan- um og Rauð- hettu, hverri í sinni bók. Þær eru prentaðar á þykkan bamavænan pappír pappa) með lit- ríkum myndmn, upplagðar fyrir foreldra sem vilja laða ung böm inn í ævintýra- heim. Svo má alltaf bæta við textann eftir þegar vill meira. Sabrina Or- lando teiknaði myndimar en Hersteinn Pálsson þýddi text- ann. mmni bariuð m mKBBÍÞ jnpewjkTeir '559- Tækni er ekki eingöngu vísindi, heldur líka list. Nákvæmni. Atlt frá því fyrsta Samurai sverðið var smíðað, hefur Japan verið þekkt fyrir að skapa heimsins vönduðustu tækni. Hjá EPSON trúum við á það að lifa í samræmi við þann orðstír, með því að gefa þér fremstu tækni og hafa þannig.áhrif á líf þitt og starf. Skuldbinding okkar við stöðugar nýjungar hefur skipað EPSON afurðum sess í fylkingarbroddi tækninnar. PhotoReal™ blekdæluprentarar með einstakri EPSON Piezo kristaltækni eru að gerbylta heimi borðlitaprentara. Háþróuð tölvumyndspeglunartækni leysir sköpunargleði þína úr læðingi. Feikn skýr, hásamþjöppuð, margmiðla sýningarvél gæðir allar hugmyndir þinar lífi. EPSON, því tækni er líka list. http://www.epson.com EPSON Jólapakkatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jóiapakkana innanlands. Skiiyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1997 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að PÖSTUR OG SÍMIHF senda jólagjafirnar í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.