Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
Allt er fegurra
en vorkvöld í
Reykjavík
„Allt er fegurra en vorkvöld í
Reykjavík þegar ið-
andi götulífið er
plastpokar að
fjúka um gráar
götur og einn og
einn geðvonsku-
legur bíll að sil-
ast niður
Bankastrætið."
Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur, í Degi.
Einhver grár köttur
„Að láta þjóðina horfa upp á það
að hann taki það fram yfir að lesa
upp úr smásagnasafni sínu á ein-
hverjum Gráum ketti hér úti í bæ
og vera ekki viðstaddur fjárlaga-
frumvarpið..."
Steingrímur J. Sigfússon alþingis-
maður um forsætisráðherra, á Al-
þingi.
Ummæli
Viðgerð á tönnum hefur fleygt
fram i áranna rás.
Tarmfyll-
ingarefni
í fornöld, aðallega í Egypt-
alandi, reyndu menn tannfylling-
arefni af ýmsu tagi, jarðttni frá
Núbíu, koparsíliköt, steinflísar
o.fl. Árið 1484 getur Arculanus
(Giovanni d’Arcoli) þess að holur
í tönnum séu fylltar með blað-
gulli. Árið 1853 var farið að nota
gljúpt gull í stað blaðgulls. Sex
árum áður var einnig farið að
nota gúttaperka, blandaða kalki,
kvarsi og feldspati.
Blessuð veröldin
Amalgam
Árið 1319 fór Dh. Bell að nota
blöndu af kvikasilfri og silfri til
að fylla holur í tönnunum og í
framhaldi varð til amalgam, geysi-
sterkt efni sem er blanda af kvika-
silfri, kopar, tini og/eða silfri og
hefur það efni einkum verið notað
til fyllingar í jöxlum. Nú á dögum
er auk amalgams notað hvítt fyll-
ingarefni sem getur verið silikat
eða blanda af oplasti og postulíni,
svokallað composit.
Eins og grár köttur
„Ég veit að háttvirtur þingmaö-
ur er eins og grár köttur í ræðustól
að öllu jöfnu en ég skal svo sannar-
lega halda mér við aga ef það verð-
ur gert það sama við aðra rnenn."
Davíð Oddsson forsætisráðherra, á
Alþingi.
Stjórnunarstíll
„Ég held að það hljóti að vera
meðvituð stefna og
stjórnunarstíll. Það
er naumt skammt-
aö og siðan kemur
eitthvað á auka-
fjárlögum sem
enginn veit hvað
verður og það
gerir alla áætl-
unargerð ómögulega.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri um fjárveitingu til Sjúkrahúss
Reykjavíkur, í Degi.
Laufabrauð og rjúpa
„Ég get boðið þér uppskrift að
laufabrauði eða kennt þér að ham-
fletta ijúpu. Þú færð ekki orð upp
úr mér um þessi mál.“
Guðrún Pétursdóttir um hvort hún
taki baráttusætið á lista sjálfstæð-
ismanna, i DV.
Pétur Ingi Frantzson, formaður Félags maraþonhlaupara:
Fyrsti stjórnarfundurinn verður
haldinn á hlaupum
„Okkur sem erum saman í
hlaupahópi og öðrum hópum furðu-
fólks sem stundar maraþonhlaup og
eru að hlaupa í alls konar veðri
fannst vanta einhvem vettvang eða
félagsskap til að sameina sjónarmið
okkar og koma á fót einhvers konar
vetrarmaraþoni og til að halda utan
um önnur löng hlaup sem eru ekki
endilega maraþonhlaup," segir Pét-
ur Ingi Frantzson, formaður Félags
maraþonhlaupara, sem er nýstofnað
félag.
Pétur segir fyrirhugað vetrarmar-
þonhlaup verða í mars: „Við mun-
um einnig standa að ferðum í mara-
þonhlaup í útlöndum og er fyrsta
ferðin fyrirhuguð í aprfl til að taka
þátt í London-maraþonhlaupinu.
Fyrsta verkefni félagsins er næsta
sunnudag. Þá er stefnt að því að
hlaupa allan daginn, frá sólarupp-
rás tfl sólarlags en stystur sólar-
gangur er þennan dag.“
Um 230 Islendingar hafa hlaupið
heilt maraþon: „Á stofnfundinn
mættu um sextíu hlauparar sem var
mun meira en við bjuggumst viö.
Síðan hefur fjölgaö ört og ég býst
við að þegar við gefum út félaga-
skrána í febrúar verðum við orðnir
yfir eitt hundrað. Fyrsti stjórnar-
fundurinn hefur enn ekki verið
haldinn en verður líklega haldinn á
hlaupum. Ekki verður félagsstarf-
semin eingöngu
hlaup. Við erúm
að reyna að fá er-
lenda fyrirlesara
tfl landsins, með-
al annars í sam-
bandi við
skófatnað, og höf-
um verið í sam-
bandi við
skóframleiðend-
ur út af þessu
máli og hafa þeir
sýnt því áhuga.“
Pétur Ingi
Frantzson var
spurður hvaða ís-
lendingur hefði
oftast hlaupið
maraþonhlaup:
„Það er Sighvat-
ur Dýri Guð-
mundsson. Ég
held að hann hafi
hlaupið 17 mara-
þon. Næstur hon-
um er Gísli Ragn-
ar Ragnarsson,
sem er búinn með 14 maraþon-
hlaup. Margir hafa hlaupið mörg
maraþonhlaup en ég vil sérstaklega
geta Sigurðar Gunnsteinssonar sem
hljóp fjögur fyrstu maraþonhlaup
sín á einu ári, þá 53 ára gamall."
Pétur segist sjálfur hafa hlaupið
þrjú maraþon-
hlaup: „Enn sem
komið er hef ég
bara hlaupið
maraþon í Mý-
vatnssveit. Það
eru sex ár síðan
ég byrjaði að
hlaupa, lagði sí-
garettunni og
setti mér það
markmið að kom-
ast heilt maraþon
eftir þrjú ár, þeg-
ar ég væri fertug-
ur, og það tókst.
Það var samt
ekki fyrr en í
maraþoninu í
sumar að ég fann
að lungun voru
loksins orðin
hrein.“
Pétur ætlar að
vera í hópnum
sem fer til
London í apríl og
byrjar stíft æf-
ingaprógramm í janúar. Ekki snýst
þó allt um hlaup hjá Pétri. Hann er
mikfll handboltaáhugamaður: „Ég
er gallharður ÍR-ingur, var formað-
ur handknattleiksdeildarinnar um
skeið og hef fylgt mínum mönnum
eftir í gegnum súrt og sætt.“ -HK
Pétur Ingi Frantzson.
Maður dagsins
Helga E. Jónsdóttir og Pröstur
Leó Gunnarsson í hlutverkum
Guöríðar og Hallgríms.
Heimur
Guðríðar
Heimur Guðríðar - Síðasta
heimsókn Guðríðar Símonar-
dóttur í kirkju Hallgríms, verð-
ur sýnt í Hallgrímskirkju í Saur-
bæ annað kvöld kl. 21. Heimur
Guðríðar er eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur og var frumsýnt á
Kirkjulistahátíð í Reykjavík
sumarið 1995.
Leikhús
í leikritinu er rakin ævi- og
píslarsaga Guðríðar Símonar-
dóttur, sjómannskonu úr Vest-
mannaeyjum, sem var í hópi
tæplega 400 íslendinga sem rænt
var í Tyrkjaráninu 1627. Hún
var ein af fáum sem komust aft-
ur heim en á þeirri leið kynntist
hún ungu prestsefni í Kaup-
mannahöfn, Hallgrími Péturs-
syni.
Margrét Guðmundsdóttir leik-
ur Guðríði eldri, Helga E. Jóns-
dóttir leikur hana á yngri árum,
og Þröstur Leó Gunnarsson er í
hlutverki Hallgríms. Steinunn
leikstýrir sjálf verki sínu.
Bridge
Pakistaninn Zia Mahmood og
Bandaríkjamaðurinn Peter Weic-
hsel voru heillum horfnir á Politi-
ken Pairs boðsmótinu í Danmörku
sem spilað var í nóvember. Zia og
Weichsel þurftu að sætta sig við að
verma botnsætið í lokin, sem var
töluvert áfall fyrir þá þegar tillit er
tekið til þess að þeir enduðu í efsta
sætinu í mótinu í fyrra. Zia og
Weichsel sóttu ekki gull í greipar
Dananna Lauge Scháffer og Morten
Andersen í þessu spfli í mótinu.
Sagnir gengu þannig, austur gjafari
og allir á hættu:
* K973
ÁK8
-f 863
* 752
f D10542
V -
-f 95
4 ÁG10643
* ÁG6
«f DG6532
-f KDG7
4 -
Austur Suður Vestur Norður
Weich. And. Zia Scháffer
pass 1 * pass 2 *
3 v 4 «f 5 4 pass
pass 5« 6 4 dobl
pass pass redobl p/h
4 8
* 10974
4 Á1042
4 KD98
Eftir að Weichsel hafði sýnt tví-
lita hönd sína á þriðja sagnstigi
ákvað Zia ekki aðeins að fara í 6
lauf yfir 5 hjörtum heldur einnig að
redobla lokasamninginn. Ef til vill
var Zia að vonast til þess að and-
stæðingamir myndu flýja í 6 hjörtu
sem hann bjóst við að ættu ekki
vinningsmöguleika. En Danimir
ákváðu að sitja sem fastast og sýndu
enga vægð i vörninni. Útspilið var
lauf og 3-0 legan í litnum gerði það
að verkum að Zia gat ekki fríað
fimmta spaðann. Hann varð að
sætta sig við að vera 2 niður og Dan-
irnir fengu 1000 í sinn dálk sem var
13 impa virði.
ísak Öm Sigurðsson
(
(
(
(
(
<
(
(
(
(
(
í
(
(
i
í
í
C
í
í
c
í
I
4